Tíminn - 08.05.1958, Blaðsíða 12
Ve*rI8: i
Norðaustan gola, léttskýjað.
Hitinn:
Reykjavík 3 st.. Akureyri 0 st.,
Khöfn 8 st., London 12 st„ París
20 st. New A'ork 8 st.
Fimmtudagur 8. maí 1958.
Kletíakarl á Snæfellsnesi
MeS sumri hefjast ferðalög um landið. Menn heimsækja fagra staði í byggð-
um og á öræfum. Snæfellsnes, utanvert, býr yfir sérstæðri náttúrufegurð,
og einkum hafa bergmyndanir við sjóinn dregið að sér athyglina. Þangað
fer Ferðafélag íslands oft. Þessi mynd er tekin yzt á Snæfellsnesi. Þar
blasa ýmsar kynjamyndir við, og maður veit ekki fyrr en vangi mikilúðlegs
klettakarls horfir við, sjónum manna.
Vísindasjóður tekinn til starfa,
styrkir auglýstir til umsóknar
Hinn nýstofnaði Vísindasjóður er nú tekinn til starfa.
Eins og kunnugt er, voru lögin um Vísindasjóð samþykkt
á Alþingi 1957,=» en til hans er stofnað í þeim tilgangi að
efla íslenzkar vísindarannsóknir, og honum tryggðar a.m.k.
800.000 kr. á ári úr Menningarsjóði.
Afnám áfengisveit-
inga enn rætt
á Alþingi
Þingsályktunartillagan um af-
inám áfengisveitinga á kostnað rík-
isins var til umræðu á fundi sam-
.einaðs þings i gær. Var tillagan
komin frá nefnd;, en meirhluti alls-
herjarnefndar leggur til að tillög-
tinni verði vísað frá.
Björn Ólafsson gerði grein fyrir
-nefndaráliti, en Alfreð Gíslason
fiutti alllanga ræðu um málið, en
liann er einn af flutningsmönnum
tillögunnar. Þegar Alfreð hafði
lokið ræðu sinni, var fundartími
<útl og umræðum um málið frestað,
en það hefir oft og lengi verið á
dagskrá á Alþingi í vetur,. og um
fá mál verið snerpumeiri um
ræður.
Yngri bekkjum
Skógaskóla lokið
Hinn 30. apríl voru brautskráðir
tiemendur í 1. og 2. bek'k héraðs-
skólans að Skógum. Nemendur í 1.
þekk voru 31 talsins og stóðust
allir prófið. Til vorprófs bættust
einnig við þrír nemendur utan-
skóla og luku þeir einnig prófinu.
Hæstu aðaleinkunn í 1. bekk hlaut
Njáll Sigurðsson, Seljalandsskóla,
8,58, og aðra hæstu einkunn hlaut
Guðjón Samúelsson, Snjallsteins-
ihöfða, 8,52. í 2. bekk, þ.e. á unlinga
prófi, var hlutskarpastur Ingvar
Árnason, Skógum, og fékk hann í
aðaleinkunnn 9,31. Annar hæstur
á unglingaprófi var Bergur Ingi-
mundarson, Melhól, með 9,23 í
aöaleinkunn. Nemendur í 2. bekk
voru alls 31 og stóðust allir prófið.
Nemendur í 1. og 2. bekk unnu
iLokkuð að trjáplöntun í skógrækt
iskólans að lokum próum svo sem
venja er.
Nýlega er lokið skipun manna í
stjórnir sjóðsins, en þær eru þrjár:
sameiginleg yfirstjórn og stjórnir
beggja deilda hans, raunvísinda-
deildar og hugvísindadeildar. For-
maður yfirstjórnar er prófessor
Snorri Hallgrímsson dr. med, for-
maður stjórnar raunvísindadeildar
er dr. Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur, en formaður stjórnar
hugvísindadeildar dr. Jóhannes
Nordal hagfræðingur.
Deildastjórnir hafa nú lýst styrki
lausa til umsókna í fyrsta sinni,
hvor á sínu sviði. Raunvísindadeild
annast styrkveitingar á sviði nátt-
úruvísinda, þar með taldar eðlis-
fræði og kjarnorkuvisindi, efna-
fræði, stærðl'ræði, læknisfræði,
líffræði, jarðfræði, dýrafræði,
grasafræði, verkfræði og' tækni-
fræði.
Hugvísindadeild annast styrk-
veittingar á sviði sagnfræðij bók-
cmennta, málvisinda, félagsfræði,
-lögfræði, hagfræði, heimspeki, guð-
fræði, sálfræði og uppeldisíræði.
Hlutverk Vísindasjóðs er að efla
íslenzkar vísindarannsóknir, og í
'þeim tilgangi styrkir hann:
1. Einslaklinga og vísindastofn-
anir vegna tiltekinna rannsóknar-
verkefna.
2. Kandídata til vísindalegs sér-
náms og þjálfunar. Kandídat verð-
ur að vinna að tilteknum sérfræði-
legum rannsóknum eða afla sér
vísindaþjálfunar til þéss að verða
'Styúkhæfur.
3. Rannsóknastofnanir til kaupa
á tækjum, ritum eða til greiðslu
á öðrum kostnaði í sambandi við
starfsemi, er sjóðurinn styrkir.
Umsóknum um 'styrki skulu
fylgja ýtarlegar upplýsingar um þá
vísindalegu starfsemi, sem styrks
■er óskað til, svo og um námsferil
og menntun þeirra einstaklinga,
er sækja.
Umsóknir þurfa að hafa borizt
fyrir 1. júní n.k. til þess að koma
til greina við fyrstu úthlutun. Þær
skulu sendar ritara Raunvísinda-
deildar, Guðmundi Arnlaugssyni,
póst'hólf 609, eða stjórn Hugvís-
indadeildar, pósthóK 609.
(Fréttatilkynning frá stjórn
Vísindasjóðs)
Kríngum jörðina svííur gífurlega
þykkt lag af ryki og loftsteinum
Oiakmörkuft gnótt af örsmáum loftsteinum,
þrátt fyrir a<$ sólin eyíir miklu upp til agna
med hita sínum.
Þykltt lag af geimryki og smáum loftsteinum umlykúr. nú
'jörðina stó'5ugt, og mun það hægt en örugglega skemma gervi
tungl og geimstöðvar jarðarbúa. Þetta eru fullyrðingar banda
rísks vísinöamanns. Aðeins 1 einstöku tilfellum munu þó þessar
agnir geta brotizt 1 gegnum ytra málmhjúp þessara útsendara
Rauði bletturinn
á Júpíter
'Stjörnuskoðarar tóku fyrst eftir
rau'ðum bletti á Júpíter á níunda
tug síðustu aldar og hafa lagt
kapp á það ávallt síðan að rann-
saka þetta fyrirbæri. Fræðimenn
eru sammála um, að þarna sé um
a'ð ræða eitthvað, sem sé þéttara
í sér en gufuhvolf hnattarins, sem
er samsett aí' ammoníaki og mat-
an. Og ef til vill stendur þessi
skærrauöi, frægi blettur á Júpíter
í einhverju sambandi við sólbletti.
Mönnum hefir-virzt, að hann kæmi
helzl í ljós, þá er sólblettir hafa
verig hva'ð mes'tir. Til eru stjarn-
fræðingar, sem kalla fyrirbærið
sólblettin á Júpíter, og enn eru
sumir sem álíta, að hér sé um a'ð
ræða fylgihnött Júpíters, sem hafi
runnið saman við plánetuna.
Me'ðal nýjunga í skemmtigarð-
inurn má nefna dýrasýningu, fjöl-
breyttari en þá, sem var í fyrra,
en hún náði miklum vinsældum.
Af dýrum að þessu sinni má nefna
grimmasta dýr veraldarinnar hló-
bar'ðann. Einnig má nefna dýr,
sem aldrei hafa sést hér áður, svo
sem broddgelti, japanskar dans-
mýs, eðlur o.fl.. sömuleiðis verða
íkornar, apar, dverghænsni, alls-
konar skrautfuglar og fiskar, og
margt fleira. I-Iið vinsæla, litla
kVibmyndahús, sem komið var
upp í fyrra hefir verið endurbætt
og verða þar sýndar alls konar
fræðslu- frétta- teikni og skop-
myndir. Sýningum er hagað líkt
og gerist í erlendum skemmtigörð
um. Þá verður í garðinum hið vin
sæla litla golf, s'em hefir reynzt
mjög vinsælt meðal bæjarhúa. —
Scmuleiðis verður spákonan Mad-
dame Zena og mun hún skyggnast
í framtíð og fortíð þeirra gesta,
er þess óska. Skopteiknari verður
einnig í garðinum til þess að teikna
myndir af gestum garðsins. Nýtt
þjóðfánaspil verður tekið í notkun
en slík spil eru afar vinsæl og
eftirsótt í erlendum skemmtigörð-
um. Eldri tæki hafa öll verið tek-
in til gagngerðrar lagfæringar.
Miðasala verður höffs með öðru
, sniði en verið hefir. Nú verða
miðar að öllum tækjum seldir ein
göngu við tækin og sparar það
og útilokar allar hvimleiðar bið-
raðir.
Mörg félög og félagasambönd
hafa þegar gert ráð fyrir að halda
fjölbreyttar skemmtanir í garðin-
um í sumar, en auk þess verður
fegurðarsamkeppni háð í garðin-
um í næsta mánuði, og verður
þar kjörin ..Fegurðardrottning ís-
lands 1958“.
Heimsókn Gerhard-
sens í London
NTB—London, 6. maí. — Einar
Gerhardsen forsætisráðherra Norð-
manna, sem verið hefir í opinherri
heimsókn í London, hélt í dag á-
samt lconu sinni til Kaupmanna-
hafnar. Frá Kaupmannahöfn held-
ur hann síðan til Bandaríkjanna,
þar sem hann verður viðstaddur
aldarafmælishátíð Minnesö'taríkis.
í dag hafði Harold Macmillan for-
sætisráð'herra Breta hádegisverð-
arboð til heiðurs Gerhandsen. Boð-
ið var að Downing Street 10, bú-
stað brezka forsætisráðherrans og
var þar margt stórmenni saman
komið.
mannanna-
Hinn bandaríski vísindamaður,
Davis A. Beai'd, formaður eld-
flaugadeildar Loekheed flugvéla-
félagsins' bandaríska, setti þessar
skoðanir sínar nýlega fram í fyrir
lestri. Samkvæmt kenningum hans
er gífurleguv fjöldi af smáum loft-
Reynt verður, í samráði við
ýms félagasamtök að koma upp
sérstökum barnaskemmtunum og
einnig verður reynt að fá úrvals
skemmtikrafta til þess að koma
fram öðru hverju. í sumar er vænt
anlegt loftfimleikanúmer, sem sýn
ir listir sínar á 30 metra háu
mastri og er notað meðal annars
hraðskreylt mótorhjól og sýnt á
því hinar furðuleguslu og djörf-
ustu listir.
Strætisvagnaferðir verða frá
Búnaðarfélagshúsinu, gestum til
hægðarauka, þegar garðurinn er
opinn, og munu Strætisvagnar
Reykjavíkur annast þær.
Forgöngumenn að stofnun fé-
lagsins voru Páll Bjarnason, kenn-
ari á Stokkseyri og Björgvin Magn-
ússon, bóndi í Klausturhólum. Fé-
lagið h&fir starfað óslitið og' látið
mörg mál til sín taka. Það hyggði
samkomuhús 1929 og hefir unnið
að skógrækt, íþróttamálum o. fl.
Nú er efst á döfinni að bygg'ja fé-
lagsheimili.
Þrír félagar hafa unnið glímu
skjöld Skarphéðins, þeir Stefán
Diðriksson, Halldór Benediktsson
og Gunnlaugur Ingason.
Formaður félagsins, Böðvar Páls,
Eftirgjöí lana, vegna oþurrka,]
var enn til framlialdsuniræðu á
fundi sanieinaðs þings í g'ær.
Ingólfur Jónsson hélt enn fram
fyrri stefnu Sjálfsæðismanna, að
gefa ætti eftir lánin án tillits til
þess að slíkt kæmi óréttlátlega
niður, vegna þess að lánin voru
veitt á grundvelli lána en ekki
styrkja og gætu því þeir, sein
sízt þyrftu þess með, fengið lán-
in gefin eftir, en liinir, sem
reyndu að komast hjá því að
taak lán í lengstu lög, or'ðið
þannig órétti beittir.
Páll Zplióníasson og Halldór
steinum í geimnum. Mikið magn
af þessu „ryki" verður að engu
á hverri sekúndu, er það fellur á
sólina, en samt myndast af því
óhemju magn, sem fellur frá hala
stjörnum á leið þeirra um geim-
inn.
Sönnun fyrir tilvist þessa ósýni
lega ryks hafa menn fengið með
því að athuga hvernig Ijós sólar-
innar fellur á jörðina. Rykag'nirn-
ar eru þúsundum saman í hverjum
rúmsentimetra. og þegar rykið fer
framhjá jörðinni, dregur j'örðin
það til sín með aðdráttarafli sinu.
Jörðin er þanriig hulin í, þykkri
ábreiðu af ryki, sem er meira en
milljón kílómetra á þykkt. Rétt
fyrir utan gufúhvolf jarðar er
þéttleiki þessa ryks um 50,000
agnir í hverjum rúmkílómetra.
Agnirnar þjóta kringum jörðina
með um 12 kílómetra hraða á
sekúndu. Beard gerði ráð fyrir,
að gerfitungl eða geimstöð yrði
fyrir höggi friá 20,000 slíkiun ögn-
um á einu ári. Af þessum sökum
myndi yfirborð slíkra hluta slitna
meg tímanum, og þar af leiddi að
hitastigið í geimtólinu yTði fyrir
i eirihverjum brevtingum. Beard
vitnaði í útreikning annars vísinda
manns, þar sem leiddar eru líkur
fyrir því, að gervitungl, sem er
tæplega 3 metrar í þvermál og
með 3ja millknetra lagi af atumini
utan um gathöggvist af loft-
steinum um það bil einu sinni á
hverjum þrem vikum.
Hlé á kjarnorku-
tilraunum Breta
London, 6. maí. — Bretar hafa
um sinn aflétt siglingahamii því,
sem þeir settu á svæðin kringum
Jólaeyjar á Kyrrahafi vegna kjarn
orkutilrauna sinna. Voru menn
farnir að gera sér í hugarlund, að
Bretar ætluðu að hætta tilraun-
um við svo búið, er aðeins ein
vetnissprenging hafði verið gerð.
E. Sig'ur'ðsson rædtlu einnig' mál-
ið og' sýndu fram á að hófsam-
leg eftirgjöf og' vægileg inn-
heimta væri réttlát lausn þessa
máls. Bjargráðasjóðm- hefir feng
ið lánin og' sérstök fyrirmæli
stjórnarvalda uni vægilega inn-
heiintu og eftirgjafir, þar seni
nauðsyn ber til. En það fé, sem
innheimtist, rennur til Iijálpar,
þegar hjálpar verður þörf að
nýju, vcgna harðinda eða ann-
arra náttúruorsaka. Þykir öðrum
stofnunum en Bjargráðasjóði,
ekki betur trúandi til fyllsta
réttlætis í þessu máli.
Tívólí í Reykjavík opnaS 10. maí
- ný skemmtitæki og dýrasýningar
Tívolí, skemmtigarður Reykvíkinga, verður opnaður laugar
daginn 10. þ.m. —• í sumar verður Tívolí opið alla laugardaga
og sunnudaga og svo á sérstökum hátíðisdögum fram til 1.
september.
Veglegt 50 ára afmælishóí ungmenna-
félagsins Hvöt í Grímsnesi
Ungmennaféiagið Hvöt í Grímsnesi hélt 50 ára afmælishóf
sitt um s. 1. helgi í samkomuhúsinu að Borg og var þar
samankomið mikið fjölmenni. Félagið var stofnað 22. des 1907
og er elzta ungmennafélag austan fjalls. Stofnendur voru tíu
og eru 5 þeirra enn á lífi, þar af þrír enn búsettir í sveitinni
og' hafa verið starfandi félagar fram að þessu.
(Framhald á 2. síðu).
Eftirgjöf óþurrkalána til umræSu
á Álfiingi í gær