Tíminn - 28.05.1958, Blaðsíða 2
T í MIN N, miffvikudagiim 28; n»í 195IU
:i‘'i J
h:yt
Erlieg BIöodal-Bengison heldur tón- Lúðrasveit Reykja-
leika á vegum Tónlistarfélagsins
Á skeiðspretti — mjóif á munum.
Á kappreiSum Fáks eáSist góður ár-
bæSi á skelSi og
Kappreiðar Hestamannafélagsins Fáks fóru fram á skeið-
vellinum við Elliðaár annan dag hvítasunnu. Veður var ekki
sem hagstæðast, vindur á móti og ryk í lofti. Góður árangur
náðist þó.í flestum hlaupum og urðu úrslit sem hér segir:
250 m. skeið:
(2 flokkar).
■1. fl.
1. Gulltoppur 25,8 sek. (Eigandi
Jón Jónsson, Varmadal).
2. Nasi 25.8. sek. (Eig. Þorgeir
Jónsson, Guíunesi). •
Gletta, Sigurðar Ólafssonar,
greip aldrei skeiðið.
2. fl.
1. Trausti 26.3 sek. (OEigandi
Bjarni Bjarnason, Laugavatni).
2. Litla Gletta 28.0 sek. (Eigandi
Sigurður Ólafsson).
3. Kolskeggur 28.1 sek. (Eigandi
Jón M. Guðmundsson).
í úrslitum rann Gulltoppur einn
• skeiðið og sigraði því á 26.7, aðrir
.hlupu upp.
Met Glettu frá 1948 er 22.6 sek.
250 ni. hlaup (folalilaup)
6 vetra og yngri. (2 flokkar.)
1. flokkur:
1. Bakkus, Korpúlfsstöðum, 20,7
(Eig. Stefán Pálmason).
2. Geysir 21.2 (Eig. Bjarni Bjarna-
son, Laugavatni.)
3. Spori 21,7 (Eig. Kristján
Finnsson).
2. flokkur:
1. Jarpur 20,8 (Eig. Jtilíus Péturs-
. son).
2. Drottning 21.2 (Eigandi Guð-
undur Agnarsson).
3. Gráni 21.6 (Eig. Sigurður Þor-
geirsscn).
Úrslíta'hlaup fór ekki fram á
þessu sprettfæri, en tími réð úr-
slitum. Met á þessari vegalengd er
19.8 sek.
300 m. hlaup. (3 flokkar).
1. flojckur.
1. Vinur 24,5 sek (Eigandi Guð-
mundur Guðjónsson).
2. Faxi 24,9 sek. (Eigandi Bjarni
Bjainason).
3. Krpmmi 25,6 (Eigandi Skúli
Kristjánsson).
2. fiokkur:
1. Garpur 24.0 (Eigandi Jóhann
Kr. Jónsson).
2. Logi 24.2 (Eigandi Jóns Jónss.)
3. —4. Röðull og Harpa (Eigend-
ui Bjarni Bjarnason og Þorkell
Bjarnason.
3. flokkur:
l.Skepkur 23,7 sek. (Eigandi Sig-
ÍÚ3 Guðmundsson).
2. Þröstur 24.2 sek. (Eigandi Ól-
afur Þórarinsson).
3. BÍettur 25 sek. (Eigandi Þor-
. keil Bjarnason).
Úrslit:
1. Þrö-stur 23.5 sek.
2. Vinur 23,6 sek.
3. Logi 23,8 sek.
Metið er 22.2 sek.
350 m. Iilaup (2 í'lokkai ).
1. flckkur.
1. BÍesi 27.8 sek. (Eigandi Þor-
geir Jónsson).
2. Gígja 28.2 sek. (Eigandi Bjarni
Bjarnason).
3. Brella 29.3 sek. (Eigandi Ragn-
heiður Guðmundsdóttir).
2. flokkur.
1. Gnýfari (Eigandi Þorgeir Jóns-
son).
2. Blakkur (Eigandi Þorgeir
Jónsson).
Vcgna mistaka tapaðist timinn.
Úrslit:
1. Gnýfari 27.4 sek.
2. Blesi 27.8 sek.
3. Gígja 27.8 sek.
Metið er 25.5 selt 1945.
Veðbanki starfaði og velti yfjr
30 þús. kr. Hæst gaf hann 500 kr.
fyrir 10 kr. eð'a fimmtug fallt.
Áhorfendur voru margir og
skemmtu sér hið bezta. Fjöldi
manns kom ríðandi á kappreið-
arnar héðan úr Reykjavik og ná-
grenni.
j
20 heslar tóku pátt í góðhesta
sýningu og mun dómnefndin skila
álitinu síðar. 7 hestar Fáksfélaga
munu taka þátt í góðhestakeppni
á Þingvöllum í sumar, en 3 beztu
hestar frá hverju hinna hasta-
mannafélaganna verða þar m.ætt-
Leikur metS Sinfóníuhijómsveitinni 3. júní
Sellóleikarinn Erling Blöndal-Bengtson er kominn hingað
til laiids og heldur tónleika fyrir styrktarmeðiiini Tónlistar-
félagsins í kvöld og annað kvöld. Þá leikur lrann mpð Sinfóníu-
hljómsveitinni finnntudaginn 3. júní og einnig á vegum Kamm-
ermúsíkklúbbsins 2, iúní.
Fjögur ár eru liðin frá því lista-
maðurinn kom síðast til íslands en
hann. er íslepzkur í móðurætt, eins.
og kunnugt er.
Verk eftir mörg tónskáld.
Erling Blöndal-Bengtson leikur
í Austurbæjarbíói í kvöld og ann-
að kvöld á vegurn Tónlistarfélágs-
ir.s, en undirleik annast Ásgeir
Bei’nteinsson píanóleikari. Erling
leikur verk efíir Boccherini, Beet-
hoven, Bach, Rubinstein, Weber,
Ravel og Bartck.
Haydn og Tsjókovskí.
Þá mun hann einnig leika með
Sinfóniuhljómsveitinni selló'kon-
sect eftir Havdn og rókókóvaría-
sjónir eftir Tsjækovskí. Þeir tón-
Ieikar verða 3. júní og eru síðustu
tónteikar hljómsveitarinnar hér í
bænum að þessu sinni, stjórnandi
verður Paul Pamplicher.
Farið víða uni lreim.
Erling Blöndal-Bcngtson hefir
ekki heimsótt ísland síðastliðin 4
ár, en farið víða um heim og haldið
hljómleika. M. a. hefir hann ferð-
azt um Engiand, Þýzkaland, Hol-
Erimg Biándai-Bengtson
land og Rússland. Hann er pró-
fessor við Konservatóríið í Kaup-
niannahöfn og hefir skipað þá
stöðu síðastliðin 5 ár, þótt hann
sé eklci nema 26 ára að aldri. Eað-
ir listamannsins, Valdimar Bengt-
son fiðluleikari er í fylgd með
honum hér á landi.
Sjö nemendur útskrifast úr Leik-
skóla Þjóðleikhússins
Við skólaslit Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 21. þ. m. braut-
skráðust 7 nemendur. Hafa þá afls útskrifazt úr skólanum 33
némendur frá því að hann byrjaði, en fyrstu nemendur skól-
ans brautskráðust 17. maí 1951.
ASdarafmælis Finns
Jónssonar prófessors Hjóíbörðum stolið
iÞjóðleikhúsítjóri, Guðlaugur
Rósinkranz, ávarpaði nemendur við
þetta tætkifæri. Gat hann þess, að
af þeim 33 nemendum, sem bráut-
s'kráðir hafa verið, hafi allir unnið
eittlivað að leikstörfum, nema
tveir. — Allir þeir nemendur, sem
útskrifuðust í ár hefðu leikið í
leibsýningum Þjóðleikhússins og
meira að segja tveir nemendur
leikið aðalhlutverk, Kristbjörg
Kjeld í „Dagbók Önnu Frank“ og
Sigríður Þorvaldsdóttir í barnaleik
ritinu „Friða og Dýrið“. Þau, sem
luku prófi núna, voru: Ása Jóns-
dóttir, Bragi Jónsson, Dóra Reyn-
dal, Einar M. Guðmundsson, Flosi
Ólafsson, Kristbjörg Kjeld og Sig-
riður Þorvaldsdóttir.
Kennarar skólans eru: Haraldur
Björnisson, Ævar Kvaran, Kiemenz
Jónsson, Baldvin Halldórsson,
Steingrímur J. Þorsteinsson, Símon
Jóh. Ágústsson, .Hildur Kalman,
IláraÍdUr 'Adolfsson, Benedikt
Árnason og Erik Bidsted.
Frakkland
minnzt
Fimmtudaginn 29. maí er aldar
afmælr dr. phi! Finns Jónssonar
prófessors. Háskóli íslands mun
minnast þessa með athöfn í há-
tíðasal háskólans kl. 8,30 e. h.
Atnöfnin hefst með 'því, að Þor
kell Jöhannesson háskólarektor
flytur ávarpsorð, en síðan mun
Halldór Halldórsson próí'essor
flytja fyrirlestur urn ævi Finns
Jónssonar og vísindastörf.
Öllum er heimill ókeypis áðgang
ur. .- í\
Um hvítasunnuna, aðfaranótt
laugardags, var brotizt inn í verk
smiðjuna Hraunsteypan, sunnan
til í Hvaleyrarholtinu við Hafnar
fjörð. Stolið var tveimur hjól-
börðum ásarnt íelgum, ýmiss kon
ar verkfærum og vatnsdælu f;"á
kyndingatæki. Lögreglan í Iiafnar
firði biður alía, er kynnu að haifa
oroið varir við mannaferðir í
nánd við verksmiðjuna umrædda
nótt að gera tafarlaust aðvart.
10 hjólbörðum hefur verið stol
ið í umdæmi Hafnarfjarðarlög-
reglunnar á síðaslliðnurn hálfum
mánuði.
;F'-a,mhaId af 1. síðu).
styrjöldinni, að hiusta á útvarp
frá London!
Yfirlýsing de Gaulle vakti
ánægju í Alsír
Það vakti, mikil gleðilæti í Alsír
þegar tilkynningu de Gaulles var
útvarpað. Salan hershöfðingi og
Soustelle voru staddir á fjölda-
fundi úti á landi, er fréttin barst
og snéru þeir þegar til Algeirs-
borgar, þar sem öryggisnefndin
kemur saman til aukafundar í
kvöld.
SÍÐARI FRÉTTIR:
Seint í kvöld var de Gaulle enn
á leið til Parísar í bifreið. And-
staða vinstri og miðflokkanna í
þhiginu gegn vaidatöku hans virð
isf fara vaxandi. Þátttakan í alls-
herjarverkfallinu, sem kommúnist
ar boðuðu til var ekki mikil fi-am
an af degi, en fór vaxandi, er á
daginn leið. Varð gas- og raímagns
laust víða í París og neðanjarðar
lestir hættu að ganga. Verkfllinu
var komið af stað til mótmæla
gegn valdatöku de Gaulle. Á leyni
fundi með de Gaulle mun for-
síotisráö:íierrann hafa reynt að
fá hann til liðs við stjórnina til
að koma kyrrð á, en hann mun
ekki háfa veitt þeirri bón já-
kvæð svör. Pflianlin hélt ræðu í
þinginu í kvöld og kvað stjórnina
ákveðna í að halda velli.
vilair lék í Vest-
mannaeyjum
Vestmannaeyjum í gær. Lúðra-
svéit' Reykjavíkur kom til Vest-
manneyja á hvítasunnunni. Ko m
sveitin með Esju, en alls voru um
200 íarþegar með skipinu í þess-
ari ferð. Lúðrasveitin lék á Stakka
geröistúninu á sunnudagskvöldið
og síðar á dansleik í Alþýðuhús-
•_nu. Þótti góð skemmtan að komu
sveitarinnar til Eyja. SK
Hervirki unnið á
sumarbústöðum
Um hvítasunnuna voru unnin
ýmis spjöll á sumarbústöðum við
Þingvallavatn. í sumarbústað
Geirs Zoega var mest að unnið,
flestar rúður brotnar í ghiggum og
farið inn í húsið og húsgögn brot-
in. Einnig brotizt inn í sumarbú-
stað Páls S. Pálssonar og ýniis her
virki unnin og stolið ýmsu. Af-
glapar þes'sir gerðust einnig nær-
göngulir við fleiri sunaarbústaði og
| tjöld við vatnið.
MikiII peningastuíd-
ur úr lögfræðiskrif-
stofu
í fyrrinótt var brotizt inn í lög
fræðiskrifstófu Guðjóns Hólm í
Austurstræti 8 og stolið miklum
verðmætum, þar á meðal trygg-
ingabréfuim og ávísuniun fyrir
samtals um 150 þÚ3. kr. og nokkru
af erlendri mynt, 200 sterlings
punduin og 700 dönskum krónum.
Einnig var stolið um þrjú þúsund
, íslenzkum krónum í peningum.
Uppreisnarforingi
fallinn
London, 28. maí. Fregnir 'frá Alsír
herma, að foringi allra uppreisn
arflokka í landinu sé dáinn. Hann
var 38 ára að aldri. Hann er sagð
ur hafa dáið úr afleiðingum sára
er hann fékk í róstum fyrir fjór-
urn mánuðum. Hann gekk í al-
sírska þjóðernisflokkinn árið 1948
og eftir að hafa setið fimm ár í
fangelsi fyrir afskipti sín af stjórn
niálum gekk hann í lið með upp-
reisnarmönnum.
Góð aðsókn að happ
drættissýningunni
Aðsókn hefir vei'ið góð að Mynd
listar- og listiðnaðarhappdrættis-
sýningu Sýningarsalarins Hverfis
götu 10. Sýningin verður nú ték-
in niður en sett upp aftur 12.—
18. júní. Öil verkin á sýningunni
úrtt 30 talsins eru vinningar í
happdrættinu. Aðeins 3 þúsund
miðar eru gefnir út og verð hvers
miða er. 100 kr. Þeir fást í Sýn-
ingarsalnum og hjá fasta gestum
salarins. Dráttur í happdrættinu
fer fram 18. júní n. k.
líJíf;