Tíminn - 28.05.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1958, Blaðsíða 7
TÍ'MINN, nuðvikudaginn 28. maí 1958. 7 Gremaílokkur Páls Zóphóníassonar: Búskapurinn fyrr og nú — framfarir í A - Skaffafellssýslu í Austur-Skaftafellssýslu voru 5 hreppar, en nú eru þeir sex, síðan Hafnarkauptúni var skipt úr Nes.iahreppi, og það gert að Hafn- arhræppí. Austasti hreppurinn er Bæjarhreppur — Lónið. Milli hans og Geifíieliahrepps liggur fjall- garður. Leiðin yfir hanin liggur um Lónsheiði, sem nú er orðin vel veguð, og fær ölltun bílum. Annar fjaligarður aðskilur aftur Lón.ð frá næsta hrepp, Nesjahreppnum. Farið er ýfir hann inn Almanha- skarð, sem lika er vel vegað og fært öílum bílum. Frá Almanna- skarði þykir mörgum hvað feg- urst útsýni hér á landi. Sunnan undir Aimannaskarði tekur Nesja- hreppur við, og nær að Ilorna- fjarðarfljót falla til sjávar, er forna Nesjahrepps, þar sem Horna fjarðarfijót falla til sjævar, er hinn nýi Hafnarhreppur. Þar stendur þorpið Höfn, með verzl- unum og útgerð, og þar búa nú 500 maans. Sunnan Hornafjarðar- fljóta, milli þeirra og Kolgrímu, er Mýrahreppur — Mýrarnar — en sunnan hans Borgarhafnar- hreppur — Suðursveitin — er nær að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Hofshpeppur — Öræfin — liggur svo miili stórsandanna Breiða- merkursands og Skeiðarársands. Fari maður suður sýsluna, er hafið á vinstri hönd, en jöklar og aðalháÍMirii landsins á hir.a. Sýsl- an myndar ræmu ofurlítið mis- hreiða milli hafsins og jöklanna, og hér og þar senda jöklarnir skriðjökuitungur niffur í byggðina og mjóldca hið nothæfa land Og um allar sveitirnar falla árnar jökuilitaðar, stærri effa minni, undan jöklunum, til sjávar, og fara þá ekki alltaf sömu ieiðina frá ári til árs, heldur breyta um farvegi sá og æ, og valda oft með því irtiklum spjöllum á landi og mannvirkjum. 1920 hafði meðal byggð jörð í sýslunni 2,4 ha tún, sem af feng- ust 57 hestar af töðu. Nú er mcð- altúnið orðið 7 hektarar (1955) og taðan sem af því fæst 266 hest- ar. Töðuaukinn stafar hér bæði af túnauka, en Hka, og eftir því er vert að taka, af nieira töðu- falli a£ hverjum hektara. en það er ódýrasta og bezta aðferðin til að auka töðufallið, að minnsta kosti enn lengi. Útheysskapurinn Iiefir minnkað úr 190 hestum á meðaljörðinni í 69 hesta. 1920 var meðalbúið 5,3 naut- gripir, 114 fjár og 8 hross. 1955 var nieðalbúið 3,6 nautgrip- ir, 127 fjár og 8 Iiross. Sauðfénu hefir fjölgað, en stór- gripum faekkað. Síðan um áramót 1955, en við það eru flestar tölur í þessum greinarflokkum miðaðar, hefir kúntun aftur fjölgað verulega svo og sauðfénu, e.n hrossum enn fækk að, en tölur hef ég ekki nú um áramótin síðustu úr öllum hrepp unum og get því ekki sagt ná- kvæmt hver bústærðin var J. jan- úar 1958. Aí heyskapnum á meðaljörðinni, samanborið við fjölda búfjárins kemiu- glöggt í ljós að ásetning- urinn á hevin er góður í sýslunni sem heiid, og er þetta sérstaklega áberandi þegar þess er gætt að veðursæld er mikil og snjór og jarðleysur þekkjast varla og aldrei um iengri tíma, eins og víðast hvar getur komið fyrir í öðrum landshlutum og það um margar vikur og rnánuði. Land er talið létt í Austur-Skaftafellssýslu, og það var talið ómögulegt að eiga þar væua dilka. Að undanteknum Hofshreppi er fé úr hreppum sýslumiar slátrað á Höfn. Meðal- þungi dilka var milli 8—10 kg og hvergi nærri að clilkur væri á hverja á, enn síður fóðraða knd. Nú or svo komið að fyrir kyn- 'bætur og bætta meðferð eru dilk- ar á lCornafirði orðnir lítið létt- ari að meðaltali en dilkar víða annars staðar á landinu þar sem land er talið miklu betra, og fé var talið vænna. Þó er talið iand- þröngt í sýslunni og því, með rýrð landsins, kennt um léttu dilk- ana hér áður. Auk bættrar með- ferðar og kynbóta mun fækkun hrossanna eiga sinn þátt í því ao meðaldilkarnir hafa þyngzt. Menn eru beðnir að athuga þetta vel. fénu hefir fjölgað, tölu- vert er meira af tvílembingum en var, þá hafa meðaldilkföllin þyngzt um meira en þriðjung á síðustu 25 til 30 árum. Ekki hefir land- rýmið aukizt/né landið breytzt i gott sauðland. Hvað er það þá sem hefir orsakað að dilkaþung- inn hefir aukizt? Svari nú þeir, sem trúa á landrýmið og góða suðlandið sem frumskilyrrði til vænleika fjárins, og að án þess ■sé ekki hægt að eiga vænt fé. Víða í sýslunni er mikið um. rækt- un garðmatar eða svipað og á Svalbarðsst.rönd. Á mörgum bæj- um eru hektarar sem settar eru í rófur eða kartöflur, og má rækt- un þeirra heita árviss. Það mun bitamunur en ekki fjár, af hverju bændur hafa meira inniegg, garð- matnum eða fénu, og er það öl?- ugt við það sem víðast er annars staðar um landið. En Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefir undan- farið verið að koma upp mjólkur- búi, og 1956 byrjaði það að starfa og 1957 starfaði það allt árið. Þá sendu bændur úr þrem hreppum mjólk til búsins. Alls sendu þeir um 340 þús. lítra mjólkur til bús- ins. Þó að ekki búi nema um 500 manns í Hafnarkauptúni, og nokkr ir þar hafi ekki enn eyðiiagt kýr sínar, seldist fullur lá mjólkur- innar sem nýmjólk í þorpið. Úr hinu varð að vinna vörur, er seld- ust mest á fjörðunum austan iands, en þar vaa- og er enn ónýttur markaður fyrir mjólk og mjólk- urvörur. Bæjarhreppur Bæjarhreppur nær yfir Lónið. Byggðu jarðirnar voru 23 en eru nú ekki nema 17. Meðaltúnið var 2,4 ha og gaf af sér 67 hesta, en til viðbótar töðunni voru þá slegn- ir 166 hestar af útheyi, svo allur heyskapur á meðaljörðinni var 228 hestar. Nú er taðan komin upp í 305 hesta, enda túnið orðið 7,8 ha. Enn eru slegnir 12 hestar af útheyi á meðaljörðinni, svo með- alheyskapurinn verður nærri 100 hestum meiri en hann var 1920. í- búum sveitarinnar hefir þó fækk- að úr 226 í 101, svo afkastaaukn- ingin er veruleg. Búið hefir þá líka stækkað. Það var 1920 5,2 nautgripir, 133 fjár og 6,5 hross. Nú er það 1955 3,7 nautgripir, 161 fjár og 1,8 hross. Menn sjá að heyskapurinn hefir aukizt tiltölulega meira en nemur fjölgun búfjárins, og ásetn- ingur því batnað. Fyrir Lóni cr hár fjörukambur með fram sjón- um. Innan við hann eru lón sem mishátt stendur í. í þessi lón féllu árnar er renna um sveitina til sjávar, en nú rennur Jökulsá, sem er þeirra langstærst, til sjáv- ar sunnanvert viS aðailónið. Áður stóð ósinn uppi, sem kallað vai', hann stíflaðist af íburði og þá fyltust lónin, og vatn fiæddi upp á næsta láglendi. Við þetta mynd- uðust grösugar engjar og gott beiti land, og enn sér maður þegar litið er yfir Lónssveit frá Lónsheiði græna landspildu meðfram lónun- um, sem stingur í stúf við sand- inn sem annars er ráðandi á lág- Iendi sveitarinnar. Nú hefir ós- inn ekki staðið uppi um langt ára- bil, og engjalöndin, sem þarna voru, litið eða ekki verið nýtt hin síða.'i ár. Önnur græn spilda liggur meðfram Jök- ulsá að norðanverðu og eru þar allgóð slægjulönd og kúahagar. Lónið er sæmilegt sauðland, þó að fjöllin séu brött og sýnist víða gróðurlaus meff öllu, þá eru víða skorur og dalir sem gróður er í, þó að lítið beri á við fyrstu sýn. Ræktunarskilyrði í Lóni eru ekki góð miðað við það sem almennt er kallað annars staðar. Mýrar til að þurrka upp, eru litlar og flestar illa lagaðar, valllendi er sums staðar, en víðáttan sem rækla má og rækta á er sandur. Ai' honum er nóg. Og nú veit maður að hann má rækta, og er ódýrara að rækta en mýrnarnar og jafnvel' lika vallendið, sé jarðvegur þess ekki því frjórri. Lónsbændur geta því mjög auðveldlega aukið tún sín og stækkað sín fjárbú veru- lega. Jökulsá klýfur sveitina í Suð- ur- og. Austur-Lón. Hún verður mjög oft óreið og því illur farar- tálmi. Nú er hún iiýbrúuð. Og munurinn er mikill. Bílvegur er um sveitina og allar vörur að og frá heimilum fluttar á bílum. Sjö jarðir hafa (1955) minna tún en 5 ha, en fjórar stærra en 10. Mest hefir túnið á Brekku breytzt. 1932 var það 2,3 ha. Þá fengust af því 70 hestar. Nú er það orðið 16,9 ha og gefur af sér 590 hesta. Búið á Brekku er 5 nautgripir, 219 fjár og 4 hross. Stærst tún var og er enn á Stafafelli, enda lengi prestssetur. Þar er túnið 20 ha og hefir stækkað um helming síðan 1932. Á Stafafelli eru 3 nautgripir, 271 kind og 4 hross. Nesjahreppur Úr Nesjahreppi hefir Hafnar- hreppi verið skipt. í þeim hluta Nesjahrepps hins forna, er nú heitir Nesjahreppur voru 26 byggð ar jarðir. Nú eru þær 32, enda hefir nýbýlastjórn byggt nýbýla- hverfi í hrcppnum. Meðaltúnið var 3,6 ha 1920, en er nú orðið 8,9. Töðufallið hefir aukizt úr 80 hest- um í 305 h. Ubheyskapurinn má heita horfinn, hann var 210 hest- ar á meðaljörðinni 1920. en er nú ekki nema 19 hestar. 1920 var meðalbúið 6,1 nautgripur, 132 fjár og 11,8 hross. 1955 er það 4,7 nautgripir, 143 fjár og 3,6 hross. 1. janúar 1958 er það 7,5 naulgrip- ir, 160 íiár og 3,7 hross. Hér er sama þróun og í Lóni. Fénu fjölgar, en stórgripum fækk- ar, og ásetningur á heyin stórbatn- ar. En síðustu árin fjölgar öllum gripum. Áberandi er fækkun hross anna í Nesjum. Þau voru mörg, og þaðan var talið að kænui vilja- hi'oss mikil. Þrátt fyrir það að stöðugt er hátt verð á gæðingum í landinu, hafa Nesjamenn ekki séð sér fært að halda í hrossin, heldur hra'ðfækkað þeim um leið , og bílarnir taka verkefnin frá þeim, og ekki þarf lengur á hross- j unum að haida til fiutninga. i Annars höfðu Skaftfellingar 1 manna mesta þörf fyrir hesta. Alls j staffar voru stórvötnin. Hornafjar'ð arfljót sem aðskilja Mýrar og Nes, Páll Zóphóníasson. eru fær á þrem stöðum, ríðandi innra, þar sem þau renna í fleiri k\islum, riðandi undan Bjarna- nesi yfir Skógey, og þó ekki fyrri en þau hafa verið reynd og stik- uð á ihverju vori svo hægt sé að ríða eftir stefnu stikanná, í hart nær hálftíma, og varð þó að vera lágt í, ef ekki átti að fara yfir í Prestfitjaálnum. Loks eru þau ferjuð við ósinn, og nú er þar aðalumferðin, og stigið í bílana á Melatanga er yfir er komið frá Höfn. Sauðiand er talið létt, og er þó nokkurt fjalllendi í hreppnum. Sauðfjárbúskapur vex ekki veru- lega nema með nokkuð breyttum búskaparháttum, og gildir það um fleiri hreppa sýslunnar. Er líklegt að sú breyting sem gerir mögu- legt að hafa fleira fé á litlu landi, með því meðal annars að beita á ræktað land að meira eða minna leyti, liaga burði ánna og sláturtíma lambanna öðru vísi en nú er gert o. fl. verði hvað fyrst z Skaftafellssýslu. Fimm byggðar jarðir hafa innan við 5 ha tún, en 12 stærri en 10. Ein jörð er enn með sömu tún- stærð og 1920. Stærst er túnið á Hoffelli, 24,3 ha. Af því fást 875 hestar. Búið þar er 9 nautgripir, 368 fjár og 5 hross. Úr Nesja- hreppi sencla nú allir bændur mjólk til mjóikurbúsins. Meðal- verð til bænda 1957 varð um 3 kr pr lítra. Mýrahreppur Byggðu jarðirnar voru 28 en eru nú aðeins 20. Jökulvötnin sem renna gegnum hreppinn, koma undan jöklunum sem liggja í sam- felldri röð meðfram hreppnum, breyta stöðugt farvegum, og eyði- ieggja hér og þar land og mann- virki eftir því sem þau falla. Jökl- arnir ganga ýmist fram eða þeir aninnka og undan þeim kemur land sem áður var jöklum hulið, en við þetta breytist framrennsli ánna oft, svo eitt árið koma þær undan jöklinum á öðrum stað en áður var, og gerir þetta erfitt fyr- ir um fyrirhleðsiur allar og stjórn á rennsli ánna. Þær renna þvi um mýrarnar hér og þar, valda oft góðum grasvexti en bleytu og brjóta hér og þar land og skemma. Bæirnir standa mest í hverfum á bökkum Hornafjarðarfijóta, og svo hér og þar, sem hólar eða smá hæðir eru, sem ekki verða yfir- flotin, þó að eitthvað hækki i vötminum. Meðfram byggðinnl við sjóinn, myndast líkt og í Lóni samfelldur maiarkambur — kaíl- aður fjöriu- — og nær hann frá Melatanga og meðfram allri sveít inni. klikið af vötnunum feilur í Hornafjarðarfljót úr lóftum er myndast ofan við malarkambinft, en önnur falla til sjávar um Hálsa- ós. Eftir þessum fjörum er nú farið í kaupstaðinn frá þeim sem búa sunnan Hornafjaa'ðarfljóía og síðan ferjað yfir ósinn. Það er mjög brýn þörf á þvi að brúa Hornafjarðarfljót og er það sú brúin af stórbrúm, er nú kallar mest að. Meðaltúnið var 1,6 ha 1920. Nú. er það 5.9. Töðufallið var 26 hest- ar, en er nú 277. Engjar erú Víða grösugar, en blautar. Meðfram. Hornafjarðarfljótum eru þær ail- góðar og þar eru enn slegnar engjar svo 40 hestar koma á nieð- alhýlið, en áður fyrr var víða kroppað í bleytunni og komu þá 215 hestar af útheyi á meðálhýlið. AHur heyskapur var því áður 241 hestur en er nú 217. Fólki íí hreppnum hefir fækkað um rösk- an helming eða úr 213 manns i 103. Afköstin á mann búsettan í sveitinni hafa því aukizt. mikið. 1920 var meðalbúið 4,6 naut- gripir, 100 fjár og 7,1 hross. 1955 var meðalbúið 2,3 nautgripir, 114 fjár og 2,9 hross. 1. jan. 1958 var meðalbúið 3,1 nautgripir, 157 fjár og 2,8 hross. Ég set hér með bústærðina sem er á fóðrum í vetur, og sýnir hún að fénu og kúnum er að fjölga á- fram en hrossum að fækka. Key hafa aukizt meira en nemur skepmifjölguninni, og ásetningur þvi batnað. Lítið er um fjalliendi í hreppn- urn. Sauðland er talið iétt, og sauðfé var mjög rýrt. Nú hafa bændur með sér bæði fjárræktar- félag og fóðurbirgðafélag og því liggur nú fyrir hvern arð þeir fá í „lélegustu fjársveit landsmS'* eins og ýmsir kalla Mýrarnar. Og 1955 til 1956 fengu þeir að meðal- taii eftir allt fóðrað fé í sveitinni (ær, gemlinga og lu-úta) 13,8 kg af kjöti á kind, en það er betri arður en margir hafa, sem telj- ast af aimenningi eiga góðar aí- réttir. En þeir fóðra vel, MýTa- menn, og gæta þess sérstaklega að láta ána hafa nóg fyrir burð- inn og fyrst eftir hann, þegar lambið er að vaxa og hún þarf að mynda mikla mjólk. (Fiamh. á 8. síðu) Austur-Skaftafellssýsla Byggðar jarðir Meðal jörð árið 1920 íbúatala Meðaláhöfn og heyskapur á jörð 1955 Túr, HREPPUR: 1920 1955 Túnjt. ha. Tada Útliey Nautgr. SauSjé Hross 1920 hestar hestar tala tala tala ■ 1953 Túnst. ha. Tala hestar Úthey hestar Nautgr. tala Sauðfé tala Hross tala undir 5 hm. 1. Bæjarhreppur 23 17 2.4 62 166 5,2 133 6,5 226 101 7,6 305 12 3,7 161 1,8 7 2. Nesjahreppur 26 32 3,6 80 220 6,1 132 11,8 222 206 8,9 379 18 4,7 143 3,6 6 3. Mýrahreppur 28 20 1,6 26 215 4,6 100 7,1 213 103 5,9 277 40 2,3 114 2,9 5 4. Borgarhafnarhr. 26 28 2,5 51 144 4,9 88 7,0 200 150 6,4 230 43 2,3 86 2,5 7 5. Hofshreppur 27 23 2,3 70 200 5,0 122 7,3 202 161 5,6 193 237 4,7 141 3,8 K> Alls og meðaltal 130 120 2,4 57 190 5,3 114 8,0 1063 721 7,0 266 68 3,6 127 3,0 35

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.