Tíminn - 28.05.1958, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, ínifr'Lkudagiiin 28. tnaí 1958
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargðta
Simar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 804.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12321
Prentsmiðjan Edda hf.
Fjárfestingartölur Einars
og sjávarútvegurinn
EINAR Olgeirsson hefir
undanfarið hampað í þing-
ræðum og í Þjóðviijanum
tölum, um fjárfestingu í
landhúnaði og sjávarútvegi á
undan-förnum árum, og virð-
ist það tilgangur hans með
þessum tölum að sýna fram
á, að' sjávarútvegnum hafi
verið haldið niðri vegna land
búnaðarins. Mbl. hefir birt
þessar tölur Einars með slíkri
velþóknun, að helzt mætti
halda að þær væru eins og
talaðar úr hjarta þess.
Töiur þær, sem Einar birt-
ir, hijóða á þessa leið: Árið
1954 var fjárfesting i sjávar-
útvegi 60 millj. kr., en í land
búnaöi 175,9 millj. kr. Árið
1955 var fjárfesting í sjávar-
útvegi 91,8 millj. kr., en í
landbúnaði 194,1 millj. kr.
Árið 1956 var fjárfesting í
sjávarútvegi 140,7 millj. kr.
en í landbúnaði 229,1 millj.
kr. Árið 1957 var fjárfesting
í sjávarútvegi áætluð 147,3
miilj. kr., en í landbúnaði
214 millj. kr.
VIÐ ÞENNAN saman-
burð er vitanlega ýmislegt
að athuga. Ailmikið af um-
rædidri fjárfestingu í land-
búnaðinum felst i óvenju-
legri bústofnsaukningu, sem
orsakaðist af því að bændur
voru að koma upp sauðfénu
að nýju eftir niðurskurðinn.
Þannig er um 100 millj. kr.
af fjárfestingu landbúnaðar-
ins 1954—57 bústofnsaukn-
ing. Þess er svo að gæta, að
á árunum þar á undan var
hlutfallslega miklu meiri
fjárfesting í sjávarútvegi en
landbúnaði, svo að landbún-
aðurinn hefir á þessum sein
ustu árum verið að vinna
það upp, er hann hafði dreg
ist aftur úr, m.a. vegna
stjórnarstefnunnar i tíð ný-
sköpunarstjórnarinnar.
MEÐ ÞVÍ að nefna að-
eins fjárfestingu í landbún-
,aði og sjávarútvegi, er það
bersýnilega tilgangur Einars
— eins og áður er sagt — að
gefa til kynna, að landbún-
aðurinn hafi afétið sjávarút-
veginn og nú eigi að rétta
sjávarútveginn við með því
að skerða hlut landbúnaðar
ins. Þessi virðist einnig skoð
un Mbl., því að svo áberandi
hampar það þessum tillögum
Einars.
Eu það hefir víðar verið
fest fé á þessum árum en í
sjávanítvegi og landbúnaöi.
Samkvæmt sömu útreikning’
um nam heildarfjárfesting
in 1954 800,5 millj. kr., árið
1955 945 millj. kr., árið 1956
1299,5 miilj. kr. og árið 1957
er heildarfjárfestingin áætl-
uð 1445 miilj. kr. Árið 1956
er öll fjárfesting í landbún-
aði og sjávarútvegi 370 millj.
kr. eða rúmur fjórðungur
allrar fjárfestingarinnar, en
1957 er öll fjárfestingin í
landbúnaði og sjávarútvegi
361 millj. kr. eða hvergi
nærri fjórðungur allrar fjár-
festingarinnar. Bæði árin
1956 og 1957 er miklu meira
fé fest í ibúðarbyggingum í
Reykjavik einni en nemur
allri fjárfestingunni í land-
búnaðinum.
Þegar þetta er athugað.,
kemur það vissulega glöggt
í ljós, að hlutur sjávarút-
vegsins hefir ekki verið fyrir
borð borin á undanförnum
árum vegna ofmikillar fjár-
festingar í landbúnaðinum,
þótt benda megi kannske á,
að hún hafi verið meiri á
vissum sviðum en eðlilegt
var. Ofþensluna í fjárfest-
ingunni er fyrst og fremst að
finna annars staðar en í land
búnaðinum eins og framan-
greindar tölur sanna.
EN HVERS vegna hefir það
gerzt, að fjárfestingin hefir
á undanförnum árum leitað
svona gífurlega mikið i ann-
að en sjávarútveginn? Hvers
vegna hefir þurft að flytja
inn Færeyinga til að manna
fiskiskipin? Svarið við báð-
imi þessum spurningum er
eitt og hið sama: Með rangri
gengisskráningu og vaxandi
uppbóta- og styrkjastefnu
hefir þessi undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar ver
ið gerður að olnbogabarni í
þjóðfélaginu og fjármagn og
vinnuafl hefir leitað í aðrar
áttir. Það er uppbótarstefna
undanfarinna ára, sem hefir
verið meginorsök þess mis-
vaxtar. MeÖ þeim efnahags-
tillögum, sem nú liggja fyrir
Alþingi, er stigiö stórt spor
til að rétta hlut útflutnings
framleiðslunnar og laða þang
að fjármagn og vinnuafl að
nýju.
EINAR Olgeirsson talar
um það aö koma þurfi betri
skipulagningu á fjárfesting-
una og beina henni meira
að réttum viðfangsefnum.
Þetta er rétt. En það er mis-
skilningur, að þetta veröi
fyrst og fremst gert með auk
inni skriffinnsku og höftum
eða með því að ganga á hlut
eins atvinnuvegarins, land-
búnaðarins. Fyrst og fremst
verður þetta gert með því að
gera undirstöðuatvinnuveg-
ina arðvænlega, svo að
fjármagn og vinnuafl bein-
ist að þeim. Með efnahags-
málafrumvarpi ríkisstjórnar
innar er stefnt að því að
tryggja útflutningsfram-
ieiðslunni slík starfsskilyrði,
en þau hefir hún ekki haft
á undanförnum árum. Þess
vegna- geta þessar tillögur
skapað nýjan og heilbrigðan
grundvöll fyrir efnahagslíf-
ið, ef æsinga- og blekkinga
mönnum tekst ekki aö eýði-
leggja þær í framkvæmd-
inni.
Frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna:
Barnsfæðingum fer nú aftur verulega
fjölgandi í ölíum löndum Evrópu
Fólk giftir sig nú yngra en áður.-Unnið gegn ofnautn deyfilyfja.
- Baráttan við engisprettupláguna. - Hundar íeita uppi jarð-
sprengjur. - AlþjóðavinnumáSaráðstefnan.
Frá upplýsingaskrifstofu S.
þ. í Kaupmannahöfn.
Árum saman hafði barnsfæðing-
um fækkað jafnt og þétt í iðnað-
arlöndum Evrópu. Það má segja,
að það hafi verið komið „í móð“,
að takmarka barnahópinn sem
mest. Á þessu er nú að verða
breyting, því opinberar skýrslur
sýna, að barnsfæðingum fer fjölg-
andi í öllum Evrópulöndum, sem
skýrslur ná til. Sérstök nefnd hef-
ir undanfarið unnið að skýrslugerð
um þessi mál á vegum félagsmála-
deildar Sameinuðu þjóðanna og
hefir nú verið gefið út yfirlit, sem
nefnist á ensku „Recent Trends in
Fcrtility in Industrialized Coun-
tries“. Skýrsla þessi nær yfir tíma-
bilið frá 1920—1954.
í formála fyíir yfirlitinu er þess
getið, að Sovétríkin, Albanía, Búlg-
aría, Pólland, Rúmenía, Ungverja-
land og Júgóslafía séu ekki tekin
með í skýTsluna sökum þess, að
ekki hafi tekizt að afla nægjan-
Mynd þessi var nýlega tekin af dómurum þeim, sem eiga sætl í Alþjóða*
dómstólnum í Haag. Dómararnir eru kjörnir sameiginlega af allsherjar-
þingi S. Þ. og Öryggisráðinu til ákveðins tíma t senn og er vali þeirra
hagað þannig, að þeir séu sem víðast að.
legra upplýsinga. Einnig er tekið
fram, að skýrslur frá Grikklandi
um barnsfæðingar séu ekki ná-
kvæmar.
Þýðingarmikið atriði.
í yfiriitinu er bent á, að fjölgun
barnsfæðmga í Evrópulöndum og
nýlendum, sem byggðar eru Evr-
ópufólki, sé hið þýðingarmesta atr-
iði og að rannsókn þessi hafi ekki
verið gerð í þeim tilgangi, að
skrifa upp tómar tölur. Það hefir
ekki svo lítið að segja, að geta
sagt nokkurn veginn fyrir hve mik-
ið vinnuafl verði fyrir hendi í
hverju landi fyrir sig á hverjum
líma, hve mörg börn muni verða
skólaskyld þetta árið eða hitt og
hve reikna megi með af gömlu
fólki, sem þjóðfélagið þarf að sjá
fyrir.
í öllum Evrópulöndum, sem
skýrslan nær til, fækkaði barns-
fæðingum á árunum 1924—1930.
En eftir 1930 fer barnsfæðingum
að fjölga á ný.
Það kom fram við rannsóknina
á barnsfæðingum í Evrópulöndum,
að mæður eru nú yngri en áður
og það er sífellt sjald-
gæfara, að konur eignist börn eftir
35—40 ára aldur. Flest börn fæð-
ast nú snemma í hjónabandinu, en
Skógræktarfélag
Suðurnesja
Aðalfundur Skógræktarfélags
Suðurnesja var haldinn i Barna-
skóla Kaflavíkur iniðvikudaginn
14. þ. m.
Þar mættu í fyrsta sinn full-
trúar tveggja nýrra félaga, þau:
Halldóra Thorlacius og Gísli Guð-
mundsson frá Skógræktarfélagi
Miðnesinga, og Svavar Áruason
frá Skógræktarfélagi Grindavikur.
Það félag hefir nú sett upp
stærstu skógræktargirðingu á
Suðurnesjum, norðan Þorbjarnar,
og ráðgérir ag gróðursetja þar í
vor 5000 plöntur, en alls er ráð-
gert að gróðursetja 11000 trjáplönt
ur á þessu félagssvæði.
íGrasfræssáning hefii- farið fraan
i girðingunum með góðum árangri
og er unnig að því, að græða þar
upp öil flög, jaínhliða trjárækt-
inni.
Stjórnin var öll endurkjörin,
en hana skipa:
'Siguringi E. Hjörleifsson, form.
Huxley Ólafsson, varaform., Ragn-
ar Guðleifsson ritari; Þorsteinn
Gíslason _gjaldkeri. Og meðstjórn-
éndur: Árni Hallgrímsson, Gísli
Guðmundsson og Svavar Árnason.
það er sjaldgæft, að börn fæðist
nú orðið í hjónaböndum, sem stað-
ið hafa í 10—15 ár.
Ofnautn deyfilyfja
Deyfilyfjanefnd Sameinuðu þjóð
anna, sem undanfarið hefir setið
á þingi suður í Genf, hefir fengið
til meðferðar skýrslu um deyfilyf,
sem oft valda hættulegri ofnautn,
er þau hafa verið notuð sem lyf til
að stilla kvalir sjúklinga.
í skýrslunni, sent samin er af
læknanefnd, er bent á nauðsyn
þess að brýna fyrir öllum, sem
sýsla með deyfilyf hve auðvekllega
menn falla í freistni fyrir ofnautn
þeirra.
Nefndin lenggur t. d. til, að hætt
verði að nota heroin, sem kvala-
stillandi lyf, þar sem nú fáist önn-
ur lyf, sem komið geta fullkom-
lega í þess stað og sem ekki er
hætta á, að menn venjist á sem
nautnalyf.
Engisprettuplága herjar
í Arabalöndum
Rosalegir hópar af eyðimerkur-
engisprettum hafa undanfarið
herjað í Arabalöndum og öðrum
löndúm fyrir botni Miðjarðarhafs
og unnið mikið tjón á uppskeru
bænda, segir í frétt frá FAO-
Matvæla- og landbúnaðarslofnun
Sameinuðu þjóðanna í Róm.
Einn af sérfræðingum FAO á
þessu sviði, O. B. Lean, skýrir svo
frá, að englspreltuhóparnir komi
frá klakstöðvum á Somaliskaga í
Afriku. Engispretturnar komu yfir
Rauðahafið í janúarmánuði í veturj
og skiftu sér til norðurs, yfir.
Jemen og Saudi-Arabíu með ótrú-
legum hraða.
í febrúar og marz urðu Jórdan,
ísrael, Sýrland, írak og íran
alvarlega fyrir barðinu á þessum
vágesti. Einn engisprettuhópurinn
komst alla leið til Pakistan. í |
aprílmánuði gerðu engisprellurn
ar innrás i Tyrkland, en þar hafði
ekki orðið vart við engisprettur
svo teljandi væri frá því 1953.
Á einum sex vikum þreiddu
engisprettuhópar sig yfir svæði
sem nær yfir 3000 kilómetra til
norðurs og austurs.
Sem dæmi um hve stórir þessir
skorkvindahópar eru, nefnir
Lean, að við höfum nýlega fengið
upplýsingar um, að engisprettu-
hópur, sem er 80 km. breiður hafi
gert innrás í írak.,
FAO var á verði.
Þessi engisprettuplága kom ekki
algjörlega á óvart og má þakka
það FAO, sem í júní mánuði í
fyrra aðvaraði allar rikisstjórnir
í löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs og þar fyrir austan, að hætta
væri á engisprettuplágu á þessu
ári og væri því vissara að vera við
búinn.. Þessar upplýsingar voru
sendar tii* rikisstjórna eftir beiðni
Engisprettuvarnarnefndar FAO,
sem einmitt sat fund í'Tanger í
júlimánuði í fyrrasumar er fyrst
sáust merki þess, að 1958 myndi
verða „engisprettuár”.
Eins og er starfa nú um 60
engisprettu-efirlitsflokkar á
vegum FAO á svæði, sem nær
yfir Saudi-Arabíu, Jemen Egypta-
land, írak íran, Pakistan og Ind-
land. Þessir flokkar vinna bæði að
því að eyða engisprettum og
fylgjast með ferðum þeirra í varn
arskyni.
FAO hefir gert allar hugsan-
legar ráðstafanir til þess að vinna
bug á engisprettuplágunni og þótt
mikið hafi áunnist hefir ekki
tekizt að vinna bug á þessu skað-
ræðiskvikindi. Eins og er óttast
menn að til nýrrar engisprettu-
innrásar komi í íran og Pakistan
og það er jafnvei hætta á, að
sumir hóparnir komist alla leið tjl
Indlands.
Sænskrr hundar leita vppi
jarðsprengjur í Gata
Sænska hersveitin í liði Samein-
uðu þjóðanna í Gaza hefir fengið
hunda sér til aðstoðar við að leila
uppi sprengjur í eyðimörkinni.
Hundar þessir, sem eru af sháfer-
kyni, hafa staðið sig vel í Gaza.
Þegar hundur hefir fundið stað,
þar sem jarðsprengja er grafin
krafsar hann í kringum hana, þar
til hann hefir rutt svo miklum
sandi frá, að sprengjan kemur í
ljós. Síðan sezt hann og lnður eft
ir því, að húsbóndi hans kami.
í eftirlitsliði Sameinuðu þjóð
anna í Gaza rikir mikil ánægja
með hundana, því jarðsprengjurn
ar hafa reynst liðsmönnum hættu
legar og orðið nokkrum að fjör-
tjóni.
Alþjóðavirmumálaráðstefnan
í Genf
Þann 4. júní hefst 41. alþjóða-
vinnumálaráðstefnan í Genf. Á
þessari ráðstefnu mæta fulltrúar
frá ríkisstjórnum, verkamönnum
, og atvinnuveitendum.
Þag er Alþjóðavinnumálastofn
unin, sem gengst fyrir áöslefn-
unni. í þeim samtökum eru nú 79
þjóðir, þar á meðal ísland, sem
jafnán heíir sent fulltrúa á þing
i samtakanna lún síðari ár.