Tíminn - 13.06.1958, Qupperneq 6

Tíminn - 13.06.1958, Qupperneq 6
6 T í MIN N, föstudaginn 13. júrií 1958 Cteiitm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu vi3 Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Einræði er ævinlega valt í sessi og lýðræði sterkara en það sýnist Álit og tillögur Vásthagens FYBIR nokkru kom hing- að á vegum Iðnaðarmála- stofnunar íslands sænskur hagfræðingur, dr. Nils Vast- hagen. Erindi hans hingað var að kynna sér ísleznka skattalöggjöf og áhrif henn ar á atvinnuvegina. Dr. Vast hagen hefir fyrir nokkru skilað álitsgerð um þessi mál og þykir rétt að rifja hér upp nokkur atriði henn- ar. í inngangi álitsgerðar sinn ar kemst dr. Vasthagen að þessari meginniðurstöðu: „Varðandi ísland hef ég komist á þá skoðun, að at- vinnuvegirnir hafi ekki nægi legt fjármagn til umráða til þess að unnt sé að ráðast í þá fjármunamyndun, sem nauðsynileg er tiijl bættrar framleiðni. Neyzla í landinu virðist hafa aukizt ört, þrátt fyrir öflugar ráðstafanir til þess að hamla á móti henni Sparnaði hefir að verulegu leyti verið varið beint til í- búðarhúsabygginga. Þó að þessi fjármunamyndun sé mjög svo æskileg frá félags- legu sjónarmiði, er samt spurning, hvort það hefði ekki verið æskilegra frá þjóð hagslegu sjónarmiði, að meiri hluta sparnaðarins hefði verið varið til fjár- myndunar í atvinnuvegun- um. Endurskipulagning á ís- lenzkum skattreglum virð- ist vera nauðsynleg til þess — í fyrsta lagi að gera fyr- irtækjunum kleift að halda eftir sanngjörnum hluta af eigin tekjum til nauðsyn- legra endurnýjana og aukn inga, og í öðru lagi að tryggja aðstreymi nýs fjármagns til atvinnuveganna.“ ÞÁ víkur dr. Vasthagen að þeirri breytingu, er hann telur nauðsynlega á skatta- löggjöfinni í samræmi við framangreint álit hans. Hann varar í fyrsta lagi við þeirri reglu að leggja stig- hækkandi skatta á fyrirtæki, eins og gert héfir verið und anfarið, því að þaö bitni sérstaklega hart á þrótt- mestu fyrirtækjunum. Hann lýsir því ánægju sinni yfir þeim fyrirætlunum ríkis- stjórnarinnar, sem nú er orö nar að lögum, að taka upp hlutfallslegan skatt. i öðru lagi leggur hann til að al- veg sé fallið frá eignaskat'ti á fyrirtækjum, því að eigna skattur á þeim sé allt ann- ars eðlis en eignaskattur, sem lagður er á einstaklinga. Hann bendir á í því sam- bandi, að í Svíþjóð borgi sam vinnufélög og hlutafélög ekki eignaskatt. ÞÁ kemur dr. Vasthagen að því atriði skattalagningar sem hann telur óhagstæð- ast atvinnufyrirtækjum og j afnframt ranglátast. Það er veltuútsvarið. Hann seg- ir, að veltuútsvarið hafi slík ar efnahagslegar afleiðing- ar, að ekki ætti að heimila að sveitarfélögin beittu því. Slíkur skattur, segir hann, mun líka hvergi þekkjast, nema á íslandi. Þennan dóm sinn byggir dr. Vasthagen einkum á á- lagningu veltuútsvars í Reykjavík. Hann segir, að veltuútsvör og eignaútsvar á fyrirtækjum í Reykjavík hafi numið 30 millj. kr. 1957, og að hans dómi hefði veriö heppilegra og betra aö jafna þessari upphæð niður á ein staklinga og hækka fast- eignaskattinn. Á þriðju leið ina, aukinn sparnað bæjar- ins bendir hann aö sjáif- sögðu ekki, þar sem ekki heyrði undir verksvið hans að ræða um slíkt. EINS og fram kemur hér á undan, hefir ríkisstjórin- in tekið tillögur dr. Vasthag ens að verulegu leyti til greina, og var raunar búin að því áöur en kunnugt var um þær. Reykjavíkurbær hefir hins vegar ekki gert þaö enn svo kunnugt sé. Þvert á móti feldi bæjar- stjórnarmeirihlutinn nýlega þá tillögu Þórðar Björnsson ar að gera veltuútsvariö frá dráttarhæft, sem strax væri mikil úrbót. Sjálfstæðisfiokkurinn þyk ist hafa mikinn áhuga fyrir eflingu atvinnufyrirtækja og vera andvígur háum skött- um á þeim. Þeir Sjálfstæðis menn, sem st.iórna Reykja- vikurbæ, sýna betta þó ekki í verki. Um það vitnar veltu útsvarið bezt. Af verkunum á að dæma menn oe flokka, en ekki yfirlvsingum, sem beir standa ekki við. Þjóðvíljnin gegn Áijhýðuhandalaginu ÞJÓÐVILJINN heldur á- fraim að túlka efnahagslög- gjöflin*! sem „frávik frá stöðvunarstefnunni", enda þótt aðstandendum hans hé vel Ijóst, að hin svokallaða stöðvunarstefna var ekki fær lengur, néma meö þeim afleiðingum að útflutnings- framleiðslan hefði stöðvazt og í framhaldi af því allt atvinnulif bæjanna. í gær gengur Þjóöviljinn meira að .segja svo langt að halda því fram, að „frávikið frá stöðvunarstefnunni“ hafi verið knúð fram af „skilningsleysi og annarleg um hvötum.“ Þeir, sem hér eru ásakað- ir um „skilningsleysi og ann arlegar hvatir“ eru m. a. þeir sjö þingmenn Alþýðu- bandalagsins, sem greiddu at kvæði með efnahagslögun- um. Einar Olgeirsson, sem greiddi atkvæði á sama veg og Sjáifstfæðisílokikurinn, John Foster DuIIes gerir Bandaríkjaþingi grein fyrir vitJhorfi sínu til aíþjóðamála. Hinn 6. júní síðastliðinn flutti John Foster Dulles utanríkisráðherra Bandaríkj- anna ræðu fyrir utanríkis- málanefnd Bandarikjaþings og gaf þar yfirlit um utan- ríkisstefnu Bandarík janna. Hér birtist niðurlag ræðunn- ar, lauslega þýtt og nokkuð stytt, en þar gerir Dulles einkum grein fyrir persónu- legu viðhorfi sínu. Eg hef dregið upp í stórura dráttum nokkrar hinna mikilvæg ari ráðstafanna, sem Bandaríkin háfa gert, venjulega í samstarfi við bandamenn okkar, til að tryggja að því sem að höndum kann ag bera, verði mætt af þeim er trúa á frjálsan heiin frjálsra þjóða og einstaklinga. Mér virðist full ástæða til að vona hið bezta. Við hrekjumst ekki stjórnlaust á háfi tiiviljunarinnar, hcldur reyn um að móta breytingarnar að geð þótta okkar þannig að til upp- byggingar horfi. Ég geri mér þess fulla grein að við eigum ekki fiekklausan feril að baki. Án efa höfurn við gert sumt það er við skyldum ekki hafa gert og látið ýmislegt ógert er við skyldum hafa gert. En við höfum unnið markvist að því að að færa hinum nýju heimum um- hverfis okkur þau grundvallar- verðmæti er þessi þjóð var stofn uð til að varðveita. Eðii frelsisins Ég veit vel að þeir hlutir geta gerzt er stuðla að vonleysi. Hinn frjálsi heimur virðist fremur ein kennast af ágreiningi en samræmi. Næstum stöðugt dregur til ágrein ings í utanríkismálum, og það gef ur óvinum okkar lækifæri til að sá sundurlyndi. Frelsið gefur höfuðóvini sínum næstum fífldirfskulega frelsi til að leitast við að eyðileggja frels- ið. Allt þetta er óendanlega flókið og þreytandi. Það er auðvelf að gripast uppgjafarkennd. En við verðum stöðugt að minn ast þess að einkenni frelsisins er fjölbreytileiki þess. Bandarikin leita ekki eftir þess konar einingu sem þarf að greiða fé fyrir elleg- ar slíkar sem ynnlst með valdbeit- ingu. Bandaríkin eru í liði með þeim sem af sannfæringarsökum vilja leggja fram sameiginlega krafta sín í þágu sjálfstæðis og frelsis. Og við kysum frekar að vera einir okkar liðs en hafa í fylgd okkar þá sem knúðir væru áfram vegna ótla eða þvingunar. Meginatriðið er ekki að eyða öllum ágreiningi heldur hitt að sjá ágreininginn í ljósi þess að ef honum tekst að spilla sam- starfi, er sjálfstæði og frelsi einn ig í hættu. Frekara samstarf Við ættum að halda áfram að stofna samtök og stofnanir til ráð- gjafar og leiðbeinigar. Mikið af þeirri óánægju sem vart verður stafar af misskilningi. Jarðbundnar einræðisstefnur með járnaga sinn og vélrænt skipulag hafa alltaf virzt standa framar lýðræðisrikjunum sem DULLES riða og reika, auglýsa ágreining sinn innbyrðis fyrir öllum heimi og virðast komast af af eintómri heppni. Sannleikurinn er sá að einræði er alltaf veikara en það virðist og lýðræði ævinlega sterkara en það sýnist vera. Vandamál kommúnista Alþjóðakommúnisminn á sér ekki einungis inneignir heldur einnig skuldbindingar. Kommún- istaforingjarnir eiga við að etja vandamál sem verða óieysanleg er til lengdar lætur. 1. Eitt vandamálið finnst í sjálfu höfuðvíginu — Moskvu. Sovétstjórnin hefir aukið og bætt menntun, öinkum í visindum, fræðilegum og hagnýtum. En heil ar, sem geta fundið ráð til að brjótast út í geiminn, get'a einnig séð gegnum marxismann. 2. Annað vandamál er efnahags legs eðlis. Þjóðirnar er lúta komm únisma gera vaxandi kröfur til betri kjara, til að njóta meiri á-1 vaxta af starfi sínu. Sá tími mun koma að Sovétstjórnin hljóti að, gera meira fyrir velferð fólksins.! 3. Innan Sovétríkjanna færast mjög í vöxt kröfur um aukið per- sónulegt öryggi. Þegar hefir slak að nokkuð á hinni grimmilegu lög reglustjórn Stalíns. Og í þessu and rúmslofti, sem einkennist af minni ótta en fyrr, stingur ein- staklingshyggja upp kollinum. 4. Uppreisnir eins og þær sem orðið hafa í Austur-Berlín, Austur- Þýzkalandi, Póllandi og Ungverja landi sýna að jafnvel í Austur- Evrópu hafa þjóðernisstefna og einstaklingshyggja ekki látið kúg ast. Sovótstjórnin verður annað-) hvort að veita þessum þjóðum' meira frelsi og þannig leysaT úr læðingi öfl sem eru andstæð rikj andi 'stjórnarháttum, ellegar grípa til kúgunaraðferða Stalíns og auka þannig líkur á beir.ni upp í’eisn. Hin flöktandi stefna þeíms- kommúnismans gagm-art ,Júgó- slavíu er glöggt dæmi mn. þ.etta. 1955 sættusf kommúnistar á að Júgóslavía væri óháð. En þessi stefna hafði slík áhrif '£, önnúr Austur-Evrópuríki áð nu,t hafá kommúnistar enn breytt stéfn.u og reyna með hótunum og efh.úhags- legum aðgerðum að þvinga, Júgó- ilavíu undir stjórn Moskvu. FlótHnn úr löndum . t kommúnista Meginvetkleiki korrummism^.is kemur giögglega í lj.ós í þeirri staðreynd að hvenær sem; fólki er gefinn kostur á að flytjást til kommúnistaríkjanna liggur straunnurinn ævinlega búrt. Meðan stóð á uppreisninni í Ungverjanlandi komnst 200.000 manns irndan til frelsisins, Mcira en 3 milljónir mánna hafa flúig frá Austur-Þýzkalandi til Vestur-Þýzkalands. Meii-a en 3 milljónir hafá- kom ist frá Norður-Kóreu til Suður- Kóreu. Næstum ein milljón manna hef ir flúið Norður-Vietnam. Meira en tveir þriðju hlutar þeirra kínversku kommúnista, er teknir voru höndum í Kóreustríð inu, neituðu að snúa heim og frá Kína liggur flóttamannastraumur til Hong-Kong og Maeao.' Slíkir fólksflut'ningar svo víða og á svo mismunandi tímum sýna fram á eitthvað er mergrotið í skipulagi kommúnismans. Komm únistum hefir tekizt að þenja út skiplag sitf og komast víða til valda. En hvergi hefir þeim tekizt að fá þegnana til að ganga undir st.jórn þeirra fúslega og af frjáls um vilja. Ánægjuleg stefnubreyting 6. Sovétstjórnin á við alvar- lega erfiðieika að etja í utanrík ismálum. Vaidheiting dugir ekki lengur, þar sem hinn frjálsi heim ur stendur sameinaður. Þess vegna hefir hún tekið upp stefnu sem virðist friðsamieg og ekki stefna til ofbeldis. Þessari stefnubreytingu fögn um við. Verið getur að hún færi nær þann dag er leiðlogar Sovét- ríkjanna hugsi fyrst og fremst um hag eigin þjóðar og bindi endi á hina óeðiilegti þjökun leppríkj anna. Þá getnr sú stund runnið að tengsl okkar einkennist af (Framh. á 11. siðu.) M&sromfl hafði hins vegar fullan skiin ing á málinu og lét engar annarlegar hvatir stjórna sér! Með svona málflutningi er Þjóðviljinn ekki aö vinna fyr ir Alþýðubandalagið. Hann er í þágu Sjálfstæðisflokks- ins fyrst og fremst. HÓLAMAÐUR skrifar i seinasta blað Freys opið bréf til sveitakvenna þar sem hann kvartar undan því fyrir hönd ráðunauta, mæTinga- manna og annara slikra, sem þurfa að heimsækja mörg sveita heimili samdægurs, að húsmæður bjóði allar kaffi og sætar kökur. Síðan segir hann: ,NÚ HAFA fæstir uppburði að gera það, sem hollast er heilsu þeirra, að afþakka góðgerðir nema á málum og biðja um mat, sem stendur vel undir, enda leiðast menn í freistni, þegar lykt úr eld- húsi áréttar gott boð. Ég vildi því gerast svo djarfur að þykjast mæla fyrir munn húsvitjara nú- tímans og ráða ykkur heilt: Bjóð ið ekki fyst og fremst það, sem angar vel og bragðast betur, heldur það, sem þið treystið, að okkur er fyrir beztu. Bjóðiö skyr, hræring, hafragraut te, brauð með osti og kæfu og yfirl'eitt það, sem étið er á einum bæ hvers- dags. ANNAD ATRIÐI einnig. Mikið ér býsnast yfir, hvað ungar stúlkur sæki úr sveitunum. Engu að siður eru víða ungar stúlkur heima, en. þær eru faldar fyrir húsviturum. Kannski sést andlit í glugga^ þegar kvatt er, en ekki meir! Margir húsvitjara eru ógift ir, og hvað sem því Mður eiga dætur ykkar, sem aldur hafa til, að standa fyrir beina. Þær mann ast við það, og gera okkur glatt í gleði, að þrátt fyrir allt sé ekki barizt til einskis í sveitum þessa lands. Það er mín einkaskoðun, að sá bóndi búi ekki bezt sem hefur stærst bú eða mestan arð af því, heldur sá, sem Jeggur sveitunum til mest af mennilegu ungu fólki, og þá eru stúlkdrnar dýrmætari, því að þeirra er meiri þörf og meiri prýði.nð þeim. dg hrvers vegna að sýna ekki það, sem mestur sómi er aðJ’

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.