Tíminn - 17.06.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1958, Blaðsíða 9
TÍMIiN N, þriðjudaginn 17. júní 1958. 9 enginn tími til að hugsa um ah’ lega hluti jþessa dagana, þ verður nógúr tími til að taka hát SIGRÍÐUR L. GUÐMUNDSDÓTTIR — Ætli ísland dugi ekki. um í haust, eri er ekki alveg búin að ákveða hvað ég tek fyrir, vi'. helzt ekkert ta!a um þag að sinni. — Ert ekkerf að hugsa um út- landið? — Nei, ætli það. Ætli íslanc! dugi mér ekki svona fysta kastið að minnsta kosti. — Og hvað starfarðu í sumar? — Ég fer að vinna bráðum. hefið unnið i banka undanfarin sumur og held því áfram. En það er dónaskapur að tala við unga og fallega st'úlku um banka á svona sólbjörtum vordeg! og þess vegna spyrjum við ekki frekar heldur óskum Sigríði hátíð iega til hamingju með daginn og menntaframann- og reyndar ölíum stallsystkinum hennar mcð henni. fsland hefur næg verkefni handa menntamönnum sínum í framtíðinni Menntaskó’anum í Reykjavík var slitið á sunnudaginn í 112. skipti og útskrifuðust þá 103 nýir stúdentar. Athöfnin fór fram að venjulegum hætti með skýrslu rektors tun skólastarfið og á- varpi hans til nýstúdenta, afhend ing skírteina og verðlaurn og á- vörpum eldri stúdenta. Fjöl- menni var viðstatt skólaslitin. Krisl'inn Ármannsson rektor skýrði frá skólastarfinu á liðnu ári. Nemendur voru 472, 174 stúlk ur og 298 piltar. Fjölgun hafði orðið nokkur frá síðasta skóla ári, og kvaðzt rektor búast við að nemenduin fjölgaði mjög ört á næstu árum. í máladeild voru 187 nemendur en í stærðfræðideild 131, og er greinilegt að aðsókn að henni fer mjög vaxandi. Félagslíf nemenda var með fjölbreyttasta móti í vetur. Ýmis félög starfa meðal nemenda og haldið er uppi margbreyttum samkomum og skemmtunum, dansleikjum, mál- fundum og ý’mis konar listkynn- ingu auk þess sem blað nemenda, Skólablaðig kemur reglulega út, og ferðir eru stundaðar í Mennta skólaselið. Kennurum við Menntaskólann hef ir fjölgað nokkuð á árinu, og hafa þessir bætzt í hópinn: Andrés Björnsson fulltrúi og Gunnar Sveinsson cand mag., en þeir kenna báðir íslenzku, Guðlaugur Hannesson, magister, náttúrufræði kennári, Rúnar Bjarnason verk- fræðingur og Stefán Sigurkarls- son lyfjafræðingur er kenna eðlis og efnafræði, Stefán Hermanns- son, stærðfræðikennari og Valdi mar Ömólfsson er kennir leik- fimL Þá hefir nýr húsvörður verið ráðinn að skplanum. r r l; j ■> ym j 'm‘ Skyldan við ættjörðina Rektor afhenti hinum nýju stúdentitm skirteini sín og óskaði þeim til hamingju með þennan áfanga á menntabrautinni. Hann ávarpaði þá nokkrum orðum og ræddi einkum um vanda manns- ins á tímum vaxaridi tækni og auk ins hraða á öllum sviðum. Ábyrgð menntamannsins váeri mikil á þess um tímum. Rektor lagði á það á- herzlu að íslenzkir menntamenn ættu skyldum að gegna við föð- urland sitt, ísland þarfnaðist krafta þeirra allra^ og hér heima fyndust næg verkéfni handa öll um íþlebdingum. Áxnaði hann síðan hinuni tingu stúdentum allra heilla i framtíðiniii. llúxar og' verðlaun. Eins og fyrr segir útskrifuðust 103 stúdentar að þessu sinni, og voru 4 þar af utanskólanemendur. Að þessu sinni voru t'veir efstu nemendur bræður, synir ísaks Frá skólauppsögn Menntaskólans í Reykjavík á sunnudaginn Jónssonar skólast.ióra. Gvlfi Isaks son var efstur í stærðfræðideild með 9.24 og Andri ísaksson í máladeild með 9.09, og hafa þá báðir bræður ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Þriðju hæstu eink unn á stúdentsprófi hlaut' Björn Ólafs, 6. bekk x, 8,78. ^ ’ Á ársprófi hlutu hæstar eink unni Þorgeir Pálsson í 3. bekk G, 9.25, Þorsleinn Vilhjálmsson, 4. bekk x, 9.05 og Þorsteinn Gylfa- son, 3. bekk G, 8,94. Tólf verðlaunasjóðir eru nú í vörzlu skólans og var verðlaunum úr þeim úthlutað við skólaupp- sögnina auk fjölda annarra verð- launa sem veitf eru ár hvert. Ekki er tilætlunin að rekja alla þá sögu hér enda yrði það alltof langt mál, en þess má geta sem að líkum lætur að drjúgur skerf ur féll í hlut þeirra Andra ísaks sona. Elztu og virðulegustú verð laun skólans, Legat Jóns Þorkells sonar ,hlaut Gylfi ísaksson og hann fékk einnig verðlaun úr sjóði Jóns' Ófeigssonar fyrir hæsta einkunn á stúdentsprófi. Andri ísaksson og Þórir Ragnars son hlutu verðlaun fyrir hæstar latínueinkunnir. Þökkuðu þeir báðir sómann á latnoska tungu og mæltist vel. Auðólfur Gunn- arsson hlaut verðlaun úr Gull- pennasjóði fyrir íslenzka ritgerð. Kveðjur eldri stúdenta. Ýmsir fulltrúar eldri stúdenta tóku th rriáls og færðu skólanum gjafir. Séra Friðrik Friðriksson talaði fyrir hönd 65 ára stúdenta og mælti hann á latínu. Hylltu stúdentar hann að lokum máls hans. Fyrir hönd 50 ára stúdenta talaði Sigurður Sigurðsson fyrrv. sýslumaður og færði hann skól anum Guðbrandsbiblíu að gjöf. Annar 50 ára stúdena, Jakob Jóh. ; Smári hafði ort kvæði til skól ans og er það ritað framan á biblíuna. Einar ÓI. Sveinsson prófessor talaði fyrir hönd 40 ára stúdenta. Færði hann skólanum peningagjöf í sjóð Pálma Hannes sonar rekt'ors, en Pálmi hefði orð ið 40 ára stúdent á þessu vori hefði honum orðið lengra lifs auð ið. Anna la Cour, fædd Claessen, talaði fyrir hönd 25 ára stúdenta. Þeir gáfu íþöku, félagshehnili menntaskólanema, viðtæki og skólanum málverk af Jakobi Jóh. Smára er lengi var kennari við skólann. Málverkið er gert af Halldóri Pét'urssyni. Að lokum tók tif máls Steingrímur Her- mannsson fyrir hönd 10 ára stúd, enta og afhenti hann peningagjöf í sjóð Pálma Hannessonar. Rektor. þakkaði öllum kveðjur og góðar gjafir, og sagði liann siðan skól anum slitið. ANDRl ISAKSSON — dúx í máladeild. en er ekki alveg búinn að ráða við mig hvag mig langar helzt að leggja stund á. Líklega verð ég heima næsta vetur og tek lífinu með ró, mér finnst mér ekkert liggja á fyrsta kast'ið . . . Og nú er ekki unnt að tefja þá bræður lengur enda hafa þeir vist nóg að gera á þessum degi ættingj ar og vinir bíða og heillaóskir úr öllum áttum. Ein þeirra yngismeyja sem nú skarta hvítri húfu og rós í hneslu er Hólmfríður Gunnarsdóttir. Hún ■hefur meðal annas leikið á herra- nóttum og vakig athygli, en við víkjum lalinu fyrst að stúdents- prófinu. Rabbað við nokkra stúdenta GYLFI ISAKSSON — dúx í stærðfræðideild. Að skólauppsögn lokinni tíndust hinir nýbökuðu stúd- entar út úr skófahúsinu, virðulegasvartklæddir og með hvítar stúdentshúfurnar á koilinum í fyrsta skipti. Haldig var niður í Alþingishús- garðinn til myndatöku, og hélt fréttamaður sig í grenndinni og tók sem snöggvasf að ná tali af nokkrum stúdentanna og fá tekn ar af þeim myndir. Fyrst urðu á vegi okkar hetjurj dagsins, þeir bræðurnir Gylfi og Andri Lnkssynir. Að sjálfsögðu eru þeir ánægðir og hamingju- samir yfir málafokunum, hafa enda leyst af höndum glæsileg námsafrek. Ég spyr Gylfa hversu honum hafi þótt að standa í stúd entsprófunum, en hann lætur ekki mikið yfir því, það hafi verið vinna, vinna og aftur vinna og nú er það sem sagt yfirstaðið. — Og hvað á að taka fyrir í framtíðinni? — Ég hugsa mér helzt að leggja stund á byggingarverkfræði og þá ’ helzt erlendis, líklega í Þýzkalandi' Sennilega verður þag úr að ég fer utan í haust, en ekkert er þó full- ráðið enn. Ég beini sömu spurningu til Andra. — Það er ekkert ákveðið enn. Mig langar að vísu að fara utan, HOLMFRIÐUR GUNNARSDOTTIR — ægilega hamingjusöm. — Ég er ægilega glöð og ham- ingjusöm að þetta skuli vera búið. Fyrst var ég alveg ringluð þegar prófin voru búin vissi ekkert hvað ég ætti af mer að gera og fannst helzt ég þyrfti að halda áfram í prófum, svona til að venja mig af þeim eftir allan þennan t'ima. En nú eru allar slíkar tilfinn ingar roknar út í veður og vind og ekkert eftir nema eintóm lífs- gleði .... — Þú ætlar kannski að leggja út á leiklistarbrautina nú þegar þú ert laus við skólann? — Ætli það? Nei, það veit ég olrb-ovt arc»i?ÍQn1.Pcm pHri Annsfi ar agana, það tími til að taka hátíð ákvarðanir í haust þegar maður fer ag ranka við sér aft'ur. Fclagi Hólmfríðar af leiksviðinu er Ragmr Arnalds, stúdent úr stærðideild. Manni þeim er reynd ar fleira til lista ,agt, í velur vann hann nefnilega sniásagnakeppni er Skólablaðið efndi til. Það er mikill asi á Ragnari eins og öðrum þennan dag, en hann fæst þó til að stanza og setja upp hæfilega hátíðlegan svip meðan myndin eri tekin. Síðan spyrjum við hv.a,3 hann ætlist nú fyrir. — Ætlist fyrir? Ég veit' nú Ííiið um það enn sem komið er og æila RAGNAR ARNALDS — langar til Spánar. ekkert að taka neinar ákvarðanir fyrir en ég má til. Annars langar mig náttúrlega að komast t'il út» landa, er helzt að hugsa um Spáp sem er víst allra landa bezt fyriti unga slúdenta . . . Vín og konur. þú veizt, naut'aat og gömul há- menning . . . Og að lokum hittum við að mál: aðra yngismeyju, Sigríðu Láru Guðmundsdóttur. Hún hlaut hæstu einkunn í kvennabekk þetta áráið ágæta 1. einkunn og er að vonum glöð og hamingjusöm; á þessum degi. Við spyrjum um framtíðar áform að vanda. — Ég byrja líklega í háskólan- Stúdentar frá Menntaskólanutri í Reykjavík 1958. Myndin er tekin í garði Alþinglshússins. (Ljósm. TÍMINN) JÓ. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.