Tíminn - 30.07.1958, Page 6

Tíminn - 30.07.1958, Page 6
6 T í M I N N, íni'ðvikudagiim 30. júní 1958, Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Rangur og hættulegur söguhurður í sambandi við landhelgismálið FORKOLFAR Sjálfstæðls- flokksins hafa nú um tveggja mánaða skeig haldið uppi miklum æsingum gegn hinni nýju efnahagslöggjöf, án þess þó að benda á neitt annað, er betra hefði verið að gera. Orsökin til þess, að þeir hafa ekki bent á nein ar aðrar æskilegri ráðstaf- anir, er einfaldlega sú, að þeir hafa ekki getað það. í þessu fellst vitanlega óbein viðurkenning þeirra á því, að ekki hafi verið um aðrar hag kvæmari ráðstafanir að ræða, eins og á stóð. Áróðri sínum gegn hinum nýj u efna hagslögum, halda þeir því uppi gegn betri vitund, enda er fullkomlega víst, að þeir myndu fúslega hafa sam- þykkt þessar ráðstafanir, ef þeir hefðu sjálfir setið í stjórn, enda gaf Gísli Jóns- son, fyrrv. aiþingismaður, þetta óbeint til kynna i út- varpserindi, sem hann hélt fyrir skömmu. í ÁÐURNEFNDU útvarps- erindi sínu vakti Gísli Jóns- son ekki aðeins athygli á þeirri- tegund stj órnmála- ma-nna, er í stjórnarand- stöðæ greiða atkvæði gegn þvr, sem þeir hefðu greitt atkivæði með, ef þeir hefðu setið í stjórn. Gísli vakti einnig athygli á þeirri mann tegund, sem greiðir atkvæði með málum, en reynir samt að kenna öðrum um, ef þessi mál eru ekki nógu vinsæl í svipinn. Báðar þessar mann tegundir eru háskasamlegar fyrir starfhæft þingræði og heilbrigða stjórnmálaþróun. Forkólfar Sjálfstæðisflokks ins gegna nú hlutverki fyrr nefndu manntegundarinnar, en Moskvumenn Alþ.banda- lagsins ganga nú í klæðum hinna síöarnefndu. í allt sumar hafa þeir látið Þj óð- viljann halda uppi þeim broslega áróðri, að raunveru lega beri Alþýðubandalagið enga ábyrgð á nýju efnahags lögunum, enda þótt sjö af átta þingmönnum flokksins greiddu atkvæði með þeim! Jafnframt er blaðið látið segja, að Alþýðubandalagið hafi viljað allt annað, en jafnan er þó forðast að segja nokkuð, hvað þetta annað var, nema þá helzt það, að aðhafazt ekki neitt og láta þá atvinnutækin stöðvast og geigvænlegt at- vinnuleysi halda innreið sína. BERSÝNILEGT er, að Þjóð viljimm hefir nú fundið það, að það er ekki sigurvænleg- ur áróður að lýsa yfir því, að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Alþýðubanda- lagsins hafi greitt atkvæði með nýju efnahagslögunum vitandi það, að um betri úr- ræði gat verið að ræða. — Þjóðviljinn hefur því xundið upp nýja sögu meirihluta Al- þýðubandalagsins til afsök- unar. Þessi saga er sú, að Alþýðubandalagið lyafi unn ið það til vegna útfærslu landhelginnar að greiða at- kvæði með efnahagslögun- um. Um þessa sögu Þjóðviljans er ekki aðeins það að segja, að hún sé röng, heldur er hún einnig stórhættuleg fyrir framgang landhelgis- málsins. Þessvegna verður að mótmæla henni á hinn eindregnasta hátt. Ef þessi saga Þjóðviljans væri rétt, ættu kommúnistar að hafa knúið útfærsluna fram, gegn meiri eða minni óvilja hinna flokkanna. Þjóðin ætti þá að vera svo alvarlega klofin í þessu máli, að ekki væri ráðist í útfærsl una nema vegna stjórnar- þátttöku kommúnista. Kommúnistar séu þannig potturinn og pannan í út- færslu landhelginnar. Yrði nokkur trúnaður lagð ur á þessa sögu út á við, myndi hún meira en nokkuð annað spilla fyrir því, að við fengjum útfærsluna viður- kennda. Ef hinir útlendu aðilar héldu að íslendingar væru svona alvarlega klofn ir í landhelgismálinu, myndu þeir ekkert fremur gera en að halda að sér höndum og neita okkur um viðurkenn- ingu. Ekkert er nú hættu- legra í landhelgismálinu en að ala á því, að þjóðin sé klofin um það. UMRÆDD saga Þjóðvilj- ans er lika fullkomlega til- hæfulaus. Innan ríkisstjórn- arinnar var aldrei neinn á- greiningur um þá megin- stefnu, að fiskveiðilandhelg in yrði færð út í 12 mílur og að sú framkvæmd tæki gildi hinn 1. september. Ekki kom heldur annað fram þá en að Sjálfstæðisflokkurinn væri þessari meginstefnu fylgj- andi. Ágreiningurinn i rikis stjórninni stóð um auka- atriði, sem engu skipti fyrir þessa meginstefnu. Stjórnar þátttaka kommúnista réði þvi ekki neinum úrslitum um það, að henni yrði fylgt fram. Útfærsla fiskveiöiland helginnar hefði verið fram- kvæmd alveg eins og 1952, þótt kommúnistar hefðu ekki verið í stjór«. Þetta er gott, að allir geri sér ljóst og þó alveg sérstak lega hinir útlendu aðilar. Þeir skulu þvi ekki leggja neitt upp úr þessum ranga söguburði Þjóðviljans eða hálfvelgju Morgunblaðsins. Þjóðin er einhuga í þessu máli, eins og fiskimálastjóri hefir nýlega réttilega sagt. Ef Þjóðviljinn hefir slíkan áhuga fyrir æskilegri lausn landhelgismálsins og hann vill vera láta, ætti hann vissulega eftirleiðis að forðast að draga það inn í kisuþvott sinn varðandi efna hagsmálin og verða þess ef til vill valdandi á þann hátt, að útlendingar fari að efast um þjóðarviljann í landhelg ismálinu. Vesturveldin hljóta að halda uppi einbeittri stefnu í Miðausturlöndum Truman fyrrv. Bandaríkjaforseti ræíir i þess- ari grein herflutning Bandaikjanna til Líbanon og stefnu Eisenhowers í máium M^austurlancla Harry Truman fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefir enn ærin afskipti af stjórnmál- um, og hefir hann iðulega gagnrýnt stjórn Eisenhow- ers fyrir ýmsa vankanta er hann hefir fundið á henni. I eftirfarandi grein, sem birtist fyrir skömmu, er við- horf hans þó annað. Hér lýsir hann fullum stuðningi við þá ákvörðun Eisenhow- ers að senda herlið til Líb- anon og hvetur vestrænar þjóðir til einbeitni og sam- stöðu í Miðausturlöndum. Ástandið í Miðausturlöndum er uni þessar mundir sérlega alvar-1 legt, og Bandaríkin og hinar I frjálsu þjóðir Vesturlanda verða að vera vel á verði, einbeittar og þó varfærnar svo að ölum m:egi vera ljóst til hvers við erum búnir á ölium stigum jmáfeins. Takmark bkkar er að hindra að iþriðja heimisstyrjöldin brjótist út. Við 'Viljium tryggja friðinn í heim- inum, og til þess höfum við varið bæði auði og orku. I málum Mið- austurlanda hefir forséti okkar tekið átaveðna afstöðtu og markað stefnu sem allir Bandaríkjaþegnar ættu að styðja með ráðum og dáð. Sömuleiðis vona ég að tekast megi að skapa þá þjóðareining að allir þegnar geti stutt utanríkisstefnu okkar. Nauðsynlegt er að óvinir 'hins frjáltea theim® slkilji glöggfega að við munum allir styðja þann mann er forustuna t'ekur, — og að þessi maður hljóti að vera for- sieti Bandaríkjami'a. Uin nokkurt stkeið hef ég borið ugg í brjósti vegna þess að frið- arhorfur bafa farið síversnandi, og vegna viðbúnaðar þess er við höfum haft til að tryggja heims- friðinn. Ég hef óttazt að örlög Sameinuðu þjóðanna yrðu hin isömu og Þjóðahandalagsins á isinni tíð. Slík endalok yrðu mikið harmsefni, og ég tel vist að slík alþjóff'asamtök yrðiu þá ekki end- urreist fyrr en að mörgum 'kyn- islóðum liðnum. Þessar hugsanir sóttu að mér ier ég fyrir skemmstu eneri heim frá Miðjarðarhafslönd- unum þar sem ég huigl'eiddi gang alþjóðamála einsi og þau horfa við okkur og öðrum frjá'lsum þjóðum. Rétt stefna í Líbanon Ég hefði talið æskilegra að unnt hefði verið að biðja Sameinuðu þjóðirnar að sinna ihjálparbeiðni Chamouns, forseta Líbanons, áður en aðrir skárust í málið, og ég er sannfærður um að forsetinn er sama sinnis. En slíkt var ófram- kvæmanlegt eins og afflstæður voru, þar sem fulivfet er að Rúss- ar hefðu hindrað öryggisráðið í öllum aðgerðum þar til allt hefði verið um seinan. Er Kóreustyrj- öldin brauzt út var unnt að fá Sameinuðu þjóðirnar til skjótra 'afflgerffa vegna þess að þá t'óku Rússar ekki þátt í störfum öryggis- ráðsins. En í dag er ásitandið aftur á móti allt annað þar sem full- trúi Rússa er nú viðstad'diur og ‘grefur undan störfum þessara frið arsamtafca eftir fremsta mætti. Undanfarið (bef ég iðulega gagn- rýnt opinberlega sum mistök og óstöðugleika í utanríikisstefnu okk- ar. En nú er enginn tími til að ræða um hið liðna. Það er greini- liegt, að nú hefir fors'etinn tekið upp jákvæða stefnu og ákveðnar aðgterðir. Afflgerðir sem þessar hafa að sjálfsögðu vissa hætlu í för með sér, en reynslan hefir sýnt að afflgerfflaleysi eða hik er mun hættulegra þegar við Sovét- ríkin er að etja. Vegna alis bessa virðist mér ein- sætt að forsetinn hafi ekki átt TRUMAN um neitt annað að velja en bregð- ast þegar við hjálparheiðni Liban- onsforseta 02 senda her til lands- ins. Sömuleiðis hefir forsetinn rétt fyrir sér í því að her okkar skuli hverfa úr landi þegar er Samein- uðu þjóðirnar eru reiðubúnar til að sénda alþjóðlegt gæzlulið í þeírra stað. Þjóðerrtisstefna Araba og Vesturlönd Eftir þessar aðgerðir í Libanon tel ég naufflsynlegt að við gerum Sovétsbjórninni ljós't að hinum frj'álsa heimi er full alvara í því að stöðva undirróður og íhlutun kommúnista, í Miðjarðarhafslönd- unum. Þetta her að gera á form- fegan hátt og í samráði við banda- menn o'ktkar. Við höfium aftur og aftur séð áþreifanlega að ráða- menn í Kreml iáta undan síga þegar þeir eiga ákveðinni and- stöfflu að mæta. Leikar fóru svo í íran, í Grikklandi og í TyrMandi. Nú verðum við einu sinni enn að minna Moskvumenn á að við er- um staðráðnir í að íylgja fram friðarstefnu okkar, hvað sem það kostar og hverjar sem afleiðing- arnar verða. Einnig álít ég að nú sé hent- ugur tími að taka upp nýja af- stöðu til Egyptalands. Ef aðistæður leyfa gæti verið æskilegt, til að fá friðsamiega l'ausn vandans í Miðausturlöndum, að bj'óða Nass- er forseta til Washington til hrein- skil'inna og vinsamlegra viðræðna. Ég óitka að við hefðurn getað gert honum slíkt boð miMu fyrr, — þegar er vandamálið var á byrjun- arstigi. Eitt af því sem Nasser virðist ekki skilja er að eina von þjóðar hans um bætt hlutiskipti byggist á. að hann taki upp sam- starf við vesturveldin. Ef hann heldur á hinn bóginn áfram að daðra við kommúnista og líður framhaldandi óheina íhlutún þeirra á hann á hættu að land hans sæti s®mu örlögum og Ung- verjaland eða Pólland. Þjóðernisstefna Araha getur ekki átt neina samleið rneð heims- vaidastefnu Rússa. Og Arabar eiga sér heldtir ekki neina von um betri framtíð þar sem svo- kölluffl lýðVeldi eru sett á stofn með hernaðarhyltingu undir yfir- skyni frelsishreyfingar eins og gerðist í írak, Ég hy.gg að okkur væri bszt að kynnast þvi af Nasser kjá&fuhl hvert markmið hans raunveriilega sé. Um leið ættum við að bjóða öðrum viðurkenndum feiðtogum Araba heim til að unnt verði að ræð aum Ieið vandamál þeirra og framtíðarmarkmið. Einbeitt stefna nauðsynlég Við getum veitt Aröbum onarg- háttaða hjálp í banáttu þeirra fyrir öryggi og frelsi og bættum lífskjörum, og við ættum að nota hvert tækifæri til hjálpar út í æsar. (Framh. á 11. síðu). ‘BAÐsrorAN Ekki alls fyrir löngu var allmikið rætt um notkun ávísanareikn- inga hérlendis, og lögðu bankar . að mönnum að taka upp slík við- skipti. Munu m. a. hafa verið gefnar út leiðbeiningar um notk un, slikra bankareikninga og reglugerð sett er fyrirbyggja átti misnotkun þeirra. — Um þetta efni skrifar „Peningamaður" bað stofunni: „Á dögunum brá ég mér í mjólkur- búð og hugðist festa kaup á mjólk og rjóma til heimilisins. Er ég hugðist greiða vöruna stóð svo á fyrir mér að ég hafði ekki peninga handbæra, en greip til ávísanaheftis míns og ætlaði að skrifa ávísun fyrir upphæðinni, nokkrum krónum. - Afgreiðslustúlkan brást við þessu af lítilli bliðu, neitaði með öllu að taka við ávísuninni og kvað Mjólkursamsöluna hafa það fyrir fasta reglu að taka aldrei við á vísunum. Engu tauti varð við hana komið, og ég arkaði mjólk- urlaus út úr verziuninni. Eg átti einnig erindi í matvörúbúð og þóttist vita að þar yrði engin fyrirstaða á að losna við ávísun, kaupmenn yrðu greiðugri en Mjólkursamsalan. En sú varð þó ekki raunin ó. Stúlka var við afgreiðslu í búðinni, og var hún reyndar fús til þess að selja mér þær vörur, er ég bað um, en hún vildi með engu móti taka við ávísun, þótt hún væri sann- anlega sinna peninga virði. — Kaupmaðurinn liafði bannað henni harðlega að taka við slík um pappírum. Eftir þessi málalok hélt ég í næstu matvörubúð, og var þá svo hepp inn að hitta kaupmann sjálfan fyrir. En ekki tók hann málaleit- an minni af meiri bliðu en. það þjónustufólk, er ég hafði áður við rætt. Er hann heyrði ávísún nefnda hvessti hann augun illúð- lega yfir diskinn og mælti a£ þjósti: „ViS tökum aldrei við svona af ókunnu fólki.“ Eg reyndi að hera höfuðið hátt og iét þess getið að ávísunin væri fullgild og auðvelt að ganga úr skugga um það, en kaupmaður lét hvergi á sér bilbug finna, kvað að vísu auðvelt að koma mönnum i steininn fyrir að falsa ávísanir, en hann nennti ekkert að fást við slíkt og vildi aðein.9 fá sína peninga og engar refjar Lauk þar með taii okkar af engri vináttu. Enn hélt ég í eina verzl- un, og þar urðu viðtökur sömu: Við tökum aldrei við ávísunum. Þegar hér var komið gafst ég upp og hélt heimleiðis matarlaus og mjólkurlaus. Gefur að skilja hversu iHa slíkur verzlunarmáti sem þessí kemur sér, einkum þeg ar maður er staddur fjarri öll- um bönkum og peningastofnun- um, sem s-kyldugar eru að inn- leysa. ávisanir. En ég vil leyfa mér að spyrja verzlanir, hanka og önnur fyrirtæki, er hér ikunna, að eiga hlut að máli: Hvers konar þjónusta er þetta við almenning? Til hvers eru bankar að halda uppi ávísanareikningum ef ekki er unnt að fyrirbyggja misnotk- un þeii-ra? Og til hvers eru kaup menn að verzl’a ef þeir vilja ekki ta.ka við fullgildum peningum fyr ir vöru sina? Peningamaður." Lýkur hér kvöríunum Peningamanns og baðstofuhjali í dag.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.