Tíminn - 30.07.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.07.1958, Blaðsíða 7
rÍMINN, iniðvikudaginn 30. júní 1958. 7 Sjötugur: ^ Dr. juris Jón Dúason Dr. Jón Díiason er fæddur 30. júlí 1888 í Langhúsum, Fljótum. Faðir hans var Dúi Kristinn d. 1950 nær níræður, bóndi að Lang húsum og síðar Krakavöllum, Grímsson d. 1892, sjötugur, bónda og læknis Reykhúsum Eyjafirði og síðar Minni-Reykjum, Fljótum, MagnúsSonar læknis og klaustur- haldara, Möðrufelli, Grímssonar bónda og græðara Esphóli, Magn ússonar Hrísum, Grímssonar Helg árseli, Magnússonar bónda Björk Öngulsstaðahr. 1703 Grímssonar. Voru margir í þessari ætt hneigð ir íil líknarstarfa og lækninga og öfluðu sér fræðslu í þeim efnum af bókum. Gerðust giftusamir í störfum, enda fullir mannúðar og mandóms. Kona Gríms í Reykhús um og móðir Dúa var Ólöf Ólafs dóttir bónda Kroppi Jósepssonar í Tjarnarkoti, Tómassonar bónda Hvassafelli, Tómassonar (Hvassa- fellsætt), Halldóra Jósepsdóttir móðir Ólafar og Ingibjörg Jóseps dóttir kona Gríms á Esphóli voru einnig af Hvassafellsætt og ná- komnar að frændsemi Rannveigu Jónasdóttm’ móður Jónasar skálds Hallgrímssonar. Kona Dúa og móg ir Jóns Norðmanns var Eugenía Jónsdóttir Norðmanns prests Barði Jónssopar bónda Krakavöll um Guðmundssonar bónda Forn haga Rögnvaldssonar. Var Jón prestiu- Barði bróðursonur Skáld- Rósu og dóttursonur Jóns prests Bægisá Þorlákssonar. Móðir Eug eníu var Katrín Jónsdótt'ir prests Undornfelli Eiríkssonar og Bjarg ar Benediktsdóttur Vídalíns. En móðir Bjargar var Katrín Jóns- dóttir biskups Teitssonar og Margrétar Finnsdóttur biskups Jónssonar. í móðurkyn er Jón Dúa son því þremenningur við dr. Sig urð Nordal prófessor og Jón Ey- þórsson jöklafara, en þessir allir að fjórða og þriðja um frænd- semi við Einar skáld Benedikts- son, með því að Ragnheiður anima Einars var systir Bjargar á Und ornfelli. Ætlasf ég til að þessi ættfærsla nægi þeim, sem hug hafa á slíku efni. II Jón Dúason var fóstraður í föð- urgarði. Hann var bráðþroska og snemma námfús og framgjarn og mjög umfram aði'a unga menn sinnar sveitar sakir vænleiks og vaskleiks. Setlur. til mennta í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Stúd- ent 1913, Menntaskóla Reykjavík ur og cand. pólit. Höfn 1919. Stúd eraði auk þess samvinnu- og banka mál, fræðilega og verklega á Norð urlöndum og Brellandi á árunum 1913—14 og 1919—21. Árið 1928 varði Jón dr. phil. við háskólann í Osló fyrir rit, sem nefnist: ,,Grönlands statsrettlige Stillling i Middelaltíeren.“ Jón Ðúason hefir kynnt sér manna bezf og rækilegar en nokk ur annar íslendingur búsettur á ís- landi landskósti Grænlands og' at- vinnu- og landnámsskilyrði þar í landi fyrir íslendinga. Hefir ritað um það mál í innlend og erlend blöð og tímarit. Auk doktorsrits þess er áður getur, hefir hann skrifað 4 ritgerðir á dönsku um Grönlands Retsstilling í Middel alderen. En veigamestu rif hans um Græniands mál eru Landkönn un og Iandnám íslendinga í Vestur heimi og Réttarstaða Grænlands, nýlendu fslands. Þessi stórfróð- legu og merku rit hafa verið að koma át í Reykjavík síðustu árin og mun brátt lokið. Jón Dúason hefir jsetið langa hríð í Reykjavik og. únnið að rit- störfum og útgáfu'rita sinna. III. Íslendíngar hafa frá árdögum lagt alla stund á það aö kunna full skil á rétti sínnm, bæði sögu- legum og lagalegum og að standa fast á þeim rétti. Gjöidiygli íslend inga i þessum efnum á rót sína meir að rekja til ást'ar á söguleg- uni sannindum og vísindum en á hagrænum sjónurmiðum. . . Fyrir' fáum árum hafa íslendingar öðlazt sjálfsforræði m. a. fyrir sokir fullvissu um sinn sögulega rétt ] og harðfengis og þrautseigju í því j að standa ótrauðir á sínum rétt'i. ■ StaðarhólsPáll (d. 1598) var sérkennilegur gáfumaður og lög kænn ágætlega. Munnmæli herma að hann hafi einhverju sinni sótt á fund Danakonungs til þess að reka rél'tar sin. Hafi hann þá kvatt konung, kropið á annað kné og mælt: „Ég lýt hátigninni en stend á réUinum." Jóni Dúasyni er um sumt líkf farið og Staðar hóls-Páli. Þó hefir Jón Dúason aldrei kropið á kné fyrir konungi Dana, vel minnugur þess að kóngs þrælar íslenzkir aldrei voru og mega enn síður verða það. En Jón hefir haldið einarðlega á rétti íslendinga til Grænlands og stað sem þá tveimur árum fyrr hafði fengið norðlenzka bændur til þess fyrsta íslendinga að játast undir skattgjafir við erlendan konung og fremja þar með örlagaríkasta for- dæmið að frelsistapi landsins und- ir erlent vald. Jón Dúason ólst upp við algeng sveitastörf að búi föður síns og þótti snemrna hamhleypa til allra verka, enda af dugmiklu fólki kom inn í báðar ættir. (T. d. voru ná- frændur hans þeir Jón heitinn Þor- láksson, Magnús á Blikastöðum og Einar skáld Benediktsson). Fæðingarsveit Jóns, Fljótin í Skagafirði, breiðir faðm sinn mót útnorðursátt, þar sem grályndur Ægir ber hafölduna í fangi sér eftir áluni Tröllabotns allt norð- an frá Elivogum og þeytir henni aflrenndur að hinni skagfirzku strönd svo að hamrarnir kippast ið fast á þeim retti gegn hverjum þeim, sem véfengdi vorn rét't þar. Að vísu er Jón Dúason ekki einn um þann skilning. Bæði hérlendir menn og erlendir hafa stutt hans' mál. Þó að langt kunni að verða þess að bíða að íslendingar fái að njóta þeirrar aðstöðu á Græn landi, sem þeir eiga rétt á öðr- um þjóðum fremur, þá á Jón Dúa- son þökk fyrir skrif sín um Græn land og fyrir að rækja þá 1000 ára gömlu kynfylgju íslendinga að standa fasi á kögulegum rétti. Þó að íslendingar kunni ekki enn almennt að meta ritstörf og ævistarf Jóns Dúasonar, þá trúi ég því í'astlega að Sökkvaibekks dísin muni fagna honum vel að endaðri ævigöngu og leiða hann til sætis við hlið Staðarhóls-Páls og annarra þeirra íslendinga, er staðið hafa drengilegast á söguleg um og lagalegum rétti íslenzku þjóðarinnar. Ég flyt Jóni Dúasyni þessa af- mæliskveðju og óska þess, að harin megi of aldurdags hamingju og heilbrigði njóta. Kjorn Sigurbjarnarson. Árið 1888, hinn 30. dag júlí- mánaðar fæddist hjónunum, að Langhúsum í Fljótum í Skagafirði, Dúa Grímssyni bónda þar og konu hans Eugeníu Jónsdóttur Norð- ! mann sonur, sern við sk'írnina hlaut hið algenga íslenzka heiti: . Jón. | Þelta ár var hið sexhundruð og 1 þrítugasta síðan feiidur var skag- firzki höfðinginn Þorg'ils skarði, við og fjöllin taka undir ógn- þrungna raust hans þega rhann er í vetrarham. En slíkar hamfarir gleymast þegar geislar miðsumar- sólarinnar merla fjörðinn gliti sínu og flóinn er allur seni gulli, sleginn svo langt til hafs sem aug-j að eygir, en fjöllin standa hnarr-| eist í púrpuraljómanum og logn- vær bára kvikar létt við brimsorf- inn fjörukambinn. Slíkt umhverfi hefur lönguni orkað kyngimagnað á útþrá og at- hafnahneigðir íslendingsins. — Jón braust þegar, er hann hafði getu„ t.il þess að afla sér mennt- unar. Hann lauk stúdentsprófi ár- ið 1913, — Það ár og 1914 stund- aði hann nám í samvinnufélags- fræðum, bæði í Danmörku og Skot- landi. Lagði hann síðan fyrir sig hagfræði og varð cand. polit. í, Khöfn 1919. Síðan stundaði hann framhaldsnám í bankamálum árin 1919—1921 i Bretlandi og á Norð-j urlöndum. Eftir það starfaði hann á skrifstofum ríkis- og borgar-l stjórnar í Kaupmannahöfn árin' 1921—1926. Árið 1923 gerðist hann einnig stórkaupmaður þar í borg. En þá er komið að þeim þætti ævi hans, sem hann er nafnkennd- astur fyrir: Rannsóknum hans á sögu Grænlands. Er Jón Dúason á Danmerkurár- um sínum fór að kynna sér ýmis skjöl og handrit varðandi hagsögu íslands vegna námsgreinar sinnar um hagvísindi, þá rakst hann fljót- lega á handrit og heimildir um sögu Grænlands, sem vöktu áhuga hans á tengzlum þeirra við þróun íslenzkra mála frá upphafi vega. Varð hann þegar svo hugfanginn af hagfræðilegu og sagnvísinda- iegu gildi þeirra fyrir íslenzka sögu að jafnframt náminu sökkti hann sér æ meira og meira niður i rannsókn þeirra. Og þegar á stúdentsárum sínum hóf hann að skrifa um þessi efni í hlöð og tíma- rit sem og að flytja um þau fyrir- lestra í félagasamtökum. Þetta viðfangsefni átti síðan eft- ir að marka honum ævihlufcverk á 1 sinn ihátt svo sem nafna hans Jóni Sigurðssyni er hann fór að skipta sér af stjórnmálum á námsárum sínum i Höfn. En það varð og sam- eiginlegt báðum þessum ýtarlegu rannsakendum íslenzkrar stjórnai-- farssögu, að þeir vildu hvorugur láta sér nægja hálfan hlut af þeim afiaföngum, er þeir náðu til„ eins og sagt var um Jón Sigurðsson, er hann ungur réri á skipi föður síns vestra, að þá vildi hann enginn hálfdrættingur vera , sem hans jafnöldrum var ætlað eftir venju. Örlagaþræðir íslenzkrar sögu virðast oft einkennilegum þáttum snúnir. — í upphafi Sturlungaald- ar var á Rafnseyri við Arnarfjörð framið eitt versta, verk þeirra tíma, er Iirafn Sveinbjarnarson var veginn af einum fyrsta uppi- vöðsluseggjanna, sem komu því róti á þ'jóðfélagið, er leiddi forsjá þess undir erlend yfirráð. En á þessum sama stað sá fyrst dag'sins ijós, tæpum sex hundruð árum síð ar, Jón Sigurðsson, sá sonur þjóð- arinnar, sem lagði henni í hend- ur þau gögn sögunnar, sem verið hafa henni leiðarljós í baráttu hennar fyrir sjálfstæði tvo sein- ustu mannsaldrana. Það virðist því óneitanlega vera eins og einkenni- ilegt örlagasamband þarna á milli. Skagfirðingar gáfust fyrstir íslend inga upp fyrir ásækni erlends kon ungs um skattheimtu. Næstir þeim gefa svo Grænlendingar samskonar loforð. Óbappafordæmi Þorgilsar skarða hafði geigvænlegar afleið- ingar um margar aldir. En svo sem Rafnseyri er þekkt vegna þeirra tveggja atburða er ég nefndi hér á undan er spá mín sú að er tím- ar líða muni Skagfirðinga ekki sizt minnst vegna þess að þeir hafi lagt fram þann manninn, er einna skilmerkilegast hefir sett á svið skýringu á stjórnarfarslegri þýð- ingu þess frumhlaups, sem skatt- bindin Þorgilsar við Hákon kon- ung var, og hvernig sú þróun leiddi til sundrungar og næstum falls hins íslenzka þjóðfélags. — Það • er eins og að ,,Sagan“ vilji með þessu árninna oss um að hún eigi til í fórum sínum mótvægi við hverju misstignu spori, sem sí- fellt sé til reiðu ef menn vilji beita skynseminni og notfæra sér það. Er Jón Dúason fór að kynna sér sögu Grænlands, þá lét hann sér ekki nægja neina hálfa þekkingu þar um. Hvert blað, hverja bók, þar sem minnst var á Grænland, og hann komst yfir, kynnti hann sér sem rækilegast, og þar kom að, að hann var búinn að fá heildar- sýn yfir sögu þess alla og stjórnar- farslega þróun og skilja eðli sam- hengis hennar og tengsla við sögu íslands. Eftir það gat hann líka talað eins og sá sem vald hafði um þessi mál. Enda síðan engir lagt í það, að mæta honum á jöfnum vettvangi til þess að kryfja þessi mál til mergjar. Jón hefir um fjölda ára verið að miðla löndum sínum af þekkingu sinni um Grænland og sögu þess með aragrúa hlaða- og tímarita- greina, sem mundu fylla margar þykkar bækur, og brýna fyrir þeim nauðsyn þess og gagnsemi fyrir ís- lenzka atvinnuvegi. — Eftir að þorskfiskið upphófst við Græn- land hefir það komið æ betur í ljós að tilsagnir hans um tilhögun þess hafa alla jafnan komið bezt heim við reynsluna vegna þeirrar marghliða þekkingar, sem hann hefir aflað sér um þau mál. Og margir skipstjórar íslenzkir hafa leitað hans leiðsagnar áður þeir lögðu á grænlenzk mið. En fyrir utan blaðagreinar sín- ar um Grænlandsmál, hefir Jón þegar gefið út mörg og mikil rit- verk um þau, þar sem hann skýrir sögu Grænlands og vefur utan af henni þokuhjúpinn, sem síðustu mannsaldrar hafa sveipað hana í. Hversu traustum rökum Jón hef ir reifað niðurstöður sínar af rann (Framhald á 8. síðu> r * A víðavangi Árni Ketiibjarnar og Ólafur Thors Það hefur valdið ntiklu felnitri í herbúðum Sjálfstæðisflokksins, að Árni Ketilbjarnar skyldi ljóstra upp þeirri fyrirætlun for- kólfanna að reyna að ná yfirráð um í Alþýðusambandinu og' nota þau sífían til að lirekja rikisstjórnina frá völduin. Hér er nefnilega um Iiarla lítil lýðræðis leg vinnubrögð að ræða, en for- kólfar Sýálfstæðisflokksins telja lýðræðisskiltkju sína ekki svo trausta, að hún þoli það að verða fyrir mörgum slíkum uppljós'tr- unum. Til þess að breiðá yfir upp- Ijóstranir Árna, var gripið til þess ráðs um seinustu helgi, aö Ólafur Thors var sendur austur að Hellu og látin flytja þar fyrir- lestur um það, að Sjálfstæðis- flokkurinn ætli að ná völdum alveg með lýðræðislegum hætti. Við höfum þingkosningar í haust eða næsta vor, sagði Ólafur, ög' þá tökum við völdin. Eins og kunnugt er, reiimir íiúverandi kjörtímabil ekki úí fyrr en sumarið 1960. Ekkeré gat Ólafur (im það í Helluræff unni, hvaffa „lýffræðisaðferðum“ Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ao beita til að knýja fram kosning'ai- fyrir þann tíma. Á kannske aö nota hin ráðgerðu yfirráð i Al- þýðusambandinu tii þess? Hef'- ur Ólafur kannske eftir allt sam- an staðfest uppljóstrun Árua Ketilbjarnar og þannig fariö hreina erindisleysu austur aö Hellu? Eða er þetta spjall Ólafs um kosuingar bara karlagrobb og hreystiyrffi ,sem menn eru ekki óvanir úr þeirri átt? Vonandi leysir Mbl. úr þessari gátu næstu daga, en það hefur hingað til keppzt vandlega viö það að þegja um uppljóstrun Arna Ketilbjarnar. Amerískir íþróítamenn í Moskvu. Útvarp og blöð Iiafa að undan- förnu sagt frá landskeppni banda rískra og rússneskra íþrótta- manna, sem liá® var austur i Moskvu um síðustu helgi. For ustumenn hinna bandarísku jþróttamanna liafa bersýnilega ekki orðið aðnjótandi liollráða Ólafs og Bjarna og setið heinía í mótmælaskyni viff morðin á Nagy og félögum hans. Eða eru þeir annarrar skoðunar og Ólaf- ur og Bjarni um þetta og telja þessu betur mótmælt með öðru en því að draga úr eðlilegum samskiptum þjóðanna? Flótfamaðurinn og Bjarni Mbl. gerir sér nú tíðrætt uin för ísl. þingmannanna til Lett- lands. Alþýoublaðið segir um þetta í gær: „Morgunblaðið hafffi á laugar dag eftir eistneskum flóttamanni, að heimsóknir á borð við Riga- för íslenzku þingmannanefiiöar• iuuar væru lainandi fyrir lett- neskt alþýðufólk. Tilefnið er ber sýnilega sú krafa Bjarna Benc- diktssonar að þingmannanefndín hefði átt aö átelja rússneska valdaránið í Eystrasaltsríkjun- um og krefjast frelsis og sjálf- stæðis Lettum til handa. Tilfinn- ingar eistneska flóttamannsins ættu allir íslendingar að geta skiliff. Samt fær sú ályktun ekki staðizt, að þingmannanefndin hefði átt a® verða við tilvonandi kröfu Bjarna Benediktssonar unt gagnrýni og ádeilur. Hins vegar gat eistneski flóttamaðurinn átt annað erindi við Bjarna Benc- diktsson en aff ræffa þingmanna förina til Lettlands. Mbl. Iætur þess þó ekki igetið, að Bjarni hafi útskýrt fyrir gestinum, hvaff- eftir hann liggur í sjáifstæðisbaráttu Eistlendinga. Hér skal rifjað upp, hvað við er átt: Eistland átti lenigi fulltma á íslandi eftir valdarán Rússa. Hann var á skrá utanríkisráðu- neytisins yfir erlenda fulltrúa I (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.