Tíminn - 09.09.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.09.1958, Blaðsíða 12
VeSril: Snðvestángola, skýjað komiilaust að mestu. 1 Hitinn kl. 16: Reykjavík 13, Akureyri 15, París 19, Hamborg 18, Osló 17, Kaup- mannahöfn 16, New York 20. Þriðjudagur 9. sept. 1958. ,Yið rennum að þeim sitt á hvað og látum þá engan frið hafa,> Ræit vi'ð Eirík Krisiófersson, skipherra á Þór Varðskipir? Þór kom til Reykjavíkur kl. 11 í gær og fer út. um hádegi í dag, ef skipið verður ekki kallað til að gegna skyldustörfum fyrir þann tíma. Fréttamaður átti í gær tal við Eirík Kristófersson, skipherra. Sagði ihann, að skipið væri nú á eftirlitsferð kringum land, og væri nú leitað togara, sem ekki uytu herskipaverndar, ef ske kynni að þeir sýndu sig í landhelgi. — Við komum nú frá Rifstanga og höfum leitað svæðið útifyrir Austur- og Suðurlandi. Urðum Eiiríkur Kristófersson, skipherra á Þór. varir við togara utan 12 mílna markanna út af Hvalbak. En sennilega var þar ekki um land- helgisbrjót að ræða. ; — Mega varðskipin taka gömlu fandhelgisbrjótana, ef þau hitta þá siðar utan landhelginnar? \ — Nei, samkvæmt alþjóðalög- úrri er talið ólöglegt að hreyfa við iþeim nema þeir komi aftur inn í landhelgina. Það má elta þá útfyrir, en eftirförin má ekki plitna. ; Þreytumerki —^ Telur þú að Bretar séu farnir að þreytast I viðskiptum Sinúm við íslendinga? ; —1 Það faafa nú þegar sézt þreytumerki á þeim, bæði á her- skipsmönnum og togaramönnum. Fdðrik á tvær bið- skákir - báðar I' 19. umferð skákmótsins í Portoroz fóru leikar svo að Sangui netti vann de Greiff, Panno Sher- win ©g Benkö Cardoso. Jafntefli gerða Pilip og Fisc'her. Pachman og Awerbaoh, Matanovic og Bron- steín, Szaho og Larsen. Aðrar skák ir fórtt í bið. Friðrik hafði svart SeSa Petrosjan, en stendur verr að yígi. á .20 umferð hafði Friðrik hvítt geg'n Sherwin. Skákin fór í bið,en staöa Friðriks er vonlaus að því er segir í skeyti frá Ingvari Ás- mundssyni, Aðrar skákir fóru svo að Averbach vann Matanovic, en jafntefli gerðu Benkö og Grigoric, Bronstein og Filip, Panno og de Greiff. Tal og Petrosjan. Það er eins og þeir séu ekki heppilegir fyrir taugastríð. — En íslendingar? — Þeir hafa ekki látið á sjá. — Og þið eruð alltaf að stríða þeim.... ) — Náttúrlega þykir okkur það dálitið gaman, þar sem það er það eina, sem við getum gert. Við látum þá engan frið hafa, ' rennum að þeim sitt á hvað og látum þá vita, að þeir séu að brjóta og að það verði munað eftir þeim framvegis. Þeir eru hræddir um sig bakborðsmegin. þvi allir eru með stjórnborðs- vörpu. Seinasta daginn, sem við vor- um fyrir austan, föstudaginn 5., var þoka á miðunum. Ég lét Maríu Júlíu sigla á milli okkar og tog- aranna því hún er með borðstokk- ana úr viði og hægara að leggja henni að. Þeir ráku upp rama- kvein, þegar þeir sáu okkur, allt var á tjá og tundri og þeir út að lunningunni með krókstjakana og annað til að berja á okkur. Eftir að við höfðum fylgt þeim góða stund, beygðum við frá þeim og' skildum þá eftir með bar- éflin á lofti. Loftvarnabyssurnar líka! — Herskipið hefir líklega ekki látið á sér standa? — í þriðja skiptið, sem við lögðum að togara, kölluðum við í Seyðisfjörð á bylgjunni þeirra. Þá héldu þeir á Eastbourne, að við værum að ganga um borð í togarann. Skipunum frá herskip- inu linnti ekki í talstöðinni og fyrr en varði sáum við Eastbourne koma brunandi með mannaðar fallbyssur og meira að segja loft- varnabyssurnar líka. Steyta hnefana — Eru þeir ekki að steyta að ykkur hnefana, þegar þið siglið framhjá? — Það kom fyrir, að þeir voru svona, segir Eiríkur og lyftir hnefunum yfir höfuð. — Togara- mennirnir hreyta stráksyrðum, en herskipsmenn gera það ekki. Ég tók því fram við mína menn strax i byrjun, að þeir mættu ekki segja nokkurt styggðaryrði við þá, því það er aldrei nema til iskaða. En blaðamennirnir gera allt vitlaust á togurunum. Við höfum orðið þess varir að þeir standa aftan við skipstjórana, þeg ar þeir eru við talstöðina og segja þeim að segja þetta og hitt. Fulltrúar útgerðarananna halda uppi sömu iðju. Manni detta í hug bófar, sem standa nieð rýt- inginn við bakið á fórnarlambinu meðan það er að biðja um lausn argjaldið í síma. „Stjórnarskipun" — Og þið hafið orðið varir við andúð skipstjói-anna á þessum veiðiskap? — Við erum vanir að spyrja þá, hvort þeir hafi hugsað um afleið- ingarnar síðar meir. Einn svaraði: „'Talið þið vi<5 þá á Eastbourne“, þetta er stjórnarskipun“. Við heyrðum í öðrum, sem bað um að fá að fara út fyrir línuna til að sofa. Hann sagðist vera búinn að vaka 48 stundir, og — „ég get ekki meira“. -- Hvað var svarið? — Honum var ekki bannað aS fara. Já, „nú fer ég útfyrir .til að sofa“, sagði manngreyið. — Þeir hafa líklega ekki orðið hökufeitir af aflanum? — Aflinn var bara hreint ekk- ert. Eg hygg, að við höfum verið byrgari af fiski. Við tókum upp vörpuna frá Lord Plender, sem við tókum á Breiðafirði áður en slagurinn byrjaði —• slæddum hana upp — og það var nóg af kola í henni, allt lifandi. Við vor um að láta hana uppá bryggju í dag. Þar var hópur af erlendum kvikmyndatökumönnum, en þeir hættu að filma, þegar þeir sáu vörpuna. Eg benti Anderson, skip stjóra á Eastbourn á hana, þegar hann heimsótti okkur eftir að við gengum um borð í Northern Foam, og ég sagðist ætla að gefa honum í soðið. Biblíustríðió — En hvað um biblíustríðið? — Eg sagði það við Andersson, þegar hann var um borð hjá mér, að Bretai' væru vanir að berjast með biblíuna í annarri hendi og sverðið í hinni. Við héfðum ekki séð nema sverðið. Svoleiðis byrj- i aði nú þetta biblíustríð, en það hefur ekki heyrst í honum eftir að ég svaraði. — Hvað er að frétta af föng- unum? Brezkir rtóliðar með stálhjálma og íslenzku varðskipsmennirnir af Þor um borð i Northern Foam. — Seinast þegar við fréttum af þeim, fengum við boð frá And- ersson um, að þeir væru orðnir tóbakslau’sii'. En hann ætlaði að lána þeim fyrir sígárettum ef ég ábyrgðist, að íslenzka ríkið stæði skil á skuldinni. Eg svaraði því til, að það væri ekki venja á ís- landi að selja föngum sígarettur. Gat þess við þá, að þegar við hefðum bjargað enskum skipbrots mönnum, hefðum við alltaf gefið þeim tóbak, svo og aðrar nauð- synjai'. Eg spurði, hvort þeir hefðu mat, og var mér sagt, að þeim væri séð fyrir því. Annars ætlaði ég að lála þá hafa mat með sér. En ég sagði föngunum, að þeir yrðu að leggja það á sig að vera tóbakslausir. — Og hvað heldurðu að verði um þá? — Þeir verða sennilsga fluítir með herskipinu til Englands og af- hentir íslenzka sendiráðinu þar. — En hvað heldurðu að Bretar haldi þetta lengi út? — Kannske þeir seiglist í mán- uð. Þeir geta ekki þraukað öllu lengur með þessu móti, en ég tel gefið, að þeir hafi hér herskip, tilbúin að fara innfyrir, ef þeir kalla. Myndin er tekin um borð í Þór. Eiríkur Kristófersson, skipherra, hallar sér útyfir borðstokkinn og horfir yfir að Eastbourne. Til vinstri sést stefnið á Maríu Júlíu. (Ljósm.: Garðar Pálsson). Breitt yfir nafn og númer. Lord Beatty H. 112. Húðir og pokar voru notaðir til þessara þarfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.