Tíminn - 09.09.1958, Blaðsíða 6
6
T f M I N N, þriðjudaginn 9. september 1958*
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIHB
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur f Edduhúsinu vi<5 Lindargöt*
Símar: 18 300, 18301, 18302, 18303, 1830*
(ritstjórn og blaðamenn*
Auglýsingasiml 19 523. Afgreiðslan 12321
Prentsmiðjan Edda hf.
Fólk á flótta
VAítLA kemur svo nokk-
urt tölublað út af Mbl. að
þar sé ekki skammazt upp
á kraft út í efnahagsmálaað
gerðir ríkisstjórnarinnar frá
s. L vori Kemur Moggi þar-
ekki auga á nokkurn hvitan
blett en finnur löggjöfinni
alit til foráttu sem hugsazt
getur. Er helzt svo á blaðinu
áð skilja, að verri og vit-
lausari lög hafi aldrei verið
sett í þessu landi og til
þeirra megi rekja flest það
sem miður fer með þessari
þjóð. En það er hreint ekki
fátt og má segja að hvers
kyns vandræöavofur gangi
ljósum logum um hin veg-
legu salarkynni Mbl.-hallar-
innar jafn nótt sem nýtan
dag.
Nú er það að sjálfsögðu
svo með efnahagsmálalög-
gjöfina, að hún er ekki full-
kpmin fremur en önnur
mannanna verk. í>ó dylst
það engum, sem ekki horfir
á'alla hluti gegnum einhvers
kionar Mbl.-gleraugu, að
hún miðaði mjög í rétta átt
og gat enda valdið algjörum
straumhvörfum í efnahags-
máium okkar ef þjóðin bar
g'æfu til þess, að bregðast
við aðgjörðunum á eðlilegan
hátt og léði ekki eyru nuddi
þeirra manna, sem hvergi
hafa viðþol utan valdastól-
anna. Þetta viðurkenndu
lika hinir öfgaminni og
þokkalegri menn í þingliði
Mbl.-manna eins og Ólafur
Öjörnsson og Björn Ólafsson,
i umræðum um þessi mál á
ÁLþingi í vor, enda fengu
þeir ekki að koma fram í út-
varpinu við eldhúsumræð-
urnar.
ÚT AF fyrir sig er auð-
vitað síður en svo nokkuð
við því að segja. þótt stjórn-
arandstaðan haldi upp gagn
rýni á gerðir ríkisstjórnar-
innar og stuðningsflokka
hennar. Gagnrýni er ekki að
eins eðlileg heldur og bein-
línis hrein nauðsyn í lýðræð-
isþjóðfélagi. En það er bara
ekki sama hvernig sú gagn-
rýni er rekin. Sé henni að-
eins beitt að því, að rífa nið
ur það, sem andstæðingarnir
géra, en ekkert byggt upp í
staöinn, þá er hún komin út
yjir sín eðlilegu takmörk, þá
er hún orðin neikvæð. Það
mundi dr. Helgi Péturss hafa
kallað helvizka þróun. Og
það er einmitt þessi helvizka
þfóun, sem hefir mótað
vinnubrögð hinnar íslenzku
stjórnarandstöðu. Hún hef-
ir fallið fyrir þeirri freist-
ingu, að vera algjörlega á-
byrgðarlaus í andstöðu sinni.
Hún sveitist blóðinu við aö
eyðileggja áhrifin af að-
gerðum rikisstjórnarinnar,
enda þótt hún viti, að hér er
aðeins verið að framkvæma
það, sem óhjákvæmilegt er
og aö öll mistök hljóta að
koma niður á þjóðinni
sjálfri.
ÞETTA væri nú svo sem
allt í lagi, ef stjórnarandstað
an benti á aðra leið og betri
en þá, *sem farin er. En hver
hefir orðið var við þá leið-
sögu? Ekki nokkur lifandi
sál. Sjálfir reyna þeir að
afsaka algjört ráða- og við-
burðaleysi sitt með því, að
þeir hafi engan aðgang að
nauðsynlegum, sérfræðileg-
um upplýsingum um ástand-
ið. Því sé ekki von að þeir
geti neinar tillögur gert.
Það hefði svo sem líklega
ekki staðið á þeim annars.
Hálfgert Mbl.-bragð er nú
að þessu. Er þess þá fyrst að
geta, að þegar Ólafur strand
kapteinn sat síðast við stýri,
sællar minningar eða hitt þó
heldur, þá lét hann f j óra hag
fræðinga gera álitsgerð um
efnahagsmálin. Maður
skyldi nú ætla, að Ólafur
hafi ekki sparað að veifa
þessari álitsgerð framan í þá
verandi stjórnarandstöðu.
Ónei, ekki bar á því. Stjórn-
arandstaðan fékk ekki einu
sinni að sjá hana. Stuðnings
menn stjórnarinnar fengu,
fyrir mestu náð, að renna
augunum yfir þetta plagg
og síðan urðu þeir að gjöra
svo vel að skila því. Með
þetta var farið eins og mikil
vægt hernaðarleyndarmál,
sem velferð og tilvera ríkis-
ins gat oltiö á að ekki kæm-
ist út fyrir takmarkaðan
hring. Þegar núverandi rík
isstjórn kom til valda hugð-
ist hún líta í þessi skjöl. Þá
voru þau horfin. Eftir langa
leit fundust tvö eintök. Helzt
leit út fyrir að hin hefðu ver
ið eyðilögð en þessi tvö orð-
ið eftir vegna veilu í smöl-
uninni. Minnti allt þetta
helzt á her, sem er á flótta,
en reynir að eyðileggja allar
samgönguleiðir til þess að
tefja fyrir eftirförinni. Er
nokkuð annar bragur á þess-
um vinnubrögðum en hjá nú
verandi stjórn, enda þótt
stjórnarandstaðan kveini
undan meðferðinni. Stjórnar
andstaðan fékk í hendur
efnahagsmálafrumvarpið á-
samt greinargerð, áður en
þaö var lagt fram á Alþingi.
Andstaðan átti einnig að-
gang að öllum þeim upplýs-
ingum, er hún óskaði eftir,
hjá sérfræðingi þeim, er að-
allega vann að athugun þess
ara mála fyrir ríkisstjórn-
ina. Af þessu má marka, að
eitthvað annað og meira
gengur að stjórnarandstöð-
unni en fáfræðin einber.
EN setjum nú svo, að þeir
Mbi.-menn hafi rétt fyrir
sér í því, að vegna einhverr-
ar hulu, sem ríkisstjórnin
haldi yfir þessum málum,
geti þeir engar tillögur gert
um þau. Hvaðan kémur þeim
þá þekking til þess, að dæma
þær aögeröir óhæfar, sem
byggðar eru á sérfræðileg-
um athugunum, er þeir telja
sig ekki hafa fengið að kynn
ast? Gagnrýni og aðfinnslur
verða alltaf að byggjast á
þekkingu á þeim aðstæðum,
sem viðkomandi ráðstafanir
ERLENT YFIRLI7:
Hendrik Frensch Verwoerd
Veríur hann enn harSdrægari vi(S blökkumenn en Striidom var?
ÞRATT fjTÍr þau stórtíðindi,
sem gerzt hafa í heiminum að
undanförnu, hefur veruleg at-
hygli beinst að því, hver yrði
næsti forsætisráðherra Banda-
rikja Suður-Afríku, en snemma
á þessu ári var fyrirsjáanlegt, að
Johannes Strijdom, sem hafði ver-
ið forsætisráðherra síðan 1954,
ætti ekki langt eftir ólifað. Á
miðju sumri varð hann að draga
sig alveg í hlé frá störfum. Hann
lézt svo fyrir stuttu síðan.
Þegar kunnugt varð um heilsu-
leysi Strijdoms, þóttu þrír menn
líklegastir til að keppa um sæti
hans. Þessir menn voru Hendrik
T. Verwoerd ráðherra kynþátta-
mála, Dönges innanríkisráðherra,
og Swart dómsmálaráðherra. —
Jafnframt þótti líklegt, að fram-
vinda kynþáttamálanna í Suður-
Afriku myndi allmjög fara eftir
því, hver þessara manna hlyti
sæti forsætisráðherrans.
Á undanförnum árum hefur að
staða þessara manna verig slík,
að Verwoerd hefur verið aðalleið-
togi þeirra, sem lengst vilja ganga
ií að'skilnaði hví'íra iruþina og
svartra og minnstra réttinda unna
svörtum mönnum. Dönges var
hins vegar forustumaður þeirra
manna í flokki þjóðernissinna, sem
lengst vilja ganga til móts við
blökkumenn. Swart var hins veg-
ar leiðtogi þeirra, sem stóðu hér
mitt á milli. Margir töldu hann
því líklegan til að bera sigur úr
býtum, enda studdi það aðstöðu
hans, að hann hafði verið kjörinn
til að fara með stjórnanformennsk
una í forföllum Strijdöms.
í SÍÐASTLIÐINNI viku fór
fram í þingflokki þjóðernissinna,
sem er sfjórnax-flokkurinn, endan-
legt val á eftirm. Strijdoms. Úrslit
in urðu þau. að Verwoerd fékk
80 atkv., Dönges 52 og Swart
41. Þar sem enginn þeirra fékk
hreinan meirililuta, fór fram kosn
ing að nýju milli þeirra Verwoerd
og Dönges. í þeirri kosningu fékk
Verwoerd 98 atkv., en Ðönges
75. VerwoeM hefir í samræmi
við þessi úrslit, tekið við stöðu
forsætisráðherra af Swart.
Stjórnarforusta Verwoerd þyk-
ir líkleg til að tákna, að enn verði
hert á aðskilnaði kynflokkanna
í Suður-Afríku og enn frekari ráð
stafanir gerðar til að halda blökku
mönnum niðri. Sú verður að
minnsta kosti niðurstaðan, ef
Verwoerd fær sjálfur að ráða. —
Af ýmsum er hins vegar bent á
það, að Verwoerd hafi sterka and-
stöðu gegn sér, þar sem hann
hafði við ráðherrakjörið ekki
nema rúman helming þingmanna
að baki sér eftir að Swart var
genginn úr leik, og ekki færri en
10 ráðherrar af 13 í stjórn Strij-
doms greiddu ýmist Dönge eða
Swart atkvæði. Þe tta er a.m.k.
aðvörun til Verwoerds um það,
að honum muni henta að fara
gætilega um sinn. Annars geti
hann átt á hættu að kljúfa flokk
þjóðernissinna.
RÆÐA SÚ, sem Verwoerd
liélt, er hann tók við sljórnarfor-
ustunni, bendir líka til þess að
hann geri sér þetta ljóst. Hann
talaði þar öllu gætilegar um kyn
þáttamálin en menn bjuggust við.
í stað þess eyddi hann alllöngu
máli til þess að lýsa yfir þeirri
stefnu sinni að gera Suður-Afríku
að lýðveldi, en hún iýtur nú að
nafni til stjórn Elísabatar Breta-
drotlningar. Tveir fyrirrennarar
Verwoerds, Malan og Strijdom,
lýstu yfir þessu sama, en fram-
HENRIK FRENSCH VERWOERD
kvæmdu það hins vegar ekki. —
Líklegt þykir, að Verwoerd ætli
að reyna að vinna sér vinsældir
með því að gera Suður-Afríku
ag lýðvældi, en að því loknu muni
hann snúa sér að kynþáttamál-
unum af fullum krafti.
Verwoerd léf ekkert uppi um
það í ræðu sinni, hvort hann
ætlaði að láta Suður-Afríku vera
áfram í brezka samveldinu eftir
að lýðveldi hefur verið komið á
fót. Áður hefur hann þó talið það
óæskilegt.
HENDRIK Frensch Verwoerd
er fæddur í Amsterdam í Hollandi
1901 og flultist barn að aldri með
foreldrum sínum til Suður-Afríku.
Hann stundaði sálfræði við há-
skólann í Suður-Afríku að loknu
stúdentsprófi, en fór síðan til
Þýzkalands og lagði stund á þessi
fræði við ýmsa háskóla þar. Sagt
er, að hann hafi á þessum árum
orðið mikill aðdáandi kynþátta-
kenninga þeirra, sem kenndar eru
við Rosenberg, er var eins feonar
æðstipresíur nazista á því sviði.
Nokkuð var það að eftir faeim-
komuna tii Suður-Afríku bar all-
mikið á Gyðingahatri hjá honum
og beittl hann sér m.a. mjög gegn
því, að Gyðingar, sem flúið höfðu
frá Þýzkaiandi, fengju að setjast
að í Suður-Afríku. Jafnframt varð
hann strax íramarlega í flokki
þeirra, er beittu sér fyrir sem
mestum áðskiinaði hvít'ra ir.anna
og svartra.
Fyrsf eítir heimkomuna frá
Þýzkalandi, var Verwoerd háskóia
kennari i sáifræði, en vorið 1934
tók hann að ;ér ritstjórn blaðsins
Transvaaier og gegndi hann því
slarfi um 16 ára skeið. Blaðið náði
mikilli úibreiðslu undir forustu
hans, m.a. vegna þess, að hann
gerði það að málgagni hinna ein-
dregnustu þjoðernissinna og öfga-
manna i kynþáttamálunum. .
Árið 194A bauð Verwoerd sig
fyrst fram. til þings en náði ekki
I kosningu. TVeimur árum seinna
náði ha.nr* kosningu til öldunga-
deildarinnar og hefur átt þar sæti
síðan. Hann varð fljótlega leið-
togi þjóðemissinna þar. Um svip-
að leyti og hann hlaut sæti í öld
ungadeiidinni, gerði Malan hann
að ráðherra kynþátlamála og hefur
hann gegnt því starfi síðan. Undir
þetta starf hans hefur það m.a.
fallið að hafa forustu um alla
, löggjöf, sem síðan hefur verið
i sett um áðskilnað hvltra manna
og svartra og réttindaskerðingu
hinna síðamefndu. Ýmis af þess
um lögunv hafa sætt verulegri
( andspyrnu innan flokks þjóðernis
sinna, en með. stuðning Strijdoms,
tókst Verwærd að bæla hana nið-
ur. Hin slSari ár hefur oftast
verið talað irai Verwoerd sem hinn
einráða og sterka mann þjóðernis
sinna.
VERWOERD hefur nú náð
því marki aQ vera æðsti valdámað
ur Suður-Afríku. Skapgerð hans
er slík, að nonnm mun ekki nægja
Framhald á 8. síðu.
UÐsromN
eru reistar á. Annars verða
þær bara meinlaus og mark
laus púðurskot. Og þó er
jafnvel púðrið í minna lagi
í málflutningi Mbl.
---——* —■
St. Bj. skrifar Baðstofunni, og j
honum liggja á hjarta nokkrar
spurningar varðandi jörðina
Galtahrygg, eða Galtarhrygg,
eins og hann vill heldur nefna
hana. Hér er bréf St. Bj.:
í TÍMANUM á laugardaginn 6. sept.
er á öftustu síðu, neðst fyrir
miðju, smágrein undir heitinu:
„Stórhöfðingleg gjöf“. Þar er
sagt að .yElínus Jóhannesson
bóndi á Galtahrygg“ hafi gefið
„stóra skógivaxna spiidu ur
Galtahryggslandi."
Mér kom bæjarnafnið eitthvað
kunnuglega fyrir, en fannst þó
að það væri ekki rétt; þóttist
muna að galtar-nafnið ætti að
vera í eintölu en ekki fleirtöiu.
Fór ég því að leita í „Bæjatali
á íslandi“ frá 1951, en þar ei
baer þessi ekki til. Ég þóttist þó
viss um að jörðin Galtarhryggur
ætti að vera til hér á landi, en
hvar mundi ég ekki.
I greininni er sagt að komið hafi
„margir Djúpmenn saman í Hey-
dal.“ Eg leitaði þvi að og fann
í Bæjatalinu Heydal í Reykjar-
fjarðarhreppi. Þá fletti ég upp ís
landskortinu. Og þar fann ég inn
arlega upp frá vestanverðum
Mjóafirði (vestra) bæinn Heydal
1.5 km frá sjó í samnefndum dal,
er liggur suðvestur frá firðinum,
3.5 km í beinni linu út frá fjarð-
arbotni, og þar í dalnum, í suður
frá Heydals-bænum og handan
árinnar, er staðsettur og markað
ur bærinn Galtanhryggur, og er
0,5 km. á milli bæjanna.
I Bæjatalíno segir í formjálanum:
„Eyðijörð'íim, sem ekki eru líkur
til að komist i byggð aftur, hefir
verið sieppt. Þó var horfið aö því
ráði að sétja innan sviga () nokkr
ar eyðijarðir, sem liklegt þykir
að byggist á ný“, eða eru „að
einihverju leyti nytjaðar enn“.
Nú þætti mér fróðlegt, -— og v ífa-
laust fleiri lesendum bl'aðsins —
að íé upplýst eftinfarandi.
Mundu kanske þeir, er tóku móti
gjöfinni og komu þessari klausu
í blaðið, geta gefið þær upplýs-
ingar.
a) Var þessi jörð búin að vera
svo le.ngi i evði þegar safnað var
til .bæjartateins 1950, að ekki
væru þá. lengur „líkur til að hún
kæmisr. é byggð aftur“, og var
jörðin ekxi heldur „að einhverju
leyti nytjuö enn“ (t. d. frá Hey-
dai) svo að nafn hennar yrði sett
„innan sviga“ i Bæjatalið? Land-
ið var mælt þarna til kortagerð-
ar 1911, — íyrir þá 39 árum, —
og jóá vai jörðin í byggð. Og
kortið endarskoðað 1934, — fyrir
16 áruao).
b >Býr Eiinus nú á jörðinni og
hve leneí hefir jörðin nú vérið í
byggð siðan 1950? ■— Mér finnst
að orðin „bóndi á Gallarthrygg“
bendi ótvirætt á aö E. J. búl
þar! annars væru þessi orð rang
nefni.
c) Og ioks. 'Hví er nafn jarðar-
innar ekki. 'skrifað rétt? — Er
það misritum eða prentvilla, tví-
tekin? — Eða er fólk þarna við
Djúp buið að breyta nafninij
þvert ofan í fornsögulegan upp-
runa þess?