Tíminn - 30.09.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 30. september 1958. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Sjálfstæðisflokkurinn og landhelgismálið Ollum eru í fersku minni feollsteypan, sem Morgun- blaðið og forysta Sjálfstæð- isflokksins tók daginn áður en reglugerðin um tólf mfilna ifiiskveiðilandiielgi gekk í gildi. Þá var allt í einu í bili hætt hinni nei- kvæðu afstöðu og áróðri, er rekin hafði verið i allt sum- ar í þeim herbúðum. Almenn ingsálitið hafði fordæmt þessa framkomu Sjálfstæðis manna svo sterklega, að þeir sáu sitt óvænna. Þeir, sem hlustuðu á formann Sjálfstæðisflokksins halda ræðu á svonefndum stúd- entafundi s. 1. sunnudag, hafa þó hiotið að spyrja sjálfa sig, hvort næsta koll- steypa íhaldsins í landhelgis- mlálinu væri iuærri, hvort fiokkurinn væri að því kom inn aS falla á ný fyrir freist ingu feergju og öfundar og ætlaði að fara að þjóna brezk um herskipa- og togaraeig- endum með því að ala á ó- einingu í landhelgismálinu. Ræða hans varð varla skil- in á annan veg, þótt það beri að vona, að einhverjir grein arhetri íhaldsmenn hafi vit fyrir formanninum. Sagan um þessa framkomu ihalds ins i sumar er of ömurleg til þess að hún megi endurtaka sig. Allt frá því að málið komst á framkvæmdastig að lokinni Genfarráðstefnunni í vor, voru viðbrögð Sjálf- stæðismanna með eindæm- um. Þegar ríkisstjórnin reyndi að hafa samvinnu við þá og spurði um þeirra álit á málsatriðum, svöruðu þeir yfirleitt með spurningunni: Hvað viljið þið? Og þegar það var skýrt, sögðust þeir viija eitthvað annað, en hvaö það var fengu menn ekki að vita, þegar ákvarðan ir þurfti að taka. Vinnubrögð þeirra virtust við það mið- uð að tefja og vefja, og um fram allt að reyna að gera ríkisstjórninni sem erfiðast fyrir. Þessi vinnubrögð voru ó- verjandi, en gerðu þó ekki beint tjón. Öðru máli gegndu þau vinnuibrögð, sem flokkur inn tók upp þegar reglugerð in var birt og hélt' síðan óbreyttum allt þangað til reghigerðin tók gildi. Öllum var það ljóst, að vegna heims athygli þeirrar, sem málið vakti, mundu íslenzk blöð verða málgögn þjóðarinnar á erlendum vettvangi ekki síður en innlendum, því að allir, sem áhuga höfðu á mál inu erlendis, fyigdust vel með þeim skrifum og um- sagni-r íslenzkra blaða voru endurbirtar erlendis. And- sta ngar okkar fylgdust og með skrifum íslenzkra blaða af nákvæmni og reyndu að finna þar, hvar helzt væri höggstaður, og miðuðu bar- áttuaðgerðir sínar við það. Það reíð því mjög á, að ís- lenzk blöð væru samtaka um að flytja rök íslendinga í málinu, oft og glögglega, vegna útlendinga, þótt þess þyrfti ekki vegna íslendinga. Á þessum vettvangi brást Morgunblaðið gersamlega. í allt sumar var þetta alger- lega látið undir höfuð leggj- ast, málstaður íslands aldrei fluttur nema i einni grein eftir Davíð Ólafsson. En hins vegar var alið á sí- felldri óánægju, gerðir ís- lenzkra stjórnarvalda tor- tryggðar, reynt að blása með öllu móti að glóðum óeining ar, jafnvel látið í það skína, að þetta væri aðeins mál kommúnista. Þetta fór ekki fram hjá brezkum andstæðingum okk ar, og þeim hló hugur í brjósti. Þeir bentu á skrif Mbl. og sögðu: Þarna sjáið þið, það er ekki þjóðareining um málið á íslandi, málgagn stærsta stjórnmálaflokksins skrifaði ekki svona, ef það væri. Togaraeigendur gripu þessa feitu gæs tveim hönd um og birtu myndir af fyrir- sögnum og greinum Mbl. þessu til sönnunar og létu að því liggja, að þetta sýndi, að með hæfilegum hótunum og valdbeitingu, mundu íslend- ingar láta undan síga. Þessu var auðvitað haldið fram fyrst og fremst til þess að herða brezku stjórnina í því að senda herskip til Íslands. Formaður brezkra togara- eigenda, sir Farndale Philips, lagði undir sig stói-blaðið Times með grein til þess að svara rökum Tímans í land- helgismálinu. Hann þurfti aldrei að biðja um rúm fyrir svar til Morgunblaðsins. Hins vegar fékk hann þar ágætis fyrirsagnir og grein- ar til þess að ljósmynda og birta í blaði sínu Fishing News til sannindamerkis um að ekki væri þjóðareining um málið á íslandi. Það er sorglegt að minnast þessara skrifa Mbl., og eng- inn veit, hve mikið illt þau hafa gert, en vfst er, að það ó gagn, sem þjóðinni var með þeim unnið, var mikið. Þótt niður drægi í óeining arskrifum Mbl. um stund, stóð sá fögnuður ekki lengi. Síðan hefir nudd og nöldur um málið sífelldlega skotið upp kollinum. Og svo sprakk blaðran svo að um munaði. ólafur Thors, formaður flokksins, gat ekki lengur á sér setið og lét gusuna fara í hinni frægu ræðu sinni á stúdentafundinum á sunnu- daginn. Sú ræða mun lengi í minnum. Meginhluti henn ar var að reyna að réttlæta sjálfan sig fyrir viðræður við undirtyllur í brezku ráðu- neyti árið 1952 og reyna að telja mönnum trú um, að „hann“ hefði brotið niður „þriggja milna hefðina". Um mál dagsins, landhelgismál íslands í dag, hafði Ólafur HAUST Sjónleikur eftir Kristján Albertsson Leikstjóri: Einar Pálsson Þjóðleikhúsið frumsýndi á miðvikudaginn var sjónleik- inn Haust eftir Kristján Al- bertsson undir leikstjórn Einars Pálssonar. Þetta var fyrsta frumsýning leikhúss- ins á þessu leikári. Af leikriti og sýningu er það skenimst' að segja, að hvccrt tveggja er fremur drungalegt, en kannske er engin ástæða til stór- mæla, þótt menn sjái lélegt leik- rit. tuttugustu öld, að menn hafa þótzt sjá ellimörk þess þjóðskipulags, sem kennt er við lýð æði, og hafa jafnvel tekið sér í munn orðið vís- indi t'i að sanna ágæti og yfirburði einræðis ns. í>að ligguc við, að menn hljóti að efast um ástand gráu heilasellanna hjá svoddan vís- indamönnum. Senniiega er Kristján Alberts- son fuilur heiiagrar hneykslunar á einræði, og tilgangur hans með á- deiiu á ein:æðisskipulagið alls lofs verður. en þvi miður helgar tii- gangurinn ekki meðalið, og sízt Valur Gíslason sem Arno einræSisherra. llaust er pólitískt leikrit, ádeila á einræði. Þótt tæpast sé meira en öld síðan blóðugar byltingar voru gerðar um Evrópu í þvi skyni að afla almenningi réttinda til að velja og haína pólitískum forsjár- mönnum með almennum kosning- um, þafa þau -undarlegheit gerzt á ekkert að segja, fremur en fyrr, lét þess aðeins getið, að hann vildi ekkert um það segja á þessu stigi málsins, hvort réttast væri, að málið færi fyrir Haag-dóminn, sér fræðingaráðstefnu eða yrði útkljáð á þingi S. Þ. Hafði sem sagt enga skoðun á mál inu fremur en fyrr. Hann virtist aðeins hafa á kveðna skoðun á einu atriði. Hann lét sér sæma að ráðast með fáryrðum að forsætis- ráðherra fjarstöddum fyrir það að hafa ekki notað sjúkraflutninga til lands sem tækifæri til þess að taka landhelgisbrjót. Það má um þetta segja, að Ólafur hefir, löngúm verið fundvís á drengskaparbrögðin. En þetta var líka það eina, sem hann hafði ákveðið að segja um landhelgismál íslands i dag. Geri aðrir betur. þegar um skáldverk er að ræða. Sérhvert listaverk hlýtur að dæm- ast eins og það er. Sem listaverk er Haust brota- gjarnt og sem ádeila máttlaust. Einræðið í veröldinni haggast lítið við eitt klámhögg. Og hví er þá verkið máttlaust sem ádeila? Vant er að dæma, en veigamikill þáttur hygg ég, að sé kæruleysi höfundar. Menn hljóta að draga í efa, hversu mikil alvara honum sé. Honum tekst hvergi að Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Rúrík Haraldss. sem Lydia og M?rk Elmar vekja trú áhorfandans. Menn horfa á atburðarásina án tilfin.nijiggr. Það er ekkert í fari persónanna, sem vekur samúð með þeim. Svo hatramur er skortur á allri drama- tískri speunu í þessu verki, að flestir varpa öndinni léttara, þegar einræðisherrann í lokin lætur leiða til slátrunar systur sína,- dóttur unga og vonbiðia hennar tvo. Nú skortir þó ekki, að höfundur sé nógu alvarlegur á ytra borði, þótt alvaran að baki verði stórum dreg- in í efa. Hvergi örlar á kímni, minnsti léttleiki eygist sízt. Heild- aráhrif ádeilunnar verða því geð- vonzkulegt nöldur, en drama ekki. Að byggingu er þetta leikrit nánast reyfari. Aflestrar minnir það meira á þokkalega leynilög- reglusögu en alvarlegt skáldverk. Allt of víða skortir allar forsend- ur fyrir atburðarásinni. Samtöl persónanna eru löng og ritgerðakennd, skortir líf sviðs- verksins. Persónusköpun er tæpast um að ræða. Við getum ekki trúað til- veru neinnar persónu, er á sviðinu birtist, hvað þá að okk-ur þyki vænt um þær, skynjum í þeim eitt- hvert brot af okkur sjálfum eða einhverju því, sem við þekkjum. Alvarlegasti galli þess,a verks, sem annarra lélegra skáldverka er sá, að höfund skortir með öllu þá glóð skáldskaparins, sem snertir við tilfinning.um lesenda eða áhorf enda. Þess vegna stendur okkur að lokum sama um það, er fram hefur farið á sviðinu. Þótf ég hafi hér haft um leikrit þetta nokkuð hörð orð, er því ekki að leyna, að höfundur þess veit vel, hvað leiksvið er, og þetta verk er harðla gott, ef miðað er t. d. við þau heims- og landssöguleg leikrit, sem lentu upp á Þjóðléik- hússviðið í hitteðfyrra. Og kann- ske verður höfundi það til yfir- bótar fyrir þeim guði, sem honum virðist einkar hugstæður, að hann viil sýnilega vek Einar Pálsson hefur lent í þeim vanda að setja þetta verk á svið, og því miður lofar verkið ekki meistarann. Þetta er dauð sýning. Staðsetningar eru merkileg-a líf- lausar. Persónur þylja langar ræð- ur sínar úr kyrrstöðu eins og sæl- lífir unglingar á halelújafundi. Verður það enn til að aúka á rit- gerðar- eða ræðusiiið þessa verks. Málvillum höfundar hefur 'leik- stjórinn lofað að flæða um allar Framhaid á 8. stðu. Helgl Skúlason og Valur Gislason sem Novak ráðherra og Arno. Þjóðleikbúsið:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.