Tíminn - 14.10.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.10.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 14. október 19J)V Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Fjárlagaínsmvarpið lagt fram FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 1959 var lagt fram á Alþingi í gær. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, hefir haft það að fastri venju alimörg undanfarin ár, að leggja fjárlagafrumvarpið jafnan fram þegar í þing- byrjun, og er svo enn. Af- greiðsla fjárlaga er um- fangsmesta. þingmálið og þarf langan aðdraganda, og afgreiðsla fjörmargra ann- arra þingmála hlýtur að vera í beinum og óbeinum tengslum við fjárlagaaf- greíðslu. I»að skapar þinginu því mjög bætta aðstööu til starfa ef fjárlagafrumvarp liggur fyrir þegar frá þingbyrjun. Þetta er því mikilsverð regla. Þingm. gefst í senn færi á að hafa- frumvarpið til hliðsjón ar, er þeir fjalla um önnur mál, og einnig hafa þeir næg an tíma til að athuga ein- staka liði þess. Er þetta fyrsta og mesta forsenda vandaðrar fjárlagaaf- greiðslu. Morgunblaðið var svo bráð látt, að það gat ekki beðiö þess, að frumvarpið vteri lagt fram á Alþingi. Það ger- ir frumvarpið aö umræðu- efni á sunnudaginn og hugð- ist nota það með hæfilegum afflutningi sér til framdrátt- ar í kosningahríð þeirri, sem þá stóðu yfir í verkalýðsfé- lögunum. Virðast ritstjörarn ir hafa lagt á sig ærið erfiöi til að ná frumvarpinu með forgangshraði og lagt síðan mikia vinnu í að finna þar eittfhvað, sem snúa mætti út úr og gera tortryggiiegt fyrir verkamenn. Heldur er eftir- tekjan rýr, en einkum er það tvennt, sem Mbl. telur sig hafa upp úr krafsinu, og er það þetta: Af því að frumvarpið vár ekki lagt fram á þingsetning arfundinum á föstudaginn, var sjálfsagt að leggja það svo út, að í því væri eitthvað sem gera m^etti svo tortryggi legt, að hægt væri að segja: Lítið á, þetta átti að fela fram yfir helgina. Já, það er mikið, hve langt má kom- ast, ef viljinn er góöur, og Mbl.-ritstjórarnir ákváðu eft ir langa leit, að það, sem hefði átt að fela, skyldi vera það, að frumvarpið er miðað við kaupvísitöluna 183, eða eins og hún er nú, en ekki við það, að almenn vísitala hefir hækkað síðustu vikur eða við það, sem búizt er við að hún muni hækka á næstu vikum. Með hæfilegum útúr- snúningi er því svo slegið fram, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að „skerða kaup- gjaldsvísitöluna um 19 stig fyrir 1. des.“ eins og segir í fyrirsögn Mbl. Þetta átti að hræða verkamenn til að láta fallast í náðarfaðm íhalds- ins. Og til þess að nota eínið sem bezt, er svo i greinarlok dregin af öllu saman þessi snjalla lokaniðurstaða: „Fjárlagafrv. er þvi enn ein sönnun fyrir þeim upp- lýsingum, sem Mbl. hefir skýrt frá undanfarna daga um ákvörðun Framsóknar- broddanna að ná með pen- ingavaldi SÍS úrslitaráðum í Alþýðusambandi íslands“. ÞÓ MENN velti þessu fyrir sér á alla vegu, er hætt við að það standi í mönnum að skilja þetta samhengi, hvernig fjárlagafrumvarpið getur verið „sönnun“ fyrir þessu áminnsta ódæðisverki. Það þarf meira en venjulega píramídaspámenn til þess — það þarf hálærða prófessora í hringavitleysu. Að hinu er rétt að spyrja þá Mbl. við hvaða kaup- gjaldsvísitölu það telur að átt hefði að miða útreikn- inga fjárlagafrumvarpsms, ef ekki þá visitölu, sem í gildi er, þegar frumvarpið er sam- ið? Ætlast það kannske til þess, að það sé byggt á laus- legum áætlunum og spádóm um um ákvarðanir þings, stjórnar og stéttarsamtaka í framtíðinni? Eins og alkunnugt er var það ákveðið á s.l. vori að taka þessi mál til nýrrar yfirveg- unar i sami’áði við stéttar- samtökin. Þing þeirra standa nú fyrir dyrum. Það er gersamlega fráleitt, að í fjárlagafrumvarpinu sé nokkuð, sem leyna þarf fyrir verkamönnum eða nokkrum öðrum. Frumvarpið er ein- mitt við það sniðið að gefa sem fylistar og réttastar upp lýsingar og halda opinni leið stéttarsamtakanna til þess að eiga sinn fullkomna hlut að því að leysa þetta mál, og aöra þætti efnahagsmál- anria, farsællega í samstarfi við stjórnarvöld landsins. Til þess að þessi leið væri opin, svo sem ákveðið var í vor, varð auðvitað að miða út- reikninga frumvarpsins við þá kaupgjaldsvísitölu, sem í gildi er þegar það er samió- Annar grundvöllur er ekki til eins og nú horfir. Það hlýt ur öllum skyni bomum mönn um að vera Ijóst. HITT er sVo jafnljóst, að frumvarpið verður í meðför- um þingsins að taka breyt- ingum í samræmi viö þær ákvarðanir, sem teknar kunna að verða í efnahags- málunum að loknum þingum stéttarsamtakanna í land- inu. Það er því alveg von- laust fyrir Morgunblaðið að finna sér árásartilefni í fjár lagafrumvarpinu með þeim hætti sem reynt var s. 1. sunnudag. Þrátt fyrir allar „grunsemd ir“ Morgunblaðsins — sem ekki er neinn hörgull á frem ur en fyrri daginn — er þsð vonlaust verk aö réyna að telja fólki trú um, að í fjár- lagafrumvárpinu sé eitthvað, sem ekki er sama, hvort opin berast fyrir eða eftir þessa helgi. En nánari skýringu á „sönnun“ fj árlagafrumvarps Tækniháskólinn í Tarrgona séSur úr lofti. Tækniháskólinn í Tarragona Á strönd Miðjarðarhafs- ins, um það bil hundrað kílómetra suður af Barcel-; óna, liggur fögur borg, í senn forn og nýtízkuleg. Borgin er byggð á hæð og : því er þaðan mikil útsýn, i i bæði til lands og hafs. Borg þessi heitir Tarragona og hana byggja um 45 þúsund manns. En frægð Tarragona ! er af fornum toga, því að á yfirráðatímum Rómverja var hún höfuðborg Spánar og keisararnir höfðu þar viðdvöl. Mun það hafa verið j vegna þess hve veðrátta er þar blíö og vínin ljúffeng. Enn þann dag í dag ber þarna fyrir augu margar menjar um þessa fornaldarfrægð, svo sem múra, vatnsleiðslu, höll Ágústin- usar keisara, útileikhús, hringleik hús, grafreiti o. m. fl. í fornminja-' ‘safni borgarinnar er dýrmætt safn höggmynda, leirmuna Og ýmissa annarra muna. Þó mun hið merk- asta safn enn falið og óþekkt, graf- ið í sand á hafsbotni. Því þarf eng an að undra þólt fiskimenn sem eru að starfi fái alloft í net sín,; auk fiskanna, fom leirker, sem al- sett eru kalkhrúðri úr sjónum. I En þrátt fyrir forna hefð, hefir Tarragona ekki staðnað, heldur er hún nútíma borg með ágætum gistihúsum, breiðgötum og bað- jströndum. Samt er þar mörgu gömlu til haga haldið af þjóðleg- um fræðum og þar dansa mcnn hringdansinn ,,Sardana“ við sér- •kennilega hljómlist. Á mannfund um og stórhátíðum mynda piltar og drengir turaa á götum og torg- um með því að standa hverir á annars öxlum. í matargerö er sérkennilegasti rétturinn „Rumesco", en það er kryddaður fiskiréttur, og fer ár- lega fram keppni um það hver skuli teljast mestur meistari i þeirri matargerð. Tvær stórframkvæmdir Mestur ráðamaður í borginni og héraðinu er fyl'kissljórinn José Öonzales Sama, og hefir hann beitt sór fyrir þeim tveimur stjórfram- kvæmdum, sem lyft hafa Tarra- gona til vegs og virðingar. Eru þessar tvær framkvæmdir bygging frístundaheimilis fyrir iðnverka- menn og stofnun og bygging tækni háskóla Tarragona, þar sem synir spænskra verkamanna menntast. Einnig er fyrirhugað að þetta verði Eftir Antonio Adserá MartoreH, sem stundaði íslenzkunám vií Háskóla Islands fyrir tveim- ur arum Höfundur greinar þessar- ar stundaði íslenzkunám við Háskóla íslands fyrir tveim- ur árum. Hann hefir oft- sinnis flutt erindi með skuggamyndum um ísland, sögu þess og menningu, bæði í Madrid, Barcelóna og heimaborginni. Tarragona. Einnig hefir hann útbúið út- varsdagskrá með íslenzkri tónlist fyrir útvarpið í Barcelóna. í grein þessari segir hann frá merkum stofnunum í Tarragona. alþjóðlegur tækniháskóli þegar byggingum er fullkomlega lokið. Frístundaheimilið stendur rótt við fagra strönd. Þar eru um fimm tíu hús, hvert fyrir eina fjölskyldu, stór sameiginlegur borðsalur, bóka safn, sundlaug og aðstaða til í- þróttaiðkana. Þarna dveljast allt sumarið verkamannafjölskyldur, tuttugu daga í senn hver fjölskylda og njóta hvíldar. Enn meiri framkvæmd er þó tækniháskólinn, sem er fyrirmynd þeirra fjögurra tækniháskóla, sem reistir hafa verið á Spáni. Lítur út fyrir, að fleiri muni taka sér stofnunina til fyrirmyndar, . ef marka má orð ítalskra embættis- manna, sem komu t.il að kynna.sér fyrirkomulag skólans, með það fyr- ir augum, að koma sams konar stofnunum á fól á Ítalíu. Þessir &kóli er stofnaður með það fyrir augum fyrst og fremst að mennta syni verkamanna og opna þeim aðgang að æðri mejint- un. FramkvæmAd.-fjóri tækniháskól- ans er Francisco Aulilar Paz. — Kennslugreinar eru hinar ''msu tæknigreinar, svo sem vélfræði, bifvélavirkjun, .raffræó., pru.itið-n, klæðagerð, eínafræði og lyfjafræði allskonar landhúnaðarnám og nám varðandi útgerð og fiskiðnað. Einn ig eru þar kennda." bóklégar grein- ar, sem lúta að almennri menntun. Yfir 3000 nemendur í tækniháskóianum i Tarragona eru 1500 heimavistarnemendur, en nemendatala a!ls er yfir þrjú þús- und. Nem-endur innritast 12 sára gamlir, að undangegnu hæfniprófi, en standist þeir það, kostar há- skólinn þá að öllu leyti, bæöi hvað snertir fæði, Jfatnað og bókákost, á meðan þeir stunda nám í skóian- um. Þeir, sem mestar námsgáfúr sýna, eru kostaðir áfram og greidd ur aðgangur að verkfræðiháskól- um. Tækniháskólinn heldur.einn- ig námskeið fyrir fullor.ðna, sem ^’mmhald s a .Iðu 'ÐSTOFAN ins á tilraunum SÍ8 iil að ná völduni innan Alþýðusam- bandsins væri gaman að fá hjá Mbl.-mönnum. Guðm. Sveinsson skrifar: „í Tímanum, 7. okt., er grein um veg- inn um Þrengslin. Það Vekur at- hygli okkar hér fyrir vestan, að milljónum skuli varið til þessarar vegarlagningar, sem mun vera fjórði vegurinn austur yfir fjall. Á sama tíma fást ekki peningar til þess að koma Vestfjörðum i vegasamband, er nú eftir urn 13 km. kafli af góðu landi til vegar- lagningar. 1 sumar unnu þar tvær jarðýtur um mánaðartima, ef þær hefðu fengið að halda ál'ram, væri nú ísafjörður, Flateyri, Suð- ureyri og Þingeyri í vegásam- bandi við aðalvegi landsins. Hvers á þessi landshluti að gjalda, að hann skuli árlega vera hunds- aður um jaí'n sjálfsagðan hlut eins og veg? Við vitum að hér er ekki um peningaleysi að ræða, þvi árlega er hent stórfé í vegi þar sem þeir , eru góðir fyrir, sbr. veginn um ' Þrengslin. Sennilega verður búið að leggja fjórða vegin.n austur yfir fjall, þegar Ves-tifirðir fá vegasamb.and. Þetta mi.-rræmi milli landshluta er orðið gcrsamlega óþolandi, og gegnir það furðu, að það skuli viðhaldast enn í dag, jafnmikið og reynt Iiefir verið að fá' því breytt. Guðm. Sveinsson." Þá er hér aCbugasemd frá Eimskipa- félagi íslamls: „Varðamii bréf .jrerðamanns", sem birtist i þættinum ,3aðstof- an“ í Tímanum, 9. október, vill Eimskipafélag íslands taka I'ram, að fvrir skömmu fóru útgeféndur Morgunblaðsins þess á leit við fé- lagið, að blaðið væri til sölu fyrir farþega skipsins. Varð úr. að nokkur tölublöð Morgunblaðsins eru jafnan til sölu í skipinu við brottför frá Kaupmannahöfn. TJt- i gefendur annarra blaða hafa ekki I boriö fram. slikar óskir, og er gagnrýni ,J'erðalangs“ á félagið í því ástæðulaus.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.