Tíminn - 14.10.1958, Side 8

Tíminn - 14.10.1958, Side 8
8 T í M I N N, þriðjudagiim 14. október 1958. Minning: Halldóra Magnúsdóttir Deildará „Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Bðrnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. í festar toga hin friðiausu skip. Eg iýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið — haíið kallar. Það halda mér engin bönd. Eg er fuglinn, sem flýgur, skipið, sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur ég kem og ég fer.“ Kynslóðir koma, kynsióðir fara allar sömu ævigöng. Hlátur æsk- unnar, þróttur fullorðinsáranna h.faðnar brott, fölnar og visnar, eins og blómin, sean brostu bjart- ast í vor. Ilmur hins horfna berst að vitum og lögin frá liðnu vori Iíða um hugann hreimmjúk og niðandi eins og lind, sem liður framhjá, og þau skilja eftir ang- uiblíða mildi í vitundinni og vitna með hljóðu hvísli um allt, sero ekki getur dáið við komu hausts og vetrar. Og við sem eftir stöndum á ströndinni við Ihið yzta haf lítum þögul um öxl og minnumst alls, sem var en aldrei kemur til baka. Og hér er svo margs að minnast frá samfylgd hennar, sem hér er kvödd í dag, kvödd svo fljótt, að við samferðafólkið verðum lengi, lengi að átta okkur á því, að hún Dóra sé dáin. Hún, sem átti kanske mestan Mfsþrótt, bjartasta lífsgleði af okkur öllum og eld- huga til þess að vinna og vera sem mest. Við munum sæla, langa 3. síðan hreyfast. Síðar — þegar myndin af kjarnorkusprengingunni birtist — fyUir þrumugnýr salinn. Þama eru um 420 hátairaar, og þegar gnýrhm fró þeim öllum nálgast hið óbærilega, hefir áheyrandinn á tilfinningunni,. að hann sé raun verulega í miðri atburðarósinni og andrúmsloftið virðist skjálfa. Hljóðin breytast stöðugt eins og myndirnar og gefa áhorfandanum varla íhugunartímai. Mannseyrað er þreytt vegna hinna mörgu ó- venjulegu áhrifa, sem það verð- ur að svara. Vi® myndir og tóna hætast ljós og litir. Mynda- og hljóðaatburða rásinni fylgja lýsingaráhrif, sem eru töfruð fram af nokkrum íhundruðum .rauðra, blárra, graenna, fjólublárra og gulra flú- orsentlampa. Með speglalkerfum, sem snúast á ásum, hreyfast ab- straktar samsetningar umi vegg- ina, Frábær nákvæmni Til þess að þetta flókna sam- spil rúms, mynda, hljóða, ljóss og lita veki ekki aðeins furðu á- heyrandans, heldur flytji honum einnig boðskap, hefir verið nauð- synlegt, að hvert atriðið ræki annað af frábærri nákvæmni. Á ákveðinni sekúndu verða vissay myndir að sjást, viss hljóð að heyrast og ékveðið ljós og litir fylgja. Andartaki síðar hefir at- riðið breytzt, en allir sýningar- þættirnir falla samt saman. Og svona gengur það frá upphafi til enda. Boðskapur Le Corbusiers, samanþjappaður á þennan hátt, krefst mikillar athygM og einbeit- ingar af áheyrandanum. Hinar skjótu atriðabreytingar virðast nauðsynlegar til þess að hafa á- hrif á áheyrendur, sem koma þreyttir af göngu sinni um heims sýninguna með höfuðin full af Atóníumturninum, spútnikum, ciroorama og þúsundum annarra furðuverka. Áhrifin ,sem maður sér á andlitunum, eru margvísleg, allt frá hálfgerðu taugaáfalli til ofsagleði, fró aðdáun til vafa- hyggju. En allia- e^u sammála um, að rafeindaljóðið sé stórkost- lega furðulegt. sumardaga undir björtu fjalli og grœnni hlíð við söng og bylgju- nið, lækjahjal og lóukvak. Við munum ferðalög á hestum um grýtta slóð í tunglsljósi á síð- sumarkvöldum, þar sem fjarðar- bárur titruðu í blikinu eins og silfurstrengir, og fótatak hestanna blandaðist við fjálgan óm ugnra radda. Og svo munum við gestrisni hennar og gáska, dug hennar og dáð, vonir hennar og bjartsýni, sem engin þjáning, enginn sjúk- dómur gat sigrazt ó. Þannig leið ævi hennar Mkt og sumar, sum- ar, sem var auðugast af sólskini frá hennar eigin sál, hjartslætti lifsgleðinnar frá hennar eigin barmi. Hver átti meira af leikandi létt leika, hver átti snjallara og snið- ugra tungutak. Orðin fæddust eins og hrynjandi silfurtærrar lindir, fersk og markviss, hnytt- in, sniðug og fyndin, en svo græskulaus og laus við kulda og ásökun. Mér fannst alltaf söngur og vor í orðum hennar og frá- sögn, sem var í senn lipur, létt og smellin, blönduð björtum hlátr um ungrar stúlku, sem eltist ekki, iþótt árin liðu. Alla leið á hinzta beðinn varðveitti hún þennan létt leika, þessa sólhlýju lipurð og samræðuleikni, sem hreif alla, er á fhlýddu, svo að ekki gleymist. Og alltaf var hros hennar auð- ugt af vonum, ástúð og góðvild, blandið leikandi glettni og hýrrf aðdáun þeirrar sálar, sem elskaði Mf og Ijóð, ljósið frelsið vorið. Hún unni heitt þessari sveit, ekki sízt auðvitað heimili sínu og öllu þar. Allt átti áhuga hennar og alúð, ekki aðeius fólkið og börnin, heldur líka hlóm og dýr, hver hálfur, hvert lamb og fyrsta sóley vorsins vakti henni unað og sælu, og allt átti það um- hyggju hennar og ástúð, nærgætni og fórnarlund. Og um þetta gat íhún rætt svo lipurt og létt að 'hrynjandi orðanna nálgaðist áhrif hins’ tæra ljóðs og þó datt henni tæpast í hug að frásögn hennar ætti slíka töfra. Það var ósjálf- og í auðmýkt og látleysi þess, sem er aðeins það bezta, sem Guð hafði gefið. Hún unni manni sínum, börn- um og iheimili af fölskvalausu hispursleysi, var þeim allt án nokk urrar kröfu, Mkt og ekkert væri sjálfsagðara og gat tekið af5 sér störf bæði utan húss og innan aneð sama 'áhuga, dugnaði og fum- lausu handbragði. Hún fagnaði hverjum degi, hvort sem vorgolan strauk ungan puntinn á túninu eða norðanrok- urnar þyrluðu bylgusum inn um gætir og ljóra, þegar opnuð voru hús að morgni. Ljóð og lög voru henni gáfur frá hjarta Guðs og veittu henni unað og yl heilli sem sjúkri. Og hún hafði vakandi á- huga á andlegum málum, þrátt fyrir öll sín margvislegu slörf. Mun ég aldrei gleyma þeirri vináttu og viðurkenningu, sem í því fólst, þegar hún not- aði einasta tækifærið til að koma í kirkju til mín 1 vor, þá helsjúk að fara á sjúkrahús. En þannig var hún vakandi og full áhuga og hrifningar á öllu, sem hún áleit gott og fagurt. Og engum, sem á hlýddi munu gleymast lýs- ingar hennar á fegurð og dásemd- um alls heima í sveitinni, eða hve innilega harnsleg angurblíða fólst í frásögn hennar af því, er hún kvaddi allt í hinzta sinni í dýrð vorsins, þegar hún sá allan unað lifsins og ástúð fólksins gegn um geislaglit táranna og tvísýn- unnar og fann sig gagntekna heim þrá, sem var sterkari en dauð- inn. Svona var hún og svona mun- um við hana í blíðö og stríðu, hrifnæma, ljóselska sál umvafða lífi, sólskini og þrá. Halldóra Magnúsdóttir var fædd 12. maí 1906 norður í ísafjarðar- sýslu og voru foreldrar hennar Ingibjörg Sigurðardóttir og Magn ús Guðm., hjón, sem fluttu í Múla ' sveit með börn sín, er hún var j 10 ára gömul og dvaldist hún þá |á Deildará hjá Jóni Jónssyni og Tækniháskóli 0’ramhald af 6. síðu). vilja fullnuma sig í iðngrcin sinni. Tækniháskólinn í Tarragona hef ir yfir að ráða 60 byggingum, skemmtigörðum, tilraunasvæði fyr- ir landbúnað og kvikfjárrækt, sér- stakri höfn og íþróUasvæði. Bygg- ingastíllinn er spænskur og bygg- ingarefnið rauðsteinn úr sömu námum og Rómverjar notuðu. Slær á hann gullnum roða, þegar sól hnígur. Sumar byggingarnar eru mjög stórar, svo sem borðsalurinn, sem tekur fimmtán hundruð menn í sæti og bygging þungaiðnaðar- ins, sem er 15 þúsund fermetrar að stærð. Neðanjarðargöng eru milli sumra bygginganna. íþrótta- svæði tekur 10 þúsund manns. Þar eru ellefu tennisvellir, sjö fót- boltavellir, tvær sundlaugar og í- þrótlahús. Þannig hafa stórframkvæmdir breytt ásýnd þessarar gömlu borg- ar, svo að einnig í nútímanum er hún merkur staður. Antonio Adserá Martorell. Ástríði Ásbjörnsd. fram yfir fermingu. Síðan íór hún norður aftiu' og var bæði í Bolungavík og ís'afirði hjá mesta myndarfólki, t.d. Jóni Ej'fjörð og Helga Guð- bjartssyni bíóstjóra á ísafirði og konu hans, sem hún mat bæði mjög mikils. En árið 1934 fór hún aftur að Deildará, þá sem ráðskona hjá Jóni yngra og giftust þau síðar og eignuðust þrjú mannvænleg börn, Ástu, Helgu og Jón Trausta. Hall- dóra skipaði húsfreyjusæti sitt á Deildará með miklum myndar- brag, enda var hún útskrifuð úr Húsmæðraskóla ísafjarðar og hafði þaðan rneira en prófið eitt. Frábær dugnaður við öll störf, útsjónarsemi, gestrisni og lipurð einkenndu starf hennar og hún ■var innilega samhent eiginmauni sínum við framfarir og ræktun, sem hefir verið aðall þessa mynd anheimilis é öllum sviðum. Mun hún okkur unga fólkinu þá æ í minni, hvort sem hún síóð við rakstur eða rifjingu, fáklædd í sólskininu, sólbrún og brosandi, eða þegar ihún bar á borð rjúkandi sælgæti og talað’i hljómþýðum rómi um allt á himni og jörð, andi lí frásögn og Ijúf í framkomu greind og hnyttin í tilsvörum, geisl með léttum hlátri lífsgleðinnar. En slundmn varð alvara hennar djúp og mild, og skuggum biturrar Mfs- reynslu frá örbirgð æskuáranna, brá fyrir í svipnum, því að Mfsgleði hennar var ekkert gróm, heldur geislaglit yfir djúpi þeirrar sálar, sem „þekkir lífið og lífsins sorgir, en minnast sjaldan á brunnar borgir“. Enda var trú hennar á lífið, traust hennar á sigri hins góða ekkert augnabliksföndur, heldur skrautklæði göfugrar sálar ofið og lielgað í eldi harðrar lífsreynslu einkum fyrri ihluta ævinnar, og all ir vita, sem til þekkja, að stund- um er erfitt í þernulausum bæ í stóru búi. Samt kom þessi lífstrú oliennar bezt og skýrast fram í bar- áttunni við sjúkdóminn banvæna, sem lagði ‘hana í gröiina á blóma- skeiði ævinnar, þessa stcrku, hraustu konu. Það var líkt og sjúk leikinn gæti ekki sigrað hana, allt- af sama æskan yfir hörundi henn- ar, roði í vöngum, birta um brár, alltaf sama brosið og lctt um tungu tak, sama lífsfjörið, áhuginn, þrá- in eftir starfinu iog öllu heima, en umfram allt tolikandi Ijóórunn í brúnu augunum. Allt þetta til- heyrði toinu eilífa sem ekki getur dáið, og þar hélt faún velli. Og í þessari birtu eilífðarljóssins lifir hún í minningu ókkar, glöð og góð- Okkur þótti öllum úr litlu sveitinni vænt um Dóru á Deildará. Nú til- heyrir hún eingöngu eilífu ljósi yfir liðnum æskudögum, og minn- ingarnar tolandast vonunum um eilífðardrauminn fagra um nýja veröld, nýjan himinn og nýja jörð, þar seim aftur verður vor þess sumars, sem nú er liðið. „Eg kem og ég fer“ er yfirskrift þessara ævistunda. Með angurblíðum sökn- uði kveðjum við þig nú og biðjum þér og ástvinum þínum allrar bless unar á himni og jörð. Árelíus Níclsson. „Eg get reiknað“ eftir Jónas B. Jónsson, 3. hefti í fyrra kom út 1. og 2. hefti af þessari reikningsbók fyrir byrjendur. Höfundur kallar þau „dæmasöfn eðai æfingabækur, nokkurs konar hjálpartækí við reikningskennslu, bæði heima og í skóla.“ Og nú er 3. heftið kom- ið. Þessi hefti bæta úr brýnni þörf, því að mjög hefir vantað hentugar byrjendabækur við reikningskennslu. Gerð heftanna er að nokkru leyti nýstárleg. Nemandinn þarf t. d. ekki að skrifa dæmin upp, hcldur reiknar hann þau í- heftinu sjálíu. Þetta sparar barninu tíma og erfiði. Þar af leiðir meiri reíkningsaf- köst og vinnugleði. Á kápusíðu heftanna er góð mynd eftir Þóri Sigurðsson teiknikennara. Hann hefir einnig teiknað margar góð- ar myndir og skreytingar í 1. ihefti, sem barnið getur litað. Mun það vekja óskipta gleði. En ég hefði kosið, að myndirnar þjónuðu meira þvl hlutverki að skýra gildi talnanna og aðstoða börnin beint við að reikna. Því miður eru engar myndir í síðari heftunum tveimur. í 2. hefti er mikið af ágætum æfingum í að telja, t.d. 3—6—9 —12—15—18 o. s. frv. Samlagn- ingartafla er í 2. hefti. Litið mun sú tafla hafa verið kennd hér á landi, en ég álít, að hún eigf rétt á sér. Skemnitilegra væri þó fyrir börnin að fá að tileinka scr þessi lcttu talnas'ambönd með því að handfjalla hluti og reikna með þeim og myndum ásamt tölunum, þar til talnasamböndin yrðu þeim jafnan tiltæk í huganum. ÖH margföldunartaflan er í 2. hefti. Er álitamál hvort ekki væri bctra að taka hana, og tilsvárandi marg- földunardæmi, dáiítið hægara,. t. d. að síðari hluti hennar kæmi í 3. hefti. Af reikningsbók þessari manu eiga að koma a.m.k. 6 hefti. Æski legt hefði veriff, að Rikisútgáfa námsbóka gæti látið börnunum heftin í té án endurgjalds eins og aðrar námsbækur. En beiida má á það, að barnið sparar um það bil 2 reiknángjsstílabækur, meðan það reiknar í 1 af heítum Jónasar, og kemur það til frá- dráttar á verði heftanna. Börnun um þykir gaman að reikna þess- ar bækur. Þau reikna hratt og hafa lokið heftinu fyrr en varir. Ég vil hvetja kennara (og for- eldra) til að nota heftin. Og höf- undinum, Jónasi B. Jónssyni íræðslustjóra, þakka óg ívrir þetta ágæta framlag hans ; til reiknmgskennslunnar. , Marinó L. Stéfánsson „Hyggindi sem í hag koma“ nýr bæk- lingur Neytendasamtakanna Ut er að koma nýr bæklingur frá Neytendas'amtökunum, hinn 13. í röðinni. Ber hann sama nafn og erindi, sem Sveinn Ás- geirsson, hagfræðingur flutti í Ríkisútvarpið í sumar. í bæklingn um er úrdráttur úr erindi Sveins og segir þar m.a.: „Neytendasamtökin þyrftu að vera margfalt fjölmcnnari en þau eru til að geta vænzt þess að hafa áhrif á cfnahagsráðstaf- anir stjórnmálaflokka. Neytenda- samtökunum er bent á hitt og þetta, en það vantar ckki fólk til að benda á, hvað gera s'kuli faeldur til að starfa með :og leggja sinn litla skerf fra.m ' til hagsbóta fyrir meðlimina og alla neytendur þessa lands. - Tilgangur bæklingsins er m.a. að favetja fólk til að halda heim- ilisdagbók og bókhald yfir út- gjöld 'síu a. m. k. viss tímabil. Skrifstofa Neytendasamtakanna er opin daglega kl. 5—7, e. h., nema laugardaga kl. 2—4. Bíek- lingur þcssi er innifalinn í hinu lága árgjaldi — 25 kr. — og'. er sendur heirn til félaga. Skrifstofu síminn er 1-97-22. í Hjartans þakkir og' kveðjur færi ég vinum og vandamönnum, sem glöddu mig á einn og annan hátt á 80 ára afmælisdegi mínum 14. sept. s. 1. og gerðu mér hann ógleymanlegan. Guð biessi ykkur öll. Steinunn SigurSardóttir, Syðri-Kvíhólma. yWi%VW.'AVAVM,.V.,.V.WJVANV.,.VV.V.V.,.V.VIiV.V

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.