Tíminn - 17.10.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.10.1958, Blaðsíða 5
T í MIN N, föstudaginn 17. október 1958. 5 Orðið er frjálst Guðmundur Árnason l-andbúnaðarmál Nokkur orð um fiskveiðideiluna Deilan um fiskveiða-landhelgi ís- lands er sem stendur, má_l málanna fyrir okkur íslendinga. Á verndun og viðhaldi fiskistofnsins kringum landið byggist ómótmælanlega af- koma okkar í framtíðinni og til- vera, sem sjálfstæðrar menningar- þjóðar. Það mætti því ætla, að þeir, sem jnest hafa um landhelgismáliö l'jallað: — ríkisstjórnin og blaða- mennirnir — hafi gert allt, sem unnt var að gera, hvað undirbún- ing þess og túlkun snertir. Ég ótt- ast þó, að á því hafi orðið mis- brestur, og að ríkisstjórnin hafi — því miður— ekki gert nægilega mikið að því að kynna málið og öll rök okkar íslendinga meðal þjóðanna fyrir og á Gentfarfundin- am. (Samanber ummæli dr. Gunn- laugs Þórðarsonar um það efni á 18» tölubl. „Frjálsrar þ,jóðar“ þ. ár.) Líka er ég hræddur um að stjórninni hafi mjög yfirsézt er hún veitti íslenzkum togurum rétt til véiða innan 12 milna landhelg- jnnar, þótt takmarkað sé. Með því inun hún hafa slegið bezta vopnið úr höndum okkar íslendinga: frið- júi ungviðisins. Sem víðtækust friðun jyess á uppeldisslöðvunum, var veigamesta atriðtð í málssókn Ókkar og sú ástæðan, sem útlend- íngar hefðu skilið bezt og helztu andstæðingar okkar — fiskiveiða- þjóðirnar — metið mest. Margt af því, sem 'birzt hefir í blöðum landsins varðandi landhelg ismálið, hefir geigað mjög frá réttu inarki. Og framkoma sumra — að |>ví er snertir þetta vandamál, ver- ið heimskuleg og ábyrgðarlaus. Rökvillu hefir verið beitt í stað raka. í einu af dagblöðum landsins stóð sú firra, og var síðan notuð af þingmanni Sjálfstæðisflokksins á útifundinum í Reykjavík, að fisk- veiðar Breta innan hinnar ný- ákveðnu 12 mílna landhelgi væru íiliðstæðar því að við íslendingar færum að starfrækja kolanám í Englandi! Slíkt er auðvitað hin inesta fjarstæða. Því vafla mun finnast maður, er vefengi rétt lands til þeirra náttúruauðæfa er það geymir í skauti -sínu. Slíkir til- fourðir lil rökstuðnings gera aðeins ogagn: gefa andstæðingum okkar ikærkomið tækifæri til að sýna al- menningi í löndum sínum fram á, Iive gersamlega rökþrota við séum í málinu. Mjög hefir skort á sæ.milegt orð- þragð í mörgum blaðagreinum og fundarsamþykktum hvaðanæva af landinu, er birlar hafa verið. Og sömuleiðis hjá sumum ræðumönn- um á útifundinum í Reykjavík. Mun það áreiðanlega ekki vinna málstað okkar íslendinga í land- helgisdeilunni gagn. Ég tala nú ekki um hin dólgslegu skrif forseta sameinaðs Alþingis; eða skrílslæti ungra Reykvíkinga við brezka sendiráðshúsið. Iívort tveggja.. er þjóðarskömm. Og spillir vafalaust fyrir góðri lausn málsins. Enda varla hægt að verjast þeirri hugs- un, að til þess hafi refirnir verið skornir. En þótt margir þeir, sem um landhelgismálið hafa rætt og ritað, hafi — því miður —- ekki gætt tungu sinnar nægilega vel, eru þó — sem hetur fer — á því undan- tekningar. Af þeim skulu. aðeins tvær tilnefndar: ræða Þórarins Þórarinssonar á útifundinum í Reykjavík, er bar mjög af ræðum annarra þeirra, er til máls tóku þar. Og alveg sérstaklega ber að nefna greinargerð forsætisráðherr- ans, Hermanns Jónassonar, á blaða mannafundinum. Þar voru öll helztu rök okkar íslendinga í fiski- veiðadeilunni birt á rólegan og virðulegan hátt. Munu allir sannirl íslendingar kunna að þakka það' og meta. Ég vil nú skora á alla þá, er um ! landhelgismálið kunna að skrifa eða tala hér eftir, að hætta notkun heimskulegra ókvæðisorða, sem að- eins torvelda okkur sóknina að markinu. Og sömuleiðis skora ég á yngri kynslóðina að setja ekki fleiri bletti á sjálfa sig og landið okkar en þegar er orðið, með skrílslegum ofbeldisaðgerðum. Að endingu vil ég biöja alla góða íslendinga að hugleiða framkomu frænda okkar -—- Norðmanna — árið 1905, er þeir losuðu sig undan yfirráðum Svía. Hún var mjög til fyrirmyndar. Þeir héldu fast en þó. gætilega á málum sínum. Leit um skeið xit fyrir að til vopnaviðskipta og bræðravíga kæmi milli frænd- þjóðanna. Væri okkur hollt í þess- ari deflu okkar við Breta að ihuga orð tveggja mikilhæfra Norð- manna er þeir ræddu um skilnað- inn. Annar sagði: ,,Nu gælder det. at holde sammen." Þá svaraði hinn: „Nu gælder det at holde sig sammen.“. Því ráði fylgdu Norð- rnenn: töluðu ekki af sér og unnu glæsilegan sigur án blóðsúthell- inga. Verum rólegir og kurteisir í málflutningi okkar. iBcitum rökum og festu; en forðumst óþörf stór- yrði. Það mun verða happa-drýgst.; Ath. Þótt Tíminn sé ekki að öllu leyti sammála einstökum atriðum í grein þessari, þykir rétt að veita henni rúm í blaðinu, þar sem þar' koma fram ýmis athyglisverð sjón- armið. Ritstj. Stilla þarf plafínu og straumskipti í dráttarvélum á 200—300 vinnustunci fresti. Um leiS og það er gert, skal einnig gáð að kertunum. Ónýt, brunnin eða sótug kerti, — svo og skakkt bil á milli rafskauta — valda óþarfri elds neytiseyðslu. Einnig þarf að gá að því, að rétt tegund af rafkertum sé hreyflinum. Eldsneytisnotkun dráttarvéla Varúð - - - - hætta! Almenn samtök á SuÖurnesjum í slysa* og umferðamálum Umferðaslysin -má telja til v3- gesta vaxandi menningar óg auk- innar tækni hér á okkar litla landi. Oft er það þannig tímunum saman, að við opnum naumast dagblað án þess að lesa þar um eitt eða fleiri slys á vegum úti , allt frá minni háttar meiðslum til dauðaslysa. Það læðist hrollur um okkur — það er eins og þrálát rödd hvísli hið innra: „Þetta hefði alveg eins getað verið þú eða einhver þinna nánustu“. Og við látum þung orð falla í garð þess, sem slysavaldur er talinn. Ekki eru slysin jafn tíð hvar sem er á landinu. Flest þeirra verða, eins og að líkum 'lætur. þár Hljóp frá Kambabrun til Reykjavíkur Síðastiiðinn sunnudag vann Jón Guðiaugsson, Ungmennafélfigi Biskups- tungna, það athyglisverða afrek að hlaupa maraþonhlaup. 42,2 km. við tnjög erfiðar aðstæður. Hljóp hann vegaiengdina á 3 klukkustundum og 38 mínútum og 18 sekúndum, en bezti tími, sem náðst hefir á þessari vegalengd hér er rúmar þrjár stundir. Myndin hér að ofan e rtekiri, er Jón hafði hlaupið 5 kílómetra. — Hann var hinn hressasti, þegar hann kom í mark, og varð ekkert meint af. sem umferðin er mest, bæði úti á landsbyggðinni og eins í þéttbýl- inu. Á þjóðvegum úti virðast þeir staðir vera hættulegastir, þar sem þannig hagar til, að á tiltölulega beinum og greiðfærum vegi er blind hæð. Hvorugu megin við hana eru sjáanleg hættu- eða við-. vörunarmerki. Og bifreiðarstjór- inn, sem ógjarnan vill draga úr hraðanum á beinum, góðum vegi, hann geysist áfram upp hæðina sín megin, en gætir þess efeki; að slíkt ‘liið sama gerir einnig bifreið- ar stjórinn, sem kemur hinum megin frá. Og svo á háhæðinni verður harður árekstur, sem engin. leið er að forðast. Bifreiðarnar eyðilagðar, og þeir, sem í þeim eru, stórslasaðir. Stundum lágu einn eða fleiri liðnir þegar á staðn- um — stundum eftir nokkurra daga þjáningár og kvalir á sjúkra- húsi. Orsök slyssins: Of liraður akstur. Eina leiðin til þess að gera þá staði, sem þannig hagár tif, hættu- lausa, er að breikka vegina á um- rædduni stöðum og gera þar ein- stefnuakstur með greinilegri skipt- ingu vegarins. En — borgar það sig ekki þegar með því að koma í í veg' fyrir gífurlegt tjón á dýrum farartækjum — og þá ekki siður hörmuleg örlög fleiri cða færri veg farenda? Um. ágalla umferðarmerkingar- innar sjálfrar úti á’ landsbyggðinni' mætti skrifa langa grein, þótt það verði látið kyrrt liggja að þessu sinni. Frá því nýju • umferðarlögin gengu í gildi, hefir í Reykjavík verið háð hih skeleggásta barátta til þess að koma í veg fyrir slysa- h'ættuna, að svo miklu léyti sem mögulegt er. Og það er þegar kom- 'i'ó' í ljós, aö sú b'arátta. hefur ekki yerið án árangurs. Á sama tíma og úmferðarslysum hefir fjölgað víðs vegar á landiriu, þá hefir slysatalan í Iteykjavík stórlega lækkað. Þetta bendir ótvírætt til þess, að þar sem vilji, samtök og framlak fara sam- an, þá má velta björgum úr vegi á þesusm vettvangi. Vegir eru mismunandi hættu- legir. Á undanförnum árum hefir það sýnt sig, að einn hæltulegasti ivegarkafli iandsins er leiðin frá Fyrir nokkru fékk nemandi við véltæknideild sænska búnaðarhá- skólans‘ það að prófverkefni að rannsaka hvaða áhrif það hefir á afköst og eldsneytisnotkun drátt- arvéla að stilla vélina og lireinsa liana. Fengnar voru til þessa tvær dráttarvélar frá bæ einum skammt frá Uppsölum. Nýir styrkir frá Humbolt-stofnuninni Sendiráð Sambandslýðveldisins Þýzkalands hér á landi hefur tjáð íslenzkum stjórnarvöldum, að Alex ander von Humholt-slofnunin muai á ný veita styrki til raun- sóknarstarfa eða til háskólanáms í Þýzkalandi skálaárið 1959—1960 Styrkirnir eru ætlaðir háskóla- kandidötum, sem eru innan við! þrítugt að aldri og nema þeir 450 þýzkum mörkum á mánuði. Styrk irnir eru miðaðir við 10 mánaða námsdvöl í Sambandslýðveldinu. Hefst hún 1. október og lýkur 31. júlí. Nægileg þýzkukunnátta er á- skilini Eyðublöfj undir umsóknir um styrki þessa fást í menntamálaráðu neytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknir, í þríriti, skulu hafa borizf ráðuneytinu fyrir 20. nóvember næstkomandi. (Frá menntamálaráðuneytinu) afleggjaranum, sem liggur upp á Keílavíkurflugvöll af svonefndum Fitjum- út i gegnum Ytri-Njarð- vík til Keflavíkur. Hér er ek-ki um langan kafla að ræða. Vegalengd- in er aðeins tveir km og fjögur hundruð metrar. Vegurinn er breið ur ,nokkurn veginn toeinn og hæða- laus. En þrátt fyrir það háfa orðið þarna á síðastliðnum fjórum árum hvorki meira né minna en 26 — tuttugu og' sex, stærri og smærri slys á vegfarendum, sem skráð eru hjá læknum og lögreglu. Og vafala-ust er tala smærri slysa, sem. aldrei hafa verið skráð, einnig all há. Af þessum 26 slysum eru 4 — fjögur dauðaslys. Tveir ungir drengir, annar einkatoarn fðreldra sinna- — einn uppkominn piltur og einn miðaldra heimilisfaðir. Hinn síðastnefndi hafði fyrir þungu heimili að sjá. Meginorsök þessa geigvænlega slysaí'jölda ‘ á svo stuttum vegar- spotta, sem hér er um að ræða, er hin látlausa umferð stærri og smærri bifreiða frá því snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin —-eða jafnvel allan sólar- hringinn. Það er ekki óalgengt að þessi leið sé ekin með ofsahraða, enda þótt meiri hluti vegarins liggi í gegnum Ytri-Njarðvík. Þar við toætist svo óaðgætni gangandi veg- farenda og hjólreiðannanna. Fleiri orsakir mætti nefna, en umferðin er tvimælalaust aðalatriðið, Af þessu lauslega yfirliti má greinilega sjá, að hér er alvara á Framltald á 8. síðu. Dráttarvclarnar voru háðar IVolvo-gerð; nefndist önnur T 22 og hefir verið notuð í u.v 1500 klst., en hin, T-33, keyrð uir 5000 klst. Við hemlaprófanir í orkuafköstum vélanna, s'em fr.ain- kvæmdar voru þegar þær vor.' teknar inn til athugunar, kom £ ljós, að afköst T-22 voru 90%’tí 'því sem hún var gefin út fyrir fU hafa og fyrir Volvo T-33 aðeimi 73%. Rannsóknin á dráttarvélunu'.r var gerð nokkuð hvor með sínT; móti, eftir því í hvernig áslanc dráttarvélarnar voru við upphaf Ihennar. í eínstökum tiífellum voru margir hlutir lagaðir mill hverrar hemlaprófunar og þessi vegna er erfitt að gera sér ljóst hvaða áhrif hver einstök viðger: ihafði, Af einstökum viðgerðúm. sem framkvæmdar voru, leidtí:; lagfæring á kveikjubilinu og stil ing á ventlunum á Volvo T-22 og kveikjustilling á Volvo T-33 ,til; aukinna afkasta og nvinni el,ds neytiseyðslu. Nokkrar lagfæring ar á Volvo T-33 höfðu einnig för með sér meiri afköst og minr eldsneytisnotkun. Ný rafkerti. Volvo T-33 orsakaði meiri afkösf með sömu eldsneytiseyðslu. Gang ráðurinn á Volvo T-33 var orðinv slitinn og það var skipt um han. og nýr settur í staðinn. Þegar svc slitni gagnráðurinn var reyndui aftur í lok rannsóknanna, lækl: uðu hámarksafköstin við það .ac hann opnaði ekki benzíngjafant (spjalddreifinn) alveg við fuli álag og eðlilegan súningshraða. Eftir þær lagfæringar, sem ger: ar voru, jukust afköst Volvo T-2Í um 9% og hjá Volvo T-33 uir 17%, en jafnframt því minnka'c eldsneytiseyðsla dráttarvélanr.. við fullt álag um 6% og 28%t Á Volvo T-22 fengust að lpk um nær því söm.u afköst og sanx: eldsneytisnotkun eins og verla smiðjan hafði gefið upp að véli ætti að hafa, en hin dráttarvéliu. T-33 skilaði ekki fullu ætlunat verki. Orsök þess var m.a. sú, z'o vélin var orðin óþétt. Svipuð athugun var gerð viC inorsku toútæknistofnunina. A huguð var Ferguson dráttarvé.I sem notuð hafði verið á vélastöff. sem leigði út vélar. Afköst þess arar dráttarvélar jukust um 3,5 hestöfl, eða 19,8% og eldsneyti; eyðslan lækkaði úr 331 í 244 e hkt, þ.e.a.s1. svo mikið sem 26,3'' spafanðm'. Lagfæring á tolöndun: og slípun á vélarlokum (ventlum) ásamt iþví að hreyfillinn yat' hrcinsaður af sóti o.þ.u.l. ko.... hér að mestum notum. Þessar atliuganir sýna ljóslega hve gott viðhald á hreyflinuir. skiptir miklu máli fyrir afköst og; eldsneytisnotkun dráttarvélaninn ar. Af þessum sökum er það mikié hagsmunamál fyrir dráttaxvéla eigendur að athuga hreyfilini.' reglulega og lagfæra það seir. með þarf, til þess að hann skii. sem mestum afköstum með ser, minnstri eldsneytiseyðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.