Tíminn - 17.10.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1958, Blaðsíða 7
TÍMJN N, föstuðaginn 17. október 1958. 2 Föstud. 10.10. '58. Mvinchenarborg telst grund- völlu'ð 14. júní 1158 og held- ur |»ví hátíðlegt 800 ára af- mæli sitt í ár. Hefir verið hér mikið um að vera síðan á afmælisdaginn í vor, og má teljast að því tilhaldi hafi að mestu lokið með októ berhátíðahöldunum svoköll- uðu, sem byrjuðu —raunar kringum 20. sept. og iauk á sunnudaginn var, 5. okt. Þessi októberhátíð er árleg- ur viðburður og gömul og gróin venja hér um slóðir. Enn má þó sjá afmælisskilti í verzlunargluggum og á hót- elum, og enn er framreiddur hátíðarbjór. Er hann ótæpt drukkinn af gestum og heimamönnum, enda er þetta einhver kunnasta bjór- borg í heimi hér. Skákmennirnir mega þó frem- ur liUS gefa sig að bjórþambinu, því siálfsagt yrði það ekki til skerpingar dómgreind þeirra í flóknum taflstöðum. Á skákstað er þeim borið molakaffi og það talið duga betur í þeim tilgangi. ryrirlækið Nescafé eða Nestlé gefur kaffið og fær í staðinn að auglýsa það á liverju skákborði með kaffifeaukum sínum. Síðasta umferð í forriðlum fór fram í gærkvöldi, og biðskákir hreinsuðust upp í morgun. Réð- ust þá örlög skáksveita, að því er til flokkaskiptingar tekur í loka- hrinunni. En áður en greint verði frá þeirri skiptingu, er bezt að gefa nokkurt vfirlit um skákir okk ar mamna i fjórum síðari umferð- unum. Fyrsta og anriars borðs menn okkar, Ingi R. Jóhannsson og Guðmundur Pálmason, tefldu all- ar íarriðilsumferðirnar án hvíld- ar (utan hvað þeim bar að sitja yfir í ntéstsíðustu umferð) og unnu jafnframt þaö afrek að tapa ekki neinni skák. Er Ingi með 5% vinning (eða 69%) og Guð- mundur með 4% vinning (56%) eftir átta skákir. Skákir Inga Fímfcita umferð okkar sveitar var viðureign við Suður-Afríku- menn. Á fyrsta borði þeirra teflir Heidonfeld, enda þótt . hann sé fyrir ári eða svo fluttur búferl- um til Dyflinnar. Annars er hann þýzkur að uppruna. Ingi hafði svart og beitti Sikileyjarvörn, en x upphafi tafls kom Heidenfeld með nýlegan leik (Ra3), sem eign aður er Perúmanninum Canál. Ingi þekkti lítið til þessa aftarigð- is og tók sér um klukkustundar- umhugsun á 5—6 leiki. Tókst hon- um þar með að gera staðgóða áætlun um ft-amhaldið. Heidenj- feld mun ekki hafa valið happa- drýgstu leið, og náði Ingi í bili dálítilli sókn á f-línu, en hinum tókst að eýða henni von bráðar. Svo fér að Ingi bauð jafntefli í 23. leik, enda var hann þá mjög þreytlur orðinn eftir hina löngu þaulhugsun í byrjun taflsins og Iþó öllu frenuir eftir erfiða skák við Ceerniak kvöldið áður og lang varandi hiðskák þennan sama morgun. Segja má að staðan hafi engan veginn verið rakin jafnteflis staða, en „betri er ein kráka í hendi en tvær í skógi“ stendur þar. Brást Heidenfeld hinn glað- asti við og taldi sér sóma að jafn tefli við fyrsta borðs mann svo sterkrar skákþjóðar sem íslend- ínga. í sjöttu umferð fékk Ingi fyrsta stórmeistarann andspænis sér, Un- zicker. Þegar hér var komið sögu, höfðu íslendingar 12 vinninga í 5 umferðum, en Vestur-Þjóðverj- ar 9 vinninga í 4 umferðum. Spánn og Bandaríkin voru komin kippkorn fram fyrir. Var talsverð ur hugur í mannskap okkar að reyna að klekkja á heimaþjóðinni, ekki af neinum kala, síður en svo, Fyrirliði bandarísku sveitarinnar bauð Inga jafntefli fyrir Reshevsky heldur í drengilegum leik og reyna að halda þriðja sætinu á- fram. Ingi hefði því gjarnan vilj- að tefla til vinnings í þessari skák, en Unzicker valdi leið, sem lagði niegináhættuna Inga á herðar, ef hann gerði sig til einhvers' líkleg- an. Náði Þjóðverjinn nokkru færi um stundarsakir, en Inga tókst að fyrirbyggja allar meiriháttar aðgerðir hans. Urðu við það tvö föld mannakaup og síðan samið jafntefli í mjög áþekkri stöðu á báða bóga. Spánverjar hafa lcomið nokkuð á óvart með ágætri frammistöðu sinni, en þeir tefla fram öllum sínum beztu mönnum og hafa verið í fararbroddi í riðlinum all- an tímann. Gegn Þomar Iék Ingi móttekið drottningarhragð, sem hann kveðst hafa kynnt sór nokk- uð fyrir mótið. Pomar gat ekki varizt peðstapi en náði nokkru gagnfæri í staðinn, bauð svo upp á annað peð, sem Ingi hefði e.t.v. ekki átt að þiggja, þar sem því fylgdi hættan á skiptamunstapi, en með því að Ingi hafði þá tvö peð þar á móti og vafasamt var, hvort vinningm- leyndist í stöð- unni fyrir Spánverjann, gekk hinn siðarnefndi greiðlega að jafnteflisboði Inga. Skákin varð ekki löng. í síðustu umferð hafði Ingi hvítt gegn sjálfum Reshewsky, sem bar fyrir sig kóngsindverska vörn. Ir.gi beitti aftur á móti biskupa- aðferðinni (Ba2 og Bg5) og var því líkast sem hún hitti veikan púnkt á Reshewsky, sem tefldi framhaldið ekki sem nákvæmast. Staðan varð gríðarlega flókin, enda fóru engin mannakaup fram. Þegar komnir voru tæpllega 20 leikir, höfðu báðir eytt miklum tíma, áttu aðeins eftir umj 50 mín. hvor. Þá skeður það í um- hugsunartíma Inga, að bandaríski fyrirliðinn Spann kemur til hans og býður jafntefli fyrir Resh- ewskys hönd. Enda. þótt þetta væri óneitanlega) allskrítin að(- ferð, fannst Inga ekki borga sig að leggja út í erfiða úrvinnslu þessarar margslungnu stöðu og samsinnti því boðinu. Tal fylgdist með skákinni og þótti hún standa Inga heldur í vil. Hélt hann jafn- vel að Ingi hefði glatað þarna góðu tækifæri til að vinna fræg- an stórmeistara. Við síðari athug- un kom þó í ljós, að staða Inga reyndist ekki jafn ýkja traust og sumt benti til. Skákir Guðmundar Guðmundur lók hvítu gegn hol- lenzkri vörn Dreyers frá Suður- Afríku,. hafði heldur rýmra tafl allan tímann, en þóf var talsvert framan af. Þar kom að Dreyer lék leik, sem gefið gat hættulegt færi, en þar sem hann var í ani með tímann, og þeir báðir raun- ar, tefldi hann vörnina gegn kóngs'sókn Guðmundar ekki rétt vel. Guðmundur seig á jafnt og þétt, unz svarti kóngurinn lét fánann falla í 39. leik. í næstu skák var það Guðmund ur, sem fór í hollenzka vörn, gegn Tröger frá Köln, sem varð Þýzka landsmeistari í fyrra. Skákin fór ifljótt út af venjulegum leiðum og var frumlega tefld af báðum. Guðmundi sást yfir dálitla leik- fléttu TrÖgers í miðtaflinu og missti peð fyrir bragðið, en mikið var þá eftir á horði og ekki Öll nótt úti. Þegar skákin fór í bið, má kannske segja að Tröger hafi Ihaft svolitla vinningsmöguleika, en eftir biðina tefldi hann ekki eins vel og unnt hefði verið. Upp kom hróksendatafl með þremur peðum gegn tveimur kóngsmegin, og varð Þjóðverjinn að sætta sig við jafnteflið eftir 71 leik, þótt hann sýndist lengi hafa góðtan hug á vinningi. Guðmundur og Pérez öltu sam- an hestum sínum í sjöundu um- ferð. Var það svokölluð Ben-Oni- byrjun. Pérez lét peð snemma í tafli, sjáifsagt með vilja, þar eð hann fékk nokkurt mótspil í staðinn. Eftir 20 leiki liafði Spán- Fréttabréf frá Baldri Pálmasyni um Ólympíu- skákmótiÖ í Miinchen m Guðmundur Pátmason . vaplaus enn. verjinn í frammi tilburði til að heimta peð sitt bætt, en við það hefði Guðmundur komið út með heldur lakara, svo hann tók það ráð að þráskáka á svörtu drottn- ir.guna. Var þá lýst friði í milli þeirra. Heimsmeistari unglinga, Lomb- ardy, s'em mér er tjáð að hafi hug á að heim,sækja ísland aftur núna eftir Ólympíumótið, hafði hvítt á móti Guðmundi í lokaum- _ ferðinni. Blés hann snemma til sóknar kóngsmegin, en Guðmund ur náði gagnfærum á drottingar væng, og gaí Lombardy ekki látið þær aðgerðir afskiptalausar. Þeg- ar samið var jafntefli eftir tæpa 30 leiki, áttu báðir tækifæri á gegnumbroti kóngsmcgin, en þarj sem í því fólust hættur fyrir báða,! þótti þeim ekki varlegt að láta til skarar skríða. Freysteinn lasinn Freys'teinn Þorbergsson tefldi aðerns tvær af fjórum skákum seinnihlutans, gegn Grivaines, S.- Stórmeistarinn Evans of sterkur fyrir Ingimar ! Afríku, og Schmid, Vestur-Þýzka- landi, enda hefir hann ekki verið vel frískur. Þeir Grivaines fengu jafnvæga stöðu upp úr byrjun- ir.ni, en þó þótti Freysteini sem sinn hlutur væri ívið hetri og reyndi mikið til að ná yfirhönd- inni. Við það komst hann í tíma- hrak, og sneris't þá innan tíðar á verri veg fyrir honum. Grivaines náði kóngssókn, sem lauk með imannsvinningi, og vör þá; ekki um ^nnað en uppgjöf að ræða á þriðja borði okkar. Freysteinn iagði út i glæfralega sókn gegn Schimd, fórnaði fyrst peði og bauð síðan fram peð og hrók í þokkabót, en Schimd tók ekki því góða boði en fór aðra leið, sem gaf vísan sigur. Loks skildi Freysteinn drottningu sína eftir í uppnámi i 16. leik, og þarf þá ekki að spyi'ja neins að leikslokum. Þessi skák ber með sér að Frey- steinn var illa fyrirkallaður og hvíldarþurfi. Ingimar Jónsson tefldi á 4. borði gegn Suður-Afríkubúanum Isaac- son, en á 3. borði gegn Darga, Vest- ur-Þýzkalandi og Evans, Bandaríkj- unum. I hinni fyrstu þessara sikáka /ar tefldur spænskur leikur, og varð byrjunin skemmtileg, Ingimar aiun hafa haft heldur betur, og iýndist honum á einum stað að hann gæti unnið mann eftir að nokkur uppskipti hefðu farið fram, en þetta reyndist tálsýn, þegar til kom. Fékk hann við þe’tta aðeins erfiðara tafl og lenti auk þess í tímaþröng. Skákin fór i bið, og var þá jafnteflið næsta fyrirsjáanlegt, en þeir þreyttu þó taflið upp í 62 leiki. Aðrar skákir Gegn Darga kvað Ingimar sig hafa haft góða jafnteflismögu- leika, en hann lék af sér eftir rúma 20 leiki og bar ekki fullkom- lega sitt barr eftir það. Var liann ekki vonlaus um jafntefli samt sem áður, en í framhaldinu eftir bið- ina, komst hann í þrönga stöðu til allra athafna, enda mun Darga hafa valið beztu leið. Gaf Ingimar skákina. Skálcir íslendinga og Þjóð- verja vöktu mikla athygli, eins og raunar flestar skákir Þjóðverj- anna, og kannski ekki hvað sízt þessi skák. Svo mikið er víst, að hinn gamalreyndi skákmeistari Rellstab tók hana eftir á til sér- stakrar skýringar í hliðarsal. Ekki verður sagt að Ingimar hafi beitt sínu bezta í viðureigninni við j stórmeistarann Evans. Náði Evans' snemma undirtökuuum og lagði! andstæðinginn að velli eftir u. þ. | b. 25 leiki, hafði þá unnið peð og' hótaði mannsvinningi. Arinbjörn Guðmundsson lék á 3. borði gegn Spánverjanum Farré. Byrjunin var Sikileyjarvörn, en endirinn varð íslenzkur ósigur. Ein kenndist skákin af fórnum og gagn fórnum og aldrei um kyrrstöðu að ræða. Fyrst fórnaði Arinbjörn riddara og ætlaði að láta hrók fjúka sömu leið, en Farré gaf sig ekki að honum, en kom með snilid- arleik á móti og endaði með drottn ingarfórn og óhrekjandi máti. Ar- inbjörn fer miklum viðurkenning- ar orðum um taflmennsku mót- stöðumanns síns, enda er það ó- hætt, því að hann hefur víst unnið allar skákir sínar á mótinu til þessa. Annar varamaður sveitarinnar, Jón Kristjánsson, tefldi sína fyrstu skák á mótinu við Spánverjann Albareda, og er það raunar jafn- framt fyrsta skák Jóns á erlendri grund. Albareda hafði svart ög fór í kóngsindverska vörn. Var heldur frjálsara tafl hjá hvítum, en sam- ið jafntefli eftir 16 leiki, án þess að til átaka kæmi. Jón tefldi aftur á 4. horði i síð- ustu umferð forriðilsins og mætti þá Rossolimo, sem nú er orðinn Bandarikjamaður. Var leikinn spænski leikurinn. Rossolimo fékk betri stöðu, þar eð Jón fann ökki beztu leið í miðtaflinu. Eyddist þá einnig tíminn mjög fyrir Jóni og varð hann að gefast upp eftir 30 leiki eða þar um bil. Þannig fór þá í síðari helft for- ! keppninnar, að íslendingar gerðu jafntefli 2:2 við Suður-Afrikumónn, töpuðu fyrir Þjóðverjum og Band.i- ríkjamönnum með 1:3 og fyrir Spánverjum með lVá :2) ■>. Alls fengust því 5% vinningur í þessum hluta á móti 10- vinningum í fyrri hlutanum. í heild verður þetta að teljast dágóð frammistaða, þótt hún hefði hins vegar mátt vera betri. Varð íslenzka sveitin jöfn Finnlandi í 4.—5. sæti riðilsins, cn ísrael hálfum vinningi lægri. Þess- ar þrjár sveitir lenda i úrslita- flokki B og koma því til með að tefla þar saman á nýjan leik. Endanlegar tölur i forriðlum urðu svo sem hér skal greina: I. riðill: 1. Sovétríkin 27 vinn. 2. Búlgaría 21%, 3. Austurríki 21, 4. Holland 20V2, 5. Danmörk 16%, . 6. Frakkland 14V2, 7. Ítalía 11,. 8. Porto Rico 8, 9. írland 4. II. riðill: 1. Spánn 23V2 vinn., 2. Bandaríkin 23, 3. Vestur-Þýzkalánd 22, 4.—5. ísland og Finnland 15%,: 6. ísrael 15, 7. Noregur 11V2v8. Suður-Afríka 10%, 9. íran 7V2. ' III. riðill: 1. Argentína 23 vinn., 2. Auslur-Þýzka 1 and 21, 3. Engl.and, 20, 4. Ungverjaland 19V2, 5. Pól- land 19, 5. Kólumbia 16%, 7. Fil- ippseyjar 12V2, 8. Skotland 10, 9. Líbanon 2V2. IV. riðill: 1. Tékkóslóvakía' 25 vinn., 2. Júgóslavía 24, 3. Sviss 20, 4. Kanada 19, 5. Svíþjóð 18%, 6. Belgía IOV2, 7. Portúgal 10, 8, Túnis 9%, 9. Grikkland 7V2. I öllum riðlum nema öðrum yar baráttan gífuiiega hörð um sætj í sigurriðli úrslitanna, og munaði þar aðeins hársbreidd. T. d. tapaði Hollendingurinn van den Berg fyrir Reizzmann frá Porto Ricö í síðustu umferð, og munaði það sætinu fyrir Holland. Á sama hátt þurfti Fúster frá Kanada að vinna skák sína við Svisslendinginn Blau. Hafði Fúster hrók og riddárá á móti hrók og tveim samstæðúm peðum, en Blau tryggði sér örugg- lega jafntefli og færði þar með sveit sinni sæti í sigurriðli. Lauk þeirri viðureign síðast allra hinna 576 skáka, sem búið er að tefla á þessu móti. Mesta athygli vekur að Ungverj- um og Hollendingum skyldi ekki auðnast að komast í aðalflokk. úr- slitanna, eins og þeir hafa þó kröft- ugum liðssveitum á að skipa. Næg- ir að nefna annars vegar Euwe Donner ög Prins og hins vegar Szahó, Bareza og Portisch. Ætlu þessar þjóðir að vera nokkuð .ör- uggar um tvö efstu sætin í . B- flokki- Sé rniðað við ólympíumótið Í95S í Moskvu, standa nú fjórar þjóðib, sem þá náðu sæti í A-fiokki, utan við. Það eru Ungverjar (sem hiutu . 2.—3 sæti í Moskvu), Danir, ís,ra- elsmenn og Rúmenar, en hinir síð- astnefndu eru nú ekki þátttakend-. ur. í þeirra stað koma nú í A-flokk: Austur-Þjóðverjar, Svisslendingar, Austurríkismenn og Spánverjar, en hina siðast töldu vanlaði á ólympíumótið í Moskvu. í B-flokki eru nú 8 þjóðir hinar sömu og þá, en nýjar eru nú þar: ísraelsmenn, Ungverjar, Danir og Kanadamenn. Þá lentum við í öðru sæti flokks- ins á eftir Austurríki, hlutum 27 vinninga, sigurvegararnir 28. Aftur á móti unnu Sovótborgarar aðal- kcppnina með 31 vinning. Enginn veit fyrir útkomuna úr þeim dæmum, sem nú verður byrj- að að reikna. En íslendingar biðja að heilsa heim. Baldur Pálnvisou. Danir og Kanadamenn sigruðu íslend- inga á Olympíuskákmóti i Munchen Leik Islendinga og Dana á skák- mótinu í Munchen iauk með dönskum sigri. Larsen sigraði Inga á 1. borði og er það fyrsta tap- skák Inga. Guðmundur vann And- ersen, Freysteinn gerði jafntefli við Jens Enevoldsen, en Arinbjörn tapaði fyrir Pedersen. Leikur Dana og Ungverja fór þannig, að Ung- verjar sigruðu með þremur vinn- ingum gegn einum. Aðrir leikir í umferðinni fóru þannig: Svíþjóð vann ísrael með 2y2Jgegn iy2, Hoi- land vann Pólland 3-1, Kanada vann Ungverjaland 2% gegn 1%, Danmörk vann Finnland 4-0, og Kolumbía vann Belgíu 2V2 gegn 1%. Biðskák Inga við Frakkann Raizman fór þannig, að Ingi sigr- aði. Hlutu íslendingar því þrjá vinninga gegn einum við Frakka. | í. sjöttu umferð tefldu íslendíng- ar við Kanadamenn. Ingi gerði jafntefli við Yanofsky, Guðmundur gerði jafntefli við Yaitonis og Frey steinn jafnt. við Fuster. Ingim. tap aði fyrir Joyner, sigruðu Kanada- menn því með 2% gegn IV2, Ung- verjaland vann Pólland 3% gegn %. Holland vann Kolombíu jncð’ 2V2 gegn 1%, Belgía og Svíþjóð | gerðu jafntefli 2-2. Ólokið er íeik Kanada og Finnlands. Larsen tap- . aði fyrir Cuellar. í dag er ekki | leflt á mótinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.