Tíminn - 17.10.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.10.1958, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 17. október 1958. Dánarminning: Filippía Sigurjóns- Baratia Svert,ng) ^ ** fiVnimkol/? ,oí fí cf^r» dóttir frá Gröf í Svarfaðardal FramhalcL af 6. síðuj. höfðað mál gegn því í nokkrum af Suðurríkjunum, Kveðja frá nöfnu. Fjarri var ég fósturlandsins ströndum, er fluttir þú í burt á æðra svið. Við vorum ávaílt knýttar kærleiksböndum. Við kennum alltaf til, sem eftir ötöndum, þó eitt sé vfst, á eftir komum við. i'ETTA verður engin ævisaga, eða ættartala, aðeins dreg ég fram nokkur gullkorn úr sjóði minning- anna. — Það var vor, yndislegt sólJbjart vor. Flugurnar suðuðu á bæjarveggnum. Fífillinn og sóleyj- an & hlaðvarpanum brostu móti sólinni. Itóa kvakaði yfir Hólman- urn. Kisa lá og mókti í húsasund- inu. Lítil telpa sprettir úr spori hringinn f kringum basinn, himin- sæl' a£ fögnuði. Það var ekkert hversdagslegt tónfall í skóhjóðinu. Hvtflíkur auður að eiga útlenda, gljáfægSa skó; það var þó eitthvað anaað en heimatilbúnu sauðskinns- skówiir. Það var gott að eiga föður- sysíur, sem hét sama nafni og hún, það voru víst bara nöfhur, sem gáto gefið svona dýrmætar og glæsilegar gjafir. Skórnir voru ekki aðeins fallegir. Það voru ein- hverjir töfrar í þessu marri og dumpi, sem þeir framleiddu, við hvert spor. Hún var hamingjusöm eins og konungsdóttir í ævintýri. Engin í öllum heiminum var eins gaS og nafna í Gröf. Tímínn leið. Það voru jól. Litlir fimir bamsfingur keppast við að leysa umbúðirnar utan af dýr- mætri jólagjöf. Marglitum kert- um, rósóttu svuntuefni og ]júf- fengu súkkulaðistykki, sem var horfið á svipstundu. Það var gott að jóiin komu aftur og aftur, ekki sízt, þegar maður átti svona góða röfnu. Og árin liðu. Telpunni var trúað fyrir að gæta litla bróður síns. Sem oftar lá leiðin suður í Gröf. Þar var alltaf gott að koma. Telpan gleymdi skyldu sinni. Litli bróðir brenndi sig á eldavélinni. Það var voðalegt áMI. Hvað skyldu pabbi og manuna segja, þau gátu aldrei trú- að benni fyrir neinu framar. En hvað drengurinn grét. Telpunni fannst lífið einskis virði, hún grét örvæntingartárum. Þá kom nafna með smyrsl á sárin og þerraði tár- in, Ógleymanlegt atvik. Gullkorn í sjóði minninganna. Túnin á heimiiunum lágu saman, börnin léku sér saman. Einingin og kærleikur tengdi heimilisfólkið sanaan. Það voru ekki einungis sifjabönd. Það voru bönd kristilegs samfélags. Bæði heimilin voru eitt í sorg og gleði. Það var alltaf birta yfir henni nöfnu í Gröf. Hún elsk- aði Guð og las Guðs orð. Hún miðl- aði öðrum úr góðum sjóði hjarta síns. Hún var ræðin, greind og orðheppin, mér fannst að þau mundu á margan hátt vera lík, sysfkinin, faðir minn og hún, og það mun fleirum hafa fundizt. „Þeim féllu að erfðum indælir híutta*B. Guðrækni, ráðvendni, gáf- ur og hreinleiki hjartans. Þau skiiuðu pundum sínum með vöxt-, um. Og árin liðu. Nafna varð göm-1 ul kona. Þó varð hún í raun og veru ekki gömul; því að „Fögur sál er ávallt ung, undir silfurhær-1 urf'. En líkamshrörnunin kom, hún varð ekki umflúin. Á síðustu stundum. lífs síns bað hún iim að láta kristniboðið njóta þess, ef hún skildi eftir sig nokkrar krónur. Þannig var afstaða hennar alla tífj til þeirra mála. Og nú hefur hún fengið sín laun, sem fyrirheit Krists hljóða úm. Laun hins trúa þjóns. Kórónu lífsins.! Hún er kvödd með þakklæti og söknuði. Sjálf var hún þakklát svo af toar, bæði Guði og mönnum. Það er ekki um það að sakast, þó kyn- slóðir hverfi. Aðrar taka við. Þann- ig snýst hjól tilverunnar. Og gott er þreyttum og ferðlúnum að hvíl- ast eftir mikið og vel unnið dags- verk. Nafna mín, elskuleg! Hjartans þakkir fyrir aSa samfylgd og gleS- ina, er þú veittir mér Mtilli telpu,' og fullþroska konu. Ég fagna þeirri stund er við mætumst aftur, þar sem engin þjáning eða þrenging er framar tii. F. K. Varúí hætta (Framh. af 5. síðu.) ferðum. Það leynir sér ekki, að ástandið er í toæsta máta ískyggi- legt — og toin brýnasta þörf til bráðra úrbóta. — Þetta hefir mönn um hér syðra lengi verið ljóst — þótt tilraunir hafi verið gerðar af hreppsnefnd Njarðvíkurhrtpps til þess að fá voðanum bægt í burtu að einhverju leyti en þær tilraunir hafa engan sýnilegan árangur bor- ifi fram til þessa. Seint í september, eða skömmu eftir að síðasta dauðaslysið varð á þessum slóðum, þá tóku nokkrir Njarðvikingar sig saman um það, að efna til almennra samtaka borgranna í því skyni ag styðja þau öfl, sem þegar hafa verið að verki og knýja fram nauðsynlegar úrbætur á þessu alvarlega máli. Fyrsta skrefið var að safna undir- skriftum allra Njarðvíkinga 16 ára og eldri — undir kröfu á hendur hlutaðeigandi ábyrgra aðilja — á- samt eftirfarandi úrbótatillögum: 1. Götulýsing vegarins: Keflavík— Ytri-Njarðvík — Keflavíkurflug völlur—Innri-Njarðvík, svipag og er milli Reykjavíkur og Ilafn arfjarðar. 2. Göngu og hjólrciðabrau* Til hlið ar við þjóðveginn. 3. Stór og glögg viðvörunarmerki og hámarkshraðamerki. 4. Hinn svonefndi „Turner“-vegur verði lagfærður og vegabréfa- afgreiðslu komið á í „Turner“- hliði. 5. Fullkomið lögreglu- og umferða eftirlit á þjóðveginum. 6. Mal'bikun eða önnur fullnægj- andi rykbinding ofangreinds vegakafla. 7. Sérst'ök raflýsing við biðskýlin í Innri-Njarðvík. 8. Flýtt verði framkvæmdum við liinn ‘ fyrirhugaða veg frá hring- torgi við Landshafnarhús að Hring toraut í Keflavík. Undirskriftum þessum er nú því sem næst lokið, og vöknuð er sterk hreyfing meðal hreppsbúa málinu til stuðnings og framgangs. Næsta skrefið er svo almennur borgarafundur, sem haldiin verð- ur í samkomuhúsi Njarðvíkur nú í kvöld, föstudaginn 17. október kl. 8,30 síðd. Þar verður mál þetta tekið til meðferðar og rætt írá ýmsum sjónarmiðum. Gert er ráð fyrir, að þingmenn kjördæmisins, eða fulltrúar þeirra sitji fundinn. Ennfremur verða þar mættir full- trúar frá Slysavarnarfélagi fslands, og munu þeir sýna stutta kvik- mynd um umferðamál. Það eru eindregin tilmæli fundarboðenda, að allir Njarðvíkingar, svo og Kefl víkingar og aðrir Suðurnesjamenn sem telja sig þessi mál einhverju skipta, 'sjái sér fært að mætn í kvöld á umræddum fundi: Góð fundarsókn er ein gleggsta sönnun þess, hve heill hugur bjó á bak við, þegar nafnið var ritað á fyrr- greindan lista. Við vitum öll, hve máttur ein- huga samtaka getur verið óendan lega mikil. Sýnum það í kvöld, aS viljinn lil sameiginlegra átaka sé einlægur og heill. Hér er um að ræða alvarlegra leyndarmál en svo að nokkur einasti hugsandi mað- ur, sem hlut á ag máli, g.et: rélt- lætt það fyrir samvizku sinni, að skerast úr leik. Gerum okkur þaö ljóst, að við höfum ekki efni á því að fórna fleiri mannsMfum^án þess að spyrna fast við fæti. Ber.iumst einhuga og djaríU — Guð gefi góðu málefni sigur! Bj.J. National Urban League National Ur.ban League heitir annar félagsskapur, sem vinnur að sama marki, og er árangur af starfi hans engu síðri,, þótt hann starfi á annan hátt. Bandalag þetta var stofnað árið 1911 eða nokkru eftir að NAACP tók til st'arfa. Að- dragandi að stofnun þess var sú, að árið 1905 stofnuðu tvær hvitar konur í norðurríkjunum bandalag til verndar negrakonum. Tilgang- ur þess var að hjálpa snauðum og heimilislausum negrum — eink- um konum — til þess að finna vinmi og heimili í New York-borg. Ári síðar var stofnað annað féiag, sem hafði það sta-rf með höndum að sjá negrum fyrir þjálfun í iðn- aðargreinum og aðstoða þá í vinnu leit. Noklcru síðar var stofnað þriðja félagið, sem hafði þag mark mið að aðstoða negra við að ráða fram úr vandkvæðum þeirra í borg um. Loks sameinuðust öll þessi fé- lög árið 1911, og aðalmarkmið bandalagsins var að hjálpa negrum úr sveitahéruðum suðurfyikjanna til þess að koma sér fyrir í iðnaðar toorgum norðurfylkjanna. í fyrstu var starfslið bandaiags ins aðeins tveir menn og húsnæðið var lítil skrifstofukytra, sem hituð var upp meg kerósínofni. Aðal- verksvið þess var þjóðfélagsaðstoð við negra og þjálfun sérfræðinga til þeirra starfa. Meðlimir þess hafa alltaf verið bæði svartir og hvítir menn, og áhrifamiklir, hvít ir auðmenn hafa m.a. styrkt starf- semi þess bæði fjárhagsiega og málefnalega. Margar hindranir urðu á vegi toandalagsins í upphafi; það var erfitt að koma skipulagi á heil- torigðis- og hjálparstarfsemina við negrana og uppræta greinarmunr inn, sem vinnuveitendur gerðu á hvítum og svörtum mönnum. Þá lá það og í augum uppi, að fyrstu fimm til sex árin eftir að banda- lagið tók til starfa mundi flutn- ingur negra til norðurfylkjanna aukast mjög, og þá yrði bandalagið aðaistoð þeirra í hinu nýju um- hverfi. Auka varð starfsemi banda lagsins og útibú voru opnuð í ýms u:n stærri borgum landsins, og nú hófst hið árangursríka st.arf þess sem hefur að vísu verið Jangtum umfangsmeira en u.pphaflega var ákveðið. Árið 1921 tók hinn þekkti þjóð félagsfræðingur, negrinn Charles -S. Johnson, við stjórn á rannsókn- ar- og fræðistarfsemi félagsms. — Nokkru eftir ag hann tók vl# þessu slaT-fi, stofnaði hann aSalmálgagn bandalagsins „Opportunity“, sem um margra ára skeið hefur birt skáld- og ritverk gáfaðra negrarií- höfunda frá árunum kringum 1920, þ.e. frá Negra-Renaissancetímabil- inu, auk margs konar cfnis um þjóðfélagsmál og starfsemi banda- lagsins. Áhrif bandalagsins og vöid fóru sívaxandi með árunum. Það ruddi negrum braut inn í atvinnugreiri- ar, sem hingað til höfðu verið lok- aðar þeim, og stuðlaði mjög að starfsframa þeirra, sem sýnt höfðu hæfileika og dugnað í starfi. Það hefur séð um þjálfun margra þekktra negra til þjóðfélugsstaría og almennrar hjálparstarfsemi, og í mörgum borgum nýtur það nú orðið fjárhagsstuðnings almenn- ings. Hvítir stuðningsmenn En negrar hafa át,f að víðsýna stuðningsjnenn meðal hvjtra manria í suíHirfylkjunum engu síð- ur en í norðurfyíkjunum' Souíh- ern R gionai Courieil er aí flest- um viðurkennd- sem áhrifauiesta stofnunin • í suðurfylkjunum, • sem bersf fyrir réttindum negra. Stofnun þessi á rætur síftar að rekja fil nefndar um samvinnu kynþáttanna, sem stofnuð var í sug urfylkjunum árið 1919, og -tilgang- ur hennar var að vinna gegn áhrif- um Ku Klux Klan-hreyfingarinnar cr stóð hæst á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. í nefndinni áttu sæti bæði hvítir menn og negrar, og höfðu þeir samslarf við leiðandi menn í menníamálum, frúmálum og tolaðamennsku. Starf heruiar Tveir böðiar nazista ákærðir fyrir að hafa misfíyrmt og myrt 11 f)ús. fanga Pyntingar í íangabúSum voru fyrirskipa^ar af Göring og Himmler þegar 1934 NTB-Bonn, 14. okt. — Hermann Göring, yflrmaður þýzka flughersins á valdadögum Hitlers, gaf sjálfur skipun þegar árið 1935 að beitt skyldi pyntingum við fanga í fangabúðum nazista. Þessar upplýsingar komu fram í dag í réttarhöldum, sem haldin eru yfir tveimur fyrrverandi nazistaböðlum, þeim Gustav Sorge og Wilhelm Schubert. Þegar Göring gaf þessar fyrir- skipanir var hann ekki orðinn yfirmaður flughersins, en gegndi þá embætti forsætisráðherra í sam bandsfylkinu Prússlandi. Að hlýða fyrirskipunum Þegar Sorge var fyrir réttinum, spurður hvaða álit hann hefði haft á þessari fyrirskipun Görings, svar aði hann því einu til, að þegar æðsti yfirmaður gæfi skipun, lilyti hún íjS vera rétt. Hann lýsti síðan í einstökum atriðum, hversu naz- istarnir, löngu fyrir stríð, beittu fanga í fangabúðum pyntingum, fyrir hinar minnstu yfirsjónir eða engar. Þær hefðu auk heldur auk- izt samkvæmt skipunum frá yfir- manni Gestapo, Heirich Himmler. Myrt 11 þúsund fanga Sorge var fangavörður í fanga- búðum Esterwegen skammt' frá hollensku landamaérunum. Gegndi hann þessu starfi í tvö ár, 1934 —1938. Hann og félagi hans eru ákærðir fyrir misþyrmfngar á föng um i þessum fangabúðuiri og fj'rir að :ha£a mvrt yfir 11 þúsund fanga. Réttarhöld þessi eru mjög um- fangsmikil ogpnunu. standa í þrjá mánuði. var að mestu fræðilegf. Gefnar voru út kennslubækur uai svarta kynflokkinn með skýrslum ,um rannsóknir, sem framkvæmdar höfðu verið á þessu sviði, og send- ar til háskóla; haldin voru nám- skeið og fyrirlestrar viða ,í suðun fylkjunum og kringum tvær millj. bæklingaog fræðapistla voru gefn- ar út. Þá sá nefndin um hljómleika negralistamanna, bir.ti greinar í dagblöðum um afrek ncgra á ýms- um sviðum og vann þýðingannikið starf með því að varpa nýju ljósi á sambandið milli kynþátt'anna. Árið 1943 gengu forystumenn nefndarinnar í lið með nokkrum- forvígismönnum negra í suðrinu, og ári síðar stofnuðu þeir með sér hig svonefnda Sauthern Regional Council. Markmið þcssa ráðs var ,,að bæta aðstæðurnar í efnahags- þjóðfélags- og kynþáttamálum suð ursins . . . að stuðla að því með rannsóknum og athöfnum, að öll- um mönnum í þessum landshluta verði gert jafnhátí undir höfði í orði jafnt' sem í verki . . . “ í ráðinu starfa 14 manns auk framkvæmdastjórans. Þau 15 ár, sem það hefur starfað, hefur það einkum aðstoðað opinbera aðiia og félög einstaklinga, -sem háfa látið kynþátta.vandamálið- til sín taka. Starf þess er aðailega félkíð í rann sóknum og ky-nningarstarfsemi. <ig árlega gefur þag út krLngum 200 þúsund bækiinga itm aðdragamia og framkvæmd á afnámi kynþáfta aðskilnaðar í almennum skólum og háskólum, farartækjum, aimeivi- ingsbókasöfnúm og kaf’Lihúsum og skemmtistöðum. Starfsemi þess -er víðtæk, og það hefur bækistöövar og starfsiið í 12 suðurfylkjum. Áhrifamenn frá Evrópu, A.uTi pg Afríku hafa oft verið gestir fuil- trúa. ráðsins í Atlanta, höfuðborg Georgíufylkis. Um slíka gesti fnr- ast framkvæmdastjóra ráðstns þannig orð: „Tilgangur okkar með þessunt heimnóknum erlendm gesta er að varpa stærra og skýr- ara Ijósi á hina margumtöluðu, róstusöniu staði. með því .að sýaa sambandið miili þeir>-a og Jrins þjóðfélagslega og efnahagslegn mn róts, sem nú á sér stað í Suður- fylkjununt .... okkar skoðun er sú, að allar þær hliðstæður í þojm breytingum, sem nú eiga sér stað meðai hinna ungu þjóða í Asíu .og AfríkUv" (frá upplýsingaþjónusíu Bandaríkjanna). llIllilllillli!illllllllllllllllllllllllliltlllllll!iiillimillilllllllillH!lllllllllIlililillll!lllllllllllll!IIIIIIIIII!!llllllll!llll!lllll ililllIlllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIlllllllIlllIllllllllIllillllllUlllllillIllllllllllllilllHIHnilllHn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.