Tíminn - 04.11.1958, Blaðsíða 2
T í MIN N, þriðjudaginn 4. nóvember 1958
(íosningar
(Framhald a£ 1. síðu)
Falli Knowland fyrir Demo-
kratanum Edmund Brown jafn-
gildir það sennileiga pólitískum
dýuða. Skoðanakannanir benda
til aff Brown sigri með yfirgnæf
aridi meirihluta. Einnig eru tald
ar líkur til að Demókrati sigri til
Sídungadeildarinnar og er þó um
að- ræða fylki, sem hefir verið
sterkt vígi Republikana.
Kosnirsgabaráttan
Républikanar hafa átt undir
iög| að sækja í kosningabarátt-
ínni. Hefir Eisenhovver forseta
»'erið legið á hálsi fyrir lélega for-
ystu í kosningabaráttunni, en
hann hefir löngum viljaft halda
sig utan við flokkslínur. Nú sein-
jstu viku hefir þó svo við brugðið.
að hann réðist til atlögu, hefir
farið í geysilöng ferðalög og verið
harðskeyttur á flokksvísu. Annars
hefir Nixori verifl aðal maðurinn
; kosningabaráttunni fyrir Repu-
blikana, en þeir Harry Truman
og Stevcnson fyrir Demokrata. —
Nokkuð er erfitt að átta sig á hvað
■flokkunum ber helzt í milli, enda
segja Bandaríkjamenn oft sjálfir
að þeir viti það ógjörla. Hagsmuna
mál í einstökum fylkjum skipta
miklu. í heild hefir baráttan þó
einkum snúizt um verkalýðsmál
og afstöðu frambjóðenda til þess,
hvort menn skuli hafa rétt til að
:fá vinnu í einhverri grein, enda
bótt. þeir séu utan viðkomandi
fagfiélagsr
Yfirleitt styðja verkalýðssam
tökin Demokrata og sennilegt, að
þaffi þing, esm nú kemur saman
verði hlyntara verkalýðssamtök-
unum og meira til vinstri eins og
kallað er, en nokkurt þing, sem
liingað til hefir verið kjörið.
12 tvísýn fylki
Fréttariíarar nefna einkum tólf
fylki, þar sem úrslit séu mjög tví-
sýn og gildir það í flestum til-
fellum um fylkisstjóra, öldunga-
ieildarmenn og fulltrúadeildar-
þingmenn. Fylki þessi eru auk
iNew York og Kaliforníu, Arizona,
‘Conneeticut, Kansas, Massachus-
stts, Michigan, New Jersey, Ohio,
Pensylvania, West Virgina og
úisconsin.
Úrslit verða einna fyrst kunn
i Ne.w. York, en þó elcki fyrr en
jm kk 3 á miðvikudagsnó-t eftir
islenzkum fcíma. í mörgum fylkj-
,im verða úrslit ekki kunn fyrr en
kemur framundir hádegi í mið-
vikudag.
Framvarpsbálktsr um veitmgasölu og
gistihúsahaW komið íram á Alþingi
Samií af stjórnskipaSri miliibinganefnd
Fundur var í neSri deild Al-
þingis í gær. Þrjú mál voru
á dagskrá. 1. í'rv. um gjalda-
Landhelgisbrjótar
(Framhald af 12. síðu).
im slóðum í gær. Auk þess voru
harna allmargir brezkir togarar að
veiðum utan fiskveiðitakmarkanna.
Síðast er til fréttist, var skoll-
ið á SA rok útifyrir Vesturlandi,
jg var vitað um allmarga togara,
sem hættir voru veiðum. Létu tog-
.ararnir reka.
Út af Austfjörðum voru 9 brezk-
ir togarar að veiðum innan tak-
markanna og þeim til verndar var
freigátan DUNDAS, en hún er ný-
Komin hingað til lands.
Af öðrum fiskislóðum togara um-
iverfis landið er ekkert sérstakt
að frétta.
Hver á hring
merktan: 8. apríl
1956, A.F.I.
Lgær kom á skrifstofur blaðsins
tunnur og allsterklega vaxinn borg
ari, og hafði meðferðis kvengull-,
aring einn fagran. Kvaðst hann
nafa fundið hann á ónefndum stað,
>n vill nú koma honum til hins
•étta eiganda, og ætti að vera,
nöguleikar á að finna hann. þar
sem hringurinn er greinilega
nerktur þessari áletrun: 8. APRÍL,
1956. A. F. I. Ef réttur eigandi les
pessa klausu, og kærir sig um að
fá hringinn aftur, sem sennilegt er,
par eð hann lítur helzt út fyrir að
vera tryggðapantur, ætti sá hinn
sami að líta inn á skrifstofur
iblaðsins.
Fríverzlun
(Framhald áf 12. síðu).
yrði það þungt áfall fvrir Frakka,
því að þeir eru þar stærsti skuldu-
nauturinn.
Sexveldin liafa ekki enn tekið
endanlega ákvörffiun um, hvaffi
þau gera I einstökum atriðum
1. janúar að því að snertir við-
skipti með landbúnaðar og sjávar
afurðir, en það verður Ijóst á
næstunni. Ef sexveldin taka upp
sameiginlega tolla og lækka inn-
byrðis áffiur en niðursf.iða fæst í
lunræðuniim um fríverzlunannál-
ið, má búast við tollahækkunum
á íslenzkum sjávarafurðum í
nokkrum löndum Efnahagssam-
steypunnar, sérstaklega í Ítalíu.
Það eru að sjálfsögðu hagsnninir
íslands, að til þessa komi ekki,
heldur þvert á móti, að þeir toll-
ar, sem n úeru á fiski í Vestur-
Evrópu verði lækkaðir, og þær
takmarkanir, sem eru á fisk-inn-
flutningi, verði afnumdar.
Málefni íslands og nokkurra ann-
arra ríkja. sem hafa að ýmsu leyti
sérstöðu innan Efnahagssamvinnu-
stofnunarninnar, voru rædd á fund-
'inum, og er fengin viðurkenning á
því, að ef af stofnun fríverzlunar-
svæðis verður og Island óskar að
gerast aðili að því, þarf það ásamt
nokkrum öðrum rikjum ekki að
taka á sig skuldbindingu um jafn
örar tolialækkanir og yfirleitt er
gert ráð fyrir, heldur gæti það
fengið til þess helmingi lengri
tíma. Auk þess er ráðgert að koma
upp lánasjóði, sem aðstoðj slík
lönd við þær breytingar, sem aðild
að fríverzlunarsvæðinu kann að
gera nauðsynlegar.
Upphaflega var tilætlunin, að
sömu reglur giltu um fisk og land-
búnaðarafiu'ðir, en gera má ráð
fyrir því; að ýmsar takmarkanir
verði áfram á viðskiptum með þær
vörur. Fyrir atbeina íslendinga og
Norðmanna, hefur hins vegar feng-
izt full víðurkenning á því, að eðli-
legt sé, að aðrar reglur og frjálsari,
gildi um viðskipti með sjávarafurð-
ir. Af íslendinga hálfu hefur ávallt
verið lögð megin áherzla á það, að
viðskiptin ineð sjávarafurðir yrðu
sem frjálsust, og hefur það ávallt
verið talin forsenda fyrir hugsan-
■legri aðild íslendinga að slíku frí-
verzlunarsvæði. Hafa farið fram
meðal annars hér í Reykjavík, við-
ræður milli íslendinga og Norð-
manna um sameiginlega afstöðu
þessara þjóða að því er snertir
reglur úm sjávarafurðir, og í fram-
haldi af því var afstaða okkar og
þeirra á Parísar fundinum sam-
eiginleg hvað þessi atriði snerti.
Ég gerði á fundinum grein fýrir að
stöðu og hagsmunum íslands í sam-
bandi við málið í heild og einstök
atriði, sem á góma 'bar, og mun
áður en langt um iíður láta Alþingi
í té skýrslu um málið.
Þannig var í mjög s'tórum dj-átt-
um viðhorf mála, þegar fundur
var boðaður í ráðherranefndinni í
næstsíðustu viku til þess að gera
úrslitatilraun til að samræma
sjónarmið sexveldanna og hinna
11 ríkjanna, þ.e. í raun og veru
fyrst og fremst Frakka og Breta,
eða a.m.k. að finna bráðabirgða-
lausn, sem kæmi í veg fyrir að
tollalækkun sexveldanna 1. janú-
ar næst komandi verði til þes's
að skapa verulegt misrétti gagn-
vart hinum 11 löndunum. Því
miður tókst þetta ekki. Engin
breyting varð á afstöðu Frakka,
þótt fast væri að þeim lagt. Þó
slilnaði ekki upp úr samninga-
viðræðum, heldur var ákveðið að
halda annan fund um miðjan
þennan mánuð og nota síðan tím-
an til áramóta til hins ýtrasta til
þess að reyna að finna einhverja
lausn á ágreiningsatriðum. Sér-
stakri nefnd var komið á fót til
þess að fjalla um eitt aðalvanda-
málið, þ.é. spurninguna um eftir-
lit með uppruna vöru í sambandi
viðauka 1959, 3. umr. Enginn
kvaddi sér hljóðs. Frv. samþ.
með 18 samhlj. atkv. og af-
greitt til efri deildar.
2. frv. til laga um bráðabirgða-
breyting á lögum um bifreiða-
skatt o. fl„ komið frá efri deild,
1. umr. Fjármálaráðherra fylgdi
frumvarpinu úr hlaði með örfá-
um orðum. Það fjallaði um fram-
lengingu viðaukagjalds af benzíni
og bifreiðaskatti, samhljóða því,
sem áður hefði gilt og því ekki
ástæða til orðlenginga. Frumvarp-
inu var vísað til 2. umræðu með
23 samhljóða atkvæðum og fjár-
hagsnefndar með sömu atkvæða-
tölu.
3. Frv. til laga um ráðstafanir
til að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins, flm. Magnús Jónsson
o. fl. 1. umr. Fyrsti flutnings-
maður hafði framsögu í málinu.
Kvað hann aðalefni frv. vera að
komið yrði fastri skipan á ráð-
stafanir þær, sem gerðar væru af
hálfu hins' opinbera til stuðnings
jafnvægi í byggð landsins. Nokkru
fé hefði verið veitt til þessara
rnála á undanförnum árum og kom
ið að góðu liði, enda þótt ráð-
stöfun þess hefði verið of handa-
hófskennd. Fyrir því hefði orðið
minni not fjárins en ella. Fyrr-
verandi ríkisstjórn hefði skipað
þá Gísla Jónsson og Gísla Guð-
mundsson til þess að rannsaka
þessi mál og gera__tillögur til úr-
bóta. Skiluðu þeir”ýtarlegu áliti
•og á grundvelli þess var borið
fram frv., en varð ekki afgreitt.
í trausti þess að annað viðhorf
ríki á Alþingi nú væri frv. flutt.
Fleiri tóku ekki til máls' og var
frv. vísað til 2. umr. með 24 sam-
hljóða atkv. og fjárh.n. með 25
samhlj. atkv. og fjárh.n. með 25
samhlj. atkv.
Ný þingskjöl:
1. Frv. til laga um veitingasölu,
gististaðahald o.fl. frá samgöngu-
málanefnd. Er það mikill bálkur
í 6 lcöflum og 25 greinum. Segir
svo í greinargerð:
Árið 1949 skipaði þáverandi
samgöngumálaráðherra milliþinga
nefnd til að endurskoða lög um
\ eitingasölu, gistihúsahald o. fl.
Nefndina skipuðu Brynjólfur Ing-
ólfsson, sem var formaður nefnd-
arinnar, Jón Sigurðsson, borgar-
læknir í Reykjavík, báðir skipaðir
án tilnefningar, Böðvar Steinþórs-
| son, tilnefndur af Samb. mat-
reiðslumanna, Hörður Ólafsson,
| lögfræðingur, tilnefndur af Sam-
bandi veitinga- og gis'tihúseig-
■enda, og Sigurjón Danivalsson,
I tilnefndur af Ferðaskrifstofu rík-
' isins.
Milliþinganefndin samdi frv. til
laga um veitingasölu, gististaða-
hald o. fi. og var það lagt fyrir
Alþingi 1951, en varð ekki útrætt.
Frv. nefndarinnar frá 1951 hefir
nú verið endurskoðað af hálfu
samgöngumálaráðuneytisins og er
nú flutt með nokkrum breytirig-
Soínaði eftir
málsvero á
innbrotsstað
Þegar hreingerningarkona kom
í veitingahús hér í bænum á sunnu
dagsmorgun • til síns venjulega
starfa, fann 'hún sofandi mann,
sem hafði hreiðrað um sig þar
inni. Rak hún hann á fæíur, en
þegar ’hann fór, tók hann meffi sér
yfirhöfn, sem hann fann þarna í
húsinu.
Maður þessi hafði brotizt inn í
veitingahúsið fyrr um kvöldið og
gætt sér á öli, brauði' og rúllu-
pylsu, en að því búnu lagzt til
svefns. Húsvörðurinn kom á vett-
vang, þegar maðurinn var farinn
um morguninn. Brá hann við og
fór á eftir innbrotsþjófnum og
náði honum. Komst maðurinn
þannig í hendur lögreglunnar. —
Það mun fremur óvenjulegt, að
innbrotsþjófar gisti á innbrots-
stað.
r r r
tvropuraöio
Hjúkrunarkonur
brautskráðar
í frétt í blaðinu á sunnudaginn
féllu niður tvö nöfn þeirra hjúkr-
unarkvenna,- sem brautskráðust úr
Hjúkrunarkvennaskóla íslands í
lok októbermánaðar. Eftirtaldar
stúlkur braulskráðust hjúkrunar-
konur: Agnes Jóhannesdóttir frá
ísafirði; Auður Jónsdóttir frá
Reykjavík; Bjarnfríður Sigurðar-
dóttir frá Hamraendum, Borgarf.;
Elín Svanhildur Hólmfríður Jóns-
dóttir frá Reykjavík; Gerða Ásrún
Jónsdóttir frá Akureyri; Gróa Ingi
marsdóttir frá Hvallátrum við Pat
reksfjörð; Guðný Björgvinsdóttir
frá Rauðbergi, V-Skaftafellssýslu;
Guðrún Emilsdóttir frá Hafnar-
firði; Hertha Wendel Jónsdóttir
frá Reykjavík; Hólmfríður Sólveig
Ólafsdóttir frá 'Reykjavík; Ólöf
Þórunn Hafliðadóttir frá Örlygs-
•höfn Barðastrandasýslu; Ragnheið
ur Konráðsdóttir frá Reykjavík;
'Rafnhildur Jónsdóttir frá Reykja-
vík; Sigurborg Hlíf Magnúsdóttir
frá Seyðisfirði og Steinunn Guð-
mundsdóltir frá Akureyri.
Skólastjóri Hjúkrunarkvenna-
skóla íslands er Þorbjörg Jóns-
dóttir.
Reyna enn við
tunglið
NTB—WASHINGTON, 3. nóv. --
Bandarískir vísindamenn hafa til-
kynnt affi þeir muni innan viku
gera þriðju tilraunina síðan í sum
ar, til að skjóta eldflaug tii tungl-
■sins. étu þeir fylgja með, að lik-
urnar fyrir því að tilraunin heppn
aðist væri einn á móti tuttugu og
fimm. Tilraunin sem gerð var 15.
(Framhald af 1. síðu)
væri um að ræffia pólitískt spil,
sem ætti rót sína áð rekja til
aðildar „komnninista“ í ríkis-
stjórn íslands.
Norðmaðurinn Finn Moe fíclfc
einnig ágæta ræðu og' studdi mál-
stað íslendinga, og nokkrir fleiri
lögðu íslenzka málstaðnum lið,
svo sem Danirnir Lannung og Ole
Björn Kraft, Svíinn Elmgren,
Hollendingarnir Schmal og Duyu-
stee, og belgíski þingmaðurinn
Struye.
Undir lok limræðnanna talaði
Jóhann Þ. Jósefsson alþingismað-
ur, sem ekki hafði getað mætt til
þings á fyrsta degi vegna anna
hér heima. Tók hann sérstaklega
undir það, sem Rannveig Þor-
steinsdóttir hafði lagt áherzlu á,
að alger þjóðareining ríkti um
stækkun fiskveiðilandþelginnar og
hefði ákvörðun ríkisstjórnarinnar
fullan stuðning flokks sins, sem
væri í stjórnarandstöðu. Ennfrem-
ur skýrði hann þingheimi frá því,
að forseti íslands hefði við þing-
setningu flutt athyglisverða ræðu
um málið, og bæri það ótviræð-
an vott um, að þjóðin stæði öll
sameinuð í málinu.
Þá ræddi Jóhann málið aftur
sérstaklega í stjórnmálanefnd
þingsins og lagði þar áherzlu á
þjóðareininguna í þessu máli og
fordæmdi ofbeldisaðgerðir Breta.
Fyrir tilstilli íslenzku fulltrú-
ar.na var hvítri bók ríkisstjórnar-
ir.nar um fiskveiðilögsögumálið
dreift meðal þingfulitrúa Evrópu-
ráðsins og undirtektir margra
þeirra í umræðunum báru þess
vott, að þeir höfðu gert sér far
um að kvnna sér málstað íslands
og þannig fengið nýjan skilning
á málinu. Einkum lögðu fulltrúar
Norðurlanda sig fram til stuðn-
ings við íslendinga og stóðu sendi
ncfndir Dana og Norðmanna sem
einn maður með íslendingum og
studdu íslenzku fulltrúana með
ráðum og dáð.
Auk stjórnmálaumræðna urðu
sérstakar umræður um fríverzlun
Evrópu, og var þar stuðst við
skýrslu frá Efnahagssamvinnu-
stofnun Evrópu í París. Rannveig
Þorsteinsdóttir flutti einnig ræðú
í þeim umræðum.
okt. þótti takast vonum framar,
en þá komst eldflaugin 126 þús,
km. út í geiminn.
I
Fréttir M laadsbyggðinni
við lollgreiðslu. Verður Maudling
í forsæti þeirrar nefndar og mun
hún starfa í París viðstöðulaust
til næstu áramóta. Án efa munu
og fara fram viðræður milli ríkis-
stjórna stærstu ríkjanna í Efna-
hagssamvinnustofnuninni um mál-
ið og þá fyrst og fremst ríkís-
stjórna Bretlands, Frakklands og
Þýzkalands.
Tveir framkvæmdastjórar
Akureyri, 30. okt. — S.l. mánu-
dag réð stjórn Útgerðarfélags
Akureyrar h.f. sér annan fram-
kvæmdasljóra. Sá heitir Andrés
Pétursson úr Reykjavík. Áður
hafði Gísli Konráðsson verið ráð-
inn framkvæmadstjóri, og verða
framkvæmdastjórar félagsins því
, tveir.
Togarar félagsins hafa aflað
mjög vel undanfarið og lagt hér
i á land. Hefir það skapað mikla
vinnu í Iandi í sumar og haust. Á
fjórða hundrað manns hafa unnið
hjá félaginu í liaust að sjómönn-
j um meðtöldum. ED.
Aukin framleitJsla
Akureyri, 30. okt. —- Sum iðn-
fyrirtæki samvinnumanna á Akur
eyri auka mjög framleiðslu sína
um þessar mundir. Fólksekla hef-
ir þó slaðið framleiðslunni fyrir
| þrifum síðustu mánuðina. ED !
Gasljós sýnt á Akureyri
Akureyri, 30. okt. — Sjónleikur
inn Gasljós verður frumsýndur
hér eflir næstu helgi. Leikstjóri
er Guðmundur Gunnarsson en leik
arar eru fimm. Leikfélag Akur-
eyrar fær í vetur leikstjóra frá
Þjóöleikhúsinu, til að setja sjón-
leiki á svið með akureyskum leik-
urum. ED.
Bændaklúbbur
EyfirÖinga
Akureyri, 30. okt. -— Bænda-
klúbburinn hefur vetrarstarfið
næsta mánudag. A þeim fundi flyt
ur Ólafur Jónsson, ráðunautur, er
indi, þar sem hann segir frá bún-
aðarsýningum á Norðurlöndum.
OríSið kvikt af mink
Akureyri, 30 .okt. — Hér í Eyja
firði er orðið kvikt af mink. Ey-
firðingar keyptu sér minkahund á
sjö þúsund krónur i haust og hafa
hug á að hefia harða baráttu gegn
ófögnuðinum. Minkar hafa Sézt
víða í héraðinu í sumar. Minka-
hundurinn, sem raunar er tík og
heitir Skotta, lcomst í krappan
dans þegar hann vann fyrsta dýr-
ið, sem var harðvítug skepna og
grimmdin ofboðsleg. Þó urðu enda
lokin sem til var ætlazt. Fimm ný-
veiddar bleikjur fundust undir ár-
bakkanum þar sem minkurinn
hafði háldið sig. ED.
Hestar drepast
Akureyri, 30. okt. — Nýlega
drápust nokkrir hestar í haga í
Saurbæjarhreppi. Ekki er vitaffi
um orsökina.
Víða hafa nautgfipir verið úti til
þessa, enda jörð þíð og tún fagur
græn. Ber héldust óskemmd affi
mestu fram'yfir veturnætur. ED
Skjálfandafljótsbrú bilaÖi
Fosshóli, 30. okt. — Brúin hór
yfir Skjálfandafljót bilaði á dögun
um. Brotnuðu bitar undir gólfl
og seig gólfið niður á bili undan,
þungum þifreiðum. Var umferð
um brúna teppt tvo daga. Nú er
viðgerð lokið og brúin fær öllum
bifreiðum. ISLV.