Tíminn - 04.11.1958, Blaðsíða 9
T í iVI IN 'N, þriöjudagiini 4. nóvember 1958.
9
tij
(k IK Ciaftfí:
30. dagur
25. kafli.
Einn morguninn, er Katha
rine var.að taka til og þurrka
ryk af ihúsgögnum inni í her-
bergi Philips, sá hún gegnum
hálfopnar dyrnar inn í her-
bergi Valarie, og hún sá sér
til undrunar, að hún leitaði
í miklu írafári í borðskúff
um sínum, einkum skrifborðs
skúffunum. Katharine grun-
aði ekki, að hverju frúin var
að leita, og allra sízt að það
gæti snert hana á nokkurn
há.tt. En Valarie var að leita
að bréfinu, sem Katharine
hafði skrifað, er hún sótti um
viimukonustarfið. Hún ætlaði
að bera rithöndina saman við
annað bréf.
Hún fann það allt í einu,
auðvitað þar sem hún átti sízt
von og hún bar það áköf sam
an við bréfiö, sem hún hafði
fundið, bréfið frá ókunn.u kon
unni til Philips. Valarie tókst
að klemma varirnar saman og
kæfa ópið, sem brauzt fram á
varir hennar, rétt í sama
mund og Katharine kom inn
með rykþurrkuna í hendinni.
— Voruð þér að segja eitt
hvað við mig, frú Mason.
Valarie leit upp frá bréfun
um, sem hún hélt enn á í
hendi sér, og horfði á vinnu
konu sína. Katharine fannst
augu hennar hörð sem tinna.
— Nei, ég sagði ekkert.
— Eg bið afsökunar, sagöi
Katharine og gekk út aftur.
Valarie lokaði dyrunum og
læsti þeim.
— Já, það er sama skriftin.
Getur þa.ð verið? Geca þetta
verið saman tekin ráö hjá
kei'iingunni og Philip? Nei,
það getur ekki verið. Hún er
ekki ung lengur, og auk þess
'leiðinleg og heimsk. Philip
mundi aldrei líta á slíka
konu. En þó lítur helzt svo
út, að hún hafi valiö þetta
starf vegna hans. Hvers
vegna? Hefir hún einhver tök
á honum?
Þessi gáta fékk Valarie nóg
urahugsunarefni. Hún hresst-
ist ,öll við rétt eins og hún
hefði drukkið no'kkur glös af
kampavíni. Og draugurinn,
sem ætíð elti hana — lífsleið
inn — var allt 1 einu horfinn.
Magnleysi það, sem yfir hana
hafði lagzt, er Eddi yfirgaf
hana, hvarf og i staðinn kom
einhvers konar líísþróttur,
sams konar þróttur og áður
rak miöaldra konur, sem
misst höföu æskufeguð sína,
til þess að leika sér að eldin-
um, fást við stjórnmá! og- þess
háttar.
Það kom í Ijós, að lífið liafði
fleira að bjóða til skemmtun
ar en daður og ástarleiki.
Skömmu síðar kom Valarie
niður í eldhúsiö, þar sem
Katharine var aö baka braúö.
— Ungfrú Venner, kannizt
þér við þetta bréf? Eg fann
það hérna frammi í forsaln
um íyrir skömmu.
Katharine leit á bnéfiö, sem
frújn rétti fram. • , f
— Nei, frú Mason.
— Það er skrifað til manns
ins míns.
Katharine leit fast í augu
Valarie, og þar var ekkert
samvizkubit að Sjá.
" — Eg hef enga hugmynd |
um þetta bréf. Það, getur þó
vel verið, að það-hafi dottið
úr vösúm fatanna, sem áttu
að fara í hreinsun,á dögunum.
— Já, það er vafalaust rétt.
En undarlegt fhpnsc mér. að
það er frá einhverri Katha-
rine. Heitið þér ekki Katha-
rine. • -
— Jú, það er rétt, svaraði
Katharine.
Iíjarta hennarvar farið að
berjast ákaft, þvi-aö hana var
farið að gruna, að hér lægi;
eitthvað' að baki, þótt spurn
ingin virtist í fyj&stu sakleys-
isleg. Hún mundj samt ekki
til þess, að hún hefði nokkurn
tíma skrifað Phiíip bréf.
— Eg-Skál lesa* bréfið fyrir
yöur, ságði Valárie bvosandh
„Eg veit að þú verður aö
fara — til þess ú‘ð hverfa að
fyrra lifi þihú —• það verð
ég einnfe • að 'gera — þakka
þér fyrir, Philip; þakka þér
fyrir allt, Kathárine.-1
— Jæja, kanhízt þér nokk
úð við þetta?
Það vár ekki vfegna sjálfrar
sín heldur vegna* Philips, sem
Katharine greip-nú til lyginn
ar.
— Nei, frá Mason.
— Eruö þér viss um það?
— Já, .alveg vigs.
— Það er undarlegt, ung-
frú Venfiei’, Þetta er þó yöar
rithönd, Eg er búin að bera
skriftinájsaman' viö bréíið,
sem þér skrifuö'uð mér, þeg
ar þér sóttuð 'um starfið.
Skriftin er áreiðanlega sú
sama. Þér hafið þá skrifað
þetta merkilega-bréf. Eg gaf
yður faeri á að koma hreint
til dyranna og „skýra ástæö
una til þess, en .þér gripúð til
lyginnar.
— Eg cndurtek það, að ég
kannast ekki við þetta bréf,
sagði Katharine enn.
— Eg verð að tala við mann
inn minn um þetta, sagði Vai
erie. Andlit hennar var ekki
llengur slviplaust.
— Það hefði verið réttara
af yður að gera þaö strax, áð
ur en þér komiö til mín, frú
Mason. Það er ekki víst að
honum gefist að því að þér
lesið bréf hans fyrir mig.
— Eg veit, að þér skrökviö
alveg eíns og ég veit, aö það
eru brögð manns míns, að þér
eruð hingað komin.
— Nei, þaö er ósatt.
— Eg skil ofur vel núna á-
stæðuna til kunningsskapar
ykkar, sem ekki hefir leynt
sér, og ég get svo sem getið
mér til, hvernig þið hafið hag
að ykkur, þegar ég var ekki
heima.
— Þér virðizt ekki bera til
hlýöilegt traust til manns yð
ar, sagði Kátharine.
— Ef til vill ekki — og mér
finnst ég hafa fullkomna á-
stæðu 'til þéss’ að tortryggja
hann. Eg þekki karlmennina
— og ég þekki manninn minn,
en ég þekki yður ekki. Eg veit
svo sem, að hann á af og til
vingott við annað kvenfólk en
mig, en ég hafði þó ekki hald
ið að hann gerðist svo djarfur
að taka eina frillu sína heim
í hús okkar.
— Erú Mason, yður skjátl
ast mjög. Maðurinn yðar hef
ir ekki gert neitt því líkt.
— Þér eruð kæn, ungfrú
Venner, sagði Valárie, og var
ir hennar myndúöu beint
strik. — Þér kunnið að láta
þetta hljóma líklega.
— Eg segi yður satt, frú.
Valarie þagði um stund.
Þegar ég réð yður hingað,
ungfrú Venner, hélt ég, aö
þér væruð áreiðanleg og heið
virð manneskja. Það getur
auðvitaö verið, að þér hafið
fallið í gildru samvizkulitils
manns. Meðan hún sagði
þetta, horfði hún bláum aug
um sínum á Katharine.
Mundi hún falla í þessa
gildru.
— Eg yona, að ég sé enn að
nokkru gædd þeim eiginleik
um, frú Mason. Eg hefi ekki
fallið, í neina gildru.
Valarie hló þurrlega.
— Vafalaust ekki. Amiars
munduð þér ekki vera að
þakka manninum mínum.
Hvað eigið þér annars við
með orðunum: Þakka þér
fyrir, Philip — þakka þér fyr
ir allt. Hefir hann kannske
gefið yður peninga eða skart
gripi?
— Herra Mason hefir
hvorki gefið mér peninga eða
skartgripi.
— Eg vil ekki ræða þetta
mál lengur við yður, frú Mas
on, sagði Katharine og var nú
orðin náföl í andliti.
— En ég vil ræða meira um
þetta. Eg get ekki sagt, að ég
sé hrifin af smekk manns
mins í vali á ástmeyjurn. Mér
finnst það hlægilegt, að
hann skuli hafa valiö sér
konu á yðar aldri — og þar
að auki jafn ófríða og ieiðin
lega. Lítið á sjálfa yður í
speglinum. Haldið þér í raun
og veru, að hann sé hrifinn af
yöur?
— Nei, nei, mér mundi
aldrei detta það í hug.
Katharine titraði. Það var
þó satt. Hún vissi, að Philip
hafði aldrei elskað hana og
samband þeirra hafði ekki
haft neina þýðingu fyrir
hann. Það var hún, sem átti
allt að þakka.
— Ég verð að fara héðan
um næstu mánaðamót, sagði
Katharine. — Eg get ekki
dvalið hér lengur.
| — Eg læt mér þaö í léttu
rúrni liggja, sagði Válarie. En
þér skuluð ekki vera að bíða
eftir mánaðamótunum, ég
skipa yður að fara héðan þeg
ar í stað.
— Hvers vegna?
— Það varðar' yður ekkert
um, hlýðið skipun minni,
sagði Valarie.
I Katharine stóð grafkyrr og
hlustaði á þennan úrslita,-
dóm. Hún yrði að fara þegar
í stað — án þess að fá að sjá
Philip. Hún var nær févana
I og hafði enga hugmynd um,
hvert halda skyldi. En hún
vissi að þessi kona, sem and-
spænis henni stóð, mundi
ekki láta undan siga. ,
— Farið til herbergis yðar
og takiö’ saman farangur yð-
ar. Þér fáiö eina klukkustund
til þess. Eg þarf varla að taka
það fram, að þér þurfið .ekki
að biðja um meömælabréf.
Katharine gekk út og upp
stigann. Þegar hugsun henn-
ar skýrðist, fannst henni ekki
n^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimminiiimiiiiiiiiuiiiiimminiiiniimM
1 Þið fáið tvo árganga — 640 bls. — fyrir aðeins 55 kr., |
er þið gerizt áskrifendur að Samtíðinni.
Skemmtileg — Fjölbreytt — Fróðleg — Ódýr |
= Lesið kvennaþætti okkar, draumaráðningar og afmæliespádóma.
| Tímarítið SAMTÍÐIN
s flytur kvennaþætti Freyju (tízkunýjungar frá París. London,
i New York. — Butterick-tízkiunyndir, prjóna-, útsauma- of
Í heklmynztur), ástasögur, kynjasögur og skopsögur, — Skákþætt)
= eftir Guðmund Arnlaugsson, bridgeþætti eftir Árna M. Jón»
Í son, vinsælustu dans- og dægurlagatextana, verBlaunagetraunir.
Í ævisögur frægra manna, þýddar úrvalsgreinar, viCtöi, vísna-,
Í þætti og bréfaskóla í íslenzku allt árið.
I 10 hefti árlega fyrir aðeins 55 kr.,
Í og nýír áskrifendur fá seinasta árgang í kaupbæti, ef þeir |
Í senda órgjaldið 1958 (55 kr.) í ábyrgðarbréfi eða póstávísun
H með pöntun. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun:
I figundirrit. .. óska aB gerast áskrifandi að SAMTÍÐ |
| INNI og sendi hér með árgjaldið fyrir 1958, 55 kr.
Nafn ..
Heimili
| Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN. Pósthólf 472. Rvík. |
d—■■mmiiiniiiiiiiiiiiiiiuinini:iiiintiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiinii|iiiimiiuimpa
juiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiHiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiRimii
Þinggjöld 1958
Athygli skattgreiðenda í Reykjavík er vakin á því, 1
að síðasti gjalddagi þinggjalda ársins 1958 var 1
hinn 1. þessa mánaðar.
Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur eru |
| minntir á, að þeim ber að ljúka að fullu greiðslu I
þinggjalda starfsmanna sinna um þessi mánaða- |
mót og vera búnir að skila greiðslunum til toll- |
stjóraskrifstofunnar í síðasta lagi 6. þ. m., að viS- |
lágðri eigin ábyrgð á gjöldunum og aðför að lög- |
I um. |
Reykjavík, 3. nóvember 1958.
TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN
§ Arnarhvoli. s
luuiuuiuimuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiin
- Áskriftarsími TÍMANS er 1-23-23 -
imHHIIHIIIHIlHIIIIIIIIHIIIHIIIIIUIUIIIIIUHHIIIIIHIUIIllllllUlllllllllllllllllllIlHIIIIHIIHHIUIlllllllirmilllllUIIHIIII
SlaiW*- fUfíuX
Vuuists. %}>
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllll]
í i
^ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig «;
á fimmtugsafmælinu 30. okt. s. 1. Vináttuþel bg I;
hlýhugur ykkar gerði mér daginn ógleymanlegan. I;
Með kærri kveðju og beztu óskum til ykkar allra. I;
/AmV.V.V.V.V.W.V.V,V.VMV.V.V.%V.V.V.\WWV
Ólafur Sveinsson,
Stóru-Mörk.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar
Margrétar Jónsdóttur,
frá Kvígsstöðum.
Vilborg Vigfúsdóttir,
Halldór Vigfússon.