Tíminn - 05.11.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.11.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, nnðvikudagiim 5. nóvember C358. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasíml 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Fágæt fjármálaspeki ÞEGAR Mbl. þykir mest við liggja að hæla Sjálf- stæðisfl. fyrir þjóðhollustu og aðra góða eiginleika, þá grípur það gjarnan til þess ráðs, að tala um að flokkur- inn sé „flokkur allra stétta“. Líklega ber að leggja þennan vísdóm út á þann veg, að í flokknum megi finna fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Nokkuð skortir hins vegar á skýringu þess, að hverju leyti þessi samsetning sé sér staklega einkennandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þegar betur er að gáð mun það nefnilega koma í ljós, að í öllum stjórnmálaflokkum á landi hér, er að meira eða minna leyti að finna fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum. — Það verður því með engu móti sagt, að Sjálfstæöisfl. sé að þessu leyti neitt sér- stakt fyrirbrigði í íslenzkum þjóðmálum. En í öðru á þessi skrýtilegi flokkur enga hlið- stæðu í nokkru þingræðis- landi: Hann hagar málflutn ingi sínum oft á þami veg, að ætla má, að hann sé al- gjörlega stefnulaus. Þegar málpipur flokksins tala við þennan starfshóp þjóðfélags ins bá segja þær þetta, þegar þær tala við hinn, þá segja þær hitt. Mbl. og Vísir sjást naumast út um sveitir nema ef það kemur fyrir, að þau slæöast þangað sem umbúða pappír frá einhverjum kaup manni. 'Heimkynni þeirra er Reykjavík og hinir stærri kaupstaðir. ísafold er ætlað að túlka málstað flokksins fyrir bændum og öðru sveita fólki. Þess vegna er hún send gefins um allar jarðir. í henni stendur ekki annað en það, sem sveitafólki er ætlað að sjá. í Mbl. og Visi gefur hins vegar að líta þá mat- reiðslu, sem þykir hæfa þétt- toýlisfólki. Sé málatilbúnaður þeirra borinn saman við „sög ur ísafoldar" þá er það eins og áð heyra raddir frá tveim ur ólikum heimum. STUNDUM falla málgögn flokksins út úr hlutverkinu. Þau slys vilja einkum henda Mtol. þegar stríð átök geisa i sálarlífi aðalritstjórans, þá hættir honum til að gleyma sér og nefna „bannorðið“. Þetta henti nú fyrir nókkru. Þá var aöalritstjórinn reiður við fjármálaráðherrann, en það er hann nokkuð oft. — Pannst honum það sitja illa á Eysteini Jónssyni að þykj- ast hafa áhuga á lækkun dýr tíðarinnar úr því hann vildi ekki verja greiðsluafgangi þeim, sem varð hjá ríkissjóði á árunum 1950—1955 til þess að borga niður dýrtíðina. Nú má segja, að þetta sé sjónar- miö út af fyrir sig. En til þess að geta metið réttmæti þess, þarf að gera sér grein fyrir því, til hvers greiðsluafgang urinn var notaður. Við þá at- hugun kemur í ljós, að af honum fóru 52 millj. til lána sjóða Búnaðarbankans, 18 millj. til Piskveiðasjóðs, 28 millj. til íbúðarlána í kaup- stöðum og kauptúnum, 4 millj. runnu sem aukafram- lag til hafnargerða, 6y2 millj. sem aukaframlag til skóla- bygginga, iy2 miilj. auka- framlag til brúasjóðs, 11/2 til sparifjáruppbóta, 3 millj. til Iðnaðarbankans, 6 millj. til atvinnuleysistryggingar- sjóðs og 5 millj. til sérstaks f ramkvæmdasj óðs til að stuðla að jafnvægi i byggð landsins. Þá var og Bjarg- ráðasjóði séð fyrir fé af greiðsluafgangi ríkisins til að annast lánveitingar vegna óþurrkanna sunnan- og vest j anlands sumarið 1955. Jafn- framt var svo greiðsluaf- gangi varið til að fram- , kvæma heimildir frá Al- þingi og til lækkunar rikis- skulda. SAMKVÆMT þessu yfir- liti liggur það ljóst fyrir, að nokkrum hluta greiðsluaf- gangsins var beinlínis varið til þess að mynda og við- halda jafnvægi í verðlags- 1 málunum með því að nota , hann til þess að grynna í ríkisskuldunum. Úr því að Sjálfstæðism. telja, að lengra hafi átt að ganga í þeim efn um en gert var, þá væri fróð legt að fá upplýst hverjar þeirra greiðslna, sem hér að framan eru nefndar, hefði átt að fella niður. Rann kannske of mikið af þessari : upphæð til Byggingar- og ræktunarsjóðs. Ekki hefir sú tiliaga sést skarta á síðum ísafoldar, að þær greiðslur ættu að lækka. Hvað segja þeir Jón á Reynistað, Jón á Akri, Ingólfur á Hellu, Magn ús Jónsson og aðrir hvílíkir um þetta þjóðráð MbL? Eða fékk Fiskveiðasjóður of mik- ið í sinn hlut? Hvað segja útgerðarmenn um það? Átti 1 að fella niður eða lækka , framlagið til íbúðarlána í kaupstöðum og kauptúnum? Þannig má halda áfram að spyrja og þannig er eðlilegt að spurt sé. Mbl.-menn verða að skilja, að þótt oft sé nokkrum erfiðleikum bundið að taka blaðið alvarlega, þá er það ekki frambærilegur vísdómur, að nota hefði átt sömu peningana til þess samtímis að greiða niður dýr tíðina og létta undir með ýmsum lífsnauðsynlegum framkvæmdum í landinu. — Þess vegna er nú beðið eftir því, að Mbl. geri annað af tvennu: gefi nánari skýr- ingu á þessari fágætu fjár- málaspeki eða kveði upp úr um það, hvaða greiðslur átti að fella niður af þeim, sem hér að framan eru taldar. íslenzkar nútímabókmenntir eru iifandi þáttur heimsbókmenntanna Stokkhólmi, 29. okt. 1958. Steingrímur J. Þorsteins- son prófessor er um þessar mundir á fyrirlestraferð í Svíþjóð, og er ferðin farin í boði sænskra háskóla. Hann flutti tvo fyrirlestra í Stokk- hólmsháskóla 27. og 28. þ. m., og ræddi í hinum fyrri um skáldin Matthías Joch- umsson og Einar Benedikts- son en í hinum síðari um Halldór Kiljan Laxness og stöðu hans í íslenzkum bók- menntum. Frá Stokkhólmi heldur prófessor Steingrím- ur áfram ferðinni til háskól- anna í Lundi og Gautaborg og síðan til Noregs, en þar mun hann einnig flytja fyr- irlestra. Fréttaritari Tímans hitti prófess or Steingrím snöggvast að máli eftir síðari fyrirlestur hans í Stokkhólmi og spurði hann fregna um ferðina. Yngri bókmenntir, þjóðsögur — Þessi ferð er farin í boði fjögurra sœnskra háskóla, segir prófessor Steingrímur í upphafi, í Uppsölum, Stokkhólmi, Lundi og Gautaborg. Mór barst fyrst boðið frá Uppsölum, og því fór ég þang- að fyrst, en að heiman fór ég um miðjan október. Þá hafa háskólarn ir í Osló og Bergen boðið mér heim, og mun ég einnig flytja fyr- irlestra þar í ferðinni. — Ilvaða efni ræðið þér aðal- lega í fyrirlestrum yðar? — Einn fyrirlestur minn fjali- ar um íslenzkar þjóðsögur, aðrii' um skáldin Stephan G. Stephans- son, Mallhías Jochumsson og Ein- ar Benediktsson, svo að dæmi séu nefnd. Ég flyt tvo eða þrjá fyrir- lestra í hverjum stað, sem ég heim sæki. — Virðist yður sænskt háskóla- fólk hafa áhuga á íslenzkum bók- menntum? — Já, áhugi manna virðist furðumikill og miklu meiri en ég hafði nokkru sinni vænzt, þótt hinu sé ekki að leyna, að menn vita vfirleitt ekki mikið um yngri bókmenntir íslenzkar. Þannig sóttu á annað hundrað manns fyr- irlestur minn um skáldin Einar og Matthjas hér í Stokkhólmi, og í Uppsölum var einnig mjög góð aðsókn að fyrirlestrunum. Þar fiutti ég þrjá fyrirlestra, tvo há- skólafyrirlestra og einn á fundi Islánska sállskapets þar í bæ. Matthías, Einar, Kiljan Fyrri fyrirlestur Steingríms J. Þorsteinssonar í Stokkhólmi fjall- aði um Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson eins og fyrr segir. Lýsti hann þessum ólíku höfundum á lifandi og skemmti- legan hált, brá upp svipmyndum úr lífi þeirra og skáldskap og lýsti afstöðu þeirra hvor til annárs og stöðu þeirra í islenzkum bókmennt um, þeir væru síðustu skáld þess biómaskeiðs íslenzkrar Ijóðagerð- ar er hófst með Bjarna Thoraren- sen og Jónasi Hallgrímssyni á öld- ir.ni sem leið. í upphafi ræddi hann nokkuð um menningartengsl íslendinga og Svía fyrr og nú, drap á Nóbelsverðlaun Laxness og þýðingu Matthíasar Joehumssonar á Friðþjófssögu Tegnérs og þær vinsældir, er luin hefir notið af jslenzkum iesendum. Á undan fyrirlestrinum kynnti prófessor Sven B. F. Janson Steingrjm fyrir áheyrendum og bauð hann vel- kominn, en Janson er vel heima í íslenzkum efnum, og munu marg ir þekkja hann síðan hann var sendikennari við Háskóla íslands. I síðari fyrirlestri sínum ræddi prófessor Steingrímur um Halldór Kiljan Laxness og stöðu hans í íslenzkum bókmenntum. Fjallaði Rætt vií> Stein^rím J. Þorsteinsson, prófessor, sem er í fyrirlestrafertJ í Svíþjóð í boíi sænskra háskóla Steingrímur J. Þorsteinsson hann einkum um breytilega af- stöðu Laxness til fornbókmennt- anna, allt frá brotinu Heiman ég fór til íslandsklukkunnar og Gerplu og benti einnig á hver tímamótamaður Laxness væri í ís- lenzkum bókmenntum. Árið 1930 hefði Einar Benediktsson gefið út síðustu bók sína, og ef til vill hefði hinu nýja blómaskeiði js- lenzkra bókmennta verið talið ljúka það ár, hefði Laxness ekki komið til sögunnar og skáidverk hans. Þess í stað hefði nú sannazt áþreifanlega að íslenzkar nútíma- bókmenntir væru lifandi þáttur heimsbókmenntanna, ytri staðfest- ing þess væri Nóbelsverðlaunin, er Laxness hlaut. Og sjálfur hefði hann margsinnis vottað þakkar- skuld sína til fornsagnanna og höf- unda þeirra. Svona skammt væri milli elztu og yngstu höfunda ís- lenzkra bókmennta. Að loknum fyrirlestrinum tók prófessor Gustaf Lindblad til máls' og þakkaði Steingrími komuna. | Hann kvað hér hafa boðizt kær- ! komið tækifæri til að kynnast ís- I lenzkum bókmenntum, menn væru alltof fáfróðir um íslenzka | höfunda eftir Snorra Sturluson. j Að lokum bað hann prófessor Steingrím að færa Háskóla ís- lands beztu kveðjur frá Stokk- hólmsháskóla. Frábærar viðtökur Næst heldur prófes'sor Stein- grímur til Lundar, og mun hann flytja þar tvo fyrirlestra í byrjun nóvember og síðan - halda áfram fcrö sinni ti! Gautaborgar og Nor- egs. Hann gerir ráð fyrir að koma lieim í lok nóvember. Hann kvað viðtökur hafa verið frábærar bæði í Uppsölum og Stokkhólmi, gestgjafarnir hefðu Krambaid a 8 -oa* Háskólafvriríestyr •/ um H. C. Branoes Erik Sönderholm. lektor í dönsku við Háskóla íslands, mun flytja fyrirlestur, miðvikudags- kvöld 5. nóv. kl. 8.30 um skáldið II. C. Branner. II. C. Branner nnin af flestum talinn fremstur danskra skálda eft- ir ófriðinn. Þetta stafar ekki ein- g'öngu af þvi, að hann fæst við þær skáldskapargreinar, sem ná til flestra (skáldsögur, smásögur, leik- rit), heldur mikiu frekar vegna þess, að hann hefur frá öndverðu fengizf við viðfangsefni og vanda- mál, sem hugsandi menn nú á tím- um verða að iáta tjl sín taka. Branner er með réttu talinn mest- ur stílsnillingur yngri skálda. Af skáldverkum Branners** má nefna skáldsögurnar „Legertöj“, „Drömmen om en kvinde", „Rytter- cn“ og „Ingen kender natten“, leikritið „Söskende" og smásagna- söfnin „Om lidt er vi borte“ og „To minutters stilhed". Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku, í I. kennsiustofu háskól- ans, og er öllum heimiil aðgangur. Ályktun héraðsfundar Borgarfjarðarprófastsdæmis: Biskup laudsins verði einn en vígslu- biskupar sitji Hóla og Skálholf Eínt verfti til samkeppni urn uppdrætti alS gerí sveiíakirkna Héraðsfundur Borgarfjarð- arprófastsdæmis var haldinn í Reykholti sunnudaginn 19. okt. Hófst hann með guðs- þjónustu. Séra Guðmimdur Þorsteinsson á Hvannevri prédikaði, en prestur staðar- ins, séra Einar Guðnason, þjónaði fyrir altari. Iléraðsprófastur, séra Sigurjón Guðjónsson Saurbæ, flutti erindi | sálmasögulegs efnis, er hann nefndi: Flett blöðum sálmabókar innar. i Helztu ályktanir fundarins voru þessir: 1. Hélaðsfundur Borgarfjarðar prófastsdæmis 1958 beinir þei’.n tilmælum til kirkjustjórnarinnar, að hún láti fram fara samkeppni að uppdráttum um gerð sveita- kirkna. 2. Héraðsfundur Borgarfjarðar- prófastsdæmis 'beinir því til hins háa Alþingis, að það veiti á næstu fjárlögum styrk til byggingar nýrr ar kirkju að Bæ í Borgarfirði (Hróðólfskirkju), með tilliti lil þes's, að í Bæ var fyrsta krislna menntasetrið á ísiandi. 3. Héraðsfundur Iíorgarfjarð- arprófastsdæmis beinir því til Kirkjuþfngs, aff það hlutist lil um það, að núverándi biskupa- skipan haidizt óbreytt, þannig, að biskup verði ein, og sitji í Reykjavík, en vígslubiskupar tveir. — En sú breyting verði á, að vígslubiskupar hafi fast að setur í Skálhoit? og á Hóiiun, og verði starfssvið þeirra mjög auk ið frá því, seitt nú er. Annist þeir vísitasíur eig fleiri biskupa- störf ásamt biskupi landsins. 4. Héraðsfundur Borgarfjárðar- prófastsdæmis beinir þeim tiimæl um til KirkjusíjórnaTÍnnar, að hún styðji íselnzka kristniboðið í Konso með nokkru fjárframiagi og annarri fyrirgreiðslu. — Jafn- framt tjáir fundurinn íslenzku kristniboðunum og samstarfsfólki þeirra þakklæti sitt fyrir þau fórji fúsu störf, sem það hefur innt af hendi fyrir kristniboðið á undan. förnum árum. Á fundinum mættu ailir prestar prófastsdæmisins og meiri hiuti safnaðarfulltrúa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.