Tíminn - 05.11.1958, Síða 7

Tíminn - 05.11.1958, Síða 7
TÍiVI INi-v, iuiðvikudaginn 5. nóveniber 1958. B Héraðsskólinn að Laugarvatni 30 ára Hlutverk skðlans á að vera að veita nemendum þá menntun, sem beztu íslenzku heimilin buðu áður Síðast liðinn sunnudag var minnzt 30 ára afmælis hér- aðsskólans að Laugarvatni, en hann var settur í fyrsta skipti 1. nóv. 1928. Lengst af hefir Bjarni Bjarna- son verið skólastjóri, og hef- ir 'hann mótað skólann frem ur öðrum mönnum, þó að þar hafi margur mætur mað urinn lagt hönd að verki. | í tilefni af afmælinu var haldin samkoma að Laugarvatni á sunnu- daginn, og' var þangað kominn fjöldi gamalla nemenda skól- ans auk margra annarra gesta og voru salir skóians þéttskipaðir. Veður var hið fegursta, sólskin Og hlýja og Laugardalurinn var þc-nnaii dag eins og hann getur verið fegurstur í haustlitunum. áhugann á málinu og til að safna gjafaloforðum áhugamanna úr sveitinni. Einnig fékk nefndin þá- verandi húsameistara ríkisins til að kanna þá staði, sem til greina komu. Segir hann í áliti sínu: „Al' öllum þeim stöðum, sem ég skoð- aði, álít ég Laugarvatn lang hcppi tegasta staðinn fyrir skólasetur“. Baráttumenn Nú líður tímiiin og gengur á ýmsu með framvindu málsins. Mik ið er starfað og margur berst fyrir málinu og má til nefna Böðvar á Laugarvatni, Magnús Torfason, sýslumann og síðast en ekki sízt Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var skólastjóri Samvinnuskólant og skrifaði manna mest um málið. Þegar Jónas svo verður ráðherra árig 1927, fer að hylla undir fram kvæmd þessa fimmtíu ára garnla draums um héraðsskóla á Suður- landi. Gestirnir gengu um staðinn. Gamiir neinendur rifjuðu upp minningar frá skólaárunum, litu á stofuna, sem þeir voru í, herberg- in og annað, sem minnt gæti á gamlar stundir. Síðan var gengið í borðstofu s'kólans og drukkið kaffi, en eftir það hófst samkoman. Samkoman Skólastjórinn setti samkomuna, en síðan var sunginn sálmur og þ'ví næst flutti séra Ingólfur Ást- niarsson bæn. Kór héraðsskólans song undir stjórn Þórðar Krist- léifssonar og eftir það flutti Bjarni skólastjóri ræðu. Sagðist hann fátt hafa að segja, enda ættu verkin að tala, og ef þau gerðu það ekki, þá hefði hann er.n færra að segja. Hann rakti nokkuð sögu skól- ans og drap á það meðal annars, að í þrennu væri héraðsskólinn að Laugarvatni frábrugðinn öðr- rm héraðsskólum. Fyrst væri, að hann hefði frá því fyrsta lagt meiri rækt við íþróttaiðkanir og iSGngkennslu. Auk þess.hefðu nem endur unnið verkleg störf, svo sem gróðursett plöntur, séð um innanhússtörf öll og þetta væri mikilsvert, þvi að með þessu móti kynntust nemendurnir ýmsum Hi5 glæsilega hús Héraö skólans aö Laugarvatni. BJARNI BJARNASON, skólastjóri. þeim slörfum, sem hver einstakl- ingur ætti og þyxfti að kunna. Bjarni sagðist vera þakklátur ölium þeim mönnum, sem gert hefðu honum kíeift að starfa við skólann og nefndi s'érstaklega til Jónas Jónsson frá Hriflu, sem hann nefndi föður héraðsskólanna og sagði, að Jónasi ætti hann mesl að þakka, „því að hann bauö mér að starfa við skólann", sagði Bjarni. Hann nefndi og til Laug- arvatnshjónin, Böðvar og lngunni, en Böðvar lét jörðina Laugarvatn af hendi til þess' að þarna gæti risið skóli, en Böðvar barðist lengi fyrir þvj j sýslunefnd, að reistur væri skóli innanhéraðs. Bjarni þakkaði svo öllum samstarfsmönn- um sínum fyrir samvinnuna á liðn um árum og sagði, að Laugarvatns skólinn hefði alitaf haft einvala- liði á að skipa svo að vegur hans hefði aukizt og væri það mikið hinum mörgu góðu samstarfsmönn um hans að þakka. Næst á eftir Bjarna tók til máls Jónas Jónsson og ræddi um að- draganda skólastofnunarinnar og rabbaði síðan fram og aftur um hlutverk skólanna og tilraunum fjöldans til að gera alla að mennta- mönnum, sem auðvitað er ekki hægt, „því að ekki geta allir orðið Kjarval", sagði Jónas. Hann drap á hugmynd, sem hann ætlar að beita sér fvrir. Hugmyndin er sú, að fá nemendur til að vinna í sjálfboðavinnu eins' og tvó tíma á viku við að steypa steina, sem hægt væri að nota til byggingar- framkvæmda við skólann. Þetta hefði gildi og ekki svo lítið gildi fyrir ungmennin, þau lærðu að vinna. Guðrún Tómasdóttir, söngkona, söng þarna nokkur lög með undir- leik Magnúsar Blöndals Jóhanns- sonar, tónskálds, og var s'öng henn ar tekið forkunnarvel, bárust henni blóm og varð hún að syngja mörg aukalög. Skólinn hefir gegnt sínu hlutverki Böðvar Magnússon, hreppstjóri, tók til máls og minntist á það, þegar hann fyrir hönd byggingar- nefndar skólans afhenti skólanum húsið, þar sem s'kólinn hefir nú verið til húsa í þrjátíu ár. Hann sagði, að hlutverk skólans hefði ekki verið að gera fólkið að lærð- um mönnum, heldur yrði stefnt a'ö því að veita nemendunum þá menntun, sem beztu íslenzku heim ilin hefðu boðið áður fyrr. „Ég áiít“, sagði Böðvar, „að skólinn hafi gegnt vel þessu hlutverki“. Síðan sagði hann, að margir mæt- ir menn hefðu lagt skólanum lið, en engum einum manni ætti s'kól- inn jafnmikið að bakka og skóla- stjóranum, Bjarna Bjarnasyni. Árnað heilla Margir tóku þarna til máls og árnuðu skólanum allra heilla. Björn Jakobsson, frv. skólastjóri íþróttakennaraskóla íslands; Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri; Sig- urður Óli Ólafsson, alþingismaður og formaður skólanefndar; Benja- mjn Sigvaldason kennari, en hann færði Bjarna skólastjóra Guð- brandarbiblju að gjöf frá kennur- um héraðsskólans; Ólafur Briem, scttur skólameistari; Jensína Hall- dórsdóttir, forstöðukona Hús- mæðraskóla Suðurlands og færði aðstoð, sem þau hefðu veitt hon- um og sagði, að gott og kyrrlátt heimilislíf væri hverjum manni nauðsynlegt og ekki sízt þeim, sem slörfuðu mikið út á við. j Bjarni sagði, að nú eftir áramót-j in myndi hann láta af störfum. Hann gæti að vísu setið lengur, er um slíkt kærði hann sig ekki. Maður kæmi í manns stað og hann ætti mörg áhugamál, sem hann sagðist mundu helga þau ár, sem eítir væru. Hann kveddi skólann þakklátur og vonaðist til, að eitt- hvað væri það, sem hann skildi eftir sig. Siagðfi hann svo sam- komunni slitið, en bauð öllum gestum til kaffidrykkju á heimili sjnu og var þar margt um mann- ir.n og veitt af mikilli rausn. Um kvöldð var dansað og lék skólahljómsveitin fyrir dansinum ei. stjórnandi hennar er gamall nemandi skólans', Ingimar Eydai. Skcmmti fólk sér hið bezta. JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu. hún Bjarnfl blómakörfu sem þakk- lætistákn frá skóla sínum fyrir þá miklu velvild og skilning, sem Bjarni hefði ætíð sýnt Húsmæðra skólanum; Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttaskólans; Magnús L’öðvarsson bóndi í Miðdal og færði hann skólanum að gjöf frá Laugdælum 10 þús. kr., sem verja ætti til að prýða skólalóðina; Björn Björnsson, sýslumaður Rangæinga, færði skólanum tvö þúsund króna gjöf frá Skógaskóla, og s'kvldi þeim varið iil bókasafns héraðsskólans; Guðmiuidur Einars son frá Miðdal gaf skólanum stórt o;: fagurt málverk af Heklugosinu, og hefir því verið valinn staður í skólahúsinu. Frú Rósa Blöndal fiutti þakkir og kveðjur frá barna skólanum. Bjarna skölastjóra voru færðar þakkir fvrir hið dugmikla starf hans í þágu skólans, stefnuföstu stjórn og framkvæmda- og bar- áttuvilja har.s. LokaorS Að lokum tók Bjarni aftur til máls og þakkaði hlýjar kveðjur og alla þá alúð, sem honum hefði verið sýnd. Þakkaði hann konum sínum tveim og börnum fyrir þá Ágrip að sögu skólamálsins Rétt er að minnas't örfáum orð- um á þetta mál í sambandi við afmælið. „Það er fyrst um árið 1880, að sú hreyfing hefst, sem telja má upphaf héraðsskólamáls Sunnlendinga“, segir í grein eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni í riti nemendasambands Laugar- vatnsskóla, og vitnar liann til bréfs, sem séra Páll Sigurðsson í Gaulverjabæ riíar Þorsleini Jónssyni, lækni, í Vestmannaeyj- um 20. maí 1882. Það er þó varla hægt að rekja upphaf Laugarvatnsmálsins til þessa tíma. Viðhorf manna frá síðari hluta nítjándu aldar til þess tíma, að Laugarvatnsskólinn er reistur er mjög breytt, þó að þörf in til að veita æskufólki þá mennt un, sem þag þráir, sé sterkasta afl- ið, sem knýr málið áfram allan tímann. Margt er það, ejnnig sem gerist þessa áratugi. Ýmsir fram- farasinnaðir menn beila sér fyrir uppfræðslu unglinga meira en al- mennt gerðist, áður en skólaskylda var lögleidd' hér á landi, og kröfur til menntunar breytast. Á þessum árum er margsinnis rætt um möguleikana á að koma á fót héraðsskóla fyrir suður sýsl urnar, en á ýmsu strandar, en árið 1924 er kosin þriggia manna nefnd af hálfu sýslunefndar Árnessýslu til ag kanna, hvar unnt væri að rcisa skólann. Kom lilboð frá flest öllum hreppum í Árnesþingi. — Nefnd þessi hélt fund í flestum hreppum sýslunnar til að kanna j Ekki er hægt að nefna (:1 aila ' þá mætu menn, scm slörfuðu að' undirbúningi og framkvæmd þessa máls, en það er 12. júní 1928, sem byggingarframkvæmdir hefjast að Laugarvatni, þeirri jörð, sem Böðv ar lét af hendi til að draumurinn mætti rætast. Héraðsskólinn er svo settiir 1. nóvember 1928 af fyrsta skóia stjóranum séra Jakobi Ó. Lárus- syni frá Holti undir Eyjafjöllum, en hann var skólastjóri þennan fyrsta vetur. Nemendafjöldi fyrsta veturinn var 24 og hefur sérstæð- ur andi ríkt á þessum stað. Þetta var.eins og stórt heimili.. Næsta vetur er Bjarni Bjarna- son fenginn að skólanum, og hefur hann starfað við hann æ siðan, gert garðinn frægan.og margir eru þeir orðnir, sem verið hafa hjá Bjarna á Laugarvatni. Á þessum stað hefur félagslíf haft sérstöðu um margt. I-Ieima vistin og hinn mikli fjöldi ung- menna síðari árin, og aðstæður allar hafa gert það að verkum Nemendur hafa orðið að vera sjálf um sér nógir og öflugt félagslíf hefur því skapazt, sem veitt ehfur þá tilbreytni, sem nauðsynleg er hverjum nemendá. í einni af ritgerðum sinum um Laugarvatnsskóla segir Jónas Jóiil- BOÐVAR MAGNUSSON, hieppstjóri. son: „Sumir spyrja: „Hver á að vera árangurina af þessu marg- þætta skólalífi?“ Eg hef barizt fyrir umbótum á skólunt iandsins í þeirri trú, að með þvi að hjálpa æskunni til að menntasl að þekk- ingu, áhuga, venjuiji, smekk og vinnubragðakunnáttu, þá væri ver ið að tryggja framtíð þjóðarinnar. Ag skólarnir hjálpuðu tii art skapa nýja þjóð í nýju landi". l'.G.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.