Tíminn - 11.11.1958, Blaðsíða 5
T í M I N N, þriðjndaginn 11. nóvember 1958.
Dánarminning: Halldóra Helgadóttir,
Þverá, Svarfaðardal
1 dag þann 1. nóv. var Halldóra
Helgadóttir frá Þverá jarðsett að
Völhim, -en hún dó 26. f. m. af slys-
förum.
Halldóra var dóttir hjónanna
Helga Símonarsonar fyrrverandi
skólastjóra, Þverá, og konu hans,
Mariu Stefánsdóttur. Halldóra var
fædd að Þverá 12. júlí 1930. Á
Þverá ólst hún upp og átti heimili
_alla tíð. Eftir að hún hafði lokið
sínu barnaprófi, fór hún í Lauga-
'skóla og síðar í Gagnfræðaskóla
Ákureyrar og lauk þar prófi. Loks
var hún einn vetur í Kvennaskól-
'anum á Varmalandi í Borgarfirði,
ánnars dvaldist hún mest heima
og vann foreldrum sínum á sumrin
én á vetrum vann hún með köflum
ánnars staðar við ýmis störf. Hún
var fjölhæf til starfa, hvort heldur
voru andleg eða líkamlega störf.
. Halldóra var elzt þriggja barna
þeirra Þverár-hjóna, þeim, er full-
orðins aldri náðu. Þrjú börn sín
inisstu þau hjónin strax eða
skömmu eftir fæðingu.
Halldóra giftist ekki en eignaðisf
eina dóttur, er lifir hana og elst
úpp með afa sínum og ömmu á
Þverá.
. Hér er í aðalatriðum rakin
stutt og óflókin ævisaga, er endaði
með snöggum hætti og fyrirvara-
laust.
. Ég minnist ekki að hafa o.ðið
Var jafn almennrar hryggóar við
fráfall ungrar konu, sem þeirrar,
er dánarfregn Halldóru vakti, hún
náði jafnt til eldri sem yngri. Hall-
ílóra átti viðkvæma, hlýja vinar-
taug í brjósti hvers þess, er henni
kynntist. Konan var slík að hún
stráði í kringum sig sérkennileg-
úm unaði, er gekk til hjartans. Eg
efast stórlega um að Halldóia hafi
sjálf vitað um þessa eigind sína,
Og allra sízt að hún hafi lagt sig
fram um að vekja slí'kar. tilfinn-
ingar; hún gerði sér aldrei upp til-
finningavelgju. Hún var hrein-
skiptin, djorf og einurð í orða-
skiptum, Hún átti meira að segja
til, að sýna sig snúna og jafnvel
kalda. En það var alveg sama hvaða
skapgerðarklæðum hún bjó sig,
hjartað, sem undir sló, skein í gegn
ivm þau, og því orkuðu þau öll á
cinn og sanra veg. Þetta er mikil
íiáðargjöf og útvöldum einum
gefin.
Ég, sem þessi fátæklegu minn-
ingaorð rita, átti þess kost framar
flestum öðrum, að kynnast sálar-
lífi Halldóru Helgadóttur; hún var
memandi minn í gegnum allan
barnaskóla, og ég hafðí áfram tæki-
færi lil að fylgjast með æviferli
liennar. Við vorum samsveitungar
og vinasamband okkar, sem kenn-
ára og nemanda hélzt alla tíma
órofið; vinasamband, sem mér er
íiugstætt og einfcar kært.
Ég á margar ljúfar minningar frá
samverustundum í sambandi við
þessa litlu verðandi þjóðfélags-
begna er mér voru fengnir í hend-
iir til umsjónar, og ég af veikum
inætti leitaðist við að veita and-
lega leiðsogu út í lífið. Em af þeim
Ijúfustu er bundin við Halldóru.
Sú minniiig steig líka fyrst upp úr
'djúpi hugans, er ég varð að viður-
ikenna þa sáru staðreynd að Hall-
dóra væri dáin. Ilún steig Ijóslif-
andi fram fynr hugarsjonum mín-
iim á tjald minninganna eins og
Halldóra kom mér fyrir sjóiiir er
fmn kom i skólann í fyrsta sinni
1 hópi jafnaldra, Ijómanu, i íognuði
æskúnnar, gunnreif og aKveðin að
íhefja gónguna út á namsbrauíma
Og njóta þen-ra dásemda, sern þar
ýæri að fvnna og lífiö hefði að
bjóða. Hún bauð lífinu faðminn
full trúnaðartrausts. Að hættur og
vonbrigði kynnu að leynast þar,
óróaði ekki þá saklausan barnshuga
bessarar hrifnæmu, hjartaheitu,
litlu stúlfcu.
Halldóra var prýðilega greind og
Ícjarkmikil, blíðlynd, glaðsinna,
lirifnæm og hjartaheit. Þessir eigin
íeikar komu glöggt fram í lífi
hennar og gerðu hana eftirsótta,
bæði sem félaga og starfsþegn.
Ilefði ég átt að velja Halldóru
Helgadóttur lífsstarf, þá hefði ég
talið að hún hefði til að bera alla
Jiá hæfileika, er hjúkunarkonu má
prýða, og þar átti hennar starfssvið
að vcra.
Hvern dóm Halldóra hefði sjálf
lagt á sitt stutta æviskeið og við-
skipti sín við lííið, veit ég ekki, en
ég hygg þó að sá dómur hefði orðið
lífinu jákvæður. |
Hilt veit ég, að hjá kuldakyljum
og vonbrigðum komst hún ekki, og
mér hefir ætíð fundizt, að hún
muni hafa kennt þeirra að sama
skapi sárara en aðrir, sem hún að
mínum dómi var hjartaheitari en
flestir þeir, er ég hefi kynnzt. En
hvað um það, hún bar vel sín von-
brigði, hún bar þau ekki á torg,
heldur hýsti í eigin barmi.
Ég sakna Halldóru innilega úr
vinahópnum og ég er áreiðanlega
ekki einn um það. Hún var þar að
ýmsu leyti sérstæður persónu-
leiki, nokkuð öðruvísi í sniðum en
allir aðrir. Það skarð, sem hún skil-
ur eftir, getur engin önnur persóna
fyllt á sama hátt. Þess vegna meðal
annars getur hún ekki gleymzt'
eða horfið úr vinahöpnum. Hún
heldur þar áfram aö skipa sitt
rúm. Líka dáin. Hann er stór vina-
hópurinn, sem sendir henni nú
vina- og þakkarkveðjur út yfir
djúpið.
Við, sveilungar og vinir Þverár-
hjóna, skiljum vel og vitum, hversu
sárt þeirn harmar svíða við missi
þessarar kæru dóttur, er þau
bundu svo miklar vonir við, en við
megnum svo lítið að draga úr þeim
sviða, þó svo fegnir vildum, en sú
er bótin að alvaldsráði, að hver
hrein hjartasorg ber sinn lífsstein
í sjálfri sér, sem friðar og græðir.
Því
„Lætur hann lögmál byrst
lemja og hræða.
Eftir það fer hann fyrst
að friða og græða.“
Við vonum og trúum að svo fari
hér.
Þverár-hjónin hafa misst Hall-
dóru sína út fyrir sjónarsvið jarð-
nesks lífs, en hún hefir ekki skilið
þau eftir vopn- og verjulaus í sorg
sinni. Hún skilur þeim eftir Ijúfar
minningar að láta hugann sýsla við,
og hún skilur eftir hjá þeim elsku-
lega litla stúlku, dóttur sína, sem
hefir verið og er augasteinn afa
og ömmu og verður það nú í enn
ríkara mæli, er hún ein skal fylla
rúm þeirra beggja. Þetta eru góðir
lífssteinar á blæðandi og svíðandi
lijartasár, og beztar bölvabætur.
Tjörn, 1. nóv. 1958.
Þór. K. Eldjárn.
Brezkir borgarar á
Kýpur fá vopn
London, 8. nóv. — Yfirmaður
brezku hersveitanna á Kýpur,
Darling hershöfðingi, gaf í dag
út tilkynningu þess efnis', að ó-
breyttir brezkir borgai-ar á eynni
gætu fengið vopn, sem þeim er
ætlað að nota í sjálfsvarnarskyni.
Sagði hershöfðinginn, að til þessa
hefði verið gripið eftir, að fjórir
óbreyttir brezkir borgarar voru
vegnir á Kýpur í seinustu viku.
Ætlunin er að þjálfa borgarana í
meðferð skotvopnanna og ekki
mun heldur hverjum sem er verða
fengin þau í hendur.
3
Q
>
«/>
m ■
BBSS
C
3
-J
fO
3
o
o
o
JS
Eftirtaldar bækur eru nýkomnar
í bókaverzlanir:
1. „SVÍÐUR SÁRT BRENNDUM“.
Ekki þarf að minna á, að bóka Guðrúnar frá Lundi er
ævinlega beðið með mikilli eftirvæntingu af alþýðu manna
til s'jávar og sveita. — Sagan, sem nú er komin í bóka-
verzlanir er ný, hefir hvergi birzt áður, og gerist á síð-
ustu árum í sveit og við sjó. Verð bókarinnar er sama og
á þeirri, sem kom í fyrra: kr. 125,00.
2. HANNA, VERTU HUGRÖKK!
Sjötta bókin í röðinni af hinum vinsælu Hönnu-bókum.
Fimmta bókin, „IIANNA IIEIMSÆKIR EVU“, kom í vor
og er nú þvj nær uppseld.
3. MATTA-MAJA VEKUR ATHYGLI.
Að undanteknum HÖNNU-bókunum hafa engar telpna-
bækur náð jafn miklum vinsældum og sögurnar um
Möttu-Maju.
4. JONNI í ÆVINTÝRALANDINU.
Segir þar frá 13 ára röskum dreng af enskum ættum og
vini hans, kínverskum dreng, s'em lenda í miklum ævin-
týrum í frumskógum Malajalanda. Um þessa bók hefir
verið skrifað: „Sagan er ótrúlega skemmtileg og spenn-
andi, en auk þess Jiefir hún að geyma' ógleymanlegar
lýsingar á töfrum frumskógarins og háttum og siðum
frumbyggja þessara landa.“
5. KIM OG FÉLAGAR.
Hér kemur fyrsta bókin í bókaflokknum um Kim og fé-
laga hans. Kim er hörkuduglegur strákur og lendir í mörg-
um æsandi ævintýrum, en þið munuð kynnast því, hvernig
honum tekst a.ð greiða úr þeim flækjum,
6. SONUR VEIÐIMANNSINS.
Höfundur þessarar bókar, Karl May. er víðfrægur fyrir
Indíánasögur sínar, og eru þær þýddar á mörg tungu-
mál. Sonur veiðimannsins gerist á sléttum Norður-Amer-
íku á þeim tímum, er ekki var þar komin nein föst byggð,
en aðeins Indíánaflokkar og hvítir veiðimenn reikuðu um
slétturnar. — Fyrsla bóki naf sögum Karls May um hina
villtu Indíána og veiðimenn: „Bardaginn við Bjarkagil“
kom fyrir sjðustu jól og er nú nærri uppseld.
7. SMALADRENGURINN VINZI.
Eftir Jóhönnu Spyri. Meðal vinsælustu unglingabóka, sem
þýddar hafa verið á íslenzku, er sagan af Heiðu, eftir Jó-
liönnu Spyri. Sú bók er löngu uppseld, en myndasagan
af Heiðu og Pétri hefir komið í einu af dagblöðunum og
kvikmyndin af þeim naUt óvenjumikilla vinsælda. Þó
er af mörgum talið, að sagan af litla smaladregnnum
Vinzi sé bezta bók Jóhönnu Spyri. Sagan gerist í hinu
undurfagra landslagi svissnesku alpanna og lýsir hinu
nána sambandi unglinganna við húsdýri.
8. BOÐHLAUPIÐ.
Slefán Sigurðsson kennari þýddi. Fyrir nokkrum árum
kom þes'si bók út undir nafninu Boðhlaupið í Alaska. —
Hér kemur hún í nýrri útgáfu. í bókinni segir frá mikilli
hetjudáð, er fimm menn lögðu líf sitt í hættu til þess
að bjarga börnunum í Nome í Alaska frá því að verða
barnaveikinni að bráð. Og þó var það Georg litli, sonur
læknisins, sem fann ráðið til þess að koma hinu dýrmæta
lyf á leiðarenda. Sagan er fögur og ógleymanleg.
9. GULLEYJAN.
eftir Robert Stevenson. — Gulleyjan, þessi spennandi sjó-
ræningjasaga, hefir verið þýdd og lesin á fjölmörgum
tungumálum og kvikmynduð í ótal útgáfum. Hver er sá,
sem ekki kannast við einfætta sjóræningjann, sem öllum
skaut skelk I bringu. Lýsingar Stevensons á hinum
hrjúfu mönúm, sem fengust við sjórán á átjándu öld, eru
ljósar og snilldarlegar og gleymast aldrei.
Ný Sherlock Holmes-bók:
10. TÍGRISDÝRID FRÁ SAN PEDRO.
Ekki þarf að lýsa Sherlock Ilolmes leynilögreglusögum.
Þær eru lesnar af ungum og gömlum og fyrnast ekki.
Allar þessar bækur cru í vandaðri útgáfu og mjög ódýrar.
Prentsmiðjan LEIFTUR
Gerizt áskrifentíur að T
Áskriftasími 1-23-23