Tíminn - 11.11.1958, Page 6
6
T í M I N N, þriðjudaginn 11. nóvcmber 1958,
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargðtn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Merkilegir tímar
Það er allfurðulegt fólk,
sem skipar forystulið hinnar
virðulegu stjórnarandstöðu
á íslandi. Þó má telja víst,
að það' muni þykja þeim
mun merkilegra fyrirbrigði
og girnilegra til fróðleiks
þeim, er áhuga hafa á sam-
setningu sálarlífsins, eftir
því sem lengur líður. Sagn-
fræðingum og visindamönn
um framtíðarinnar mun ef-
laust þykja árabilið frá
1940—1960 merkilegt um
margt. Þá var kjarnorkan
beizluð og tekið að nota
hana bæði í þjónustu lífs og
dauða. Þá hófst mannkynið
handa við að hressa upp á
verk skaparans með því að
skjóta út í hinmingeiminn
~ alls konar gervitunglum. Þá
var í fullkominni alvöru tek-
ið að ræða möguleika á því,
að skreppa i heimsókn til
hugsanlegra íbúa fjarlægra
hnatta. Þá fór minnsta og
umkomulausasta þjóð ver-
aldar, á venjulegan mæli-
kvarða styrjaldarmanna, í
stríð, við eitt mesta her-
veldi heims og treysti aðeins
á réttlætið til sigurs. Þá varð
sonur sjálfstæðiskempunnar,
Benedikts Sveinssonar, aðl-
ritátjóri dans'rí-lbrezka-
Mogga á íslandi. Þá starfaði
í því sama landi furðuleg-
asta stjórnarandstaða, sem
nokkru sinni hafði verið til
meðal hvítra manna. Já, við
lifum sannarlega á merki-
legum tímum.
Þegar sagnfræðingar fram
tíðarinnar taka að rannsaka
feril núverandi stjórnarand
stöðu, þá munu þeir sjá, að
á þessu 20 ára tímabili, var
þessi flokkur reyndar lengst
af í stjórnarandstöðu. Þeir
munu sjá að flokkurinn
taldi sig hafa mikinn áhuga
á framförum í landinu og til
þess að hrinda í framkvæmd
djörfum draumum sínum i
þeim efnum leitaði hann fyr
ir sér um að fá fjármagn að
láni hjá ýmsum erlendum
þjóðum. M. a. ræddi hr.
Ólafur Thors við hr. Aden-
auer Þýzkalandskanzlara og
mæltist til þess, að hann
liti til með íslendingum í
lánsfjárþörf þeirra. Af und
irtektum hr. Adenauers fara
nú ekki sögur um sinn, því
skömmu eftir að hér var kom
iö, ákvað íslenzka þjóðin að
losa hr. Ólaf og flokk hans
við erfiði og áhyggjur
stjórnarstarfanna.
Sú ríkisstjórn, er við tók,
reyndist hafa engu minni á-
huga á almennum framför-
um í landinu en stjórn Óláfs.
Hana vatnáði þvi lika lán og
það því fremur, sem fram-
kvæmdir urðu æ því meir
aðkallandi, sem tirnar liðu
fram. Þá brá svo við, aö hr.
Ólafur " og flokkur hans,
sýndi ekki aðeins lánsumleit
unum hinnar nýju ríkis-
stjórnar fyllsta tómlæti, held
ur gerði allt, sem vit og geta
leyfði til þess að spilla fyrir
því, að nokur þjóð lánaði
íslendingum grænan eyri.
Flokkurinn vissi aö vísu, að
Islendingum reið lífið á því,
að ráðast í nýjar raforku-
framkvæmdir, m. a. til þess,
að mikill hluti af búum höf
uðstaðarins sæti ekki í
myrkri á komandi skamm-
degisnóttum. Þeir vissu lika,
að bygging sementsverk-
smiðj unnar var stöðvuð
vegna fjármagnsleysis og að
illbætanlegt tjón myndi af
hljótast, ef ekki yrði sem
fyrst unnt að Ijúka þeirri
framkvæmd. Þeir vissu einn-
ig, að þjóðin þurfti á stórfé
að halda til þess að endur-
nýja og auka atvinnutæki
sín.
En vitundin um aJlt þetta
mátti sín minna en valda-
löngun hinnar þegnlega
þenkj andi stj óranrandstöð u.
Nokkrir piltungar við íhalds
blöðin á íslandi höfðu krækt
sér í þá aðstöðu, að verða
fregnritarar heiðarlegra
fréttastofnana úti i heimi.
í skjóli þeirrar aöstöðu sinn
ar komu þeir á framfæri í
erlendum blöðum alls kyns
ósönnum fregnum um mál-
efni þjóðar sinnar, birtu
þessa matreiðslu sína síðan
í eigin málgögnum með þeim
skýringum, að þannig töl-
uðu útlendir menn um ís-
lendinga. Vitanlega bjugg-
ust hinir erlendu menn ekki
við neinum hrekkjum af
hendi þessara kumpána.
Hvernig áttu þelr að vara
sig á því, að við íslenzk blöö
störfuðu menn, sem ekki
hefðu svo mikið sem nasa-
sjón af frumscæðustu kröf
um, sem gerðar eru tií frétta
manna? En enda þött þessi
verknaður mundi örugglega
nægja hinum framtakssömu
blaðamönnum til langlífis í
islenzkri blaðamannasögu,
var þetta afreksvérk þó ekki
látið nægja. Einhver heið-
arleikans maður úr herbúð
'um sit j órnarandstöðunnar,
(hann var meira að segja svo
grandvar, að láta ekki nafns
síns getið), fræddi Ameríku
menn á því, að ef þeir lán-
uðu íslendingum fé, þá væru
þeir að tryggja kömmúnist-
um aðsetur í stjórnarráði ís
lands. Á venjulegu máli þýð-
ir þetta: Ef þið veitið ís-
lendingiun lán, þá eruð þið
að styrkja ríkisstjórnina í
. sessi. Og hvað var< ekki til
vinnandi að koma í veg fyr
ir það? Móti því var það
lítils virði hvort þjóðin gat
þokað áfram þeim fram-
kvæmdum, sem henni voru
lífsnauðsyn.
Þegar íhaldið sá, að það
fékk engu um þokaö á þess
um vettvangi með að sieypa
ríkisstjórninni, en uppskar
áðeins fyrirlitningu og
skömm, þá fór því líkt og
berserkjum til forna, að er
af þeim rann móðurinn
féllu þeir í mók. En nú er
stillingin aftur á förum. Nú
hafa þeir verið upplýstir um
að ríkisstjórnin sé að leita
fyrir sér nm lán til kaupa
á togurum. íhaidið læzt vera
aö rifna af áhuga á að tog-
arar séu keyptir til lands-
ERLENT YFIRLIT,
Hvers vegna sigraði Rockefel
Sigur hans byggðist á framsækinni stefnu og persónulegum glæsileika
?
New York, 5. nóv.
Sigur Nelsons Rockefellers í
New York er einhver mcsti kosn-
ingasigur, sem hefir verið unninn
í Bandaríkjunum. Þegar kosninga-
baráttan hófst á síðast liðnu
snmri, voru veðmál 3:1 Rocke-
feller í óhag. Þetta breyttis't þó
smátt og smátt og allra seinustu
vikurnar var farið að spá því, að
hann myndi vinna mcð örlitlum
meirihluta. - Bjartsýnustu fylgis-
menn hans létu sig' hins vegar
ekki dreyma um, að hann myndi
vinna með 550 þús. atkvæða meiri
hluta, eins og kom á daginn, og
það á sama tíma og flokkur hans
tapaði nær alls' staðar annars
stsðar í Bandaríkjunum.
Að sjálfsögðu er nú mikið rætt
um það í blöðum og manna á
milli, hvað helzt hafi ráðið um
þennan mikia sigur Rockefellers.
Hér á eftir verða rifjaðar tipp
nokkrar þær ástæður, sem helzt
eru nefndar:
MEGINÁSTÆÐAN er tvj-
mælalaust sú, að Rockefeller tókst
að ná tiltrú og lýðhylli með per-
sónulegri framkomu sinni og
hiálpaði sjónvarpið mjög til þess.
Rockefeller er myndarlegur mað-
ur í sjón, hefir mjög viðfelldna
og alþýðlega framgöngu og á mjög
gott með að umgangast fólk og
vinna traust þess. Einkum tókst
honum þó að vinna sér hylli kven-
fólks og ungs fólks. Þá gekk hon-
um mjög vel að umgangast blaða-
menn. Hann svaraði öllum spurn-
ingum þeirra blátt áfram og greið
lega og talaði aldrei neitt af sér.
Hann virtist jafnan í góðu skapi
og var örlátur á bros', en það hefir
mikið að segja í Bandaríkjunum.
Önnur meginástæðan er sú, að
málefnalega hagaði Rockefeller
baráttu sinni mjög hyggilega.
Hann forðaðist að blanda nokkuð
blóði við stjórn Eisenhowers og
stefnu hennar, heldur ræddi ein-
göngu um heimamál New York
ríkis og lofaði í sambandi við þau
öllu meiri umbótum en Harriman.
Málefnalega var hann þannig frek
a.r til vinstri en hægri við Harri-
man, enda deildi Harriman orðið
á hann fyrir ábyrgðarlaus loforð.
Hann hélt uppi allharðri gagn-
rýni á Harriman fyrir stjórn hans
og lofaði bót og betrun á flestum
sviðum. Gagnrýni hans var þó yfir
leitt hófleg og málefnaleg og fékk
góða áheyrn.
Sennilega hefir það heldur bætt
fyrir honum en hið gagnstæða,
að hann bar Rockefellernafnið.
Fyrir fimmtíu árum síðan, var afi
hans talinn mesti auðmiaður
hcims og einhver sá harðsvírað-
asti, sem þá var uppi. Nafnið
Rockefeller var þá svo óvinsælt,
að' útilokað hefði verið að nokk-
ur maður með því nafni hefði
getað unnið meiriháttar kosningar
í Bandaríkjunum. En síðar breytti
gamli maðurinn talsvert um
stefnu, gerðist heimspekilega sinn
aour og setti á fót ýmsar gjafa-
og menningarstofnanir, sem bera
nafn hans. Afkomendur hans hafa
Nelson Rockefeller
haldið þsssu 'starfi áfrani. Arang-
urinn hefir m. a. orðið sá, að
Rockefellersnafnið héfir unnið
sór nýtt og betra áiit, jafnframt
því, sem trúin á dugnaði og hygg
indum Rockefellanna hefir hald-
izt. Sennilega hefir þvj mörgum
fundizt rétt að sjá, hvernig það
gæfist að prófa einn þeirra í á-
fcyrgðarmikilli opinberri þjón-
ustu.
Það hefir svo haft sitt að segja,
að Roekefeller hafði nóg fjármagn
til að reka mjög vel skipulagðan
og markvissan áróður.
Það hefir svo áreiðanlega orðið
Rockefeller mjög til ávinnings, að
andstæðingum hans voru mjög
mislagðar hendur í kosningabar-
áttunni. Barriman virðist hafa
talið sig vissan um endurkosn-
ingu fram á seinustu stundu og
því hagað kosningabaráttunni
fyrst og fremst á þann veg, að
hún styddi aðstöðu hans til að
verða forsetaefni 1960. Hann tal-
aði fyrst og fremst um landsmál
og utanríkismál, en lítið um heima
mál New York ríkis og stjórn
sína á því. Þetta gaf þeim áróðri
rcpúblikana byr í vængi, að stjórn
Harrimans hefði verið léleg og
því vildi hann ekki ræða um
hana. Það var ekki fyrr en veru-
lcga var liðið á kosningabaráttuna,
að Harriman snerist nægjanlega
gegn þessum áróðri, en lenti þá
í hálfgerðri varnarstöðu. Sannleik-
urinn virðist sá, að Harriman hafi
verið sæmilegur rikisstjóri, en
ekkert sérstakur, enda hafi. hann
alltaf fvrst og fremst hugsað séf
ríkisstjórastöðuna sem tröppn
upp í forsetaembættið.
Mesta óhapp deniókrata \ New
York var þó það, að þeir urðu
ósaminála á flpkksþingi sínu í
sumar um valið á frambjóðanda
þeirra við kosninguná til öldunga
deildarinnar. Harriman beið þar
lagri hlut fyrir De Sapio, fram-
kvæmdastjóra Tammany Hall fé-
lagsskaparins. sem er flokksfélag
demokrata í New York-borg og
ofl hefir verið illræmt. Rocke-
feller notaði þeita með góðum ár-
angri til að stimpla Harriman sem
undirlægju Tammany Hall. Þetta
fckk nokkuð betri undirtektir
vegna þess, að það var De Sapio,
er réð mestu um það 1954, að
Ilarriman varð ríkisstjóraefni
demokrata, en ekki Franklin
Roosevelt yngri, sem hafði þó
meira fvlgi meðal óöreyttra t'Iokks
manna. Sjðan hefir verið mjög
illt milli De Sapio og Roosevelt-
ættarinnar.
SIGUR Nelsons Roekefellers
gerir það að verkum, að vafalítið
er hann nú sá Jeiðtogi repúblik-
ana, sem þeir binda mestar vonir
við. Mjög er líka farið að tala
um hann sem líklegasta forseta-
efni repúblikana 1960 í stað Nix-
ons, sem hefir verið talinn sjálf-
sagður til þessí.. Rockefeller segir
sjálfur, að hann hafi engan áhuga
fyrir að verða íorsetaefni og vafa
laust segir hann það satt, hvað
næstu forsetakosningar snertir.
Þær virðast ekki sigurvæntegar
fyrir repúblikana. Fyrir Rocke-
feller væri betra að bíða, eink-
um þó, ef hann stæði sig vel sem
ríkiss'tjóri í New York.
í tilefni af sigri Rockefellers
scgja blöðin nú mikið frá háttum
hans og æviferii. Hann varð
fimmlugur 8. júií síðast liðinn.
Þrátt fyrir auð Rockefellanna, laut
hann ströngum aga í uppeldinu
eins og hin systkini hans (fimm
bræður og ein systir) og var
dyggilega innrætt vinnusemi og
skynsamleg meðferð peninga.
Fyrstu laun hans voru 25 sent á
dag fyrir að bursta skó fjölskýld-
ur.nar og af þeim varð hann að
gefa vissan hluta til kirkjunnar.
Á námsárumi sínum vann hann
Framhald á 8. gíðu
M0STOMN
ins. En það er bara hrein
glæpastarfsemi að útvega
nokkurt fé til peirra kaupa.
Þá heitir það A mali Mbi. að
verið sé að taka „bðnbjarga
lán“. Úr því að Mbl. hefir
svona mikinn áhuga á togara
kaupum, þá væri ekki úr
vegi aö það uppiýsti, hvern
ig það hugsar sér að aí þeim
kaupum megi verða án þess
að til þeirra sé tekið' lán. á
ihaldið nú kannski nýtt
„pennastrik“ í fótum sínum,
kröftugra en nokkru sinni
fyrr?
Þeir hafa úr miklu að
moða, sagn- og sáifræðing-
ar framtíðarinnar.
Útvarpshlustandi skrifar baðstofunni
eftirfarandi tínur um hinn nýja
útvai-psþátt Sveins Ásgeirssonar:
„Vogun vinnur — vogun t-apar!
— hinn nýi útvarpsþáttur Sveins
Ásgeirssonar hefir vakið mikla og
verðskul'daða athygli, enda má
segja að Sveinn hafi verið mjög
heppinn með þá, sem svarað hafa ;
spurningum hans i tveimur fyrstu j
þáttunum; mennirnir hafa flestir i
verið vel að sér í því efni, sem ,
fyrir þá hefir verið lagt, og auk
þess komið að gamansömum at-
hugasemdum.
Hins vegar má finna að Sveini, að
i hann hefir ekki verið nógu strang í
ur, einkum og sérílagi þegar |
knattspyrnumaðurinn ungi gataði'
næstum algerlega á þeim einföldu 1
spurningum sem fyrir hann voru i
l'agðar, en samt sem áður fær
hann að ha'lda áfram í keppninni
og er talinn hafa unnið sér inn
fimm þúsund krónur í þessum
t-veimur þá.Uum Ef slíku heldur
áfram missir þátturinn algerlega
marks. En fréttamaðurinn og járn j
smiðurinn eru vel að þeim íimm
þúsund kr. komnir, sem þeir hafa
unnið sér inn. Og hinir tveir, lög-
regluþjónn og annar járnsmiður,
sem hófu keppni s.l. sunnudag,
stóðu sig með hinni mestu prýði.
Þá er annað, sem mig langar til að
minnast á, en það er í samibandi
við dómnefndina Hvers vegna er
einn maðurinn í -henni, lögfræð-
ingurinn, svona óskaplega reiður?
Vonzka mannsins kemur mj-ög il'la
við marga hlustendur. Spumingaf
hans sumar hverjar á sunn-udag
inn voru hreinn dónaskapur. T. d.
spurði hann kennarann: „Hvaða
aldursflokk er yður trúað fyrir
að kenna? Hvað voru þessi átta
ára börn gömul í fyrra? Er mað-
urinn Þingeyingur?“ Við prent-
smiðjustjórann, sagði hanh:
„Prentar hún íprentsm.) viðskipta
skrána?“ Svar: „Hún gæti pront-
að hana. Eg segi: Prentar hún við-
skiptaskrána.“ Þessi hrtíki og
hinar kjánalegu spurningar, ciga
alls ekki heima í þessum ágæta
þætti, og vonandi tekur umrædd-
ur maður þes«ar athugasemdir til
greina og gaelir meiri hófsemi í
framtíðinni — eða að öðrum kosti
munu margir hlustendur skmfa
fyrir viðtækið meðan dómnefndin
hefir sig í fram-mi.
Ég mun ekki hafai þessar linur fleiri,
og þrátt fyrir i)®er athugasemdir,
sem hér era settar fram, hefir
þáttur Sveins að mörgu leyti far-
ið mjög vel af stað.“
Útvarpshlustancíi hefir lokið máli
sínu, og iáíum við þá staðar
numið í dag.