Tíminn - 11.11.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1958, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, þriðjudaginn 11, nóvcmber 1958, ESÓKAUTGÁFAN NORÐRI ■AV.V.’.V vv.v.v.w, .v.v ,v 3. síðan Erlent yfirlií menn hennar sannfærðir um að þetta yrði í fyrsta og síðasía sinn, sem heimssýning yrði haldin — í þessu formi. Sýningin var alltof umfangsmikil og þung í vöfunum, og þess heldur áróðursvopn handa stórveldunum. Enda fór svo að kalda stríðið varð allsráðandi á sýningarsvæð- inu. Það fór ekki mikið fyrir vin- skap Bandaríkjamanna og Rússa þar. Engu að síður hafa fulltrúar beggja ríkja látið falla viðurkenn ingarorfj um hinn aðilann, en ekki fyrr en eftir að sýningunni var lokið. Blaðafulltrúi rússnesku sýn- ingarinnar lýsti yfir því, á loka- athöfn sýningarinnar „að það væri sannarlega ágætt, ef diplómalar vildu fylgja því fordæmi, sem starfsmenn Bandarísku og Rúss- nesku sýninganna gáfu“. Sennilega hefur maður þessi verið persónu- lega ánægður með kynni sín af bandarískum starfsbræðrum sín- um, og menn frá báðum löndunum hafa látið svipuð orð falla. Banda- ríkjamenn undirstrika þó að sam- ræðurnar við Rússana hafi alltaf verið fremur þvingaðar og hafi jafnan hætt er farið var út fyrir viss takmörk. Fyrir utan þau virt- ust Rússarnir ekki kunna cnsku! Silfur varð að qulli Kalda stríðið braust út í „ljósum logum“ þá fyrst er verðlauna skyldi hinar ýmsu sýningardeildir. Ungverjar og Arabaríkin fengu silfurverðlaun fyrir sýningar sín- ar. En þá risu allmörg kommún- istaríki upp á afturfæturnar ásamt Arabaríkjunum ,og endirinn varð sá, að dómnefndin varð að beygja sig og breyta -silfurverðlaununum Ungverja og Araiba í gullverðlaun. Auk heldur hafa Arabar verið orð aðir við mikla áróðursherferð sem rekin var gegn ísraelsku sýninga:-- deildinni. Fáir Arabar létu svo lit- ið -að koma þar inn fyrir dyr, og þeir sem á annað borð létu sjá sig þar, virtust aðeins hafa það erindi þangað að spyrja ráðamenn þar óviðurkvæmilegra spurninga. Menn urðu heidur ekki varir við neina hrifningu í herbúðum Araba er tilkynnt var að ísraelsmenr. hefðu fengið gullverðlaun, sér i lagi þegar Arabar voru í fyrstu settir skör lægra með silfurverð- launin, sem siðar urðu þó að gulli! Á sjálfan lokunardaginn skeði atvik, sem sagl er að a.m.k. Rúss- ar skemmti sér vel yfir. Tveir drukknir bandarískir hermenn voru teknir fastir, ákærðir um að hafa reynt að draga niður rúss- neska fánann! Hermennirnir af- sökuðu sig með því, að segja, að þeir hefðu haldið að þetta væri þeirra eigin fáni, en þegar bc.ur var að gáð, kom i ljós, að fáninn var hvorki rússneskur né banda- rískur — heldur belgískur! Sagt er að vissir aðilar í Belgíu séu enn þann dag í dag í versta skapi út af þessu. (Framhald af 6. slðu). fyrir sér að yerulegu leyti. Hann hefir jafnan haldið því áfram síð- an að vera vel vinnusamur, enda r.nnið þýðiingarmikil störf fyri'r þrjá forseta Bandaríkjanna, eins' og rakið hefir verið hér í blað- inu. Orðrómur hermir, að honum hafi fallið betur við Truman og Roosevelt cn Eisenhower og litlu hafi munað um skeið að liann gengi í flokk demokrata, en iona hans var fyrir fáum áírum í frjálslynda flokknum, sem er vinstri armur demokrata í N,ew York. í tómstundum sínum les Rockefellcr alimikið og hlust'ar þess á milli á jazzlög. Hann hefir mikinn áhuga fyrir nútímalist og lis't frumstæðra þjóða. Hann er einn af helztu stuðningsmönnum og stjórnendum Museum of’Mod- ern Art í New York, sem mun vera bezta safn í heimi á þvl sviðr. í KOSNINGABARÁTTUNNI hélt Rockefeller því mjög' á loft, að hann hefði unnið fyrir Roose- velt og Truman. í helzta áróðurs- plagginu, sem repúblikanar dreifðu út, var efst mynd af Rocke feller og Truman og stóðu undir henni lofsamleg ummæli, seni Truman viðhafði um Rockefeller á sjðast liðnu sumri. Demokratar virtust una þessu mjög illa og svöruðu með því að setja aug- lýsingu í blöðin ineð mynd, þar sem Rockefeller og Nixon sátú saman að morgunverði! Eitt seinasta áróðúrsbragð demo krata var að halda því fram, að repúblikanar myndu afnema húsa- leigueftirlit í New York, ef Rocke feller næði kosningu. Rockefeller Isvaraði því með slikri auglýsinga- sókn í blööum, útvarpi og sjón- varpi, að slíks er talin fá dæmi í Bandaríkjunm og er þá mikið sagt. Kostnaðurinn við þessar auglýsingar mun hafa skipt hundr uðum þúsunda dollara. í þessum anglýsingum lýsti Rockefeller yfir því, að hann væri eindregið fylgj andi húsaleigueftirliti og myndi fremur herða það en hið gagn- stæða. Viðhorf til þessara mála virðist því annað í New York en Reykjavík. Þ.Þ. Laxamýrarættin i Framhald af 4. síðu). fram, hvað af þessu er endur- prentun og hvað prentað er eftir handritum. í stuttu máli tel ég, að mikill fengur sé að bwk þessari fyrir alla þá, sem gagn og gaman hafa af íslenzkri ættfræði. Margar myndir prýða bókina. Bcnjamín Sigvaldason NÝJAR NORÐRABÆKUR Gatland og Dempster: LÍF í ALHEIMI Á iðnbyltingartímabilinu voru sigrar mannsins yfir náttúrunni svo hraðir, að vísindúmennirnir toldu manninum ekkert oi'vaxið, innan stundar myndi hann þekkja alla leyndardóma heimsins. Svo fór þó, að þegar hann virtist standa við þröskuldinn — klauf atómið, það smæsta af öllu smáu. sem enginn þekkir til fulls. Vopn var hægt að smíða til eyðingar og dráps, en hver blés lífsandanum í nasir vorar? Vísindamenn vorir hafa nú enn komizt að því, sem hugs'uðir fyrri alda gerðu sér grein fyrir, að því meir sem vér lærum, þvj betur verðum vér oss meðvitandi, hve lítið vér vitum. Trúarbrögð og raunvísindi hafa færzt nær hvort öðru, þekking hefir aukizt, en alltaf er þessari spurningu ósvarað: Hverjir erum vér? Hváðan koimun vér? Hvert stefnum vér? Þessi bók fjallar uin liið fjöl- breytta og óþrjótandi efni, sköp- un heims, þróun vísinda og trúar- brögð. Guðmundur G. Hagalín: VIRKIR DAGAR Ævisaga Sæmundar Sæmunds- sonar, skipstjóra. Guðmundur Hagalín að rita nýjar Með þessu stórmerka riti hefur fslendingasögur, aldarspegil þjóð- arinnar á mótum sérkennilegrar fortíðar og umsvifamikillar nú,- tíðar. Enginn hefir reynzt Hagaljn snjallari í þessari bókmennta- grein. VIRKIR DAGAR eru og munu verða, sem hinar gömlu íslend- ingasögur, hornsteinninn að varð- veizlu íslenzkrar tungu og ís- lenzks þjóðernis. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: EIÐASAGA Eiðasaga cr saga höfuðbólsins Eiða, þar sem löngum sátu hinir merkustu menn og ættferður þjóð arinnar, sem létu jörðina ekki ganga úr ættarsetu í ábúð né eign arhaldi sömu ættar, fyrr en á sið- ustu og verstu dögum miðrar 18. aldar. Eiðasaga segir frá bjartsýnni stofnun Eiðaskóla og síðar baráttu fyrir tilveru ahns'. Eiðasaga segir frá mörgum ágætismönnum, er fórnuðu Eiða- skóla kröftum sínum. Eiðasaga er saga liins stærsta og merkasta staðar á Austurlandi á þessum tímum. 5 I .5 s lAfWVAV.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.-.V.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.