Tíminn - 15.11.1958, Page 6
6
T í M I N N, laugardaginn 15. nóvember 1358.
l—WMm-—|
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINH
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargðto
Slmar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 804.
J (ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasiml 19523. Afgreiðslan 12321
Prentsmiðjan Edda hf.
„Þegar býður þjóðarsómi“
Eins og alþjóö er nú kunn
ugt orðið af fréttum í blöð
um og útvarpi, skeði sá at-
burður nú alveg nýverið, að
brezkt herskip hindraði
islenzkt löggæzluskip í því,
að taka enskan veiöiþjóf inn
an þriggja mílna landhelgis-
línunnar. Gerðist það með
þeim fáheyrða hætti, að skip
herrann á brezka stríðsskip
inu hótaði að skjóta íslend
inga niður ef þeir leyfðu sér
að gæta laga og réttar á yf
irráðasvæði, sem jafnvel
Bretar hafa hingað til við-
urkennt að væri íslenzkt.
Með þessu atferli gera Bret
ar sig seka um atferli, sem
engri þjóð hefir verið talið
sœmandi og aðeins œtlandi.
einsýnustu og ofstækis-
fyllstu yfirgangsþjóðum ver
aldarinnar.
Þegar við færöum fiskveiði
landhelgi okkar út í 12 sjó-
mílur 1. sept. s. 1. þá munu
fáir íslendingar hafa trúað
því, að Bretar geröu alvöru
úr þeirri hótun sinni aö
virða þá ákvörðun aö engu.
Með útfærslunni voru íslend
ingar ekki aöeins að tryggja
grundvöll þess, að geta iifað
sjálfstæðu menningarlííi í
landi sinu á komandi tim-
um, heldur einnig að stuðla
að hagsmunum annarra
þeirra þjóða, sem fiskveið-
ar stunda hér við land. Það
renndi og auknum stoðum
undir þessa skoðun íslend-
inga, að þær þjóðir, aðrar en
Bretar, sem hér áttu ein-
hverra hagsmuna að gæta,
skildu nauðsyn íslenzku þjóð
arinnar og ákváðu að virða
rétt hennar. Hér kom svo
enn til, að flestir íslending-
ar a. m. k. hafa lengi litið á
Breta sem eina af öndvegis
lýðræðisþjóðum heims og
sjálfir hafa þeir sterklega
undirstrikað réttmæti þess á
lits, með þvi aö gerast ein af
forystuþjóðum þeirra sam-
taka, er telja sig vilja vernda
rétt lítilmagnans í rysjóttum
heimi. Af þessum ástæðum
ölium treystum við því, að
Bretar myndu a. m. k. ekki
bregðast sjálfum sér, með
því að beita eina minnstu og
vanburðugustu þjóð verald-
ar ofbeldi, er hún leitaðist
við að tryggja lífsafkomu
sína og hagsmuni annarra
þjóða um leið.
En þvi miður hefir trú okk
ar á réttsýni Breta og heið
arleik í alþjóðaskiptum orö
ið sér til varanlegrar minnk
unar og því fariö svo, sem
öllum gegndi verst en þó eng
um verr en Bretum sjálfum.
Þeir hafa haldið áfram á
þeirri braut, er þeir ákváðu
að ganga í upphafi þessarar
deilu. Og með hinum síð-
ustu og verstu tiltektum
sínum hér við land, hafa
þeir sýnt og sannað alheimi
að þrátt fyrir allan ytri
skrúða faguryrða um frelsi
og rétt smáþjóða, er viðleitn
in til nýlenduáþjánar þó enn
í raun æðsta boðorðið.
Við íslendingar höíum
löngum þótt deilugjöm þjóð,
erum svo enn og verðum efa
laust áfram. Við þáð er ekk
ert að athuga svo lengi sem
þær deilur haldast innan
mannsæmandi marka. Það
verður jafnvel ekki sagt, að
sá einhugur hafi ríkt um
landhelgismálið, sem þurft
hefði að vera og einn er
sæmilegur. Er skemmst að
minnast heldur óhrjálegr-
ar deilu, sem átti sér staö á
Alþingi um þetta mál, nú
fyrir fáum dögum. En hinir
síðustu atburðir virðast þó
ætla að hafa þær heillavæn
legu afleiðingar að okk-
ur verði ljóst, að við erum þó
ein þjóð og að til eru þau
mál, sem okkur ber skylda
til aö standa saman um. For
maður Sjálfstæðisflokksins,
Ólafur Thors, hefir lýst yfir
því á Alþingi, að stjórnarand
staðan sé reiðubúin til fulls
og einlægs samráðs við ríkis
stjórnina um það, hvernig
snúist skuli við þeirri vá, sem
nú er fyrir dyrum, naktari og
geigvænlegri en nokkru sinni
fyrr. Þann stuðning- ber að
þakka.
Sú staðhæfing brezkra
stjórnarvalda, að þetta síð-
asta og alvarlegasta brot
þeirra gegn okkur, beri að
fjalla um eftir .diplomatisk
um leiðum', vekur að sjálf-
sögrðu óskipta undrun. Málið
liggur ljóst fyrir.
Bretar hafa gerzt brota-
menn innan íslenzkrar lög-
sögu og neytt aflsmunar
til þess að fótumtroöa ís-
lenzk lög, sem auk heldur
hafa verið viðurkend af
þeim sjálfum. Allt þrugl um
„diplomatiskar leiðir" í þessu
sambandi verða, eins og for
sætisráðherra orðaði það . .
„að skoðast sem lítilmótleg-
ur fyrirsláttur tilraun til
þess að segja eitthvaö þegar
erfitt er að segja nokkuð.“
Á þessu stigi málsins skal
ekkert um það fullyrt ,til
hverra úrræða verður gripið
í því skyni að freista þess að
forðast frekari vandræði en
orðin eru. Á fundi ríkis-
stjórnarinnar og utanríkis-
málanefndar hefir . . . „ver
ið gengið frá ákveðnum mót
mælum til brezku stjórnar-
innar út af þessum atburð-
um og var þess krafizt, að
togarinn yrði sendur tafar-
laust til íslands ásamt skip-
stjóranum svo að íslenzk
stjórnarvöld geti komið fram
íselnzkum lögum gagnvart
honum“. Hér er að sjálf
sögðu byrjaö á réttum enda.
Menn geta svo haft sínar
skoðanir á því, byggð-
ar á reynzlunni af þessum
síðustu samskiptum Breta
við okkur, hvort stjórnar-
völd þeirra muni líkleg til
að láta undan þessum mót-
mælum okkar og kröfum ein
um saman. En gott er til þess
að vita, að hvað sem í skerst
munu íslendingar, allir sem
einn, „standa á réttinum“
og hér er ekki lengur um það
aö ræða, að lúta neinni há-
tign.
Dr. Sívago metsölubók í Svíþjóð
Stokkhólmi í nóv. 1958.
Um fátt eða ekkert hefir
meira verið rætt undan-
farið en Pasternak-
málið svonefnda, verðlauna-
veitinguna og allan þann
gauragang, er henni hefir
fylgt og svo að sjálfsögðu
þrætueplið sjálft, skáldsögu
Pasternaks. Dr. Sjívago kom
út í sænskri þýðingu um
síðastliðin mánaðamót og
hefir þegar hnekkt flestum
sölumetum. Roðasteinn
Mykles og aðrar metsölu-
bækur undanfarinna ára
hverfa þar gersamlega í
skuggann.
Það kom víst fæstum á óvart, að
Pasternak hlaut nóbelsverðlaunin
í ár. Þegar nokkru fyrir verð-
launaveitinguna var fullyrt að svo
mundi fara, og óvenju fáir höfund-
ar aðrir voru fil umtals í nokkurri
alvöru — Tarjei Vesaas, Karen
Blixen og Alberto Moravia má þó
nefna. Af einhverjum annarlegum
ástæðum virðist Ezra Pond með
öllu úr sögunni sem hugsanlegt
nóbelsskáld. Á hinn bóginn er ekki
hægt að segja að úrskurði sænsku
akademíunnar hafi verið tekið með
einróma fögnuði. Öllum ber a'ð
vísu saman um að Pasternak sé
fyllilega verður nóbelsverðlauna
og margir urðu til að samfagna
honum, en aðrir fundu rnegna
pólitíska þefjan af öllu saman og
töldu að akademíunni hefði enn
einu sinni orðið á í messunni. Og
síðan urðu viðbrögð Rússa kunn, og
þar með var málið komið á nýtt
stig: verðlaunaveitingin sem slík
hvarf í skuggann fyrir skáldinu
sjálfu og örlögum hans. Þá sögu er
óþarfi að rekja, 'hún ætti að vera
flestum kunn sem um hirða. Og
kapítulaskipti virðast a. m. k. hafa
orðið er Pasternak afsalaði sér
verðlaununú' „af fúsum og frjáls-
um vilja“, hvað sem síðar kann í
að skerast.
★
Olafur Jónsson skrifar frá Stokkhólmi um
Boris Pasternak og nóbelsverÓIaunin
BORIS PASTERNAK
Pasternak mun nú vera maður
kominn fast að sjötugu, hann hefur
lifað langa ævi, án þess að margir
gæfu ho'num gaum utan heima-
lands hans. Ýmsum var hann þó
kunnur sem eitt snjallasta og frum-
legasta ljóðskáld sinnar samtíðar,
einn af fáum höfundum á heims-
mælikvarða er sovétbókmenntirnar
eiga á að skipa, en allur almenn-
ingur hafði litla hugmynd eða enga
um skáldið eða torskilin og kröfu-
hörð verk hans. Og þá kom bókin
um Dr. Sjívago til sögunnar, og
þar með var Paslcrnak á allra vör-
um, nafn hans feitletrað í með-
vitund heimsins.
Það leið heldur ekki á löngu,
þar til pólilískir skriffinnar voru
teknir að gera sér mat úr Paster-
nak; dr. Sjívago var skyndilega
orðin röksemd í stjórnmálaerjum
stórveldanna, sönnun um syndir
sovétskipulagsins — og þar með
vænlanlega um ágæti andstæðing-
anna. í Sovélríkjunum fékk bókin
ekki að koma út, en á vesturlönd-
um fór hún sigurgöngu land úr
landi, og hróður höfundar óx jafnt
og þétt þar til Pasternak var
sæmdur nóbelsverðlaunum fyrir fá-
um vikum, fyrstur sovéthöfunda.
Akademían hefur lagt áherzlu á
að Pasternak ’hafi fyrir löngu kom-
ið til álita við úthlutun nóbels-
launa, að hann verðskuldi ekki síð-
ur heiðurinn fyrir ljóðagerð sína
og önnur verk en dr. Sjívago, sem
þó hafi ráðið úrslitum um verð-
launin, enda hafi hann með þeirri
bók reist á ný merki hinna miklu
rússnesku skáldsagnahöfunda. —
Stjórnmálaþras komi þessu máli
ekki við. Ástæðulaust er að draga
orð jafnvirðulegrar stofnunar og
Sænslcu akademíunnar 1 efa, vafa-
laust er verðlaunaveitingin byggð
á bókmenntalegum rökum einum
saman. En samt er saklaust að
spyrja eins og margur hefur gert:
Hvað hefði orðið ef dr. Sjívago
hefði komið út í Sovétríkjunum á
venjulegan hátt? Hefði akademían
þá brugðið jafnskjótl við að veita
Pasternak verðlaunin? Og hefði síðan er áróðursdansinn stiginn á-
bókin þá vakið jafnmikla athygli
og umtal á vesturlöndum?
Rússar hafa þegar svarað fyrir
sína parta: Pasternak er ekki leng-
ur „sovéthöfundur“ lieldur flugu-
maður kapitalista, bók hans svi-
virðileg árás á kommúnismann,
byltinguna og Sovétríkin, hann má
þakka fyrir ef hann fær að þegja
og halda líftórunni í heimalandi
sínu. Og þar með virðast allir að-
ilar orðnir sammála um að hér sé
ekki um að ræða skáldverk og lista-
verk lieldur pólitískt bitbein, og
fram af fullu íjöri í ausf.ri og
vestri.
Enginn vafi ieikur á þvf, að
Pasternak er andvígur kommúnist-
um, hann se.gjr það sjálfur berum
orðum meðal anenars í viðtali, er
birtist í bókmenntatímaritinu BLM
skömmu áður en honum voru veitt
nóbelsverðlaunin. Þar segir hann
um afslöðu sina til kommúnista:
„Eiginlega er það sáralítið sem
Fi asnihald á 11. síðu.
Baðstofunni hefir borizt eftirfarandi
bréf um skemmtisamkomu átt-
hagafélags í Reykjavík, og telur
hann skemmtiatriði þar vel þess
verð, að athygli sé á þeim vak-
in. Bréfið hljóða rsvo:
„Fyrra föstudagskvöld hélt Húnvetn-
ingafélagið í Re.vkajvík, fyrstu
skemmtun sína á starfsárinu. Var
hún í Tjarnaa-kaffi. Húsfyllir var,
og fór samkoman hið bezta fram
og var í al‘la staði ónægjuleg.
Ýmis skemmtiatriði voru um hönd
höfð ,auk dansins, og l>ar þar
liæst þátt, sem í skírninni hlaut
nafnið: Hrepparígur. Var honum
þannig fyrir komið, að þrír Vatns-
dælir og þrír Víðdælir þreyttu
með sér nokkurs konar vizkupróf,
með því að leitast við að svara
spurningum, er tilteknir menn
lögðu fyrir þá. Endaði sú þraut
með jafntefli og máttu báðir að-
ilar vel við una. Ýmsum þótti þó
sem litið gætti nágrannarígsins,
enda gáfu spurningarnar ekki til-
efni til sltks tnetings. Síðasta
spurningin, og raunar utan dag-
skrár, vék þó að því efni, en hún
var á þá leið, hvað fyrirliðar ÍTokk
an-na teldti -fna sveit helzt iiafa
sér til ágæiis iimfram hina. Vildi
Vatnsdælingurinn álíta, að lians
heimabyggð bæri einkum af fyrir
það, að þar fojú einn hinn göiug-
asti íslenzkra landnámsmanna,
Ingimundur hinn gamli, og þar
væri fyrsti 'Húnvetningurinn fædd
ur. Víðdæ-lingnrinn svaraði }>vi til,
að þótt aMrei nema fyrsti Iiún-
vetningurinn lœri fæddur í Vatns-
dal, þá bemtu ahar líkur til þess,
að grundvölfur hans hefði verið
lagður vestsu i Víðidal, og væri
það ekki þýðingarminna. Var auð-
heyrt á samkotnugestum, að þeim
þótti sem eroi hefði ekki sundur
dregið með 'keppenrium, og var
þannig tií ’ivka róið jafnt ó bæði
borð.
HúnvehiingaféliagíS hyggst halda
fleiri slíkar sanakömur í vetur, og
treystir á eigin skemmtilirafta til
að bera þaer uppi. Bendir þessi
fyrsta samtama lfka ótvlrælt til
þess að þvi megi treysta. Fimm
manna skemnaímefnd er starfandi
í félaginu, og er lbrmaður hennar
tíunnar Gnðmundsson, rafvirki,
en liann stjóinaði þessari fyrstu
skemmtun.
SkagfirSingur."