Tíminn - 15.11.1958, Qupperneq 8
8
T f M I N N, Iaugardagiitn 15. nóvember 1958.
tOÖRBÚÐ
»r.HrfWff i
at barnamat.
iawörur, *
!naaaratu‘'
irval vort
ALLT A SAMA STAD
Vér erum umboSsmenn fyrir hina
heimsþekktu
GABRÍEL
höggdeyfa
vatnslása
miöstöSvar
@g loftnetsstengur
Það er yður og bifreiðinni
í hag að verzla hjá Agli.
EGILL VILHJÁLMSSON H.F.
Laugavegi 118 — sími 2-22-40
í víðavangi
Húseigendur — Athugið |
Nú er rétti tíminn til þess að tryggja sér málara
H
fyrir jólin. |
g
Málarameistarafélag Reykjavíkur.
l(ItmiiUUiiIUUIII!IIIIIIIIIII!IIIIIIIiIIIIIIIilIIIIIIIIIII!l||IIlII]IIIIII!Il!IIIIIIIII!i]|IIIIIIIIIl!IIiIIIII!IllllillliIIIIlIl!IÍIlllli
(Framhald af 7. síðu).
málflutningur utanríkisráðherra
sé traustsyfirlýsing við kommún
ista eða ekki. Ólafur Thors er
svo reyndur stjórnmálamaður, að
liann veit auðvitað, að fullyrðing
liaus er gamansamur strákskap
ur eða stráksleg gamansemi. En
vel á minnzt: Undirnefndin uin
deUda kom til sögunnar 1951.
Hún var enn ekki til, þegar Ól-
afur Thors sat í ríkisstjórn við
hliðina á Brynjólfi Bjarnasyni.
Komst hann þá lijá því að sýna
kommúnistnm það viðinót, sem
liann kallar traust af Iiálfu nú-
verandi ríkisstjórnar?"
Viiínuheimili
í fyrrad. var til umræðu á fundi
Sameinaðs þings till. til þál. um
vinnuheimili fyrir aldrað fólk;
flm. Halldór E. Sigurðsson og
fl. Framsóknarmenn.
Fyrsti flutningsmaður mælti fyr
ir málinu og verður ræða hans
birt hér í -blaðinu.
Auk hans kvaddi sér hljóðs
Alfreð Gíslason. Taldi hann þessa
tillögu hina merkustu. Það væri
hin mesta félagslega nauðsyn að
skipa svo málum, að aldrað fólk,
sem nú færi fjölgandi með áiú
hverju, fengi notið starfskrafta
sinna. Æskilegast væri auðvitaö
ag það gæti dvalið á heimiium
sínum. Að því þyrfti ag vinna.
En með flestum þjóðum væri þetta
vandamál enn óleyst. Athugandi
væri að stofna sameiginleg dvalar
og vinnuheimili fyrir aldrað fólk
og unga vanyrkja. Mál þetta væri
mjög víðtækt og þyrfti gaumgæfi-
legrar athugunar við.
Minningarorð: Einar Sveinsson
Lækjarbrekku
VÖruvðl á
AUSTURSTRÆTI
Elnar í LæRJarbrckku andaðist
4. nóv. s.l. í sjúkrahúsi í Reykja-
vík. Var fluttur þangað fársjúkur
skömmu áður. Síðast liðið sumar
var hann óvinnufær og varð að
•halda að sér höndum, en heill
•til skógar hafði hann ckki göngið
í meira en eitt ár áður en yfir
íþyrmdi. Útför bans verður geyð'
frá Stóru-Núpskirkju í dag.
Einar Sveinsson var fæddur í
Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi á sumardaginn fyrsta, 24.
apríK1884. Hann var sonur hjón-
anna Guðbjargar Jónsdóttur og
Sveins Einarssonar. Eru ættir
þeirra beggja alkunnar og verða
því ekki raktar hér.
Einar ólst upp hjá foreldrum
sínum í Syðra-Langholti, sótti sjó
á vertjðum. allt frá fermingaraldri,
bæði frá Grindavík og Þorláks-
ihöfn, en vann heima þess á milli.
Ekki var um mikinn skólalær-
dóm almennings að ræða á upp-
vaxtarárum Einars, en mörgum
manni hefur orðið drjúg sú
fræðsla, sem umhyggjusamir for-
eldrar veittu börnum sínum, og
drjúgt veganesti á lífsleiðinni á-
hrifin af þeirri menningu, sem þró
aðist á fyrirmyndarheimilum. Svo
var um heimili þeirra Syðra-Lang-
hoRshjóna, Guðbjargar og Sveins.
Árið 1907 fluttust foreldrar Ein
ars með fjölskyldu sína að Ásum
í Gnjúpverja'hreppi og áttu þar
síðan heima til dauðadags. Þangað
fluttist og Einar með þeim.
Árið 1919 kvæntist Einar Sess-
elju Loftsdóttur frá Steinsholti,
mikilli myndar- og atorkukonu. —
Hófu þau búskap það ár á Skúfs-
læk í Villingaholtshreppi og
bjuggu þar í þrjú ár .Næstu fimm
árin -bjuggu þau í Efri-Gróf í sömu
sveit, en árin 1927 og 1928 voru
þau heima í Gnjúpverjahreppi.
Vorið 1929 fluttust þau Einar
og Sesselja að Brúnavallakoti á
Skeiðum og höfðu þar með hönd-
um bústjórn til vors 1934, er þau
hófu þar sjálf búrekstur, Árið eft-
ir fluttust þau að prestssetrinu
Skarði í Gnjúpverjahreppi og
bjuggu þar á hluta af jörðinni í
14 ár. Var það hugsjón þeirra að
i-eisa þar nýbýli, en þeir þröskuld
ar voru þar í vegi, sem ekki urðu
yfirstignir. Tók nú aldur að færast
yfir þau hjón, en dugnaður og
kjarkur óbilaður, enda voru þau
nú studd af uppkomnum og dug-
miklum börnúm sinum, þeim som
enn voru héima.
Árið 1949 tóku þau að reisa
nýbýli á landi úr jörðinni Steins-
holti. Nefndu þau það Lækjar-
brekku. Þar bjó Einar síðan til
dauðadags.
Það er þá fyrst, þegar E.inar
Sveinsson er hálf sjötugur að aldri
að hann festir þar rætur í móðúr-
moldinni, sem hann hafði lengi
þráð, og sem urðu honuin upp-
spretta sannrar lífsnautnar síðustu
ár ævinnar. Eftir margþætta
hrakninga og oft mikla erfiðleika
býr hann nú loks á eigin jörð.
Ekki ’hygg ég það ofmælt, og
á engan hallað, að nýbýli Einars,
Lækjarbrekka, hafi tckið skjólari
framförum en dæmi eru til um |
hliðstæð býli hér nærlendis. Þegar j
komið er heim að Lækjarbrekku,
blasa við margt því til sönnunar:
Reisulegar byggingar yfir fólk og
fénað, víð ræktunarlönd og undix--
búningur að enn meiru. Og hvar-
vetna vekur athygli manna snyrti-
mennska í vinnubrögðum öllum
og umgengni. Það er ekki algengt,
þegar -komið er íieim á fárra ára
gömtil nýbýli, að „velmegun" sé
eitt af því fyrsta, sem mönnum
kemur í hug, þegar yfir staðinn
er litið. En svo cr það á Lækjar-
brekku. Skildingarnir voru ekki
geymdir í handi-aðanum þar. Þar
voru áiiegar framkvæmdir svo
miklai’, að -furðu vakti, enda var
arður af góðu búi allur til þeirra
lagður og öllu stjórnað af hygg-
ingum hins lífsreynda hagleiks-
manns.
Sem heimilisfaðir var Einar
Sveinsson frábær. Hann átti til þá
eiginleika, sem eru í senn hvctj-
andi í verklegum ofnum og göfg-
andi á liugarí'ar þeirra, sem með
honum stöi’fuðu. Eg átti allnáið
samstaxf við Einar í nokkur ár,
þegar þau hjónin stýrðu búi á jörð
sem faðir minn átti, Brúnavalla-
koti. Kynntisí ég þá v-el hinuin
mikla starfs- og mannkostamanni.
Ekki veit ég hvort almenningur,
sem taldi sig þekkja Einar Sveins-
son. .þekkti til hlítar lunderni
hans og skapstyrk. Hann kom mér
þannig fyrir sjónir að hann hefði
náð að temja skap sitt svo, að
til fyrirmyridar var. Hin hversdags
lega hógværð var mikil og hvérj-
um xnanni atigljós, en fyrir kom,
að mikið skap, en tamið þó, kom
í Ijós undir skarlatsskykkju prúð-
mennskunnar, sem hann var svo
vel þekkiur. að.
Einar Svejnsson hefur lokið
starfi sínu hér. Endurminningin
um þcnnan mæta mann mun lifa
meðal allra þeirra, sem kynntust
honiun. Það var ógæfa samtíðar
hans og eftii'komenda hversu tseint
hann festi rætnr í eigin mold,
því að meiri og varanlegri hefðu
orðið verk hans, ef það hefði fyrr
orðið. En ekki skyldi urii það sak
ast. Hitt rná vera, að ýmsir ei’fið
leikar á lífsleið Einax’s hafi þrosk
að anda han-s engu síður —■ og
raunar miklu frenxur — en leik-
andi lífslán, þó að eftirsóknarvert
virðist — og sé. En þegar að leið
ai’lokum kemur munu flestix vpra
sammála því, að andlegur styrkur
sé þó rneira virði en veraldleg
afrek, þó að þau beri hagleik og
mikilli atorku fagurt vitnl.
Þau Einar og Sesselja eignuð
ust fjögur hörn, Sigriði, Guð-
tojöi’gu, Guðrúnu og Svéin. Guð-
tojöi’g er gift Ólafi Þorsteinssyni
■frá Háholti, Bjarnasonar. Guðrún
er gift norskuiri manni, Kurt Aal-
gerstad, en Sigrdður ög Sveinxi’ eru
Ógift heima. Ifafa þau stutt’for
eldra sína af .miklum, dugnaði og
myndarskap vi.ð hið mikla 'átak
að reisa nýbýlið að Lækjarbrekku.
Eg votta Sesselju iLoftsdÓttur
og börnuni þeirra. Einars .inni
lega samúð riiíaa við frafall Ihans.
Þau eru harmi lostin nú, <þó að
engum, sem til þekktu,. -kæmi hin
skyndilega burtför hans xxieð öllu
á óvart. En viðskilnaðurinn er æv
ínlega sársankablandinri, eihnig
þeim, sem ekki efast um hvað
við tekur, þegar góðxir dreiigiir
hveifur bak við fortjaldið.
'Einar Sveinsson var fæddux' á
siunardaginn fyrsta. Hamx var for
eldrxun sínum góð sumargjöf,
Forsjónin gefi sem flestum- for
eldnun jafn vandaðá sumargjöf.
Forsjónin gefi þjóð vorri isem
fiesta menn og konur,. sem hafa
í sér fóigna þá eiginieika, 'sem.
mest prýddn Einar SveinssorC en
það var trfnnennska, trygglyridi
og drcngskaþur, sem ekki brásl.
Sigíuðitr Ágústsson. f
Sérstæð kvöldvaka
á vegum
Kvenfélagiö Hringurinn hélt á
föstudaginn var kvöldriöku til á-
'góða fyrir barnaspítalasjóðinn, og
þótti hún tákast mjög vél, enda
voru skemmtiatriðin mjög sérstæð.
Þar söng t.d. Guðmundur Thoi’odd
sen prófessor gamanvisur með und
irleik Gunnars Möllers lögfræðings
þá var fjölbreytt tízkusýning, sem
tók yfir tímabilið frá aldamótum til
vorra daga, en. nm leið og hún fór
fram, voru sungnar sérstakar gani-
anvísur um hverf tímabil, en um
sön-ginn sáu Sigríður Hannesdóttir
og Hulda Emilsdóttir. Siðaix sýndu
Snjólaug Eiriksdóttir og ’Þorgrímur
Einarssan gamla og nýjn dansa, en
þá stjórnaði Haraldur Á. Sigurðs-
son nýjum gamanþætti. — Loks
hermdi Karl Guðmundsson eftir,
en að öllu þessu loknu var dans-
að fram eftir nóttu. Komust færri
en vildu á þessa ágætu skeminlun, ■
og er því í ráði að endurtaka hana
á sunnudaginxr kemur í Sjálfslæðis.
húsinu. Er öhætt að benda mönn-
um á að sækja skemmtunina, og
stýrkja um leið gott málefni.