Tíminn - 15.11.1958, Page 9

Tíminn - 15.11.1958, Page 9
ríiVIlNN, laugardaginn 15. nóvember 1958. 9 fe IK Clafífr. 40. dagur kona hans nema aö nafni til í mörg ár. En Valerie hafði ekki ver ið jafn umburöarlynd. Hún hafði verið afbrýðisöm í garð Katharine og beitti öllum ráðum til aö vinna henni mein. Kannske Katha rine hefði ekki einu sinni haft sæmilegt lífsviðurværi. Hailn kveinkaði sér við þeirri tilhugsun. Katharine, elskan mín, sagði hann við sjálfan sig. Það var ólánsdagur í lífi þínu þegar þú rakst á mig. Eg átti ekki skilið ,að þú skrifaðir mér: Þakka þér fyrir, Philip, þakka þér fyrir allt. Þú þurft- ir ekki að þakka mér, þaö var ég sem átti að þakka. Eg elsk aði í fyrsta sinn, þótt ég gerði mér það ekki ljóst. Villi pabbi sá það af skarp- skyggni sinni, að þessi gestur hans var ekki glaður í huga, þreytulegri og mæddari á svip en hann hafði verið áður. Kannske var hann hingaö kominn til þess að reyna að ná sér eftir sjúkdóm? Villi nálgaðist gestinn létt ur á fæti eins og dansari. — Kannske herrann hafi ekki verið vel hraustur undan farið, sagði hann? — Þér eruö svo þreytulegur. Philip reyndi að hrista af sér hugarangriö og sneri sér aö gestgjafanum. i — Komið með mér hérna inn á barinn og fáið yður hressingarlyf hjá mér, sagði Villi glaðlega. Þeir settust við barinn, og Villi lyfti glasi sínu og sagði: — Nú skulum við skála fyrir konunum. — Fyrir einni konu, sagði Philip. — Ágætt, fyrirtak, sagði Villi- — Einni, fagurri konu. Eg drekk yður til hamingju. Eg vildi sannarlega, að ég væri oröinn ungur í annað sinn. — En konan er abbadís, sagði Philip alvarlega. — Abbadís, sagði Villi og glennti upp augun af undrun. j — Er líka hægt að skála fyrir : slíkum konum? Já auövitað, en þá veröur það að gerast af alvöru og virðingu. Þessir Bretar, það var erf- itt að átta sig á þeim, hugsaði hann með sér. Vínið hressti Philip og rak hinar döpru hugsanir brott sem snöggvast. En þreytan vildi ekki hverfa. Hann gekk upp í herbergi sitt og lagðist fyrir og naut áhrifa vínsins. En þetta sama kvöld var Valerie í herbergi §ínu í íbúð þeirra i London. Húi? dundaði lengi við að snyrta andlit sitt. Hún hafði líka fundið nokkur grá hár, o'g það var sannar- lega hættumerki. Hún hafði tekið inn svefn- töflur — nógu stóran skammt til þess að hún gæti sofnað. Eða hafði skammturinn ekki verið nógu stór? Hún mundi ekki, hve margar töflur hún hafði tekið inn. Hún var með hugann allan bundinn við Edda og hjónaband hans. Það hafði svo sem verið iíkt Milly að segja henni þessar fréttir með illgirnislegri ánægju. Hún sté niður af háa stóln- um framan við spegilinn. Nú var allt farið að ganga öfugt fyrir henni, hún hafði lifað sitt fegursta. Philip var far- inn til útlanda og hafði kann ske náð sambandi viö þessa Vennér-drós aftur. Það var þó ekki því til að dreifa, að hún léti sig Philip nokkru skipta, en hann var eins og kjölfesta, sem hún mátti ekki missa. Ef hún hefði haft Edda, mundi hún ekki hafa hugsað um ann an en hann. Aldrei hafði hún þráö neinn karlmann eins heitt og hann. Sem snöggvast hafði afbrýðisemin í garð Katharine tekið hug hennar fanginn, og hún taldi sér trú 1 um, að henni þætti vænt um Philip, en jafnskjótt og Katharine var farin, lét hún sig hann engu skipta. Og fregnin um kvonfang Edda hafði ýft upp gömul sár. Eina fró hennar var nú í því j2v ona á ekki a3 tajla „Við lestur bókarinnar hafa ýmsir kaflar hcnnar orðið mér minnisstæðir, enda vel samdir og byggðir á mikilli þekkingu“. Friðrik Ólafsson, stórmeistari „Höfundur nær oft á tíðum aðdá- anlegum tökum á verkefninu. Þáð er álit mitt, að bókin eigi erindi til ís- lenzkra meistaraflokksmanna jafnt sem byrjenda“. Ingi R. Jóhanusson. „Ég ráðlegg öllum, sem hafa áhuga á að efla skákstyrk sinn, að kaupa þessa bók og lesa hana vel. Jafnvel þeir, sem alllangt eru á veg Romnir í skák, gætu haft hennar nokkur not“. Sveinn Kristinsson. Svona á ekki að tefla fæsf hjá bóksölum um land allt og kostar aðeins kr. 58,00 í góðu bandi. IÐUNN - Sheggjagölu J — Reykjavik fólgin að eyðileggja samband Philips og Katharine. Og vopn ið, sem hún hélt að dygði, var það að neita með öllu að gefa Philip eftir skilnaðinn. Hún tók glasið með svefn- töflunum og hellti nokkrum í löfa sér, taldi þær ekki og brá þeim upp í sig, saup síðan duglega á vatnsglasi, og svo 35. kafli. Snemma um morguninn rann lestin inn á brautarstöð ina. Sólin var einmitt aö koma upp og litaði fjallatind- ana rauða, en niðri i dalnum lá næturþokan enn. í bygg- ingunni var enginn á ferli og vatnabátarnir vögguðust þar mjúklega. Katharine gekk út af stöö- inni. Henni lá ekkert á, því að hún efaðist um, að nokkui’ væri kominn á fætur í Hótel Krónu enn þá. Hér var fagurt um að litast. DAVÍD STEFÁNSSON — skáld frá Fagraskógi — Upplestur úr eigin verkum, á hljómplötum BLPC3 33ja snúninga (Long play) ★ LOFSÖNGUR * HÚSMÓÐIR ★ HÖFÐINGI SMIÐJUNNAR ★ KONAN SEM KYNDIR OFNINN MINN ★ ASKURINN ★ SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 7REC4 45 snúninga E.P. ★ HALFREÐUR VANDRÆÐASKÁLD ★ VORNÓTT ★ MINNING ★ SORG ★ ÉG SIGLI í HAUST 7REC3 45 súninga E.P. ★ KVÆÐIÐ UM FUGLANA ★ KARL OG KONA ★ VIÐ HREINDÝRAVATN ★ SEGIÐ ÞAÐ MÓÐUR MINNI (Siðasta platan kemur á markaðinn eftir nokkra daga....) % "JJTe AAa<íi l TrfS rYlcfSl 6rS YOtCS ^ FÁLKINN hf. STEINGRIMUR J. ÞORSTEINSSON prófcssor segir í skýringum með útgáfunni: „.... Davíð Stefánsson hefir ferðazt víða um lönd. Þótt í sum- um kvæðum hans sé suðrænn eldur, er hann rammjslenzkur og hefir ávallt verið í nánum tengslum við þjóð sína og ætt- jörð. Hann er um fram annað ljóðrænt skáld og mikill lista- maður. Hann er frumherji í ís- lenzkri nútíma Ijóðlist.... “ Og ennfremur: „....Með fyrstu kvæðabók sinni vann hann þegar hug og hjörtu flestra íslendinga, og síð- an hefir skáldhróður hans farið sívaxandi svo að á sextugsafmæli sínu var hann hylltur sem þjóð- skáld af gjörvöllum lands- lýð....“ HSjómpSötudeiBd

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.