Tíminn - 29.11.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1958, Blaðsíða 6
T í M I N N, laugardaginn 29. nóvcmber 1958. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðsian 12323 Prentsm. Edda hf. Sírni eftir kl. 18: 13948 Fyrir opnum tjöldum ELLEFTA flokksþing Fram sóknarmanna, sem haldið var í marzmánuði 1956, skip- að rúmlega 400 kjörnum full- trúum úr öllum byggðum íandsins, samþykkti stjórn- málaályktun, sem þegar vakti athygli alþjóðar og varð undanfari meiri tíð- inda. Flokksþingið ákvað að hætta samstarfi því, er verið hafði við Sjálfstæðisflokkinn og að gefa þjóðinni kost á að ganga til kosninga á næsta sumri. Það lýsti'yfir því, að viö myndun næstu ríkis- stjórnar yrði að koma „sam- starf við félagssamtök bænda, verkamanna, vinn- andi framleiðenda við sjávar siðuna og opinberra starís- manna um grundvallaratriði i kaupgjalds- og verðlagsmál um“, og að takmark þessa stjórnarsamstarfs þyrfti að vera „að efla atvinnuvegi landsmanna, tryggja stöðuga atvinnu og traust fjármáia- kerfi.“ í kosningunum, sem í hönd fóru, gengu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fram í tveim fylkingum: Annars vegar bandalag Framsóknar flokksins og Alþýðuflokksins og hins vegar bandalag Sósíalistaflokksins og þeirra manna úr Alþýðuflokknum, sem Hannibal Valdimarsson hafði forystu fyrir, svonefnt Alþýðubandalag. Að loknum kosningum tóku þessi tvö bandalög höndum saman og mynduðu vinstri stjórn þá, sem síðan hefir verið við völd undir forystu Hermanns Jónassonar formanns Fram- sóknarflokksins. STEFNA og starfsáætl- un ríkisstjórnarinnar var mörkuð í „yfirlýsingu við stjórnarmyndun", sem birt var fyrir Alþingi og allri þjóð inni 24. júlí 1956. Forsætis- ráðherrann og fleiri hafa við ýmis tækifæri, fyrr og síðar gefið nánari skýringar á því, sem þar var fram tekið, og fer það ekki á milli mála til hvers stjórnarsamstarfið var hafiö og hvers af því mátti vænta. Hin nýja ríkisstjórn tók við völdum, á tíma þegar þannig var ástatt að ný alda verðbólgu var í þann veginn að skella yfir þjóðina. Fyrsta átak ríkisstjórnarinnar var að stöðva þessa verðbóigu- öldu, meö ráðstöfunum, sem ekki verða ræddar hér. M.a. vóru þá felld niður 6 vísitölu stig (og síðar 2), og þar með komið ^ veg fyrir þá hækkun á vöruverði, sem af þeim hefði leitt þá um haustið. — Með þessum aðgeröum svo og sjálfri yfirlýsingunni við stjórnarmyndun var það rækilega undirstrikað, að vinstri stjórnin taldi sér skylt að sporna gegn verð- bólguþróun í landinu. HVERNIG ætlaði svo vinstri stjórnin að vinna að efnahagsmálunum? Fyrst og fremst með því að taka upp náið samstarf við stéttasam- tök þau, sem fyrr voru nefnd, veita þeim eða trúnaðar- mönnum þeirra alla þá vitn- eskju, er stjórnin sjáif gat aflað sér um þjóðarbúskap- inn og þjóðartekjurnar, af- komu atvinnuveganna og það, sem til skipta gæti kom- ið úr þjóðarbúinu á hverjum tíma. Hagfróðir menn, sem stjórnin og stéttasamtökin töldu sig geta boriö traust til, skyldu afla þessara upp- lýsinga og leggja þær fram, á þann hátt að ekki yrði með sanngirni um deilt og skilj- anlegt mættu vera hverj- um manni, sem legði vinnu í að athuga þær. A þennan hátt átti að koma í veg fyrir, að óréttmæt tortryggni gæti átt sér stað og gera mönnum sem bezt skiljanlegar þær ráðstafanir, sem gera þarf til varnar gegn verðbóigu á hverjum tíma. Við allt þetta hefir verið staðið, svo sem skylt var. Og óhætt mun að segja, að hagfræðinga, sem til voru kvaddir, hafi ekki greint á í neinum meginat- riðum, er lýsa skyidi ástand inu eins og það var á hverj- um tíma, og hver sá vandi væri, sem við væri að fást, og hvað það kostaði að sigr- ast á honum hverju sinni. Með hagfræðilegum útreikn ingum hefir verið sýnc fram á, hvað til skipta er, og hver kaupmáttur tekna get ur beztur verið á hverjum tíma, miðað við þjóðartekj- ur. EF FÓLKIÐ í landinu fær samanlagt meiri tekjur útborgaðar einhverju sinni en sem þjóöartekjunum nem ur og verðlag fer úr skorð- um, rís ný verðbólgualda. Því meiru sem þetta nemur og því lengur sem það stend- ur, því hærra og óviðráðan- legra verður ris öldunnar, því geigvænlegri afleiðingar getur hún haft fyrir atvinnu lifið og hið vinnandi fólk sjálft, en spákaupmenn einir græða á slíku. Sparifé og sjóðir verða lítils virði. En hver áttu þau svo að vera — og eru — sigurlaun vinnustéttanna i stríðinú við verðbólguna? Fyrst og fremst þau, að almenningi yrði forðað frá þeim skelfilegu áföllum, sem skefj alaus verðbólga getur haft í för með sér, t.d. ef illa árar, og að því getur alltaf komið. í öðru lagi hefir stjórnin haldið uppi stöðugu eftirliti með verðlagi, og tak markað álagningn. í þriðja lagi veitir starfsfriður, sem árangur í verðbólgustríðinu, skapar í landinu, tækifæri til skynsamlegrar atvinnu- uppbyggingar i byggðum landsins. Og að þessari upp- byggingu hefir verið unnið sleitulaust um land állt síð- ustu tvö árin svo sem raun ber vitni um, og á þó árang- ur þeirrar starfsemi eftir að koma betur í ljós. Nóg at- vinna hefir verið víöast hvar Frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna: Nokkuð hefir dregið úr verzlunar viðskiptum Evrópuþjóða innbyrðis Vöxtur sá, sem verið hefir í verzlunarviðskiptum Evr- ópuþjóðanna innbyrðis hin síðari ár virðist nú hafa stöðvazt, að minnsta kosti í bili. Er talið víst, að á árinu sem nú er að líða dragi heldur úr heildarviðskiptun- um milli Evrópuþjóðanna samanborið við á^ið áður. Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem nýlega sat fund í Genf komst að þess- ari niðurstöðu. Samdrátturinn í verzlunarvið- skiptum milli Evrópulanda kom j ekki með öllu á óvart. Efnahags 1 nefndin hafði þegar í fyrstu árs- fjórðungsskýrslum sínum fyrir yfirstandandi ár bent á hvert stefndi í þessum efnum. Það vakti sérstaka athygli á fyrr nefndri ráðstefnu ECE, að svo virðist sem einnig muni di’aga úr viðskiptum milli Vestur og Austur Evrópulanda á þessu ári. Þessi við- skipti voru í örum vexti þar til fyrir tveimur árum. 1957 fór að draga úr viðskiptunum og 1958 hefir ekki til þessa verið um neina aukningu að ræða. Efnahags nefndin er þeii-rar skoðunar, að aðalástæðan fyrir þessu sé almenn ur viðskiptasamdráttur í Vestur- Evrópulöndum og enn fremur á- stand í kola- og olíuverzluninni. En auk þess er það staðreynd, að minni hráefnabirgðir eru nú fyrir hendi í Vestur-Evrópu en á undan förnum árum. Þá þótti ráðstefnunni það at- hyglisvert, að útflutningurinn frá Sovétríkjunum til Vestur-Evrópu, sem aðallega eru matvæli og hrá- efni, hefir minnkað um 15% á þessu ári, miðað við árið sem leið. í eftirfarandi töflu eru sýnd við- skipti Norðurlandanna fimm við Sovétríkin og Austur-Evrópulönd á timabilinu jan.—ágúst 1957 og 1958. Tölurnar, sem sýna millj. dollara eru úr hagskýrslum ECE: Innflutt frá: Sovétríkjunum A-Evrópul. Danir auka stöíugt íiskveiíar sínar — Jap- anir mesta fiskveiÖiþjóÖ heims — tJtlit fvrir góÖa uppskeru á þessu ári — Ný fiárfram- lög til flóttamannahjálpar Ný fjárframlög til flóttamannahjálpar. Tuttugu og sex þjóðir liafa til- kynnt, að þær muni styrkja flótta mnnnahjálp Sameinuðu þjóðanna með auknum fjárframlögum, sem koma til greiðslu nú þegar. Alls mun þá skrifstofa flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna ráða yfir upphæð sem nemur 3.127.000 dollurum. Meðal Norðurlandanna eru Dan- ir og Svíar þær þjóðir, er aukiö hafa framlag sitt tii flóttamanna- hjálparinnar; Danir um 72,3 þús. dollara og Sviar 115,9 þús. dollara. Danir slá öll fyrri met sin í fiskveiffum. Danir auka stöðugl fiskveiðar sínar og var árið sem leið — 1957 — enn met aflaár. Frá þessu er skýrt í „Yearbook of Fishery Statistic", sem Matvæla og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (FAO) gefur út. Samkvæmt þessum heimildum nam fiskafli Dana s.l. ár rúmlega % milljón smálestum í fyrsta sinn i fiskveiði sögu þeirra. Nákvæmlega nam aflinn 533,300 smálestum 1957 á móti 463,000 ár- ið 1956. Til fróðleiks og saman- burðar má geta þess, að 1938 nam fiskafli Dana 97,100 smálestum. 1948 var ársaflinn kominn upp í 225,000 smálestir. 1953 var þann alls 323,900 og 1955 425,300 smá- lestir. Hafa Danir þannig rúmlega fimmfaldað fiskafla sinn á 20 ár- | um. I Fiskaílinn í öllum heiminum. Árið 1957 nam fiskaflinn í öll- um heiminum 29,960,000 smálest- um. Er það nærri 50% meiri afli Útflutt til: Sovétríkjanna A-Evrópul. Danmörk, jan.— 1957 -ág. 7,0 1958 9,7 1957 23,0 1958 25,6 1957 7,4 1958 10,4 1957 14,7 1958 17,8 Finnland — 104,0 77,1 87,8 33,0 99,4 120,9 44,2 51,2 ísland — 8,9 7,8 4,0 6,9 6,8 5,7 2,9 5,4 Noregur — 12,2 9,0 ' 13,6 13,4 10,4 10,6 14,2 13,1 Svíþjóð — 19,8 13,8 23,2 19,8 9,5 7,8 26,7 22,5 í .landinu ,og afkoma al- virði að stefna hennar nyti mennt ágæt, ein sú bezta í veröldinni, að dómi fróðra manna. Alveg sérstakiega hefir verið reynt aö styðja þá í lífsbaráttunni, sem þess þurfa mest með. Unniö hefir verið að öflun atvinnutækja, í bæjum og þorpum, þar sem þörfin var brýn. Bændum þeim, sem minnst tún hafa, veitt aðstoð til að koma ræktuninni í viðhlit- andi horf og þar með stefnt að því að gera landbúnað- inn i heild sem starfhæfast an við framleiðslu í þágu ört stækkandi þj óðar. Hlutur fiskimanna hefir verið stórlega bættur, bæði beint og óbeint til þess að stuðla að því að fiskimiðin séu nýtt. í þessu sambandi mætti nefna land- helgismálið, en ekki er tími til að ræða það hér sérstak- lega. Komið hefir verið upp öflugum lífeyrissjóði fyrir togarasjómenn, og þannig viðurkennt erfiði þeirra — Hér er stiklað á stóru, en vinsældir stjórnarinnar víöa um land, sýna að almenning ur hefir talið sér nokkurs sín í framkvæmd. SUMIR ámæla stjórninni fyrir það, að hún hafi ekki enn keypt þá 15 togara, sem nefndir voru i yfirlýsingunni 24. júlí 1956. En-þ)ar var á- kveðið að „leita samninga um. smíði á 15 togurum og lóms-. /é til þess — m.a. með tilliti. til þess ájS stuðla að jafn-. vœgi í byggð landsins“. —. Vissulega hefir stjórnin leit- að slíkra samninga, og enn eru ekki liðin nema rúmlega tvö ár af kjörtímabilinu. 12 litlir togarar eru að koma til landsins á þessum vetri. Um smíði stóru togaranna hefir fyrir löngu verið leitað samninga í þeim löndum, sem æskilegast er talið að fá slika togara frá. Landhelg- ismálið hefir eflaust tafið fyrir samningum, en auk þess eru skiljanlegir erfið- leikar á framkvæmd mikilla áforma, og útvegun lánsfjár til þeirra. En stjórnin hefir ákveðið að kaupa nýja tog ara, og það mun veröa gert (Frarnh. á 8. síðu.) en 1938 er heildarafli heimsins nam samtals 20.500,000 smálest- um. Síðan 1947 hefir fiskveiðin í heiminum aukizt jafnt og Iþétt, eða til jafnaðar um 5% á ári hverju. Eftir heimsálfum skiftist fisk- aflinn þannig, að mest 'hefir aukn ingin orðið í Afríku. Þar var land- að 520,000 smálestum fiskjar 1938, en 1.860,000 árið 1957. Þar næst hefir- aukningi,-, orðið mest í Asíu (9.360,000 árið 1938 en 12.880,00 í fyrra); þá kemur Evrópa með 5.590,000 smálestir 1938 en 7.640, 000 1957, og loks eru talin Sovét- ríkin, en þar nam aflinn LS50.000 árið 1938 en 1957 reyndist hann vera 2.540,000. Japanir veiða manna mest. Japanir eru mesta fiskveiðiþjóð í heimi og bilið milli þeirra og Bandaríkjanna, sem næstir þeim standa í þessum efnum verður æ stærra og stærra. Árið 1957 öfluðu Japanir 18% af öllum fiski er dreginn var úr sjó og vötnum i heiminum ,eða sam- tals 5.399,000 smálestir. Banda- ríkjamenn öfluðu sama ár 2,740,100 smáleslir. Þriðja mesta fiskveiði- ríki heimsins eru Sovétrikin. Japanir dreifa fiskiskipum sín- um frá Suðurheimskautsíhafi til stranda Alaska í Norður-Kyrra. hafi. Þeir hafa fiskveiði hagsmuna að gæta víða, utan síns heima- lands, t. d. í Argentínu, Chile, Brasilíu og öðrum Suður-Ameríku ríkjum, einnig á Ceylon og í fleiri Asíurikjum. Aukin niðursuða og frystimg. Hagskýrslur FAO um fiskveiðar og nýtingu fiskaflans eru hinar ítarlegustu og hafa margskonar íróðleik að geyma um fiskveiðar um allan heim. í árbókinni má t.d. lesa, að fisk- niðursuða og frysting fiskjar hefir aukizt gífurlega hin síðari ár. Árið 1948 voru t.d. samtals 553,000 smá lestir fiskjar í 30 fiskveiðilöndum frystar ,en níu árum síðar, eða 1957 voru frystar 1.415,000 smá- lestir fiskjar i þessum löndum. Þessar sömu 30 þjóðir fram- leiddu árið 1948 samtals 664,000 smálestir af niðursoðnum fiski, að- allega síld, sardinur og ansjósur. 1957 nam niðursuðan 1,057,00 smá lestum. Bróðurpartinn af þessari aukningu hefir átt sér stað í Sovét ríkjunum. Útlit fyrir góða uppskeru 1958—1959. Uppskeran í heiminum upp- skeruhaustið 1958—1959 ætti að verða með bezta móti og mun betri en í fyrra, segja landbúnaðarsér- fræðingar FAO. Framkvæmdaráð Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en i því eiga sæti 24 fulltrúar, kom nýlega saman á fund í Rómaborg, þar sem þessi mál voru meðal annars rædd. Á fundinum ríkti sem sagt almenn bjartsýni um uppskeruhorfur, þar sem veður hefir verið hagstætt. Einkum er búizt við mikilli korn- uppskeru í ár. Fregnir frá stærstu kornræktar löndum heimsins, Bandaríkjunum, Sovétrikjumim og Kína (megin- landið) herma að uppskeran verði mikil í ár, komi ekki neitt óvænt fýrir á síðustu stundu. Afleiðing þessa verður vafalaust að enn bætist við kornfyrningar í heimin- um, sem voru álitlegar fyrir. Kaffiuppskeran ætti einnig að reynast góð i ár og í Evrópu cr reiknað með aukinni kjötfranu leiðslu, mjólkurafurðum, eggja, blóma og ávaxtaframleiðslu . (Fr áupplýsingaiþjónust® S.Þ. i Kaupmannahöfn).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.