Tíminn - 30.12.1958, Side 7

Tíminn - 30.12.1958, Side 7
T í BII N N, þriðjudaginn 30. desember 1958. 7 Heimsókn í BiaðiS hefir nýlega átt við |> ., tal við Harald Árnason, véla- ráðunaut Bf. ísl. um ferð, sem hann fór til Bretlands í sumar og sagðist honum frá á þessa leið: Síðast liðið sumar fór ég í náms- ferðalag til Evrópulands til að kynna mér nýjungar í búvélum •og tækni á þvi sviði. Leiðin lá fyrst til Englands, í boði British Council, en British Council er menningarstofnun, rekin af brezka rikinu, og vinnur að því aö kynna brezka meningu meðal annarra þjóða. Ég heimsólti Royal Show •— landbúnaðarsýninguna brezku, er haldin var í Bristol í þetta sinn. Sýningin var feikarlega víðfeðm og þarna kom fram allt það bezta i brezkum landbúnaði. Ég skoðaði einkum véladeildina. Mikið bar á sláttutæturum af ýmsum gerð- nm, bæði 'orezkum, dönskum og amerís'kum, en engar nýjar gerðir sláttutætara var bar að sjá. Þarna gaf að líta margar gerðir af dæl- um til þess að dæla vatni á akra og tún. Voru þær tengidrifnar og knúnar vélaafli dráttarvéla. Mátti hugsa sér að slíkar dælur gætu hentað okkur hér í þurrkavorum og sumrum. Dælum þessum fylgja léttar og fljóttengdar alúmín- pípur. Sumar af þessum dælum væri vafalausl hægt að nota sem 'brunadælur, t.d. í þorpum. Eitt .af því, sem ég sá á sýn- ingunni, og ég tel að eigi er indi hingað, voru vel tamdir fjár- hundar. Hæfni þeirra og leikni við fjárgæzlu var sýnd þarna. Fjár hópi var hleypt út og hundarnir voru látnir reka hópinn um völl- ann, inilli grinda og gegnum hlið eftir ákveðnum reglum. Væri æskilegt að einhverjir íslenzkir bændur færu til Bretlands og iærðu meðferð slíkra hunda og flyttu nokkra heim með sér og kenndu öðrum meðferð þeirra. í raun og veru er nauðsynlegt að tkorna upp hér uppeldisstöð fyrir fjárhunda. Næst heimsótti ég National In- ,stitute of Agriculture Engineer- jng, en það ejr véliaprófanastöð brezka rikisins, og síðar kom ég á útibú stöðvarinnar í Skotlandi. Stöð þessi er í gamalli höll, Wrest Park við Silsoe í Suður- Englandi. Hún er sennilega ein- hver fullkomnasta vélaprófana- stöð, sem um getur. Það má segja að flestir eða allir brezkir vélaframleiðendur láti prófa vél- ar sínar þarna, þó að þeir séu ekki skyldugir til þess. Samstarf rnilli vélaframleiðenda og þessarar stöðvar er mjög gott, enda vinna sérfræðingar stöðvar- innar að uppfinningum, bæði nýrra véla og eins að endurbót- um þeirra véla, sem eru þegar á Brezka vélprófanastöðin hefir aðsetur í þessari gömlu höll í West Park viö Lilsoe í Suður-Englandi markaði. Sem dæmi um þessa uppfinningastarfsemi þeirra má geta um dráttarvél, sem er knú- in vökvamótor í hvoru afturhjóli. Aflið kemur frá dísilvél, en vökva mótorarnir gera gírkassa og drif ó'þörf. Ganghraðastig eru á hvaða hraða, sem óskað er eftir frá 0— 35 km á klst. Þessi dráttarvél er enn á tilraunastigi og verður sennilega ekki framleidd fyrr en eftir mörg ár. Kartöfluupptökuvél sá ég, sem er fundin upp og smíðuð þarna í stöðinni. Telja starfstnenn stöðv- arinnar vél þessa hcnta betur brezkum aðstæðum en nokkra vél, sem komið hefir á markað i Bretlandi, en hún er enn ekki komin í framleiðsfu. Ýmsar fleiri vélar hafa verið fundnar upp þarna í stofnuninni, m.a. skurðhreins'unarvél, sem hentar þó aðeins fyrir grunna skurði. Allmiklar tilraunir hafa farið fram á hey- og kornþurrkun. At- hyglisvert fannst mér, að Bretar telja nauðsyn á miklu meira loft magni á hverja flatareiningu í hlöður en flestir aðrir. Enn frem ur er varla talað um súgþurrkun, | nema með upphituðu lofti. í vélaprófunarstöðinni í Hilsoe fara frám mjög umfangsmiklar til raunir með ýms tækniatriði í sam- bandi við rekstur gróðurhúsa. Þar fara t.d. fram tilraunir núna með sjálfvirka vökvun með plast- pípum, sem boraðar eru með ör- smáum götuíri, 7/10.000 úr þuml- ungi í . þvermál. Pípur þessar liggja ofan á moldinni meðfram plönturöðunum og götin eru þann- ig sett, að vökvunin kemur beint að rótum hverrar plöntu. í vökv- anum eru áburðarafnin uppleyst. Þá fara þar einnig fram tilraunir með vökvun með úðaspíssum, sem úða vatni, mjög smáum dropum, yíir plönturnar, og er betta sér- staklega notað í sambandi við græðlinga. Þessi vökvun er sjálf- virk, þannig, að það er gerfilauf- blað, sem orsakar það, að skrúf- ast frá vatninu og þá ýrist vatn í þrjár sekúndur yfir plöntw.-nar eða græðlingana og hættir síðan. Sé þetta ekki nóg, skrúfast aftur frá og ýrist í aðrar þfiár sekúnd- ur og dugar það venjulega. Þegar gervilaufið er orðið of þurrt, opn- ast aftur fyrir vatnið og þánnig koll af kolli. Þá fara þarna enn iremur fram mjög merkar til- raunir með ljósmagn og daglsngd í sambandi við alls konar ræktun í gróðurhúsum. | Ég heimsótti fvrirtækið Priest- man Broth^rs Lld. í Hull, en það framleiðir flestar þær skurðgröf- ur, sem notaðar eru við frarn-1 ræslu hérlendis. Priestman eru ný- byrjaðir að framleiða litlár skurð- gröfur, sem munu henta betur en eldri geroir til vinnu í afskekkt- um áveitum. vegna þess að þær eru auðveldari í flutningum. Ein slík grafa hefir þegar verið keypt hingað til lands og v.erður vinna hafin með henni næsta vor, sennilega á Austfjörðum. Ég heimsótti einnig Massey- F erguson dráttarvélaverksmiðj- una í Bretlandi. í þvi sambandi U:á geta þess, að það var Harry Ferguson, irskur bóndasonur, sem fann upp þrítengibeizlið, sem núorðið er notað á næstum allar dráttarvélar, sem framleiddar eru í heiminum. MasseyFerguson fyrirtækið rek- ur tækniskóla, þar scm margir ís- lendingar hafa sótt námskeið. .Þá fór ég og heimsótti tilrauna stöð í Reading, sem gerir vil- raunir með alls konar landbún- aðartæki, aðallega með tiliiti til rafmagnsnotkunar. Þeir hafa und- anfarin ár rekið allvíðtækar til- raunir með heyþurrkun, þar sem heyið er þurrkað í böggum, bundn um í heypressum. Við þessa þurrk un er notað loft, upphitað með rafmagni og mjög mikill blástur, miklu meiri en hér tíðkast við venjulega súgþurrkun. Það má geia. þess, að tilrauna- stöð þessi er rekin af brezku raf- veitunum og miðar einkum að því að koma á hagkvæmri rafmagns- notkun við ýmis konar landbún- aðartækni. Rafveiturnar róa að því öllum árum að bændur láti leiða heim til sín rafinagn, en þar er oft við nokkra erfiðleika að etja, vegna afturhaldssemi bændnnna. Jafnvel hefijr komið í ljós að brezkir bændur tíma alls ekki að nota rafmagn, eflir að það hefir verið leitt inn til þeirra. Ársíjórðúngsnotkun á sumum bæj um var utn 7 kílóvattstundir og við rannsókn kom í ljós að þeir hofðu aðeins brugðið upp raf- magnsljósi til þess að sjá til að hreinsa kveikinn á olíulömpunum! Virðist þetta vera þveröfugt við það, sem hér gerist, að allir sækj ast eftir að fá rafmagn og spara það lítt begar það er komið. Heypressur ryðja sér injög til rúms í Brctlandi og eru þess vegna gerðar tilraúnir með þurrk- un pressaðs heys, sem áður var getið. Pressað hey í böggum er ýmist verkað sem vothey eða þurrkað. Dráttarvétin, sem knúin er vökvahreyflum í hvoru afturhjóli. Vélin er enn á tilraunastigi og verSur ekki framlefdd á næstunni. Gjafabók Norræna félagsins 1958 Eins og undanfarin ár sendir Norræna félagið félagsmönnum sín um gjafabók. Að þessu sinni er það fræðslurit um Skán, prýtt rosklega 100 ljósmyndum. Ritið er gefið út af Norrænu félögunum í Danmörku og Svíþjóð sameigin lega. en í ár eru 300 ár liðin síð- an friðarsáttmálin í Hróarskeldu var undirritaðu þar sem Dan- mörk lét Skán af hendi við Sví- þjóð. íBókin um Skán er notuð sem gjafabók allra Norrænu félag anna i ár, en nú eru félagsmenn allra ielaganna samtals rösklega 125 þúsund. Á víðavangi „Sáttatiiboð" Lloyds í erlendum blöðum hefir verið skýrt frá því, að á ný- Ioknum ráðherrafundi Attants- hafsbandalagsins hafi Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, borið fram þá „sáttatillögu“ í landhelgisstríðinu við Islend- inga, að íslenzk varðskip héldu sig innan sex niílna marka frá grunnlínii, cn ensk herskip færu ekki inn fyrir tólf mílna, mörkin. í framkvæmd þýddi þetta, lað fiskveiðilandhelgi ís- lands yrði sex mílur. Sé þessi frásögn hinna er- lendu blaða rétt, styður það vissulega þá skoðun, sem halcl- ið hefir verið fram hér í blað- inu, að ráðamenn Breta hafi enn ekki gert sér fulla grein fyrir afstöðu íslendinga í málinu. Ann ars myndu þeir ekki láta koma frá sér annað eins smánarboo ®ig þessar tillögur Selwyn Lloyds eru. Rangar upplýsingar Margt bendir til þess, að ráða menn Breta liefðu aldrei fario inn á þá braut að beita íslend- inga ofbeldi, ef þeir liefðu ekki borið einhverjar vonir í brjósti um þáð, að hægt væri að beýgja íslendinga til undanhalds. Sénni lega liafa þeir fengiið rarigar upplýsingar um afstöðu íslend inga. Ekki er óiíklegt.. að þess- ar röngu upplýsingar hafi verio byggðar á hálfvelgjufullum blaðs skrifum, sem nokkuð bar á hér um skeið. Þrátt fyrir allt það, seiri síð- an hefir gerzt, virðast Bretar enn efast um úthaid og þrek fs- iendinga. Að öðrum kosti myndu þeir ekki láta sér koma í hug aðra eins fjarstæðu og þá, að ísiendingar sætti sig við sex: mílna fiskveiðilandhelgi meðan fjölmargar aðrar þjóðir hafa tólf milna fiskveiðiiandhelgi og það undantekningarlausi þjóðir sem eiga iniklu minna undir fiskveiðum en íslendingar. Þögn Alþingis Ein ástæða getur legið, til þess, að Bretar gera sér enn von um eitthvert undanlát ís- lendinga. Sá aðilinn, serii helzi ætti að láta til sín heyra, þeg- ar þjóðin er beitt ofríki, Ai- þingi, hefir enn .ekki mótmæli ofbeldi Breta. Alþingi ltefir heldur ekki gefið neina yfirlýs- ingu varðandi tólf niílna fisk- veiðilandlielgina, enda þótt þaE sé tvímælalaust sá aðilinn, Sein mest mark er tekið á í þessum efnum. Hundruð félagssamtaka og sveitaÉ’- og bæjarstjóirna liafa þegar mótmælt ofbeldi Breta og lýst óbilandi fylgi við tólf mílna landhelgina. Það þarf því ekki að efast um liver þjóðarviljinn er. Erlendis er þessu hins veg- ar ekki veitt eins mikil athygli og ef Alþingi lét til sín heyra. Út á við er rödd Alþingis á- hrifamest. Alþingi má ekki þegja Alþingi má ekki Iengur draga það að láta til sín lieyra í land helgismálinu. Það getui’ betur en nokkur annar aðili, gert Bret um það ijóst til hlítar, hver stefna íslendinga er. Einróma samþykkt Alþingis, þar sem á- rás Breta væri fordæmd og iýst óbilandi fylgi við tólf mílna fisk veiðilandthelgina, myndi meira en nokkuð annað sanrifærn Breta um, að íslenzka þjóðin verð ur ekki beygð til neins undan- láts i þessu máli. Og þegar Bret- uni er orðið það fullljóst, má vænta þess, að þeir sjái þa‘ð hyggilegast að hætta ofbeldinu og viðurkenna þá staðreynd, afi íslendingum ber enn ríkari rétt ur tii tólf niílna fiskveíðilánd- helgi en þeim mörgu þjóðum, sem þegar liafa fengið hann, án þess að nokkur hafi reynt að ihrifíia hann frá þeim með ó- lögum og ofbeldi, ;

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.