Tíminn - 06.01.1959, Qupperneq 2

Tíminn - 06.01.1959, Qupperneq 2
2 T í M I N N, þriðjudaginn 6, janúar 1959. ' ÁtV' " ^ (í^ah/^uhn^ \y « ' Kortið sýnir VaðlaHeiðarhálendið milli Eeyjafjarðar og Fnjóskadals. Bílds- úrskarsð er á miðri myndinnl, og Fífilgerði sést undir þvi að vestan en irjósatunga að austan. Sölvagil skammt norðan Fjósatungu en Grjótárdalur nokkru sunnar upp undir Fjósatungufjall, þar sem flugvélin fórst, og er staðurinn merktur eftir því sem næst verður komizt, en þó getur verið að einhverju skakki um það. FLUGSLYSIÐ (Framhald af 1. síðu) jheiði og fljúgi sjónflug um •íiíldsárskarð. Eftir það heyrist ekkert til vélarinuar, og eftir fáar mínútui jþóttust menn vissir um, að eitt- Sivað mundi vera að. Leifc hafin Eftir tíu mínútur er farið að r.pyrjast fyrir um vélina í síma á tajum i Fnjóskadal. Kom þá x ijós, að hún hafði sézt yfir Fjósa- ýungu, sem er undir Bíldsárskarði. jt>ar’ háfði vélin sézt sveima yfir nokkra hringi, og héldu menn ihálft í hvoru, að hún ætlaði að llenda þar á túninu, því að þar hafa litlar flugvélar lent áðux-. Ekki varð þó af því, og sá fólk þaö síðast til vélarinnar, að hún stefndi suðvestur yfir Vaðlalieiði í áttina til Grjótárdals. Klukkan 15,24 er byrjað að Jeita til hjálparsveita á Akureyri og nokkrum mínútum síðar eða Id. 15,40 leitað til björgunarflug- vélar á Keflavíkurflugvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar í Heykjavík. Leitarmenn á Akureyri Txrugðust fljótt við og bjuggust naargir af stað. Fyrstu leitarmenn Ixéldu af stað kl. 17,10 á bíl fram að Kaupangi. Tryggvi Þorsteins- son, íþróttákennari, stjórnaði leit- áimii Margir buðust til leitar, og munu þeir hafa orðið 80—100. Samtímis þessu hafði Ragnar Jónsson bóndi í Fjósatungu safn- að mönnum í Fnjóskadal til leit- ar og lögðu þeir á lieiðina nokkr- ír saman. Tvö tjöld Leitarmenn frá Akureyri fóru á bílum upp frá Kaupangi að Fífil- gerði, sem er efsti bærinn undir .skarðinu. Á næsta hjalla þar fyrir ofaji reistu þeir tjald, og var hægt oð hafa samband við menn í Fífil- gerði þaðan með ljósmerkjum. Annað tjald var reist uppi á Ihrún skarðsins'. I tjöldunum voru hitunartæki. Tveir læknar biðu og. fregna af leitinni í FífUgei'ði. Bóndinn þar, Jónafan Davíðsson, íhafð opið hús og veitti leitarmönn •um allan beina og fyrirgreiðslu, or hann mátti. Gengu í breiíJfylkmgu Leitarmenn hofðu luktir all snárgir. Ilöguðu þeir leit svo, að |>eir mynduðu samfellda röð með stuttu bili á milli manna og gengu þannig austur yfir. Veður var hið versta, stórhrið, svo að aðeins sást jiokkra metra frá, og liörkufrost. I Snjór var mikill, oftast í hné og jafnvel klof. Sóttist ferðin því að I ronum seint. Snjóbíll var lagður af stað frá Húsavík og annar úr Reykjadal til þess að taka þátt í leitinni, svo og beltisvél frá Vöglum. Þes'sum tækjum var þó snúið við, er til- kynning barst um að vélin væri fundin. Vélin finnst Um kl. 22 á sunnudagskvöldið barst svo frétt um það, að vélin væri fundin. Kom fregnin frá Fjósatungu. Hafði sendimaður komið þangað niður með þau tíð- indi. Svo dimmt var, er leitar- menn fundu flakið, að þeir gátu ekki gert nákvæma staðarákvörð- un en vissu þó, að þeir voru sitadd ir nokkuð sunnan Bíldsárskarðs, og mun það hafa. verið í Fjósa- tungufjalli, sem er um 800 metra hátt, en Bíldsárskarð er um 600 metra hátt. Mjög brofcin . Vélin var mjög brotin, báðir ! vængir liöfðu brotnað af henni ! og búkurinn einnig brotinn. i Mjög var farið að snjóa að vél- inni. Lík manuanna fundust öll í flakinu eða við það, nema flug- maimsins. Það fundu leitarmenn ekki, en töldu að það mundi vera í fönninni þar hjá, enda óhugsandi eftir því livernig vél- in var Ieikin, að nokkur hefði komizt lífs af, er liún rakst á, og einsætt að allir hefðu látizt sam stundis. Leitarflokkarnir að aust- an og vestan munu hafa komið mjög um líkt leyti að flakinu. Ekki unnt a’S flytja líkin Leitarmenn bjuggu síðan um og merktu fundarstaðinn eftir beztu getu, en vegna ófærðar og stór- hríðar var ekki unnt að flytja líkin niður þá þegar. Héldu leitarmenn til byggða, og má mildi teljast og þakka góðu skipulagi. að engan sakaði í förinni. Tveir liéldu nieð Fnjóskdælingum .niður að Fjósátungu, en þaðan er um tveggja stunda gangur í þessari færð í slysstaðinn. Var ætlunin að farið yrði úr Fnjóskadal að sækja líkin, en í gær var veðurharka og fannkoma svo mikil, að það var ógerningur og bíða menn þar betra veöurs. Þess má geta, að Björn Pálsson og fleiri flugmenn biðu síðdegis á sunnudaginn á Reykjavíkurflug- vclli reiðubúnir að fljúga nor'ður til leitar, ef veður leyfði, en það gef aldrei. örn Ólafsson iddur hjómleika kvöld og annað kvöld heldur rn Ólafsson fiðluleikari tón- a í Austurbæjarbíói fyrir ’ktarfélaga Tónlistarfélagsins. Nordal píanóleikari mun að- ia hann. efnisskránni eru Sónatína r fiðlu og píanó op. 100 eftir •rak, „Átthagaljóð“ fyrir fiðlu píanó eftir Smetana, sónata r fiðlu og píanó eftir Jón Norl- sónata fyrir einleiksfiðlu, op. nr. 3 eftir Ysaye og loks In- iuetion og Rondo-Capriceioso r Saint Saens. ins og sjá má af efnisskránni, þetta allt verk, sem hafa ekki rzt hér á tónleikum lengi og i aldrei. Það .eru nú 3 ár síðan rn Ólafsson hefir haldið tón- a fyrir Tónlistarfélagið. Það er in hætta á því, að báðum verði i vel fagnað í Austurbæjar- í kvöld og annað kvöld. ,9 milljarðar doll- ra tií landvarna ---3—WASHINGTON, 5. jan. — Bandaríkjastjórn tilkynnti flokks- leiðtogum á Bandarikjaþingi í dag. að hún gerði ráð fyrir 40,9 mill- jarða dollara fjárveitingu til land- varna á fjárlögum fyrir fjárhags- árið sem hefst 1. júlí n.k. Þetta er noklcru hærri upphæð en á sein ustu fjárlögum, en sagt, að í raun inni sé um minni fjárveitingu að ræða en áður og valdi því vaxandi dýrtíð. Reynt með snjóbíl i Framhald af 1. siðu) flakinu, og gátu þeir ekki hreyft það. Lík flugmannsins fundu þeir ekki, en töldu ekki ólíklegt, að það væri undir vélinni. Héldu þeir síðan ofan í Fnjéskadal. Annar ímnnanna, sem að innan kom, var Magnús Guðmundsson, lögregluþjónn, sem fylgist með aðgerðum fyrir hönd lögregl- unnar. Tjaldið uppi á heiðinni varð að skilja eftir sölcum stórhríðar og situr það þar ásamt sjúkrasleða. Reynt mun verða að komast að flakinu jafnskjótt og unnt er, sagði Tryggvi að lokum, þótt útlit sé ekki gott. Stórhríð er hér og veöurspá ill. Snjóbíll frá Húsavík er þó á leið fram eftir, og á hann að fara fram dalinn í fyrramálið, ef unnt er, og síðan með mönnun- um úr Fnjóskadal á slysstaðinn. Sigurður Jónsson, yfirmaður loftferðaeftirlitsins heið í gær ferð ar norður til þess að hefja rann- sókn slyssins, en ekki var flug- veður. Cessna-flugvélin var ný, smíðaár 1958, og kom til landsins í sumar. Hreyfill ihennar var 230 hestafla og flughraði 230—250 km. á klst. en minni með skíðum. í vélinni voru hraðamælir, hæðarmælir, seg uláttaviti og klifurmælir, sem seg ir til um, hve vélin hækkar mikið á mínútu. Hins vegar var ekki í henni giró-áttaviti og fleiri mæli- tæki vantaði í hana, sem æskilegt er að hafa og hafði verið ráðgert að fá þau síðar. Það er erfitt að leiða getum að því, hvað valdið hafi slysinu. Þó virðist líklegasí, að vélin hafi flog ið upp skakkt gil. Þegar farið ei- yfir Bíldalsárskarð á að fara upp með Sölvagili, sem er nolckru norð ar og er þá komið beint í skarðið, sem er stutt, og varla meira en tveggja til þriggja mínútna flug yfir það og er flugvöllurinn þá beint niður undan. Auðsætt virðist því, að vélin hafi rekizt á næstu tvær eða þrjár mínúturnar eftir kl. 15,01. Virðist vélin hafa farið upp með Grjótárdal sem er nokkru sunnar en Sölvagil, og flugmaður- inn ætlað að snúa við, er hann sá að í ógöngur var komið, en ekki getað það, enda er krapt þarna og fjailið hækkar mjög brátt. Þetta aIlt mun rannsókn að líkindum leiða betur í Ijós. Jór> Pálmason stígur í forseta stól eftir fyrstu afborgun Alþýouflokksins er fólst í kosningu hans. Gunnar Jóhannsson varaforseti er að víkja úr forsetakosningu eftir að hafa lýst yfir kosningu Jóns. Eftir þetta hóf Jón endemisræðu sína, þá er sagt er frá hér að neðan. Jén Pálmason kjöirnn forseti samein- aSs fíings með atkv. AlþýS'iiflokksins Hóf forsetaíeril sinn með vítaveríum dylgjum úr forsetasfcóli Alþýðuflokkurinn launaði íhaldinu í gær fæðingarhjálp og fóstur stjórnarinnar og gaf um leið fullkomna yfirlýsingu um að hér er um samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins að ræða, með því að kjósa Jón Pálmason forseta samein- aðs Alþingis. Flutti .Jón að lokinni kosningu sögulega ræðu eins og eftirfarandi útskrift ber með sér: „Á 18, fundi í Sþ., 5. jan., lét varaforseti (G. Jóh.) fara fram kosningu forseta sameinaðs Al- þingis. Kosningu hlaut Jón Pálma son, þm. A-Húnv. með 27 atkv.— Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf. fékk 14 atkv., Hannibal Valdimars son 7. þm. Reykv. fékk 8 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Hinn kjörni forseti gekk þá til forsetastóls og tók við fundar- stjórn. Forseti (J. Pálmas.): Ég vil Ieyfa mér að þakka hv. alþm. fyrir vinsamlegt traust og vonast eftir góðri samvimxu eins og lengi var. Jafnframt vil ég óska hv. alþm., hæstv. ríkisstjórn og öllu starfs- fólki Alþ. gleði og farsældar á þessu nýja ári. Eg vil ennfremur láta í ljósi þá ósk og von, að þetta nýbyrjaða ár verði hamingjuár fyr ir okkar stofnun, virðulegustu stofnun þjóðarinnar, Alþingi, þann ig, að það fái tækifæri til þess á þessu ári að starfa með aðlilegri hætti en oít hefur verið síðustu árin og þannig að vandamál þjóð- arinnar, þau verði afgreidd innan veggja þessarar stofnunar ,en ekki annars staðar, (Gripið fram í: Þetta er ekki rétt sagt, ég mót- mæli þessu). Fyrir? (Gripið fram í: Það er ósmekklegt af forseta að segja þetta. Eg segi það eins og það er og geng út). Það liggur engin dagskrá fyrir þessum fundi um frekari störf. Næsti fundur verður boðaður með dagskrá. Fund inum er slitið“. Þess skal gelið, að bað var Stein •grímur Steinþórsson, 1. þingm. Skagfirðinga, sem mótmælti orð- um forseta og undirstrikaði möt- mæliii með því að ganga af fundi. Þessi ummæli Jóns Pálmasonar úr forsetastól eru áreiðanlega eins dæmi, enda ósæmandi með öllu. Slík ummæli hefði hann getað við- haft úr ræðustóli sem þingmaður í þingræðu en ekki úr forsetastóli, Duiles og Mikojan ræddust við af vinsemd í gærdag Hittir EisenSiover íorseta seinna NTB-Washington, 5. jan. — Mikojan aðstoðarforsætisráð- herra Sovétríkjanna kom til Washington í gær. Síðdegis ræddi hann við Duhes utanríkisráðherra. Mikojan upplýsti að fundi þeii-ra loknum, að hann myndi hitta Eisenhower forseta, þegar hann kemur aftur til Washington. Mikojan leggur á morgun af stað í ferðalag víðs vegar um Bandarikin. Mun hann heimsækja helztu borgir landsins og 'hitta fjölda áhrifamanna. Meö honum er sonur 'hans 29 ára gamöll. Mikojan kom til Bandarikjanna fyrir 22 ár- um og dvaldist þar þá í tvo mán- uði. Að þessu sinni verður hann aðeins tvær vikur. Rœddu margt i Að fundi þeirra Dullesar lokn-; um sagði Mikojan, að þeir hefðu ræðzt við í vinsemd og samtalið verið mjög gagnlegt. Þeir hefðu drepið á mörg mál, svo sem Berlín ardeiluna, Þýzkalandsmálið, af- vopnun og verzlunarviðskipti. — Hann kvaðst hafa flutt munnlegan boðskap til Dulelsar frá Krustjoff og beztu kveðjur. Dulles sagði eft- ir fundinn, að þeir hefðu ræðzt. við í bróðerni og myndu liittast aftur, er Mikojan kæmi til Was- hington. Þá mun Mikojan einnig ræða við Eisenhower forseta. Fundur Dullesar og Mikojans var í utanrikisráðuneytinu. Er Mikojan kom þangaö var.þar sam an safnaður allstór hópur ung- • verskra flóttamanna. I Báru þeir ýins kröfuspjöld svo sem: /,Mikojaii, inundu eftir Ung verjalandi" og „Við viljum ekki heimsókn manua, sem hafa atað hendur sínar í blóði“. Foringl saintakanua fókk að koma inn og aflienda mótmælaskjal vegma við ræðna Dullesar og Mikojaas.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.