Tíminn - 13.01.1959, Qupperneq 2
2
Minningartafla um T orgeir Andersen-
Rysst sett upp í Torgeirsstöðum
Nokkrir menn frá Skógræktarfélagi íslands og
í Nordmannslaget komu þar saman s.l. laugard.
Laugardaginn 10 janúar
korriu nokkrir stjórnarmeð-
timir úr Skógræktarfélagi ís-
lands og Nordmannslaget á-
camt hinum nýskipaða sendi-
iierra Norðmanna, hr. Bjarne
Börde, starfsmönnum hans
og Hálconi Bjarnasyni skóg-
iræktarstjóra að Torgeirsstöð
tum í Heiðmörk til þess að
iheiðra minningu Torgeirí
Anderssen-Ryssts sendiherra
og þakka störf hans og konu
íhans, frú Ruth Anderssen-
Rysst.
Athöfnin byrjaði með þvl að
jtvar Orgland stjórnaði Torgeirs-
staðasöngnum en síðan hélt Tom-
as. Haarde erindi um Torgeir
.Andersen-Ryss't og konu hans og
Sýsti því með fáum en skýruir.
ihefðu verið mikilsverð fyrir Norð-
orðum hve störf þeirra hjóna
.aefðu verið mikilsverð fyrir Norð
Bnenn og íslendinga, og hve mikið
Nordmannslaget ætti þeim að
jþakka. Meðal annars væri ekki
íbetta hús, sem athöfnin fór fram
S, komið upp, ef Andersen-Ryssi
iaefði ‘íekki beitt sér fyrir því
Bað hánn Ifákon Bjarnason að
afhjúpa minningartöfluna. Gerð
Liann það með örstuttri ræðu, þar
Gem hann minntist áhuga Anders
sen-Ryssts fyrir því að styrkja
LÍengslin' milli frændþjóðanna,
ains níikla starfs hans í þágu
skógræktarinnar og kærleikans
liil lands og þjóðar. Minningar-
óaflan væri ekki stór, en innan
r.kamms munu margir óbrotgjarn-
Sr minnisvarðar rísa upp víða á
ííslandi, sígræn og lifandi tró,
oem gróðursett hafa verið af
norskum höndum í íslenzkri mold,
og minna á störf Torgeirs Anders
oen-Rysst í tugi og hundruð ára.
Að þessu loknu var minningar-
óaflan • afhjúpuð en sendilierra
ÁVoregs ávarpaði gestina með
riokkrum' orðum. Sagðist hann
íilakka til að slarfa hór á landi
og vona. að sér tækist að feta
vel í fótspor fyrirrennara síns,
TÍMINN, þriðjudaginn 13. janúar 19591
HoIIenzki sendiherrann í Peking lenti1
í andstöðu við kínverska starfsfólkið!
og bjargaðist úr einangrun úr landi
Útvarpsstöð
í gerfitungli
BJARNE BORDE
sendiherra, staddur í bjáikakofanum
í Heiðmörk, að baki hans sést minn-
ingartaflan.
því að allt bæri að sama brunni
með það, að hann hefði leyst
störf sín hér með ágætum.
Að þessu loknu voru bornar
fram veitingar, og yfir borðum
voru fluttar stuttar ræður.
Alhöfnin fór virðulega fram og
hóldu menn lieimleiðis um kl. 4
e. h.
lýting Loftleiða varð um 70%
' og hækkaði um 17,5%
Farþegar voru alls 26700 á árinu
Yfirleitt ríkir sá siður meö
þjóðum, að sýna sendiherr-
um annarra þjóða virðingu
og veita þeim hvers konar
vernd, sé allt samband rikja
með eðlilegum hætti. Gilda
um þetta bæði skráð og
óskráð lög. Sendimönnum
erlendra ríkja í Peking mun
hins vegar finnast heldur
fátt um veruna þar í borg,
bæði vegna einangrunar og
svo ýmissa óþæginda, sem
slíkir sendimenn munu ekki
verða fyrir ahnennt í gisting
hjá öðrum þjóðum.
Það var helzt fyrrverandi sendi-
herra Hollands í Peking, sein
hafði ástæðu til að kvarta fyrir
aðbúnaðinum. Dag einn í október-
mánuði síðastliðnum bað hann tvo
kínverska vikapilta að kynda upp
hús sendisveitarinnar hollenzku.
Fékk sendilierrann, sem heitir
Slingenberg, þau svör hjá piltun-
um, að kyndinguna mundu þeir
ikki annast, nemia annað tveggja
• íá hærra kaup eða þriðja manni
væri bætt við þeim til aðstoðar.
Allir fóru
Slingenberg sagði piltunum að
kveikja upp í miðstöðinni eða
fara að öðrum kosti. Er þeir rudd-
ust skömmu síðar inn til hans í
íkrifstofuna til að mótmæla með-
an hann sat þar á tali við gest,
skipaði hann þeim að fara út og
ýtti við öðrum þeirra. Síðan gerð-
ist ekkert í hálfan mánuð, en upp
úr því fór kínverskt starfsfólk
sendisveitarinnar að hverfa úr
starfi, unz allt, rúmlega fjörutíu
manns, var hlaupið brott.
Frá Heródesi til Pílatusar
1 Sendiherranum þótti sýnt, að
fólkið fór samikvæmt skipun. En
þegar hann sneri sér til utanrík-
isráðuneytisins varðandi þetta,
var honum tjáð, að málið lieyrði
undir ráðningarskrifstofu ríkisins.
Því miður, sogðu þeir í ráðningar-
skrifstofunni, þetta er á ábyrgð
j utanríkisráðuneytis'ins.
Kyntu sjálfir
Þei nþnír karlmenn, sem voru í
hollenzku sendisveitinni í Peking,
kyntu nú sjálfir miðstöð sína og
óku bifreiðum sínum. Konur
þeirra þvoðu þvottana, elduðu
matinn og fóru í verzlanir. Sendi-
ráð Pakistan bauðst í fyrstu til
að aka hollenzku börnunum í skól
ann, en eftir eina slíka ferð tók
sendiráðið boðið aftur, enda hefði
það misst kínversku bifreiðastjór-
ana að öðrum kosti. í öðru sendi
ráði neitaði kínverskur matsveinn
að baka kökur, þegar hann frótti,
að von væri á einum hollenzka
sendisveitarmanninum til kvöld-
verðar.
Bjargaðist í annað land
Þar sem sendiráðin óttuðust
hefndarráðstafanir, forðuðust þau
eftir megni öll afskipti af hol-
lenzku sendisveitinni, og var eng-
in srendisveit eins einmana og
þessi, þótt víða væri leitað. Hálfs
mánaðarlega eða svo bárust ör-
væntingarfull skeyti til I-Iag frá-
væntingarfull skeyti til Haag frá
hann mótmælti þessari meðferð
allri. Ifollendingarnir, sem sáu
engin ráð til að bjarga honum úr
þessuin vandræðum, létu liann
bjargast eins og bezt gekk, þar til
hann var skipaður sendihérra í
öðru landi í desember síðast liðn-
um.
Léfegur affi Eyja-
báta
Vestmannaeyjum í gærkveldi. —■
Afli bátanna var heldur tregur í
dag og gær. Höfðu tveir bátanna
7 lestir en aðrir minna, niður í 3
lestir. Alls munu nú byrjaðir 10
12 bátar en fleiri munu byrja
róðra þegar líður á þessa viku.
Vertíðarfólk drifur nú að. Kom
allmargt til dæmis með Esju að
austan í gær. Enn er þó skortur á
.mönnum, helzt beitumönnum.
I SK.
Þessi teikning á að sýna Atlas-eld-
flaugina, sem Bandaríkjamenn skutu
út í geiminn og nú hrlngsólar um
jörðina. Hún er útbúin útvarpsstöð
ogtekur á móti útvarpi frá jöröu og
endurvarpar því. Er þetta talið hafa
sannað' greinilega, að mikið gagn
má hafa af gerfitunglum við útvarp
og endurvarp í framtiðinni. Stœrri
hluturinn á myndinni snýst enn um
jörðina en hinn minni er nú laus frá
eftir að hafa iokið hlutverki sínu og
flutt gerfitunglið á braut sina.
Euginn í fandhelgi
í gærkveldi
í gærkvöld voru engar ólögleg-
ar veiðar í fiskveiðilandhelginni.
Brezkir togarar eru að veiðum
djúpt út af Austfjörðúm og rnunu
þeir hafa sæmilegan afla þar.
Brezku herskipin halda sig í
námunda við verndarsvæðin, sem
eru í grennd við Hornafjörð og
Ingólfshöfða og eru nokkrir tog*
arar þar að veiðum utan 12 sjó-
mílna markanna.
(Frá landhelgisgæzlunni.)
Fréttir frá landsbyggðinni
Heiztu niðurstöðutölur flug-
jreksturs Loftleiða á liðnu
ári eru nú kunnar, en sam-
kvæmt þeim er auðsætt að
íekizt hefir að efla hann veru
J.ega og spá þær góðu um
íramtíð félagsins.
Árið 1958 ferðuðust 26.702 far-
>egar með flúgvélum félagsins. Er
iað tæplega 1.800 farþegum fleira
ín árið 1957 og' nemur aukning
arþegatölunnar um 7%. Vöru-
lutningar jukust um svipaða
áundraðstölu, en póstflutningar
ninnkuðu lítillega. Alls voru
'lutt um 250 tonn af vörum. Flug
vílómetrar urðu 3 millj. og 270
oúsund, farþegakílómetrar um 121
nilljón.
Aukning flutninganna — þrátt
i farþegafjölda og vörumagni, seg
. r ekki nema lítið eitt um það,
>em mestu máli skiptir í flug-
rekstrinum, en það er hversu
ekizt hefir að nýta flugkostinn,
jví að sá þáttur er jafnan athyglis
verðastur og örlagaríkastur í starf
>emi fiugfólaganna. Við athugun
i því kemur í ljós, að tala flog-
:nna kilómetra lækkaði á árinu
,im 139 þúsundir, en til þess
iiggja þau rök, að sumarið 1958
var farið einni ferð færra í viku
:ram og aftur milli Bandaríkj-
anna og Evrópu en árið áður, eða
>ex í stað sjö, en hins vegar var
engin breyting á fjölda vetrar-
ferðanna.
Aukning flutnignanna — þrátt
fyrir þessa fækkun ferðanna
leiddi vitanlega til þess að töl-
urnar um sætanýtingu á árinu eru
nú mjög glæsilegar, en meðaltal
hennar hefir hækkað um 17,5%.
Er það miklu betra en víðast
hvar annars staðar þykir mjög
sæmilegt í hliðstæðum rekstri.
Gefur þetta örugga vísbendingu
um, að afkoma félagsins hafi orð-
ið mjög góð á hinu liðna ári. i
Mikojan
(Framhaid af 1. síðuj
stigi, að liægt sé að segja að
menn hfi fullt frelsi, en þó só
•leitazt við að veita mönnum eins
mikið ferðafrelsi og mögulegt er.
Hann sagði jafnframt, að Sovét-
ríkin hefðu síður en svo nokkuð
á móti því, að Bandaríkjamenn
ferðuðust um Rússland og að
eftirlit með ferðalögum erlendra
manna væri takmarkað eins og
unnt væri.
Aðspurður sagði Mikojan, að
hann hefði ekki trú á því. að sam
búðin við Júgósláva versnaði.
Hann sagði, að Sovétríkin fyndu
ekki að innanlandsmálum ríkja
heldur afstöðu þeirra til annarra
þjóða. - Þegar öllu er á botninn
hvolft, nota Júgóslavar hundrað
milljón dollara frá Bandaríkjun-
um, sagði Mikojan, og haga sór
þannig, að Bandaríkjam.enn eru
ánægðir og láta meira fó af
hendi.
GóSur afli á Húsavík
Húsavík í gær. — Hóðan róa 5
þilfarsbátar, og er Hagbárður
þeirra stærstur. Afli hefir verið
góður síðustu dagana, 7—8 lestir
og fæst hann hér í flóanum. Fimm
bátar eru farnir héðan suður á
vertíð.
Nokkur swjór er í héraðinu og
færð erfið framan dalina og því
erfitt um mjólkurflutninga. Flug-
völlurinn er lokaður vegna snjóa.
Hór hefir verið mikið frost síðuslu
daga. Þ.F.
Merk kona látin
Húsavík í gær. — S.l. laugardag
varð frá Aðalbjörg Johnson, kona
Bjarna Gunnlaugssonar bónda á
Hvoli í Aðaldal, bráðkvödd. Frú
Aðalbjörg var merkiskona hin
mesta, gáfuð og fjölmenntuð. ÞF
Mislingar í Eiíaskóla
Egilsstöðum í gær. — Mislingar
hafa stungið sér niður á nokkrum
bæjum á Héraði síðustu vikur, og
nú munu þeir komnir í héraðsskól
ann á Eiðum. Munu þeir hafa bor-
izt þangað með nemendum, er þeir
komu úr jólaleyfi. Allmargt nem-
enda mun eiga eftir að taka þá
og er hætt við að þetta trufli skóla
starfið. SE
Mikil ýsa berst á land !
Hornafirði í gær. — Aili bátanna
er alltaf sæmilegur, var í gær
14—20 skippund, mest ýsa og
keila. Mikil vinna er við vinnslu
aflans, sem er frystur, nema keil-
an, sem verkuð er til herzlu. AII-
mikið frost hefir verið síðustu
daga en nú er mildara. Lagði
fjörðinn allmjög, og er aðeins auð
renna inn á höfnina, AA
Snjólaust í Öræfum
Fagurhólsmýri í gær. — Hér er
snjólaust að kalla í byggð. Veður
hafa verið allgóð en frost nokkur.
Hér undan landi blasir við floti
togara og herskipa út af Ingólfs-
höfða. Skipin eru þó ekki sérlega
nærri landi. Oftast sjást þarna 5—
6 togarar og 1—2 herskip. SA
HornafjarÖarfer^in
gekk vel
Fagurhólsmýri I gær. — Eins og
sagt var frá í Tímanum fyrir
nokkrum dögum, fóru Öræfingar
í kaupstaðaferð til hafnar í Horna-
firði á bíl í vikunni sem leið, en
það er sjaldgæft, að það sé unnt.
Var farið í vörubíl og ekið fyrir
ós Jökulsár á Breiðamerkursandi
á sjávarkambi, sem stundum mynd
ast á veturna og ekki flæðir yfir
nema á flóði, en áin fær fram-
gang gegn um kambinn. Gekk ferð
in vel. Óvíst er, hvort reynt verður
að fara aðra ferð. SA
Átta bátar frá
GrundarfirSi
Grundarfirði í gær. — Ilér hafa
samningar sjómanna verið sam-
þykktir og enx fimm þátar byrjað-
ir róðra, en alls verða þeir á-tta
í vetur. Vantar enn nokkra menn
á báta. Afli hefir verið góður, um
7 lestir og ágætur fiskur, talsverð
*ur þorskur. Gæftir hafa verið góð-
ar en nokkuð langt er að sækja.
PS
Gestir í MiklagarÓi
á Akureyri
Akureyri í gær. — Leikfólag Akur
eyrar mun bráðlega hefja sýningar
á sjónleiknum „Gestur í Mikla-
garði“. Leikstjóri er Jóhann Ög-
mundsson. Einnig inun hinn árlegi
menntaskólaleikur senn verða sett
ur á svið. ED
Svalt og bjart
Akureyri í gær. — Hór er nú
hi’einviðri en all kalt hefir verið
síðustu dagana, 15—17 stig í gær
og dag, en nú er lieldur að draga
úr frostinu. Pollinn er þó lítið
farið að leggja enn. Færi er nú
orðið allgott um hóraðið. EÐ
Snjólétt á Út-HéraSi
Egilsstöðum í gær. — Hér hafa
verið allmikil frost síðustu dag-
ana, t.d. 15 stig í nótt. f dag er
bjart. Snjór er ekki ýkjamikill,
t.d. er sæmilega bílfært um út-
Hérað en meiri snjór innar og
heiðar ófærar. Flugvöllurinn er op
inn og flugferðir liingað reglu--
legar. SE