Tíminn - 13.01.1959, Page 8
TÍMINN, þridjudaginn 13. janúar 1959.
Stjórnarskráin og kosningaskipulagið
(Frambald al 5. alíuj
sæla. — Það henti tii dæmis í
næst síðustu kosningum, áð tveir
af þmgmajinsefnum Seyðisfjarðar,
Jaug-fámennasta kjördæmis lauds-
þótarmexm, og auk þeirra, hinn
ins, komust báðir á þing, sem upp-
kjörni þingmaður kjördæmisins. —
Mátti því segja að Seyðisfjörður
hefði þá þrjá þingmenn. Ennþá er
i'ámennasta kjördæmi landsins,
Dalasýsla, með uppbótairmann,
auk hins kjörna þingmanns.
Það á í stuttu máli að láta stjórn
ir (miðstjórnir) þeirra landsmála-
flokka, sem rétt hafa til uppbótar-
þingmanns, útnefna sína þing-
menn, eftir sömu, eða svipuðum
reglum um atkvæðamagn, er gilda
nú. Engin ástæða er til að hafa
. á móti þess konar fyrirkomulagi
með þeirri mótbáru, að flokks-
stjórnunum væru veitt ný og stór-
um aukin völd. Stjórnir landsmála-
flokkanna hafa nú 'lengi haft svo
mikla hönd í bagga með útnefn-
ingu frambjóðenda, að hér yrði
tæplega um aukin völd þeirra að
ræða, heldur aðeins staðfestingu
á því, sem tíðkazt hefir undanfar-
ið, en óánægja, sem skapast kynni
úf af þessu fyrirkomulagi,. væri
einkamál flokka og flokkastjórna.
— Án efa myndi þetta stuðla að
því að vandað yrði til kosninga á
mönnum í stjórnir flökkanna og
settar öruggari reglur um kjör
þeirra, en nú tíðkast víða.
En jafnframt þessu skyldi kveð-
íð á um það, að þessir landkjörnu
'■— eða réttar sagt, fiokkskjörnu —
þingmenn, skyldu allir búsettir í
Reykjavík. Með því yrði jöfnuð
metin í þingmannatölu Reykjavík-
ur og annarra kjördæma og ætti
þá að vera gersamlega óþarft að
fjölga þingmönnum.
Enda er það mála sannast, að
meiri firra er varla á borð borin
i þessu efni, en að tala um að
fjölga ennþá alþingismönnum.
Eins og ég gat um hér að fram-
an, hefir löngum verið vitnað í
álit þeirra Páls Briem og Hann-
esar Hafstein, þessari kosningaað-
ferð fil stuðnings. Nú ætla ég að
drepa á annað atriði í sambandi
við væn-tanlegar breytingar á
stjórn arskr ánni.
Arið 1905 settist á þingbekk
Guðmundur Bjömsson héraðs-
læknir í Reykjavík, síðar land-
læknir, og gerðist brátt einn af
at&væðamestu þingmönnum. Hann
var líka einn af gáfuðustu og um
margt framsýnustu mönnum þessa
lands. — Hann sannfærðist brátt
um það að gildandi þingsköp Al-
(Framhald af 5. síðu)
og verBa að leika aftur í vikunni.
I>á var eianig að fresta nokkrum
ieikjum.
Úrslit í umferðinni tu-ðu þeasi:
Aocrington—Ðarlington 3—0
Barrow—Wolverhampton 2—4
Brentford—Barnsley 2—0
Brighton— Bradford 0—2
Bristol R. —Charlton 0—4
Bury—Arsenal 0—1
Colcihester—Ohesterfield 2—0
Doncaster—Bristol C. frestað
Fuíham—Peterborough 0—0
Grímsby—Manchester C 2—2
Ipswich—Huddersfield 1—0
Leicester—Lineoln 1—1
Luton—Leeds 5—1
Norwich—Manehester U. 3—0
Hymouth—Cardifí 0—3
Southamton—Blackpool 1—2
Tooting—Nottingham 2—2
Woreester—Liverpool frestað
Aston Villa—Rotherham 2—1
Blackburn—Leyton 4—2
Derby—Preston 2—2
Everton—Sunderland 4—0
Mlddlesbrough—Birmingbam
hætt eftir 60 mín.
Staðan 1—1
Newcastle—Chelsea frestað
Newport—Torquay 0—0
Portsmouth—Swansea 3—1
Scunthorpe—Bolíon 0—2
Sheffield U.—Crysrtal Palace 2—0
Sheffeild W.—West Br. frestað
Stockport—Burnley frestað
Stoke—Oldhazn 5—1
Tottenliam— West Ham 2—0
þingis væru úrelt og stæðu mjög í
vegi fyrir greiðum störfum þings-
ins. — Áður var venjan sú, að
Alþingi fcaus ávallt nefnd í mál,
sem flutt var um leið og því var
vísað til 2. umræðu. Með þessu
móti urðu nefndirnar mýmargar.
Uppástunga hans var sú, að Al-
þingi kysi fastanefndir og væri
málum siðan vísað til nefndanna,
eftir efni þeirra og oftast að t'il-
lögu flutningsmanna. Þessi breyt-
ings þingskapanna varð að lögum
og þótt.i sjálfsö’gð, er hún kom til
framkvæmda. — Ýmis minni liátt-
ar þing tóku síðan þenna hátt upp
og þykir hvarveLna gefast mikið
betur en gamla fyrirkomulagið.
Á Alþingi 1915 var til meðferð-
ar frumvarp til breytinga á stjórn-
arskránni þar sem áður nefnd
þingskapabreyting var samtvinn-
uð. — Gekk seint, eins og jafnan
fyrr og síðar, að fá samstöðu um
máiið. — Þá vakti Guðmundur
Björnsson máls á hugmynd um
þjóðfund, er fengi stjórnarskrár-
málið til meðferðar. Hann mælti
á þessa leið, meðal annars:
„Þetta þing var kosið til að íhuga
stjórnarskrárbreytinguna. Og við
höfum nú setið hér síðan 1. júlí og
nú er 10. ágúst, og enn er þetta
mál, sem þingið var kosið til að
íhuga og útkljá — enn er það ekki
komið hingað úr neðri deild.
Ég tek mér málhvíld tii þess að
háttvirt aeild geti íhugað þetta.
Og þess vegna leyfi ég mér, herra
forseti, að vekja athygli á því, að
mörg ung þjóðfélög hafa tekið upp
breytingaraðferð á stjórnskipunar-
lögum sínum, sem er alit öðruvísi,
en gefst ágætlega. Hún er sú, að
þá er breyta skal stjórnarskrá,
eftir uppástungu löggjafarþings
eða kröfu þjóðarinnar. Þá sé efnt
til þjóðþings eftir sérstökum kosn
ingalögum og það breytir stjórnar-
skránni, gerir ekkert annað, hætl'-
ir svo. Þetta hefir gefizt mætavel.
Þá koma fram úr króknum ýmsir
beztu menn, sem hafa dregið sig í
hlé og ekki getað fengið sig til að
taka þátt í róstum löggjafarþing-
anna._ Engri þjóð stæði nær en
oss íslendingum aö taka upp
þenna ágæta sið, því við eigum
hann til frá fyrri tíð, nærri í heilu
líki þar sem er þjóðfundurinn
frægi 1951.
Stjórnarskránni ætli að breyta
á þjóðfundi, en ekki á Alþingi"
Þessi orð hins mikilhæfa þjóð-
málamanns, Guðmundar Björns-
sonar, eiru vissulega þess verð, að
vera vandlega athugnð lun þessar
mundii’.
Mál þetta hefir raunar ekki leg-
ið í þignargildi síðan Guðm.
Björnsson mælti þessi orð á Ai-
þingi.
Þjóðfundarhugmyndinni hefir
verið hreyft oftsinnis síðari árin
og margar samþykktir um málið
gerðar á fundum fjórðungssam-
bandanna nýstofnuðu. Eiginlega
hafa menn ekki hreyft rökstudd-
um andmælum gegn stjórnlaga-
þingshugmyndinni, en ýmsir hafa
yppt öxlum sem svo: Þetta verður
allt sama og hjá Alþingi, án þess
að rökstyðja þá fullyrðingu sína.
Þess þyríti þó.
Það myndi áreiðanlega reynast
firra, að fyrirhugað stjórnlaga-
þing fetaði að öllu í slóð Alþingis
að þessu leyti. — Það myndi ekki
háð stjórnmáiaflokkum landsins
og alþingismenn eru einatt, að
því er afgreiðslu stjórnarski-ár-
niálsins snertir. — Nú hefir jafn-
an verið gert ráð fyrir því, að
stjómarskrárbreytingin skyldi lögð
undir þjóðaratkvæðagreiðslu að af
lokinni samþykkt stjórnlagaþings.
— Það yrði hin fuilkomnasta
tryggmg fyrir því að engin stjórn-
arskrárbreyting og þar með breyt-
ingar á kjördæmaskipuninni, tæki
lagagildi án samþykkis alþingis-
kjósenda.
Það er einn höfuðkostur sérstaks
stjórnlagaþings.
Á þessu stigi málsins er það
líklega að íala fyrir daufum eyr-l
um, að ræða frekar um stjórnlaga-
þingið. — Mikill hluti Alþingis
virðist nú staðráðinn í að berjast
um hópsálina, utan og innan við,
hergirðinguna á Keflavikuxflug- i
velli, svo að önnur rök komast ekki
að í bili.
Kjördæmamálið svonefnda er
þegar að koma í bur'ðarlið Alþing-
is, og má því gera ráð fyrir að ekki
verði hlustað á tiltögur um stjórn-
lagaþing, sem hér hefir verið
drepið lítilsháttar á.
Eitt gæti þó Alþingi gert nú, og
það er að kjósa nefnd, er nefna
mætti stjórniagaráð til að fjalla
um stjórnarskrármálið og kjör-
dæmabreytingarnar. Þessu stjórn-
lagaráði ætti að vera skylt að skila
fullsömdum tillögum til breytinga
á stjórnarskránni áður en næsta
Alþingi kæmi saman, væntanlega
í október á þessu ári. — Með þessu
hefði Alþingi rúman tíma til að
sinna málinu næsta vetur. —
Þetta ætti hvorki að vera stjórn-
lagaþing né milliþinganefnd held-
ur ráð, eins og nafnið bendir til.
Mætti helzt hugsa sér að ráðið
væri skipað einum alþingismanni
úr hvorum þingflokki, en að öðru
leyti utanþingsmönnum búsettum
víðsvegar á landinu. — Hvort
þetta yrði 9, 11 eða 15 manna ráð
er ekki aðalatriði. — Ekki þarf
orðum að eyða að kostnaðarhlið
málsins, en áreiðanlega yrði þó
stór sparnaður að þessari tilhögun,
því þingtíminn myndi styttasf til
muna við að losna við að taka
málið til meðferðar í vetur, með
langvinnu stagli og bollalegging-
um.
Það er ekki vafa bundið, að
stjórnarskrárbreytingin fengi með
þessum hætti stórum vandaðri
undirbúning, en nú er áformað,
með því að láta málið þvælast í
þinginu milli flokkanna í vetur.
Með þessum hætti myndu áreið-
anlega ýmsir vankantar sniðnir af
f yrirhugaðri kj ördæmabreytingu,
hvað sem deilunni um hlutfalls-
kosningar og einmenningskjör-
dæmi líður. Má meðal annars nefna
uppástunguna um fjölgim alþingis
manna, sem nú er sögð ofarlega á
baugi. Væri sannarlega fróðlegt
að fá vitneskju um, hversu marg-
ir kjósendur landsins væru fylgj-
andi þingmannafjölgun. Ég hygg
að undur fá prósent landsmanna
séu þeirri firru fylgjandi. Og hví
skal þá lemja bábiiju fram?
Það er líka auðsætt, að engu
máli skiptir, hvort tilvonandi
stjórnarskrárbreyting nær laga-
gildi á árinu 1959 eða 1960.
Stjórnarskipti eða breytingar á
núverandi ríkisstjóm geta vitan-
lega ofur vel farið fram, ef slífct
telst nauðsynlegt, og er það þing-
flokkanna að ráða fram úr því
máli, hvað sem tvennum kosning-
um á þessu ári líður. Þess vegna
er allt kapp með að knýja fram
kosningar í ár, óviðurkvæmilegt,
ónauðsynlegt og skaðlegt.
75 ára: Jóhann Sveinbjarnarson,
íyrrv. toMbjónn
Hinn 9. jan. s. I. varð Jóhann
SveinbjarnarsOn fyrrv. tollþjónn á
Siglufirði 75 ára.
Hann er Svarfdælingur að ætt
og uppruna, fæddur að Brekku í
Svarfaðardal 9. jan. 1884. Voru
fereldrar hans búandi hjón þar,
Sveinbjörn Halldórsson, Rögn-
valdssonar, alforóðir sr. Zóphónías
ar próf. í Viðvík, en móðir þeirra
bræðra, og síðari kona Halldórs,
var Guðrún Björnsdóttir, Arn-
grímssonar, Sigurðssonar bónda og
silfursmiðs í Ytra Garðshorni.
Kona Sveinbjarnar og móðir Jó-
hanns var Anna Jóhannsdóttir,
Jónssonar bónda á Hóli á Ufsa-
strönd en kona Jóhanns var Sess
elja Jónsdóttir, Björnssonar, og
voru þau aisystkin, Jón og Guð-
rún í Brekku.
Jóhann Sveinbjarnarson ólst
upp í Brekku hjá foreldrum sín-
um, sem voru hin mestu sæmdar-
hjón og Sveinbjörn orðlagður smið
ur og mikill greindarmaður. En
hann tók álæknandi sjúkdóm, varð
skammlífur og þótt að honum mik
ill mannskaði. Flutti þá ekkjgn
burt frá Brekku með syni sína
foáða, Jóhann og Tryggva, laust
fyrir aldamótin, og giftist Sigurði
Jóhannssyni hónda á Selá á Ár-
skógsströnd, og ólust þeir bræðui’
þar upp til fullorðinsára.
Árið 1904 kvæntist Jóhann
frændkonu sinni, Sesselju Jóns-
dóttur frá Tjörn, glæsilegri og
góðri konu, og flutti hann þá
nokkru síðar aftur út í Svarfaðar
dalinn og reistu þau hjón bii á
eignarjörð sinni, Brekku, og
bjuggu þar all mörg ár. Síðar
fluttu þau sig nær sjónum og
reistu bú á Sauðanesi í sömu sveit,
og bjuggu þar nokkur ár, og
stundaði Jóhann þá mjög sjóinn
jafnframt búskapnum. Og loks
fluttu þau til Siglufjaröar 1930
þar sem Jóhann gerðist tollþjónn
og síðar yfirtollvörður, og hélt
iiann því starfi til sjötugs, er starfs
aldurinn var útrunninn.
Sama árið og þau hjón fluttu til
Siglufjarðar varð Jóhann fyrir því
þunga áfalli að missa koiui sína.
Höfðu þau eignast 8 börn, er vel
hafa mannazt og eiga nú marga
afkomendur. En árið 1939 kvænt
ist Jóhann í annað sinn, Guðnýju
Guðmundsdóttur frá Flekkudal,
hinni mestu ágætiskonu, er reynzt
hefir manni sínum hinn foezti og
tryggasti förunautur og verið hon !
Herranótt
(Framhald ar 4. siðu).
verks, enda munu fæstir búast við
slíku. Á hinn bóginn er þessi sýn-
ing mennlaskólanema einkar
skemmtileg, borin uppi af þrótti
og lífsfjöri leikenda, og faeildar-
svipur hennar ailur ánægjulegur.
Víst má segja að þessi leikstarf-
semi menntaskólanema hafi mest
gildi fyrir sjálfa þá, Ieikara og
aðra er að sýningunni vinna. En
þar fyrir verðiu’ enginn svikinn
um ósvikna skemmtun er leið sína
leggur í Iðnó á Herranótt 1959.
Það kvöld er undirritaður sá sýn-
inguna skemmtu leikhúsgestir sér
óspart, og var leikendum fagnað
hjartanlega að leikslokum.
Ó.J.
BALDUR
fer á miðvikudag lil Króksfjarðar-
ness, Salthólmavíkur, Skarðsstöðv
ar og Heliissahds.
Vörumóttaka í dag.
tttmmmuttttttttmtmttHttmmtma:
um ómetanieg stoð. Er það barn-
laust h.iónaband.
Jóhann Sveinbjarnárson er . af
traustu og dáðriku bændafólki
kominn og sjáifur likzt því í lífi
sínu og starfi. Hann er ma'ður
mikill á veili og og vel á sig kom
inn, karlmannlegur og fríður sýn
um, þrekmaður í faverri rann,
enda hefir pft á þrek hans og
karlmennsku reynt á langriog
oft erfiðri ævi. Hann þótti af-
burðamaður að verkhyggni ' og
dugnáði að hverju sem hann gekk,
og sjómaður ágætur talinn, enda
stundaði hann sjó framan af ævi
og var formaður á einum fyrstá
mótorbátnum, sem kom til Dal
víkur, og þótti þar jafnan í
fremstu röð meðan hann sótti sjó
inn.
Jóhann er hinn mesti greindar-
maður, fróðtir um margt og stflfær
vel og á sitthvað í fórum sínum,
sem hann hefir skrásett. En engu
'slíku flíkar hann, því að hóf-
lyndi og hiédrægni er honum í
blóð borin. jHann er skapmaður
en jafnframt hiim mesti skapstill
ingarmaður, tryggur í lund 'Og
drengur hinn foezti ,e'nda vinsæll
og vel metinn af öllurn, sem til
hans þekkja.
Og þvi mtinu hinir mörgu vinir
hans og frændur, nú á þessurn
merku tímamótum í ævi faans,
senda honum hugheflar árnaðar-
óskir, þakka honum liðna tíð og
óska honum og fjölskykiu hans
alls hins bezta á ófarinni leið.
Snorri Sigfússon.
ítt»att;;t»tta:jna
Vörubílstjórafélagið
ÞRÓTTUR
framboðslistum:
í lögum félagsinr. er ákveðið að kjör stjórnar, trún- \\
aðarmannaráðs og varamanna skuli fara fram
með allsherjar atkvæðagreiðslu og viðhöfð lista- |j
kosning. Samkvasmt því auglýsist hér með eftir j|
framboðslistum og skulu þeir hafa borizt kjör- ::
stjórn í skrifstoíu félagsins eigi síðar en kl, 5 j:
e. h. miðvikudaginn 14. þ.m. og er þá frarnboðs- j:
frestur útrunninn. Hverjum framboðsiista skulu jl
fylgja meðmæli minnst 27 fuilgildra félagsmanna. ::
Kjörstfórnin
::
::
::
::
::
Auglýsingasími TÍMANS er 19523
Bezt er að auglýsa í TÍMANUM