Tíminn - 16.01.1959, Blaðsíða 9
T í MIN.N, föstudagiun 16. japúar 1959.
9
lieyrði ég raddir. Eg snarstanz
aði því að það voru raddir
þeirra Díönu og Josslyns. Eg
hallaði mér yfir liandriðiö og
horfði niður til þeirra. Eg sá
framan í Josslyn, en Díana
sner við mér baki.
En það voru orð þeirra sem
mögnuðu með mér undarlega
tilfinningu, orðin sem sönn-
uðu mér að grunur minn hafði
verið á rökum reistur.
— Díana, við getum ekki
sagt henni það núna. Viö get
um það ekki!
Díana talaði hátt og skýrt,
jafnvel þótt rödd hennar
skylfi: — Josslyn, ég held við
ættum að gera það. Hún verð
ur að vera við þessu búin. Við
verðum að segja henni það
núna.
— Eg held ekki að hún sé
orðxn nógu sterk til þess . . .
nei, það held ég ekkl Við verð
um að bíða — bíða . . .
10. kafli.
Eg flýtti mér tii baka til
herbergis míns eins fljótt og
ég gat. Nú þekkti ég sannleik
ann. Þau elskuðu hvort ann-
aö. Díana vildi að hann segði
mér frá því, en hann treystist
ekki til þess. Þau biðu. Hvers
biðu þau? Vildu þau bíða þang
að til barnið væri komið.
Ilvað myndu þau segja þá:
— Jæja, Sara. Nú ertu orðin
hraust. Hér eru tvíburarnir,
hvað viltu meir?
Allt var á tjá og tundri hið
innra með mér, mig verkjaöi
í höfuðið.
Þetta er ekki gott fyrir tví
burana, hugsaði ég. Eg má
ekki æsa mig upp. En hugsan
irnar sóttu að mér, og þessa
nótt svaf ég ekki.
Næsta morgun var frið-
samt 1 húsinu. Josslyn var hjá
ráðsmanninum og Díana lék
við börnin úti í garöinum. Frú
Eaton og Matty voru auð-
heyrilega í eldhúsinu og ég lá
alein í rúminu.
Eg gat ekki verið róleg. Mér
fundust raddir æpa að mér og
ég gat ekki hætt að hugsa um
ruglað andlit Josslyns. Eg
hafði enga eirð í mér til þess
aö liggja lengur í rúminu svo
að ég fór fram úr og klæddi
mig í kjól. Eg gekk niður í
barnaherbergiö, settist þar í
stól og horfði á myndina.
Mér hafði aldrei áður virzt
hún vera svo lifandi og aldrei
höfðu augun verið jafn hæðn
isleg og mér fundust þau vera
þessa stundina.
Eg sagði við sjálfa mig að
ég hefði allt frá upphafi ver
ið viss um að ég mundi aldrei
verða hamingjusöm i þessu
húsi. Það var fullt af skugg
um ---------fullt af leyndar
dómum.
Þú hefði aldrei átt að taka
mig niður af loftinu, fannst
mér myndin segja við mig.
Svona leyndardóma á að fela.
Það er betra aö enginn viti
af þeim.
— Það er betra að vita um
þá, muldraöi ég.
En var það tilfellið? Mundi
það ekki hafa verið beti'a fyr
ir alla aðila að ég hefði ekki
heyrt það sem Díönu og Joss
lyn fór á milli. Áð ég hefði
aldrei komizt að raun um að
þau biðu —-----biðu---------
— Eftir hverju voru þau að
bíða? sagði ég upphátt.
— Þau eru að bíða eftir því
aö þú deyir, fannst mér mynd
in segja. — Á sama hátt og
ég óskaði þess aö Harry mundi
deyja. Dauðinn gerir allt svo
miklu einfaldara
— Það ér ekki satt, hvísl-
aöi ég. — Eg trúi þessu ekki
um Josslyn------nei, og held
ur ekki um Díönu. Þeim þykir
vænt um mig-------
— Vænt um þig? Sástu ekki
þegar þau gengu gegnum garö
inn líkt og tveir ungir elsk
endur? Þár gengum vð líka
--------ég og elskhugi minn.
Heyröir þú ekki þegar þau
voru að tala saman niðri? Við
verðum að bíöa, Ðíana-------
við veröum að bíða----------
Eg var víst með óráði, því aö
ég var veikari en ég geröi
mér Ijóst. Skyndilega fannst
mér myndin vera ljót, og að ég
yrði að setja hana upp á loft
í skyndi. Eg varð aö fela hana
þar sem hún hafði staðið
gleymd og falin svo lengi.
En hvernig átti ég að fara
aö því? 1
Gat ég beðið Tom Eaton aö
gera það? Hann mundi spyrja
hvers vegna ég gerði þetta, og
börnunum mundi ekki falla
það í geð
Nei, ef 'þetta átti að gerast
þá varð ég að gera það sjálf.
Það eina sem komst að í höfð
inu á mér á þessu augnabliki
var að ég yrði áð losa mig
ivið myndina. Eg. náði í stól
og steig upp á hann. Andlit
’ mitt var örstutt frá myndinni.
Mér fundust augu hennar
vera yfirnáttúrléga stór. Eg
tók myndina af króknum sem
hún hékk á og stóð með hana
í fanginu. Hún var þyngri en
lég hafði haldið.
i Augu hennar virtust horfa
hæðnislega á mig, varir henn
ar voru herptar saman í hæðn
isbros og þá------missti ég
jafnvægiö og datt með mynd
ina ofan á mig. :
! Eg lá þarna léngi. Eg var
hálf meðvitundarlaus og mig
langaði til þess að opna aug
un og segja eitthvað við þá
sem lá við hlið mér---------
vondu konuna á myndinni.
Mér fannst að hún væri
skyndilega oröin lifandi.
Hann elskar mig, fannst mér
hún segja, hann hefur alltaf
elskaö mig. Helduröu aö ég
vilji sleppa honum — aldrei.
Stundum var það annað
andlit sem ég sá fyrir mér
— andlit Diönu. Hún leit á
mig og sagði brosandi: Við
bíðum Josslyn-------við bfð-
um------Það getur ekki orðið
langt þangaö til---------
Aðvífandi raddir náðu nú
eyrum mínum.
— Sara — Sara. Hvar ertu
Sara?
Díana laut yfir mig. Eg leit
á hana, augu hennar voru
stór af hræðslu. Eg heyrði
hana hrópa: — Alan! Flýttu
þér og náðu í frú Eaton.
Flýttu þér----------
Eg ól tvíburana mína þenn
an dag — og þaö var næstum
mánuði of snemma. Eg lá
lengi veik. Stundum tók ég eft
ir því að einhver sat við rúm
ið mitt. Eg talaði ekki. Eg var
of veikburða til þess.
Það var dr. Patridge og dr.
Skinner og einhver þriðji mað
ur. Þeir hvísluöust á. Það var
eins og ég lifði í öðrum heimi.
Eg var alls ekki viss um að
allt þetta tilstand snerist um
mig. Allt og sumt sem ég vissi
var að ég mundi ekki veröa
frísk aftur. Eg vissi ekki hvers
vegna.
Eg gat heyrt rödd mömmu:
— Þú verður að gæta hennar.
Þú ert stundarfjórðungi eldri
en hún. Hún bíður-------biö-
ur. |
Þau biðu þess að ég gæfi
upp öndina.
Mín var ekki þörf lengur.
Það voru aðrir komnir til sög
unnar sem gátu rækt hlutverk •
mitt. Þau biðu------og von-
uðu. Stundum fannst mér ég
sjá andlit við rúmið mitt----
málað andlit, háðslegt á svip.
— Þú vissir þetta, ekki satt?
Þú vissir það um leið og þú
í fyrsta sinn steigst fæti þin
um inn í húsið. Hann elskar
mig. Það getur enginn orö
iö það sem ég var honum ------
Voru þessi háðsku augu
svört, eöa blá líkt og mín eig
in?
Loks vaknaði ég dag nokk
urn af þessu óráði og skildi
að ég lá á sjúkrahúsi. Eg
vissi aö ég bar ekki lengur
hma dýnnætu byrði mína.
Börnin mín! Skyndilega
varð ég gagntekin ólýsanlegri
hamingj utilfinningu. En
hvernig skyldi þeim líða? Eg
reyndi að rísa á fætur en féll
máttvana afturábak.
Eg sá að ég' lá í litlu her-
bergi og að ég var ein. Eg verö
að komast að raun um hvað
hefur skeð, sagði ég við sjálía
mig, ég verð að vita það.
Eg reyndi enn einu sinni að
í’ísa upp, en þá birtist hjúkr
unarkona allt í einu við rúm-
ið.
— Frú Eversleigh, sagði hún
brosandi, — líður yður betur?
— Börnin------börnin mín?
— Þau eru hraust og frísk.
Lítill drengur og stúlka.
Eg leit vantrúuð á hana. All
ir reyna að gabba mig, hugsa-
aði ég.
— Hvar eru þau?
— Þehra er gætt. Þau fædd
' ust fyrir tímann en þau eru
vel sköpuö og heilsuhraust.
— Eg vil fá þau.
— Þegar þér verðið dálítið
frískari getið’ þér fengið þau.
Þau eru dásamleg og ég er
viss um aö þér verðið stoltar
af þeim.
— Þér eruð að gabba mig,
sagði ég. — Allir eru aö draga
dár aö mér.
— Þao er ekki satt frú
Eversleigh. Eg get fullvissað
yður um að þetta eru ein-
hverjir þeir fallegustu tvibur
ar sem ég hefi séð. Lítill snáði
og stúlka. Hvað gæti veriö
betra?
Til Suður-Þingeymga
flutt undir borðum að Görðum
í Staðarsveit. 18. júní 1958.
Komið heilir bingað allir,
hérað fjarlægt í,
Þingeyingar þrótti gæddir,
þekktir æ og sí.
Velkomnir til vorra byggða
verið þér í dag.
Vmafundir ár og aldir
efla bræðralag.
Þingeyzk byggð í fornöld Frónskri
fagra sögu á.
Vitrir menn og vaskir líka,
víða sáust þá.
Ófeigs stælti, harði hnefi
hafði afl og þrótt.
Ljósvetninga goðinn glæsti,
gleymist ekki drótt.
Þingeysk byggð í fornöld 'Frónskri
andans hagleiksmenn.
Það er eins og Þorgeirs andi
þarna liíi enn.
Sigurður um sínai' byggðir
söng hinn fagra óð.
Kjarnaskáldið kvað á Sandi
kröftug snilldar-ljóð.
Samvinnan á Fróni festi
íyrstu rætur þar.
Frækorn hennar bændum báru
blessun alls staðar.
Einingar á ýmsar lundir
yður tengir band.
Félagsþroski Þin-geyinga
þekkist við'a u-m land.
Lifir enn í innstu dölum
íslenzk menning bezt,
þar býr kjarni þjóðar vorrar,
það á mörgu sést.
Tungan sem vór tölum allir,
traust og mjúk og hlý,
hún er minnst af fólki flekkuð
fjax'stu byggðum í.
Fólkið ennþá flýr úr svcitum, ]
flykkist út að sjó.
Mölin allt of marga drengi
mæta til sín dró.
Sumir glata sálarfriði,
sveitalífið þrá.
Menningin frá „Viltu vestri“
varla dugar þá.
Hérað vort þér hafið litið,
horft á friða byggð,
byggð sem vér frá bernskudög-um
bundum vora byggð.
Sjáið Snæfellsásinn æðsta,
— enginn fegri sést. j
Ilann er æ vor héraðsprýði,
hann vér elskum mest. 1
1
Þótt á stundum napurt næði
morðanvmdar hér.
Byggðin vor á bHðum dögum
björt og fögur er.
Fyrir ofan grænar grundir,
gnæfa fjöllin há,
og við sendna sævarströndu ?
suðar aldan blá.
Snæfellingar áður áttu
úrvals garpa fjöld,
nöfnin þeirra gulli glituð
geyma Sögu spjöld.
Vaskleik Bjarnar, visku Sno-rra
varla gleymir þjóð. . , : '
Alþjóð vermdi Ara fróða I
andans töfra-glóð. ,, |
Farið heilir, heilir komið 1
heimbyggð kæra í. .1
Yður lýsi, yður vermi
ársól björt og lilý.
Hvert sem yðar leiðir Iiggja
langa æfitíð,
yðar allra bú og byggðir
blómgist ár og síð. |
Bragi Jónsson
frá Hoftánum.
Fyrirspurn til ríkisútvarpsins
Eg hlustaði á þáttinn íslenzkar
danshljómsveitir í ríkisútvarpinu
sl, þriðjudag. Þar lék ein af obkar
vinsælustu danshljómsveitum prýð
is vel. En mikið vantaði á að upp
takan kæmist nærr; erlendum upp
tökum af þessu tagi að gæðum.
Mig langar þess vegna að gera
fyrirspurn til útvarpsins hvort upp
tökutækin, sem áðurnefndur þátt
ur var hljóðritaður á, hafi’verið í
lagi. Hljómsveitin var á sama
tíma að leika fyi’ii' dansi í einu
samkomuhúsa bæjarins, svo að þátt
urinn hlýtur að hafa verið sendur
út af segulbandi. En svo bar við,
að engu líkara var, en að verið
væri að hrista múskina út af seg
ulbandinu. í hljómsveitinni er m.
a. Ieikið á gítar, píanó og saxó-
fón, en gítarinn og saxófónninn
hljómuðu einna likast harmónikku
og pianóið eins og harpsíkord. Svo
er þar líka víbrófónn, og hann
féll auðvitað vel inn í skjálftann,
þar sem hans eiginleikar eru ein-
mitt að láta tóninn skjálfa.
Eftir að liafa hlustað á þetta,
kemur manni til hugar að biluð
eða léleg tæki séu notuð við hljóð
ritun á svona músik, iþví að sjald-
an eða aldrei beyra útvarpsUust
endur slíka hljóðritun á klassiskri
músik. Það hlýtur að vera öllúm
ljóst að við hljóðritun eru beztu
tæki aldrei of góð. hvaða músik
sem um er að ræða. Alls staðar
erlendis er verið að reyna að
vinna að því að flytja hljóðritaða
tónlist þannig garði gerða, að hún
hljómi sem likast því sem hún
gerir í hijómleikasal — það vitrð
ist svo sem sama reglan sé ekki
í gildi liér i útvarpinu.
—M. B.
Jörð til leigu
Jörðin Litli-Kollabær í Fljótshlíð, RangárvaUa-
sýslu er laus til ábúðar í næstu fai'dögum. Hús
og mannvirki til sölu. — Upplýsingar gefur ábú-
andinn, Þorbjörn Jónsson, Litla-Kóllabæ.
ttmttttttttttttttttttttmtttttttttttttmttttttttmttnmmttmmttttmttttmtttmta
íbúar í Skerjafirði
GRÍMSSTAÐAHOLTI og HÖGUNUM
í dag kl. 4 opnum við nýja fiskbúð að Dunhaga
18 í stað fiskbúðarinnar að Fálkagötu 19.
Kappkostum að hafa nýjan og góðan fisk.
Fljót og góð afgreiðsla. Sími 13443.
FISKHÖLLIN
HtmttmttttmtttttttttmmjttttmmmttttttttttttttttttttttttmttttKttttttttKatttti