Tíminn - 20.01.1959, Page 6
6
T í M I N N, þriðjudaginu 20. janúar 1959.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu víð Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn,
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Vitnin hans Bjarna
ÞEGAR forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins standa höll-
úm fæti málefnalega, er þaö
gamall og nýr vandi þeirra
aö grípa til slúöur- og róg-
sagxta og reyna þannig aö
dreifa athygii frá landsmál-
unum og- örðugri aðstöðu
þeirra á þeim vettvangi.
Reykjavíkurbréf Morgun-
blaðsins í fyrradag, er gott
vitni um þessa gömlu hern-
aðarlist íhaldsforingjanna.
Höfundur bréfsins, Bjarni
Benediktsson, á í miklum
málefnalegum þrengingum
um þessar mundir. Hann hef-
ur sem formaöur stjórnar-
skrámefndar orðið uppvís að
einstæðum ódugnaði og óheil
indum. Hann verður innan
fárra daga að greiða atkvæði
á Alþingi með kauplækkun
og ómerkja með því allt starf
sitt sem ritstjóra Mbl. og
helzta áróðursmanns Sjálf-
stæðisflokksins á siðastl. ári.
Hann hefur loks verið af-
hjúpaður sem frumkvöðull
þess verknaðar, að þjóðinni
er nú steypt út í tvennar
kosningar í þeim tilgangi að
þurrka út sjálfstæði hérað-
anna og þannig stefnt að
aukinni sundrungu og óþörf-
um deilum í þjóðfélaginu, þeg
ar þjóðin þarf sannarlega á
gagnstæðu að halda-
Bjami er nógu hygginn til
að finna, að hann hefur óverj
andi málstað á öllum þeim
sviðum, sem eru tilgreind hér
aö framan. Hann gefst því
hreinlega upp við að verja
sig. í staðinn grípur hann til
fræðanna, sem hann lærði í
Þýzkalandi fyrir tuttugu ár-
um. Þau kenna, að menn,
sem eru illa staddir málefna
lega, eigi að draga athyglina
frá því með nógu miklu af
gulum sögum um andstæðing
ana. Það eigi að stimpla þá
óaiandi og óferjandi. í sam-
ræmi við þetta er nær allt
Reykjavíkurbréf Bjarna í
fyrradag helgað óhróðri og
rógi um Framsóknarflokkinn
og samvinnufélögin.
EINS og kunnugt er, höfðu
hinir' þýzSu lærimeistarar
Bjarna þau ráð að rökstyðja
gulu sögurnar með framburði
vitna. Táknrænt um þá mann
gerð, sem valin var til vitna-
leiðslunnar, var Lubbe sá, er
var aðal vitnið i þinghús-
brunamálinu. Bjarni reynir í
samræmi við þetta að leiða
vitni til stuðnings gulu sögun
um í Reykjavíkurbréfinu. Hér
þykir rétt að gera nokkurt
yfirlit yfir þessi vitni og fram
burði þeirra.
Fyrsta vitnið er piltur, sem
heldur fram, að kaupfélögin
beiti skoðanakúgunum við
starfsmenn sína. Reynsla
piltsins sjálfs vitnar hins veg
ar um annað. Hann var starfs
maður hjá Kaupfélagi Árnes
inga frá 1951—’57, var ýfir-
lýstur Sjálfstæðismaður all-
an tímann og var síður en svo
látinn gjalda skoðana sinna.
Skrif hans, eftir að hann er
liættur störfum hjá félaginu,
benda hins vegar sannarlega
til þess, að Sjálfstæðismenn
séu ekki líklegir til að vera
samvinnuhreyfingunni hollir
þjónustumenn.
Annað vitnið er fyrrv. sjó-
maður á einum af kaupskip-
um S.Í.S. Hann heldur því
fram, að forustumenn S.Í.S.
noti skipin til snattferða fyr
ir sig. Þessi vitnisburður
mannsins,. sem upphaflega
birtist í Mbl. 20. nóv. 1957,
var þannig til kominn, að
hann var rekinn af skipinu
fyrir óreglu, og reyndi að
hefna fyrir það með níðskrifi
í Mbl.-Þaö er kunnara en frá
þurfi að segja, að skip S.Í.S.
eru rekin með mikilli hag-
sýni og stjórnsemi, og mun
skipadeild S.Í.S. vel þola í
því samanburð við Eim-
skipafélag íslands, þar sem
Bjarni er varaformaður. Með
því er alveg nægilega svarað
þeim áburði, að skip S.Í.S.
séu misnotuð fyrir ráöa-
menn þess.
Þriðj a vitnið er bendlað
bókaútgáfu, og gefur það í
skyn, að Tíminn hagi bóka-
dómum eftir þvi, hvernig
auglýsendur auglýsi í
blaðinu. Þeir, sem hafa
fylgzt með Tímanum vita
bezt, að hér er alveg hallað
réttu máli og mun Tíminn
gera stórum betur en þola
samanburð við Mbl. í þessum
efnum.
Fjórða og seinasta vitpið,
sem Bjarni vitnar í, nafn-
greinir hann ekki, en telur
það „náinn samstarfsmann“
(ekki sézt þó á samhenginu,
hvort hér er um náinn sam-
verkamann Framsóknarfl.
eða Bjarna sjálfs að ræða!),
er nýlega hafi skrifað í Þjóð
viljann. Þessi „náni sam-
starfsmaður“ er Magnús
Kjartansson, ritstjóri Þjóð-
viljans, því að klausan, sem
Bjarni tilfærir, er tekin upp
úr leiðara eftir Magnús. —
Ástæðulaust er því að fara
fleiri orðum um þetta vitni
Bjarna.
VITNALEEÐSLA Bjarna,
sem hér hefur verið rakin, er
næsta gott dæmi um hina
gulu sagnagerð hans og
hvernig hún er tilkomin.
Ótrúlegt hlýtur að þykja, að
hún verði honum og flokki
hans til framgangs, þegar
menn fara að kryfja hana til
mergjar. Fastlega má þó bú-
ast við því, að hún eigi eftir
að færast mjög í aukana
næstu mánuðina. Því verri,
sem hlutur Sjálfstæðisflokks
ins reynist í kjördæmamálinu
og efnahagsmálunum, því
meira kapp verður lagt á
gulu skáldsagnagerðina í
Mbl. og ekki skulu menn undr
ast yfir því, þótt henni verði
fyrst og fremst beint gegn
Frmsóknarflokknum og sam
vinnuhreyfingunni, því að
þessa aðila telja Sjálfstæðis-
menn líklegasta til að standa
á rétti héraðanna og hindra
alræði braskarastéttarinnar í
landinu.
í augum allra athugulla
manna, mun þessi bardaga-
mennska Mbl. vissulega vera
mælirinn á það, hvernig mál
Eru horfur á því að Rússar vilji í
raun vinna að sameiningu Þýzkalands?
Eru Ukur til að stórveld-
unum takist að ná samkomu-
lagi í Þýzkalandsmálunum í
náinni framtíð? Sjónarmið
beggja aðila í málinu eru að
vísu harla ólík, en þó eru nú
horfur á að viðræður fari
fram um málið, og vel má
vera að á slíkum fundi náist
eitthvert samkomulag. —
Eftirfarandi grein er þýdd
úr síðasta hefti brezka tíma-
ritsins The Economist.
Tillögur Rússa i Þýzkalandsmál-
unum hafa orðið þeim vonbrigði,
er töldu, að ummæli Mikojans í
heimsókn hans til Bandaríkjanna,
boðuðu breytingu í utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna. Rússar hafa
stungið upp á viðræðum um frið-
arsamninga við Þýzkaland, en tím
inn er ónógur til stefnu — viðræð-
urnar eiga að fara fram innan
tveggja mánaða — og þátttökuríki
of mörg, eða 31 samjkvæmt tillögu
Rússa. Þar við bætist, að tillaga
Rússa um friðarsáttmála stangast
algerlega á við meginstefnu Vest-
urveldanna til þess'a, að friðarsátt-
máli verði aðeins gerður við
stjórn alls Þýzkalands, er kosin
hafi verið írjálsum kosningum.
Itússar vilja aftur á móti, að hinar
tvær ríkisstjórnú' i Þýzkalandi
undirriti sáttmálann og þeim sé
síðan látið eftir að annast sam-
einingu íandsins. i tillögunni er
lauslega stungið upp á bandalagi
hinna tveggja ríkja. Samkvæmt
túlkun kommúnista jafngildir
þetta þvj að stjórn kommúnista
haldist i Austur-Þýzkalandi, þ. e.
a. s. lögfestingu núverandi skipt-
ingar ríkjanna.
Viðbrögð Vesturveldanna
Dulles hefir kallað tillögu
Rússa heimskulega og Eisenhower
kallar hana gagnslausa, og enn
fremur hefir hún valdið almennri
skelfingu Þjóðverja. Engu að síð-
ur væru það alvarleg mistök að
stimpla tillögu Rússa sem von-
lausa til samkomulags. 27. nóv.
s 1. kröfðust Rússar þess, að her-
námi Berlínar lyki og kváðust
mundu afhenda austurþýzka al-
þýðulýðveldinu hernámsvöld sín
ir.nan sex mánaða. Um áramótin
neituðu Veslurveldin að sleppa
aðstöðu sinni i Vestur-Berlín, en
stungu upp á viðræðum um Þýzka
landsmálin í heild. Og nú hafa
Itússar breytt hinni upprunalegu
afstöðu sinni. Nú virðast þeir ekki
leggja fram neina úrslitaskilmála,
heldur bjóðast þeir á sinn hátt til
að ræða öll Þýzkalandsmálin. Þeir
ætla sér enn að láta Austur-Berlín
af hendi við alþýðulýðveldið ásamt
meðfylgjandi eftirlili með ferðum
til Vestur-Berlínar. En jafnvel í
Berlínarinálinu gefa þeir gagntil-
lögum rúm, og vilji Vesturveldin
gera bráðabirgðabreytingar á til-
lcgunum um friðarsáttmála kveð-
ast Rússar reiðubúnir til umræðna
áður en hin eiginlega samninga-
gerð hefst — að þvj þó tilskildu,
að bæði þýzku rikin taki þátt í
umræðunum. Vandinn er aðeins
sé að þess er krafizt af Vesturveld
unum að þau viðurkenni auslur-
þýzku stjórnina lögformlega eða
að minnsta kosti í reynd.
Eru horfur á sameiningu
Þýzkalands?
Það er þessi krafa, sem fyrst og
fremst dr. Adenauer og einnig
Dulles eiga erfitt með að sætta
sig við. En þar fyrir geta Vestur-
veldin ekki gefið Rússum hrein-
lega neikvætt svar. Mikill fjöldi
fólks á Vesturveldunum og ekki
síður í t. d. Póllandi eða Tékkó-
Nauðsynlegt a.‘S viðræíur fari fram um Þýzka-
landsmáliti, en há vería Vesturveldin at> færa
fram ákveðnar íiiiögur
staður Sjálfstæðisflokkslns
raunverulega er. Meðal slíks
fólks munu þessir starfshætt
ir síður en svo verða til að
auka fylgi hans.
ADENAUER
slóvakíu lita svo á. að ýmis atriði
i rússnesku tillögunni séu dágóð-
ur grundvöllur undir viðræður ’
um framtíðarstöðu sameinaðs:
Þýzkalands í Evrónu. Það er áreið
anlega ekki hægt að komast að
neinu samkomulagi uin samein-
ingu Þýzkalands án þess að fyrst
verði rætt um landamæri og hern
aðarstyrk hins f.vrirhugaða samein
aða ríkis'.
Skylda Vesturveldanna er að
taka þátl í viðræðum. ef nokkrar
Ijkur eru til að þær beri árangur,
er, engan veginn að fallast á allar
tiliögur Rússa. Vesturveldin geta
ekki undirritað friðarsáttmálá,
nema því aðeins að sameining
Þýzkalands sé að minnsta kosti í
aðsigi. En á þetta mál verður
einnig að líta af víðsýni. Síðas't
liðinn þriðjudag féllst jafnvel
Dulles á að frjálsar kosningar
væru ekki eini vegurinn til sam-
einingar. Að sjálfsögðu hljóta
Þjóðverjar siálfir að ráða framtíð
sinni, og ]>að munu þeir og gera.
En þróunin í átt til sameiningar
hiýtur að hefjast úr því ás’andi
málanna sem nú ríkir. í fyrsta
lagi er óhjákvaemilegt að viöur-
kenna tilveru alþýðulýðveldisins,
en jafnframt verða Vesturveldin
að gera sér grein fyrir og notfæra
sér þá staðreynd, að meirihluti
þegnanna myndi steypa stjórn
þessa ríkis af stóli við fyrsta tæki-
færi. Þetta er mesta breytingin,
sem orðið heí'ir í þessum málum
siðan fyrstu árin eftir strjðið. Þá
óttuðust menn, að ef markalínan
i Mið-Evrópu veiktist, myndi
kommúnisminn vinna á vestar í
álfunni. Nú er þessu snúið við:
Rússar óttast, að væri hervald
þeirra ekki fyrir hendi í Austur-
Þýzkalandi og öðrum löndum,
myndu þjóðirnar kjósa sér frjáls-
ari þjóðfélagss'kipan.
Vegna þess er Vesturveldunum
mjög í hag að vinna að bættri sam
búð austur- og vesturhluta Þýzka
Jands. Nánari efnahagstengsl —
með því t. d. að veita vestrænu
fjármagni til austur-þýzkra fyrir- i
tækja og losa rikið úr efnahags-1
f.lötrum við önnur kommúnista-!
ríki — væri þannig mikilvægt
skref í átt ’ til sameiningar. Ef tir
að rússneski herinn væri á burt
— ef það verður þá nokkurn tíma
— yrði austur-þýzka alþýðulýð-
veldið ekki iangiíft. Og það er vel
þess virði að nota sér öll tæki-
færi, er bjóðast kunna'j samninga-
gerðinni, en láta þó engar falsvon
ir blekkja sig.
Hlufiausf belfi í Evrópu
Það er að sjálfsögðu hið póli-
tiska mikilvægi þess að rússneskir
herir hyrfu á brott sem gerir af-
vopnun og hlutleysi Mið-Evrópu
svo æskilegt fyrir Vesturveldin.
Slíkt hlutleysi er óhjákvæmileg
forsenda þess að sameining Þýzka
lands geti koniizt í kring, -en það
liggur í augum uppi að niargir
og miklir eríiðleikar cru í vegin-
um. Tilboð Rússa um að flytja
heri sína frá Þýzkalandi. en halda
þeim áfram i Póllandi og Ung-
verjalandi, nægir greinilega ekki
ef hernaðarjafnvægi á að haidast
í Evrópu eins og nauðsynlegt. er.
En mestu máli skiptir ef úorf-
urnar á framhaldandi kjarnorku-
væðingu Vestur-Þýzkalands hafa
skotið Rússum og nágrönnum
Þýzkalands siikum skelk í bringu,
að þeir vilja í hreinskilnislegum
vjðræðum freista .þess að færa
málin í annað hqrf. Seinni Rapacki
áætlunin um belti í Mið-fEvrópu
þar sem kjarnorkuvopn yrðu bönn
uð getur orðið grundvöllur um-
ræðna. Alþjóðlegur samningun er
yrði til þess að eftirlitsmenn færu
um leppríkin ga-ti haf-t veniicga
þýðingu.
í þessu sambandi skiptir afstaða
Vesturveldanna til Berlínar tniklu
máli. Vesturveldin geta ekki ofur
selt tvær miiljónir íbúa Vestur-
Berlínar á vald kommúnistum —
en það yrði óhjákvæmileg afleið-
ing þess að tiliaga Rússa um „af-
vopnun“ Vestur-Berlínar komist í
framkvæmd. Sú hugmynd að Vest-
urveldin skyldu stinga upp á af-
vopnun allrar borgarinnar leysir
engan veginn Berlinar-vandamálið
í sjálfu sér. Það væri aðeins frarn
kvæmaniegt. i stærri stíl, ef tékið
væri tillit til alfs Þýzkalands. En
cf erlendir herir i Þýzkalandi yrðu
raunverulega fluttir á brott smátt
og smátt, ef kjarnorkuvopn væru
bönnuð á báða >bóga og ríkin tvö
ætlu meira saman að sælda í öllu
daglegu lífi — þá gæti afvopnun
allrar Berlínar orðið tii að flýta
sameiningu.
StaSfesta nauðsynleg
Ómögulegt er að vita, hvort
Rússar eru í raun reiðubúnir til
að fallast á nokkurt af þessum
atriðum. Þeir munu miða við eigin
hagsmuni, og jafnvel þótt þeir
æski samkomulags munu 'þeir
reyna að fá því framgengt með
beztu hugsaniegum skilyrðum. 'Ber
sýnilegt er að helzt kysu þeir að
fá Veslurveldin til að banna kjarn
orkuvopn í Vestur-Þýzkalandi,
viðurkenna alþýðulýðveldið og
láta undan í Berlínarmálin-u án
þess að þeir slökuðu að nokkru
leyti til sjálfir. Og Vesturveldin
verða að hafna öllum slíkum kröf-
um staðfastlega og einhuga. En
eina leiðin sem Vesturveldunum
er fær lil að kynnast raunverufeg-
um vilja Rússa er að ræða við þá
af einlægni og staðfestu með eigin
tillögur reiðubúnar.
Aðalfundur Félags
framreiðslumanna
Aðalfundur Félags framreiðslu-
manna var haldinn 21. des. s.l.
Fráfarandi formaffur, Janus Hall-
dórsson, flutti skýrslu um störf
lelagsins á liðnu ári, og gjaldkeri,
Sigurður E. Pálsson, lagði fram
reikninga félagsins. — Auk venju
legra mála, sem íéla-gið hafði með
höndum var undirbúningur að
stofnun lífeyrissjóðs fyrir fram-
reiðslumenn, er því máli nú vel
á veg komið.
Að lokinni stjórnarkosningu
skifti stjórnin með sér verkum
þannig: Formaður Páll Arnljóts-
son, varaformaður Gestur Bene-
d ktsson, ritari Jón Maríasson,
gjaldkeri Sigurður E. Pálsson og
(íneðstjórnendur Janus Halldórs-
son, sem eindregið baðst undan
því að taka að sór formannsstöi'f
á þessu ári. Sig-urði E. Pálssyni,
gjaldkera félagsins var sérstak-
lega þakkað ágætt starf á liðnu
ári.