Tíminn - 20.01.1959, Blaðsíða 8
T í M I N N, þriðjudaginn 20 janúar 1959.
Dr. Jón Dúason
Orðið er frjálst
Danir unnu Grænlandsmálið á rétti ís-
lendinga til Grænlands
Ég hlus'taði ekki á Grænlands-
umræður þær, er fram fóru fyrir
skemmstu í útvarpinu, og sem nú
eru sagðar mikið umtalsefni. Er
svo að sjá, sem þjóðníðingarnir,
sem áldrei láta standa á sér að
afneita rétti, sæmd og gagni ís-
lands, hafi farið halloka í þessum
umræðum, því að í Morgunblað-
inu 1. des. 1958 ræðst einhver,
sem nefnir sig „Hlustanda“, fram
á ritvöllinn, til að rétta hlut
þeirra, þjóðnfðinganna.
„Hlustandi“ þessi telur sig ekki
amalega að sér í alþjóðarétti cða
Grænlandsdóminum, sem Fasti al-
þjóðadómstóllinn kvað upp í Græn
landsmálinu milli Dana og Norð-
manna 5. april 1933. „Hlustandi"
þessi ber þá heldur ekki brigður
á það, að Grænland hafi verið
hluti íslenzka þjóðfélagsins í forn-
öld. Hann getur aðeins ekki sætt
sig við það, að íslendingar eigi
þennan forna rétt sinn enn í dag.
En eins og kunugt er, geta þjóð-
níðingar vorir ekki sætt sig við
minna en að ísland sé með öllu
réttlaust land, búið að glata öllum
auði og lífsmöguleikum Græn-
lands, og að allir íslendingar á
Grænlandi séu útdauðir.
„Hlustandi" skrifar því: „Það
vakti furðu mína og var mér um
leið vonbrigði, (svo!) að aldrei í
viðtalinu var vikið að kjarna
málsins, þeirri ómótmælanlegu
staðreynd, að landnám íslendinga
á Grænlandi leið undir lok. Fólkið
dó út og byggðin lagðist í auðn.
Þá varð Grænland aftur að al-
þjóðalögum einskismanns'land,
eins og það var, er íslendingar
námu það. Enginn veit með vissu,
hvað það var, sem olli þessum
óförum íslenzka kynstofnsins á
Grænlandi. Þar er ekki um annað
að ræða en geígátur einar“.
Hér virðist „Hlustandi1 kannast
við þá sömu staðreynd, að Græn-
land var mannlaust, er íslending-
ar námu það, að vér höfum ekki
tekið Grænland frá nokkurri ann-
arri þjóð. — En það er ofureðli-
legt, að enginn viti sönn skil á
þessari upplognu tortímingu ís-
lendinga á Grænlandi, því að hún
hefir aldrei átt sér stað! Þessi tor-
tíming er, eins og „Hlustandi"
hálfvegis virðist kannast við, að-
eins uppspunnin rakalaus dönsk
lygi, tilbúin í þessum tvöfalda til-
gangi:
1) að villa íslendingum sýn og
drepa úr þeim þor og kjark, og
þó fyrst og fremst allan bróður-
hug og ræktarsemi til Grænlend-
inga og Grænlands, enda gengur
ein dans-ka lygakenningin út á
það, að Eskimóar hafi drepið alla
íslendinga á Grænl. og er mark-
mið þeirrar lýgi það, að skapa ís-
lenzkt hatur til Grænlendinga, en
meðal Grænlendinga ótta við ís-
lenzka hefnd. Söm er gerð Dana,
þótt hvorugt þetta hafi tekizt. Ti!
grundvallar fyrir þessu á að vera
Eskimóaþjóðsaga, en hana vantar
allan raunsannindablæ og er búin
til af Dönum.
2) Að tryggja sjálfum sér næði
til þess að geta í ró féflett, þrælk-
að og misþyrmt Grænlendingum
að sinni eigin vild, sem réttlausri
og frumstæðri villiþjóð vestan úr
heimi, sem þeir alls ekki eru,
heldur vorir landar.
Sfzt var það að ástæðulausu, að
Einar Benediktsson kvað svo um
Norðursins Juða, Dani:
„níðráður, smásýnn og falur við
gjaldi“.
Hver er sá íslendingur, er með
aðgerðarleysi í Grænlandsmálinu
vill taka á sig meðábyrgð á þess-
arl meðferð Dana á Grænlending-
um?
Samkvæmt lygum Dana á út-
dauði íslendinga á Grænlandi að
hafa farið fram á 15. öld. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
fluttu allir Vestribyggðarmenn sig
til Ameríku 1342, og fornleifar í
Vestribyggð sýna, að allir byggð-
armenn hafi farið burtu í einu og
það í góðum friði. Eystribyggðar-
menn eða aðrir Grænlendingar
voru þar á móti að sigla um Atl-
antshafið á tréskipum sínum fram
á 18. öld. Fornleifar sýna, að jarð
irnar í Eystribyggð lögðust í eyði
smátt og smátt. Fólkið hefir flutt
burtu í góðum friði og tekið með
sér allt nýtilegt, sem það vildi,
eða gat með sér haft. En það, sem
eftir varð, var nýtt af þeim, sem
eftir voru. Öll hús þar hafa verið
rifin af vönum íslenzkum höndum,
og hvert sprek hirt. Eystribyggð-
armenn (og aðrir Grænlendingar)
hafa haft verzlunarsamband við
löndin í vestri eftir 1500 eða fram
til ca. 1700. Og Eskimóar hafa
ekki flutt inn í bændahéruðin í
Eystribyggð fyrr en á 17. og 18.
öld, eins og elztu húsrústir Eski-
móahúsa þar votta og það, sem
aftrar þeim til þess tíma, getur
ekki annað hafa verið en seta
bænda á jörðunum.
— Fyrri grein —
Það hefir enginn innlendur eða
erlendur borið það við, að hi-ekja
sannanir mínar fyrir því, hvað
varð um landa vora á Grænlandi.
Geta menn lesið greinargerðina
um það í Landkönnun og landnámi
íslendinga í Vesturheimi. Þeir
gerðust, fyrst fáir, en loks allir,
veiðimenn í almenningunum á
Grænlandi og í Vesturheimi, og
af þeirri byggð þeirra hefir Norð-
urseta nafn sitt. Þeir blönduðust
litillega frumbúum Ameríku: á
Grænlandi Skrælingjum, kolsvört-
um jarðkoludvergum 3—4 fet á
hæð, glötuðu tungunni og þar með
flestri þeirri menningu, er á henni
hvíldi, en ekki hinni verklegu ísl.
menningu. Þetta er í heimildum
kallað fráfall frá kristinni trú, því
að kristnin var eitt af því, sem
glataðist með tungunni, sem mönn
um þótti mest fyrir að missa þá.
Þessa heiðnu og lítillega blönduðu
íslendinga er á 16. og 17. öld farið
að kalla Eskimóa, og ganga þeir
undir því nafni enn.
Ef þess hefði þurft við, að af-
komendur íslendinga byggðu
Grænland, til þess að varðveittist
yfirráðaréttur Islands og konungs
þess yfir Grænlandi, eða ef þess
hefði þurft við, til þess að hindra,
að það yrði aftur „einskismanns-
land“, þá myndi þetta vera í því
allra stakasta lagi. En að alþjóða-
lögum skiptir þetta engu máli tun
réttarstöðu Grænlands nú, þótt sið
ferðislegt, sögulegt og þjóðræknis-
legt gildi þess verði vart ofmetið.
Þótt ísl. fólkið þar liefði dáið út,
eða það verið strádrepið af villi-
þjóð, er setzt hefði að í landinu,
myndu hin eitt sinn af íslandi
unnu landsyfirráð yfir landinu
hafa haldið áfram að standa fyrir
því, unz þeim hefði verið útrýmt
með yfirráðarétti annars siðmenn
ingarríkis. Þetta mun „Hlustandi"
kannast við, ef hann les aftur upp
þjóðarréttarfræðin stn. En fyndi
hann nú ekkert um þetta þar, eða
hafi hann aldrei opnað þjóðarrétt-
arbók, þá kom þetta atriði til álita
Fasta alþjóðadómstólsins í Græn-
landsmálinu 1931—33, og er sér-
stáklega rökrætt og úlkljáð í
Grænlandsdómnum á bls. 45—47
í hinni opinberu útgáfu dómsins,
Leyde 1933. Sbr. það, sem síðar
verður sagt um óslitin yfirráð
konungs íslands yíir Grænlandi
frá 1262 til þessa dags.
Svo staðhæfir „Hlustandi“:
„Löngu síðar (þ. e. löngu eftir að
hann er búinn að ganga af öllum
ísléndingum útdauðum á Græn-
landi) var landið numið að nýju
af Dönum, og það landnám hefir
haldizt síðan. Þetta veit megin-
þorri íslendinga þeirra, sem komn
ir eru til vits og ára, ósköp vel.
Og sá sami megínþom íslendinga
undrast, að menn skuli enn nenna
að deila um svo augljósar stað-
reyndir.“
| Lítið myridi þá hafa farið fyrir
[ stjórnvizku Danakonungs, ef hann
hefði farið að nema land, sem til-
heyrði honum sjálfum sem Nor-
egskonungi! Danskt nám á Græn-
landi hefir heldur aldrei átt sér
stað. Staðhæfingin um það er að-
eins tilhæfulaus ósannindi „Hlust-
anda“. í Grænlandsmálinu við
Noreg margneitaði t. d. Danmörk
því í Haag, að hún hefði nokkru
sinni numið Grænland eða eignazt
yfirráðarétt yfir því með námi eða
með nokkurri annarri tíma-ákveð-
inni athöfn, svo sem t. d. afsali.
Sé meining „Hlustanda“ sú, að
læða því inn, að danskt eða norskt
nám á Grænlandi hafi farið fram
í sambandi við för Hans Egedes
til Grænlands 1721, þá fór Egede
til Grænlands sem gamals og óum-
deilanlegs erfðalands Noregs-
krónu, byggða af íslendignum og
í íslenzkum lögum, og auk þess
sem útsendur trúboði íslandskon-
ungs á 300 rd. árslaunum, og er
það skipunarbréf hans enn til.
Noregskonungur (eða Dana), sem
þá var sami maður, mvndi og ekki
hafa staðizt reiðari, en ef skipta
hefði árið 1721 átt um hinn forna
sáttmálsgrundaða yfirráða, erfða-
og einvaldsrétti hans yfir öllu
Grænlandi og á nýjum námsrétti,
er myndi á samri stundu hafa
mætt mótmælum Hollendinga, er
höfðu hin raunverulegu völd á
Grænlandi þá. en auk þess Breta
og fleiri. Nám af hálfu Dana á
Grænlandi þekkir enginn maður
á jörðinni nema „Hlustandi” og'
íslenzkir þjóðníðingar. Engir aðr-
ir en hann og þeir þekkja heldur
nokkuð til þess, að Grænland hafi
„rekið á fjörur Dana“! Þar á móti
er það alkunnugt, og einnig úr-
skurðað rétt vera af Fasta alþjóða
dómstólnum þann 5. apríl 1933, að
Grænland hafi frá 1262 til 1814
lotið Noregskrónu og Noregskon-
ungi (en svo hét konungur íslands
á þeim öldum), en alls ekki lotið
Danmörku né krónu Danmerkur.
Svo segir „Hlustandi". að Norð-
mönnum hafi ekki komið „til hug-
ar að auglýsa sjálfa sig sem fáráð-
linga, eða tillitslausa þjösna með
því að véfengja rétt Dana til land-
náms þeirra (sem aldrei var til!!)
í Grænlandi. Þeir véfengdu aðeins
að landnám þeirra næði yfir allt
Grænland, og töldu, að það næði
ekki yfir þann hluta Norðaustur-
Grænlands, er þeir gerðu tilkall
til“.
Hér fer „Hlustandi“ einnig
rangt með. Að vonum könnuðust
Norðmenn ekki við nokkurt
danskt landnam á Grænlandi. Þeir
könnuðust aðeins við dönsk yfir-
ráð yfir nýlendusvæðunum á
Vestur-Grænlandi, er þeir töldu,
að Danmörk hefði fengið frá Nor-
egi 1814—21, — enda námu Norð-
menn ekki aðeins á Norðaustur-
Grænlandi. Þeir námu einnig síð-
ar mikið svæði á Austur-Græn-
landi í suðvestur frá íslandi.
Fyrir Fasta alþjóðadómstólnum
1931—33 margneitaði Danmörk
því, að rétt sinn til Grænlands
hefði hún fengið með afsali frá
Noregi 1814—1821. Danmörk og
hennar málflytjendur afneituðu
því, að í þessum afsalsskjölum,
ekki einu sinni í Stokbhólmssamn
ingnum frá 1. se»t. 1B19 eða Stór-
þingssamþykktinni út af honum
1821, fælist nokkuð meira en
norsk „viðurkenning“ á yfin’áða-
rétti Danmerkur yfir Grænlandi,
hliðstæð þeirri viðurKenningu,
sem fólst í dansk-norsba verzlun-
arsamningnum frá 1826, og Fasti
alþjóðadómstóllinn féllst á þetta.
En þetta er ekki samrýmanlegt
við nokkurt annað sjónarmið en
það, að Grænland hafi fyrjr 14.
janúar 1814 verið hluti úr íslenzka
þjóðfélaginu, og fylgzt með því
undir krónu Danmerkur þá. — En
eins og menn máske muna, var
það óumdeilt sjónarmið og álit
allra allt fram á annan þriðjung
19. aldar, að Grænland væri ný-
lenda íslands. Trúin á að Eystri-
byggð stæði á austurströnd Græn
lands, íslenzk að uppruna, tungu,
menningu og undir íslenzkum lög-
um stóð órengd fram til sama
tima og dvínaði ekki með öllu fyrr
en nálægt síðustu aldamótum og
ísland var skuldað fyrir útgjöldun
um til Grænlands 1835 og enn um
nokkurt skeið eftir það.
Svo segir „Hlustandi“ að sjón-
armjð Norðmanna hafi ekki verið
„hæpnara en svo, að þeir gátu vel
verið þekktir fyrir að halda því
fram. En þeir töpuðu málinu, svo
sem kunnugt Og svo sem sið-
uðum mönnum sæmir, sættu þeir
sig við þau málalok."
Þarna veit „Hlustandi11 meira
en ég. Það er alkunnugt, að Norð-
menn beygðu sig fyrir dómnum
og fóru af Grænlandi með allt sitt
landnámshafurtask, enda áttu þeir
ekki annars úrkosta. En að þeir
hafi breytt skoðun sinni á réttar-
stöðu Grænlands eða gefið Dön-
um nokkrar yfirráða-viðurkenning
ar þar, er mér öldungis óV.unugt, j
og víst öllum öðrum en „Hlust-
anda“, er flest virðist vita á allt
annan veg en aðrir menn, nema
þjóðníðingarnir.
* „Hlustandi“ segir, að Norðmenn
hafi tapað Grænlandsmálinu.
Fyrst hann veit svo vel um þetta,
hví fræðir hann okkur þá ekki líka
á því, hvaða forsendum Norðmenn
töpuðu því? Kynni það að vera af
því, að þær forsendur myndu ekki
tiJ þess fallnar, að sanpfæra ísl. j
þjóðina um, að hún sé orðjn rétt-
laus í Grænlandsmálinu? Forsend
urnar voru aðallega tvær, er hvor
um sig var af dóminum talin nægi
leg til að ónýta námið. Skal ég nú
reyna að skýra þær báðar:
Afgreiðslustúlka
óskast nú þegar.
MOKKA — Espresso-kaffi
Skólavörðustíg 3 A.
Sími 2-37-60
fflfflfflffljifflfflSiiiiffltsafflfflffl:
Saumavél
Nýleg, handsnúin sauma-
vél til sölu að Skipasundi
86. Sími 33873.
Tilkynnin
víðavangi
fTamnaia al 7. aíðu).
flokkurinn uinbót.íbandalagið
kaldur og rólegur.
Alþýðubláðið ætti að skilja, að
Framsóknarflokknum áð ge£a
það hefði verið fjarstæða af
fyrirheit um stuðning við minni-
Iilutastjómina, þar sem hun stóð
bísperrt á öxlum Sjálfstæðis-
floksins, veifandi liinuni snögg-
soðuu, fráleitu tillöguni inn að
leggja niður öll núverandi kjör-
dæmi utan Reykjavíkur.
Kjarabætnr
Pramh. af 7. síðu.
an Beykjavíkur? Hvaða rök eru
til þess að réttlátara og hagkvæm
ara sé að kippa að sér hendi við
aðrar virkjanir en við Sogið?
Það ætti ekki að þurfa að nefna
fleiri dæmi. Það eitt, að minna
á þessi má'l, sýnir nógu vel hvilíkt
gæfujeysi það væri að þurfa að
skipta öllu upp strax og minnka
verklegar, opinhérar fram-
kvæmdir.
Það er stórkostleg skerðing á
lífskjörum þjóðarinnar á kom-
andi árum frá því sem ella væri
ef ekki verður haldið í horfi
með tramkvæmdir og jákvæða
fjárfestingu.
Árás á lífskjör almennings.
Með því, sem nú hefir verið
sagt, ætti að vera nógu vel minnt
á það, að betra og farsælla er að
Ieysa efnahagsmálin með nokk-
urri almennri vísitölueftirgjÖf af
hálfu bænda og launþega en að
fara út á þá braut að stöðva fram
þróun þjóðarinnar til meiri og
betri framleiðslu. Stöðvun fram-
kvæmdanna er árás á lífskjör
þeirrar alþýðu, sem nytjar þctta
land á komandi árum, undir hvaða
yfirskyni sem sú stöðvun er gerð,
Vinsælir áhrifamenn ynnu þjóð-
hollara starf með því að hvetja
þjóðina til vinnusemi og spam-
aðar svo að meira mælti fram-
«««««:«::«::«::««::::::««:::«:»«
Framsóknarvistar
spiiakort
fást á skrifstofu Framsókn
arflokksins í Edduhúsinu
Sími 16066.
I desembermánuSi s. 1. var
mér dregin 6 v. kollótt ær,
er ég eigi kannast viö með
mínu marki: Tvístýft ír. h.
(óglöggt), sneitt fr. og gagn
bitað v. Málmplata með
númeri í v. eyra. — Réttur
eigandi sanni eignarétt
sinn og greiði áfallinn
kostnað. ■—Jörgen B|örns-
son, Vitastíg 17, stai 32262,
Reykjavík,
t««:a:»K«::aa«::«:«n:::«;«««:«:
kvæma. Undir því er velferð
hennar og velmegun komin.
Hverju sæta slík fyrn?
Hvað mun ‘helzt bera til þess,
að menn, sem betur ættu að vita,
beita sér fyrir því að grafa grunn
undan velmegun þjóðarinnar á
komandi árum með því að ieysá
efnahagsmálin á hennar kostnað?
Auðvitað verður hver og einn að
svara þvi fyrir sig, þó að liér
verði aðeins vikið að því, sem
sennilegast þykir.
Menn freistast til að meta lýð-
hylli, kjörfylgi og þau völd, sem
slíku fylgja meira en þjóðholla leið
sögu. Þess vegna finnst þeim að
það sé alltof mikil áhætta að
hvetja þjóð sína til nokkurrar
sjálfsafncitunar og ráðdeildar. Þá
kynni svo aff fara, aff affrir lýð-
skrumarar hefffu mciri liylíi, og
fengju fleiri atkvæffi og meiri
völd. Fyrsta pólitíska boðorff þess
ara manna verður því það, að
reyna jafnau að taka öðxum fram
í lýðskruminu. En í lýðskruminu
ber bæst á því að dekra við stund
arhagsrnuni í trausti þess, að þorri
manna sé ekki mikið.að hugs,a um
morgundaginn.
Þekkú’ iiú alþýffan viui sína?
Menn óska eftir framförum og
vilja miklar framkvæmdir, því að
þeir vita, að lifskjör komandí ára
fara mjög eftir því hvað gert er
á ljðandi stund. Þennan vilja má
ekki drepa niður, því að hann er
hálft lífsafl þjóðarinnar. Ilitt hefn
ir sín greypilega ef þjóðin verður
svo gæfulaus að velja sér að leið-
togum og trúa þeim mönnum, sem
bres'tur kjark til að segja hehni
að miklar framkvæmdir kosti
mikla vinnu og nokkra sjálfsaf-
neitun í daglegum lifnaðarháttum.
Þeir stjórnmálamenn eru ekki
mikils trausts eða fylgis maklegir,
sem vilja kaupa sér völd með því
að stinga þjóölnni svefnþorn svo
að hún svíki helgasta hlutverk
sítt og æthmarverk fyrir skamm-
vinnan stundarmunað. Það eru
meiri menn og betri, sem hvetja
þjóð sína til nokkurrar sjálfsaf-
; neitunar, svo að hún geti haldið
áfram að því marki að fullnytja
land sitt og búa hörnum sínum
farsæla og sjálfslæða fram'tíð &
ættjörð sinni.
Þekkir nú islenzk alþýða vini
sína og sér hverjir henni eru
hollastir i ráðum?