Tíminn - 21.01.1959, Qupperneq 9

Tíminn - 21.01.1959, Qupperneq 9
TÍMINN, miðvikudagmn 21, janúar 1959. 9 VEÐMÁL OG VALT GENGI Smtááacja ejtir ^JJnvin Sk aiv 1 | I»loyd Barber lá ofan á rúmi sínu og las France-Soir, þegar síminn hringdi. Klukkan var að'eins tvö eftir hádegi, en þetta var fimmti rigningar- dagurinn í röð, og allavega hafði hann í engan stað aö fara. Hann las um útlitið í veðreiðakeppni Rugby-flokks ins. Veðreiðar Rugbys var hann ekki vanur að stunda, og hann hafði engan áhuga á fé- lögunum í Lille, Pau eða Bor- deaux, en hann var bara bú- inn að lesa allt annað í blað- inu. Það var kait þarna í litlu og skuggalegu herberginu, því að hitinn var ekki liafður á milli klukkan tiu á morgn- ana og sex á kvöldin; þess vegna lá hann ofan á óþrifa- legu tvíbreiðu rúminu og hafði breitt yfir sig frakkann sinn og tekið af sér skóna. Hann greip símann, og mað urmn við afgreiðsluborðið niðri sagði: — ÞaÖ er stödd hér kona, sem vill fá aö tala við yður, herra Barber. Barber varð litið á mynd sína í náttborðsspeglinum handan við rúmið. Hann vildi mjög gjarnan ,að útlit sitt væri skárra en það var. — Nefndi hún nafn sitt? spurði hann. — Nei, herra. Á ég’ aö spyrja hana að því? — Nei; skiptir engu máli, anzaði Barber. —■ Eg kem eins og skot. Hann lagði tólið á og brá sér í skóna. Hann var vanur að fara fyrst í þann vinstri; áleit það gæfumerki. Hann bretti upp flibbanri sinn og* smeygði á sig bindinu, en tók um leið eftir því, að það var trosnað um hnútinn. Síðan brá hann sér í jakkann og klappaði á vasana utanverða, til að gá hvort liann væri með sígarettur. Hann var ekki riieö neinar. Hann yppti öxhim og' skildi eftir logandi Ijósiö, í hefndarskyni fyrir þaö, aö hótelstjórinn hafði veriö ön- ugur út af reikningnum; fór síðan niður. Maureen Richardson sat 1 litla afkimanum út frá for- salnum, í einum þessara elli- slitnu flókastóla, sem fjóröa klassa Parísarhótel veita gest um sínum til að koma í veg fyrir alitof mikla glaðværð á neðstu hæðinni. Ekki var þarna liós á neinum lampa, en dauft, dauðlegt og græn- leitt ljós' barst utan frá regn votri götunni gegnum ryk- fallin gluggatjöldin. Þegar Barber hittí Maureen í fyrsta skipti, á stríðsárunum, rétt áðixr en hún giftist Jimmy Richardson, hafði hún verið ung og fallég Stúlka með skær og barnsieg blá augu. En síð- an var hún búin að eignast tvö börn, og Richardson hafði ekki vegnað sem bezt, enda vaf hún nú klædd snjáðum fötúrii, kápan hennar gegn- drepa, Hraustlegt útlit kon- unnar var farið veg allrar ver aldar, og í grænleitri skímu hótelforstofunnar virtist litar háttur hennar minna einna helzfá beinagrind; augun líf laus. — Halió, augnayndið, sagöi Barber. Richardson hafði jafnan kallað hana því nafni, og þar sem það hafði orkaö vel á félaga hans í herdeild- inni, hafði hann haldið áfrarn aö kalla hana það, og að lok- um höfðu allir tekið upp á því sama. Maureen sneri sér snögg- lega við, rétt eins og hún hefði prðið hrædd. — Lloyd, sagði hún. — ó, ég er svo feg- in, að ég hitti þig. Þau tókust í hendur, og Barber spurði hvort hún vildi að þau færu eitthvað og fengju sér kaffi. — Æ, ég held ekki, svai’aði Maureen. — Eg skildi börnin eftir í mat hjá vinkonu minni og ég lofaði að sækja þau klukkan hálf þrjú; ég hef eig- inlega engan tíma. — Eg skil ,sagöi Barber. — Hvað er að frétta af Jimmy? — Ó, Lloyd . , . Maureen strauk firigur sina vandræða- lega, og Barber tók eftir því, að þeir vorfu rauöir og negl- urnar ójafnar. — Hefurðu séð hann? — Ha? Barber leit á hana undrandi, þar sem hún sat í dauíri skímunni. — Hvað áttu við? — Hefuröu ekki séð hann? spurði Maureen aftur, nokkuð höst. En rödd hennar var samt veikluleg og bar vott um hræðslu. — Ekki i mánuð eða þar um bii, sváraði Barber. — Því spyrðu? Hann spuröi en vissi þó næstum með vissu, hver ástæðan var. — Hann er horfinn, Lloyd, sagði Maureen. — Hann hefur ekki sézt í þrjátíu og tvo daga. Eg veit bara ekki, hvað ég á að gera. — Hvert fór hann? suprði Barber. — Það veit ég ekki. Maur- een tók upp sígarettupakka og kveikti sér í sígarettu. Hún var of utan viö sig til aö muna eftir að bjóða Barber. — Hann sagði mér það ekki. — Hún reykti sígarettuna á- fergjulega en þó árinars hug- ar. — Eg er svo kvíðin. Eg hélt hann hefði kannske gef- iö þér einhverja skýringu — eða þú hefðir kannske rekizt á harin. — Nei, svaraði Barber með gætni. — Hann nefndi ekkert við mig. — Þetta er það merkileg- asta sem ég hef nokkurntíma vitað. Við höfum yerið gift í meira en tíu ár, og hann hef- ur aldrei gert árinað eins og þetta, sagði Maureen og reyndi að hafa vald yfir rödd sinni. — Hann kom bara til , mín eitt kvöldið og sagðist i hafa fengið frí frá vinnu sinni j um mánaðartíma, og hann myndi verða korninn aftur eft ir mánaðartíma, og að þá myndi hann segja mér alla í söguna; og hann bað mig að 'spyrja engra sþurninga. — Og þú hefur einskis spurt? — Hann hagaði sér svo und arlega, sagði Maureen. — Eg hef aldrei séð hann eins og hann var þá. Allur í uppnámi. Yfirspenntur. Maður gæti jafnvel sagt, að hann hefði verið hamingjusamur, nema hvað hann var alla nóttina að fara inn til barnanna til að horfa á þau. En hann hefir aldrei gefiö sér neina ástæðu til að vera hrædd um hann varðandi — varöandi kvenna deildina, bætti Maureen við, nokkuð vandræðalega. — Ekki eins og sumir karlmenn myndu gera, sem maður veit um. Ef eitthvað var gott viö Jimmy, þá var það einmitt þetta, að maður gat alltaf treyst honum. Þess vegna hjálpaði ég honum viö að pakka niður. — Hvað tók hann með sér? — Bara eina ferðatösku, svaraði Maureen. — Með létt- um klæðnaði. Rétt eins og hann væri að fara í sumarfrí. Hann tók jafnvel með sér tennisspaða. — Tennisspaða, endurtók Barber og kinkaði kolli, eins og ekkert væri eðiilegra fyrir mann sem væri að stinga af biirt frá konunni sinni, en taka með sér tennisspaða. — Hefuröu alls ekkert heyrt frá honum? — Nei, svaraði Maureen. — Hann sagði mér, að hann myndi ekki skrifa. Hefurðu nokkurn tíma heyrt annað eins? Þrátt fyrir kvíða sinn óg hræðslu leyfði hún sér að auðsýna hneykslun yfir fram- komu hans sem eiginmanns. — Eg vissi alltaf, að viö hefðum aldrei átt að fara hingað til Evrópu. Það gegnir öðru máli meö þig. Þú ert ó- kvæntur og hefur alltaf verið svo laus í rásinni öðrum þræði; ekki eins og Jimmy__ — Hefurðu hringt á skrif- stofuna hans? greip Barber fram í fyrir henni. Hann vildi ógjarnári heyra fólk tala um það, hve því finndist hann vera laus í rásinni eða fjarri því að vera kvæntur maður. — Eg fékk vinkonu mína til aö hringa, svaraði Maur- een. — Það hefði verið einum um of kjánalegt — ef eigin- konan hans hefði hringt til að spyrja, hvar hann væri. — Hvað sögðu þeir þar? — Þeir sögðust hafa búizt við honum fyrir tveirn dög- um, en hann hefði ekki látiö sjá sig. Barber tók eina af sígarett- um Maureen og kveikti í. Þetta var fyrsta sígarettan sem hann hafði fengið í fjóra klukkutíma, og honum fannst bragðið dásamlegt. Hann farin til örlítillar sjálfselsku ánægju yfir því, að 'Maureen skyldi hafa heimsótt hann á hótelið. — Lloyd, veiztu alls ekkert ráð? spurði hún, þreytuleg og vondauf þar sem hún sat i grænleitri þokuskímunni. Barber hikaði við. — Nei, svaraði hann. — En ég skal hringja í nokkra staði og láta þig vita símleiðis á morgun. Þau risu á fætur. Maureen dró hanska á rauðleitar hend urnar. Hanzkarnir voru slitn ir og grænleitir, þótt þeir hefðu upprunalega veriö svartir. Þegar Barber leit á þá, minntist hann þess hve snyrtileg og vel búin Maureen hafði ætíð verið er hann hitti hana fyrt í Louisiana fyrir mörgum árum; og hve hraust legur og vel klæddur Jimmy, hann sjálfúr og þeir hinir höfðu allir verið, þar sem þeir ljómuðu í liðsforingja-búning um sínum með ný vængja- merki á barminum. — Heyrðu mig, Augnayndið, sagði Barber. — Hvernxg er annars með •— með fjárhag- inn? Flugfreyjur Loftleiðir óska aí ráía til sín nokkrar flugfreyjur frá vori komanda. Lágmarks- aldur umsækjenda skal vera 19 ár. Sta$- gótf tungumálakunnátta er nauftsynleg. — UmsóknareycSublöð fást í afgrei^slu Loft- leiða, Lækjargötu 2. ~~ Umsóknir berist félaginu fyrir 15. febrúar 1959. !Í LOFTLEÍÐIR H.F. H h U H Byggingarfélag verkamanna Til sölu 2ja herbergja íbúð í 1. byggingaflokki. Félagsmenn sendi umsóknir sínar fyrir 24. þ.m í skrifstofu félagsins, Stórholti 16. Stjórnin H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands verður haldinri í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vik, laugardaginn 6. júní 1959 og hefst kl. 1,30 eftir hád, I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- | kvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhögun- inni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst- ursi'eikninga til 31. des. 1958 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda. svörum stjórnarinnar og tillögum til úrslcurðar frá endur skoðendum 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn féiagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram). 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vcrða borin, Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlutliöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 2.—4. júní næstk. Menn geta feng- ið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftii* að ný umboð og afturkallanii’ eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í bendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavík, 13. janúar 1959. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.