Tíminn - 17.02.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1959, Blaðsíða 7
TÍMINN, þriðjudaginn 17. febrúar 1959. 7 Heimsókn í einn stærsta húsmæðra- kennaraskóia, sem til er í Evrópu „Ef þér hafiS áhuga á að kynnast einhverjum stofn- unum, þá segið til og ég skal sjá um að tekið verði á móti yður". Er hægt að bjóða gesti betur? Það var ráðuneytis- stjórinn í norska kirkju- og menntamálaráðuneytinu, Oiav Hove, sem gerði mér þetta kostaboð, þegar ég kom tii Osló fyrst í febrúar. Og eftir nokkrar vangavelt- ur kaus ég að fá að heim- sækja tvær merkar mennta- stofnanir, Statens kvinne- lige industriskole og hús- mæðrakennaraskólann á Stabekk. Brattir, skógiklæddir ásar ganga upp frá Oslófirði, og þó að írost'iS bíti á vangana er heillandi fegurð yfir hrímguðum lauftrján- um, sem standa eins og meyjar með brúðarslæðu framan við dökk og há grenitré. Sólin skín svo að mjöllin sindrar og glitrar, grýlukerti hanga af ufsum rauð- málaðra timburhúsa, skúfarnir dingla á mislitum prjónaskotthúf- nmum á litlum og stórum kollum. — Bíllinn þræðir upp brekkuna og áður varir er ekið í hlað á suiklu sloti, sem stendur hátt í brekku. Það er s'kólinn á Stabekk — éða réttara sagt hluti hans. Ungfrú Gudrun Aker, rekt'or á Stabekk, er miðaldra kona, fjör- ‘Jeg, brosmild og þó dálitið hvat- skeytleg. Hún fagnar vel gest- ánum eg segir að okkar .bíði kaffi- borð beima hjá landbúnaðarkenn- ara og þvi só bezt að byrja þar að skpða stþfnunina. ÍSLENZK STÚLKA. Við göngum út og þræðum stíg tundan brekku. Til hliðar bendir íungfrú Akre mér á allmörg íbúð- arhús, sem eru bústaðir kennara. Þegar við nálgumst áfangastað komast fram úr þeirri vinsemd og ljúfmennsku, sem mætir gest- inum á Stabekk. Næsti áfangi er þá að heim- sækja nýlega tveggja hæða bygg- ingu sunnar í brekkunni. Þar er barnaheimili skólans.í biörtum og þægilegum liúsakynnum. AUir nemendur á Stakbekk iæra með- ferð ungbarna og á barnaheimil- inu eru að jafnaði 10—14 börn í senn, allt frá nokkurra vikna gömlum börnum og upp í rösk- lega ársgönuil. Frá gangi sjáum við inn um stórar rúður hvar ■stúlkurnar eru að mata börnin, klæða þau og skipta á þeim eða bara leika við þau. Úti á svölum er röð af körfum á bekk og yddir þar á misstóra kolla upp úr dúð- unúm. Öll eru börnin hraustleg og snyrtileg. Inni í stofunum eru sérstaklega útbúin borð á hjólum. I hyllum og skápum í þeim eru þvottaáhöld og fatnaður handa hverju barni, ofan á borðinu eru dýna og lak yfir, þar eru börnin lögð, meðan verið er að klæða þau og snyrta. Þurrkskápar fyrir faín- að eru með veggjum, þar er alltaf hægt að grípa volgar flíkur, þeg- ar skipta þarf. í kjallara er þvotta- hús, þurrkherbergi og íbúðir starfsstúlka. Sagði ungfrú Aker, að það væru oft einstæðar mæður, sem réðust til starfa gegn því að fá að hafa börn sín á heimilinu. Ekki þarf að fjölvrða urn, hve ágætt fvrirkomulag það er að veita nemendum skólans hagnýta kennslu og æfingu í meðferð ung- barna. Þarna ríkti, eins og á barnaheimilum almennt, sérstak- lega elskulegt andrúmsioft. Stúlk- urnar gengu af alúð upp i störf- um sínum og fengu að launum vota kossa og .mjúk armlög af stuttum handleggjum. Þá héldum við aftur upp í aðal- bygginguna, en hún er raunveru- lega tvö samibyggð hús. í krik- anum þar sem húsin eru tengd, stendur reisulegt „stabbur“, hin sérkennilegu bjálkabúr á stólri- um, sem öldum saman fylgdu hverjum norskum bæ og voru Frú Sigrííur Thoriacíus heimsækir hiísmæ^ra- kennaraskóíami í Stabekk í Noregi Skólahúsið í Stabekk. Dagstofan i skólahúsinu. standa þar tvær stúlkur brynjað- ar rrryndavélum úti í tröðinni og ber ég brátt kennsl á aðra, að þar er Steinunn Ingimundardóttir frá Akureyri, heimilisráðunautur Kvenfélagasambands íslands. Hin er frá Bandaríkjunum er þarna sörnu erinda og Steinunn — að taka þátt í námskeiði fýrir heim- ilisráðunauta, sem haldiri eru öðru hverju til þess' að kynna þeim nýjungar og rifja upp eldri fræði. Innan dyra bíður ungfrú Anna Voll okkur velkomnar og leiöir okkur í stofu þar sem heim- ilisráðunautahópurinn er saman kominn. Þetta. er glaðvær hópur, sem of skammur tími gefst til að kynnast, kaffiborð er tilbúið í eldhúsi og veitt af rausn. Ungfrú Sakshaug, yfirmaður stárfs heirn- ilisráðunauta, heldur þ\d fram, eð hún hafi riotið enn meiri gest risni á íslandi s.l. sumar en nokk- i urs staðar annars staðar, en erf- itt er að sjá hvernig hægt sé að bezta matvælageymsla, sem kost- ur var á, þar íil frystitækin komu til sögunnar. Þetta búr var lengi vel. aðalmatvælageymsla skólans og er enn að nokkru leyti í notk- un. Inni í skólahúsinu eru margar vistaryerur og lá mér við að rugl- ast þegar ungfrú Aker leiddi mig úr hverju eldhúsi í annað, um kennslustofur, rannsóknarstofur, skrifstofur og heimavistarher- bergi. Rúmgóður samkomusalur hefir verið reistur fyrir fégjafir nemenda og er hann tengdur setu stofu, svo að þar má sameina mikið húsrými. í setustofum voru margir fallegir gripir, vefnaður, gömul húsgögn, útskornir munir og fleira. EINN HINN STÆRSTI í EVRÓPU. Á Stabekk er starfræktur einn stærsti — ef ekki alstærsfi — húsinjæðrakennaraskóli í Evrópu. Námsskrá er fjölbreytt og skipt- ist skólastarfsemin i eftirfarandi deildir: A-deild er tveggja ára kennaraskóli, sem menntar kenn- ara fyrir húsmæðraskóla, lýðhá- skóla, heimilisráðunauta o. s. frv. B-deild er eins árs skóli fyrir skólaeldhússkennara í barnaskóla og framhaldsskóla til gagnfræða- stigs. C-deild I er eins árs hús- mæðraskóli, sem jafnframt er æf- ingadeild fyrir A-deiId. D-deild er sex vikna framhalds- námskeið fyrir húsmæðra- og skólaeldhússkennara. Auk þess er svo hálfs árs náms- tími fyrir barnfóstrur við barna- heimili skólans, en áður en þær fá fullnaðarpróf verða þær þar að auki að vinna þrjá mánuði á dag- heimili og þrjá mánuði á fæðing- ardeild. Að jafnaði eru rösklega eitt hundrað nemendur á Stabekk á ári, auk t.d. kennara, sem koma við og við til að dveljast þar skamman tíma. Námsskrá er fjöl- breytt og námskröfur miklar. í kennaradeildum er m. a. kennd næringarefnafræði, hcilsufræði, eðlisfræði, sýklafræði, sálar- og uppeldisfræði o. fl. bóklegar grein ar, auk matargerðar og annarra heimilisverka, garðræktar, með- ferð húsdýra og nýting búsafurða. Á göngu okkar um skólann sýndi rektor mér inn í heima- vistarherbergi nemenda á fyrsta misseri, sem allar voru önnum kafnar við hreingerningu. Er eftir lit mjög nákvæmt með því að stúlkurnar læri allt hreinlæti sem bezt og strangt eftirlit er haft með því allan námstímann, hvern ig þær ræsta herbergi sín. Nýlega var lokið innréttingu neinendaíbúða í rishæð skólans og voru þar cinföld og skemmti- leg húsgögn í ýmsum litum. Allir veggir voru málaðir í fölum, hlut- lausum litum til þess að auðveld- ara væri um litasamsetningu í húsgögnum. Margs konar glugga- tjöld voru í herbergjunum, allt írá handofnum ullartjöldum niður í ódýrustu bómuliartjöid og var það m.a. gert til þess að nemend- ur fengju æfingu í að þvo og hirða mismunandi gerðir af efn- um og kynnast endingu þeirra og notagildi. NOKKRAR FRÁ ÍSLANDI. Nokkrar íslenzkar slúlkur hafa stundað nám á Stabekk og þó ég sé ekki nógu kunnug þeim mál- um til að geta fullyrt eitt eða annað, þykir mér sennilegt, að ef kennaraefni og tilvonandi hús- mæður ætla að sækja sér hag- nýta menntun í þessum fræðum lil annarra landa, þá muni að- stæður að mörgu leyti einna lík- astar í Noregi og á íslandi. í báð- um þessum löndum -er t.d. sama vandamálið um kennslutilhögun í strjálbýlum héruðum og í sumum héruðum Noregs er náttúran sízt mildari en á íslandi. „Mig langar til þess að sýria yður nefndai-álit, sem fylgdi laga- frumvarpi um húsmæðráfræðslu, sem lagt var fram á s.l. ári“, sagði ungfrú Aker, er við vorum setztar inn á skrifstofu hennar. „Þar finnst mér koma fram vax- andi skilningur á því, að ef ekki á að stefna í óefni, þá verðum við að byggja fræðslukerfið upp að nýju, að því er tekur til upp- eldis æskunnai’, vegna þess að breyttir þjóðfélagshættir valda því, að heimilin gegna ekki leng- ur þeim uppeldisskyldum, sem þau hafa fram að þessu haft með höndum. Iléðan af verður að leggja ríkari áherzlu á það, sem við köllum heimilisfræði, reyna að skapa hjá nemendunum já- kvæðari afstöðu til heimilis og fjölskyldulífs, svo að þeim veitist léttari sambúðin við annað fólk í heiminum, skólum oe bí*"r‘''’ - -»i. Það verður að vera sá grundvöll- ur, sem oll okkar kenn ... __ á. Takist það ekki, þá stefnir "þjóð- félag nútímans í beinan voða. Skilið kveðju minni til allra vina minna á íslandi og munið að á Stabekk eruð þér og landar yðar alltaf velkomnir“, sagði ungfrú Aker að skilnaði. Sigríður Thorlacius Simnudagserindi um náttúrufræði Fyrir hálfum mánuði hófst í i varpinu erindaflokkur um náttúi fræði. Ingólfur Davíðsson, magi er, flutti fyrsta erindið, og s. sunnudag ræddi Gucmundur Kji ansson um ísaldarjökla á Ki Erindaflokknum lýkur 5. aoríl, þessir menn eiga eftir að flyl erindi: Halldór Þormar magister: Um veirur og veirurannsóknir. Dr. Hermann Einarsson: Um loðnuna. Eyþór Einarsson magistei: Um grasafræði. Unnsteinn Stefánsson efnafræð- ingur: Efnin í sjóum. (Framhald á 8. síðu). Á víðavangi Vonlaus hreingerning Sjálfstæðismönnum er ljóst, að ranglæti það, sem þeir frömdu gegn bændastéttinni er þeir felldu tillögu Framsóknarmanna um að Iaun bænda yrðu hækkuó um þau 3,3% sem á vantar aii þau svari til Dagsbrúnárkaups, mæiist illa fyrir. Því hefur mi verið horfið að því ráði að senda Jón á Reynistað fram á ritvöli- inn í Mbl. í því skyni að iiann, freisti þess, að nudda óhreinind in af íhaldinu. Ferst Jóni hrein- gerningin fremur óhönduglega, og þó ekki miklu verr en vænta mátti. Segir hann í grein sinni að ekki liafi verið . gjörlegt, að taka bændur nú eina út úr og veita þeim grunnkaupshækk- un. Slík aðgerð hefði óhjákvæmi lega orsakað svo víðtæka óá- nægju, að allt hefði farið úr böndunum hjá ríkisstjórninni. Þar með liefði þessi tilraiin ríkir- stjórnarinnar að kippa efnahags málunum í betra horf og forða frá hruni verið úr sögunni eins og forsætisráðherra Iýsti yfir“. „Alltaf í þynnra að þynna" Búast hefði nú mátt við, að úr því að Jón fór á annað borð aí> fást við þessi ritstörf, þá hefði hann borið frain einhver ný „rök“ til afbötunar afstöðu þeirra Sjálfst.manna. Ekki er þó því að heilsa, lieldur eru um- mæli Jóns aðeins endurtekning á þeim viðbárum, sem Mbl. hefur burðazt við að undanförnu að aí- saka íhaldið með, og marghvakt- ar liafa verið hér í blaðinu. En líklega telja þeir Mbl.menn að meiri sennileikablæ muni bregða á málflutning blaðsins í augum bænda, ef Jón á Reynistað viU leggja nafn sitt við haim, og er það út af fyrir sig ekki ólíkléga til getið. OrS og gerðir Eins og kunnugt er þá hefur verðlagning . landbúnaðarafurða miðazt við það á undanförnum ár um, að bændur bæru úr býfum fyrir sína vinnu laun, er jafn giltu Dagsbiúnarkaupi, Eftjr. að verðiag lnadbúnaðarvara ,var reiknað út í haust, hækkaði kaup Dagsbrúnarmanna, svo að 3,3% vantar nú á að bændur standí þeim jafnfætis. Þegar horfið var að niðurfærsluleiðinni var það> því ómótstæðileg sanngirnis- krafa, að þetta misræmi yrði Ieife rétt áður en afurðaverðið væri lækkað, samkv. frv. ríkisstjórnar innar. Ef til vill var ekki við því að búast, að ríkisstjórn, seju Emil Jónsson veitir forstöðu, sæi ástæðu til að viðhafa neina sérstaka nærfærni í þessum mál- um. Forsætisráðherra er maður glöggur á tölur en trúlaus á mold. Hins hefðu kannski ein- hverjir fremur vænst, að Sjálf- st.flokkurinn, sem auðvitað skiþ ar núverandi ríkisstjórn fyrii verkum, befði staðið á verði svc mjög sem liðsoddum hans leikur á tungu ást þeirra á bændum. Eu hér fór sem endranær að annað eru orð en gerðir á því sóma- heimili. Ástæðulausar illspár Það er því hrein lokieysa hjá Jóni á Reynistað, að hér liafi á nokkurn hátt verið um það að ræða, að taka bændur „út úr“ þótt kaup þeiri’a hefði verið sam ræmt Dagsbrúnarkaupi áður en til lækkunarinnar kom. Með því var ekkert fordæmi geíið, held- ur aðeins fylgt reglu, sem í gildi hefur verið og er engin ástæða til að ætla, að aðrir launamanna- liópar hefðu ekki unað því. Eru og þvílíkar hrakspár þeim mim fjarstæðari, Jiar sem öllum er ljóst, að með hinum auknu niður greiðslum stjóvnaiflokkanna eru bændur settir á annan bekk og lægri en aðrar stéttir þjóðfélags ins. Á meðan hagnaðurinn ai íiiðui'greiðslunuin fyrir meðal- fjölskyldu bóndans nemur að- eins 138 kr. fær samsvarandi fjöl skylda í öðrum stéttur 2116 ki. (Framliald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.