Tíminn - 17.02.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.02.1959, Blaðsíða 8
TÍMINN, þriðjudaginn 17. frbrúar 1959. Jón Bjarnason, bóndi, Uppsölum Mér eru ýmsir menn minnisstæð- ir í minni sveit frá fyrstu kirkju- ferðum mínum að Kálfafellsstað. Þossar kirkjufarðir opnuðu mér nýjan heim. Ég ferðaðist um nýja götufcroðninga, kom á staði, sem ég hafði ekki komið á áður, sá margt fólk, sem ég var ekki áður Minn að sjá, en kirkjan og kirkju garðurinn kringum hana vakti þó mesta undrun mína. Þetta var mik- ill beimur í augum hins unga manns, sem ekki hafði komið út- fyrir heimalandið á Hala. f önnum aðalfundar Stéttasam- bands bænda í haust, hjó ég eftir því með öðru eyranu að í tílkynn- inguim Ríkisútvarpsins kom dánar- fregn Jón3 Bjarnasonar á Uppsöl- um í Suðursveit. Hann er þá dáinn hann Jón á Uppsölum, eins og hann var oftast nefndur hugsaði ég. Hann var einn þeirra manna, sem ég minntist frá mínum fyrstu kirkjuferðum, og sem ég fannst' að ýmsu leyti bera af kirkjugestum. Mér fannst Jón faliegur maður, einarður og bar sig vel. Það var eini maðurinn á þeim árum við kirkju, sem ég sá reykja og með svo tniklum myndarbrag, að ég stóð álengdar og horfði á manninn með aðdáun. Hvenær verð ég svona anikill maður hugsaði ég. Jón var á brydduðum, vel gerðum sauð- skinnsskóm, í bláum leistum. Þetta iþótti mér fallegur fótabúnaður og þó sérstaklega bláu leistarnir. Þegar sást til Jóns í hópi kirkju- gesta, var hann auðþekktur, hann bar sig vel ó hesti reið hratt og var í slagkápu yztri faía, og mig minnir hann hafa silfurbúið keyri í hendi. í þá tíð sást enginn maður í Suðursveit í slagkápu nema Jón, og fáir með silfurbúið keyri, en það sem tók þó yfir allt, hann var í — vaðstígvélum þegar hann kom, í stað þess sem margir aðrir hlífðu sér við slettum á leiðinni til og frá kirkjunni með skinnsokkum. Þegar ég kom heim um kvöldið eftir mína fyrstu kirkjuferð, var það meira Jón á Uppsölum, en kidkjuathöfnin, sem ég hugsaði ium. Svona hugsaði einn unglingur þeirrar tíðar. Jón var fæddur á Uppsölum 18. ágúst 1866. Þar var hann upp alinn, þar eyddi þessi glæsilegi maður, sem mér fann-st sínum ævidögum, og þaðan var hann fluttur til graf- ar. Foreldrai- hans voru Þóra Jóns- dót'tir og Bjarni Gíslason; bjuggu þau á Uppsölum. Þau þóra. og Bjarni eignuðust þrjú börn, er á legg komust, allt piíta. Þeir hétu Jón, Gísli og Gunnar. Faðir þeirra ilézt af slysförum þegar þeir voru •ungir. Tóku þeir Jón og Gísli því ungir við bústjórn með móður sinni, en Gunnar fluttist til Seyðis- fjarðar, mam þar skósmíði og bjó þar síðan. Ég man vel eftir Þóru. Það var lagleg kona — hvöt í framkomu og bauð af sér góðan þokka. Sagt var mér að þegar luin var heima- sæta í Hólmi á Mýrum, þaðan fluttist hún að Uppsölum, hefði Benedikt afi minn verið kominn þangað í þeim vændum að gift'ast Þóru, en hann festi ekki yndi þar, þá var búið með þann ráðahag. En mikil vinsemd var með þeim Þóru og afa' meðan bæði lifðu. Jón og Gísli tóku við búsforráðum með móður sinni eins og áður greinir, unz þeir stofnuðu hvor í sínu lagi til búskapar á Uppsölum Á Uppsölum var erfitt með bú- rekstur. Heimaland jarðarinnar var lítið og þar af leiðandi litlar slægj- ur En hluta úr eyðibýlinu „Sævar- hólar“ keypti fjölskyldan. Þangað var sóttur mikill hluti heyjanna, þó um vötn og vegleysur væri að fara, er sú leið á annan tíma lesta- gang hvora leið. Farsæl var af- Minningarorð um Jón Bjarnason bónda á Uppsölum í Suöursveit. koma hjá þeim bræðrum á Upp- sölum/ Þó bústofninn væri ekki stór; vel var á öllu haldið, og ráð- deild ríkt'i á heimilunum. Jón kvæntist árið 1900, en Gísli bróðír hans ekki löngu síðar. Hans kona var Ingunn Jónsdóttir frá Smyrlabjörgum, greind kona og myndarleg. Kona Jóns var Guðný Eyjólfsdóttir, hreppstjóra ó Reyni- völlum, voru þau systkinabörn að frændsemi. Þær Eyjólfsdætur voru allar mjög myndarlegar. Sagt hef- ur mér verið af kunnugum, að Guð ný hafi saumað giftingarföt manns- efnis síns, og eins fermingarföt drengja sinna, þó hún færi aldrei í skóla að nema fatasaum. Þau Jón og Guðný eignuðust þr.jú börn, tvo pilta og eina stúlku, sem lézt stuttu eftir fæðingu. Synir þeirra, Bjarni og Ingvar, hafa alið aldur sinn á Uppsölum og aðstoöað for- eldra sína við búskapinn, og verið þeirra stoð í ellinni. Bjarni er Sjötug; GuSlaug Bjartmarsdöttir Sjötug er í dag frú Guðlaug Bjartmarsdóttir, ikona sr. Jóns Guðnasonar, skjalavarðar, fyrrum presls á Prestsbakka í Hrútafirði. Ég vil nota tækifærið til að óska henni og þeim hjónum báð- ium til hamingju með daginn, og þakka þeim margar ánægjustundir bæði fyxr og síðar þegar fundum hefir saman borið, og þó einkum á heimili þeirfa, þai* sem jafnan hafa farið saman fræðandi og skemmtandi orðræður, sem hús- bændurnir hafa verið svo samtaka úm að halda uppi, og fyrir að njóta með þeim hins glaða og rólega heimilisyls og samhugar, sem gerði hverja dvalarstund stutta meðan leið, en því lengri í ánægjulegri endurminningu. Ég ætla ekki að rekja neina samfellda þætti úr lífssögu frú Guðlaaigar, enda ekki til þess fær. En það vil ég ætla, að þegar hún iiiÖ lítur yfir farinn veg, þá muni hún minnast margbreytilegra tíma, bæðrí blíðra og stríðra, jafnvel í staarri stíl en ókunnugir munu ætiia. Frú Guðlaug var svo gæfusöm að hljóta svo mikilsvert veganest'i í æsfcu, að dvelja löngum á hinu þjóðfræga skólaheimili Ólafsdal, og njóta leiðsagnar hinnar stór- merku húsfreyju Guðkugar Zakar- íasdóttur. Má og af mörgu ráða, að frú Guðlaug hafí um framgöngu og fyrirsjá, mjög svo mótazt eftir nöfnu sinni. Hefir og sú undir- staða, «r þannig var lögð, ekki orðið að ófyrirsynj’U, þegar hún fór að atjórna sínu stóra barnaheimili, og eiga tíðum, í meiri og minni fjarveru manns síns, allmikinn hlut að umsjón búrekstursins, lengstum við þröngan fjárhag, og oft með ófullnægjandi starfsliði. En hæfni hennar á þessu sviði var slík, að hún naut jafnan óskiptrar virðingar og hylli allra þeirra, er að bústörfunum unnu. Það mun öllum kunnugt, er til þekkja, að frú Guðlaug hefir verið manni sínum ómetaulegur lífs- förunautur, og okkur vinum þeirra og gömlum sóknarbörnum raunar torvelt að hugsa til þeirra nema1 beggja í senn. Ég vil því og lika að endingu, óska þeim sem lengstra lífdaga á hinu glæsilega1 og hugþekka heimiii sínu í Glað- heimum 18 í nábýli við hin mörgu og mannvænu böm sín og barna- börn. Gunnar Þórðarson. I kvæntur Ingibjörgu Valgeirsdótt- ur; eiga þau tvo pilta, nú báðir uppkomnir, og stunda búskapinn með foreldrum sínum, og styðja þau til að rækta jörðina og byggja hana upp. Ingvar er ókvæntur, en lætur ekki sinn hlut eftir til að styðja að auknum framkvæmdum á Uppsölum. Sambúð Jóns og Guðnýjar var hin ákjósanlegasta, þau virtu hvort' annað og studdu í lífsbaráttunni. Það mátti segja að heimilið á Upp- sölum væri Jóni allt, enda helgaði hann því fyrst og fremst störfin. Jón var létur í lund, hafði oft spaugsyrði á reiðum höndum, og virtist taka lífið létt. Hann var vinfastur og í hvívetna drengur góður. Laghentur var hann og að ýmsu leyti svo af bar. Hann var snillingur að hjálpa skepnum við burð. Einatt batt hann um bein- brot manna svo að læknir þurfti ekki þar um að bæta. Var hans oft vitjað undir svona kringumstæðum itil að hjálpa mönnum og skepnum. Jón hafði fasta lund og lét ekki bugast þó við þá væri að etja, sem stóðu honum ofar í mannfélags- stiganum. Skulu nú sögð smáævin- týri, sem Jón lent'i í, í þessu sam- bandi. Eitt sinn þegar Jón var uppkom- inn maður, lenti frönsk fiskiskúta á svo kölluðum Hálsaskerjum, sem eru úti fyrir Suðursveit austan- verðri, og brotnaði þar. Þessi sker eru fremur stutt frá landi. Um þessar mundir var Guðlaugur Guð- mundsson sýslumaður Skaftfell- inga á þingaferð. Honum hafði bor- izt til eyrna, að einhverju hefði skolað' á land úr skipsflakinu. Tók hann því ýmsa tali á þingstaðnum; spurði þá hvort nokkuð væri liæft í þessum orðrómi. Meðal annarra spurði hann Jón hvort' 'ekki hefði ■eitthvað rekið á hans fjöru. „Ekki get ég borið á móti því“, svaraði Jón, „það' hafa rekið einn tunnu- stafur og fáein sveigbrot". Þetta stranga yfirvald Skaftfell- inga, sem margir höfðu beyg af, fannst sér svarað út í hött, og hreytti einhverjum orðum að Jóni. Jón varð hverki smeykur, og sagð- ist ekki hafa sagt nema sannleik- ann, eða hvort það hefði ekki ver- ið meiningin að hann ihefði átt að igera það. Ekki neitaði sýslumaður því. Urðu þarna einhverjar orða- hnippingar milli sýslumanns og Jóns, og lét Jón sinn hlut ekki. Þegar Jón var búinn að fá af- greiðslu á þinginu, bjóst hann til heimferðar. Vatt sýslumaður sér þá að honum og sagðist vona að hann mætti koma til gistingar að Uppsölum eins og áður. Jón svar- aði að það væri ekki hægt að hýsa hann. Sýslumaður spurði hvers vegna. Jón gaf ekkert út á það, en sagðist' vera búinn að segja að það væri ekki hægt. Undir háttamál ríður sýslumað- ur í hlað á Uppsölum, og baðst gistingar. Var það auðsótt. Ekki var sagt að hefði borið á fáleikum með Jóni og sýslumanni. Eitt sinn sem oftar, fór Jón í læknisvitjun til Hornafjarðar. í þetta sinn fyrir Gísla bróður sinn. Var barn, sem þau hjónin Gísli og Ingunn áttu, mjög veikt. Á þessum árum var Þorvaldur Pálsson hér- aðslæknir Austur-Skaftfellinga, góður læknir talinn, en dálítið mis- tækur í lund. í þetta sinn sem ein- att áður, þegar fljótt varð að hafa við að ná í lækni, var farið um Melafjörur og yfir Hornafjarðarós á báti. Jón hitti lækni og bar upp erindi sitt. Læknir hafði ýmis und- anbrögð, og kvaðst 'ekki koma. Jón sótti mál sitt, en læknir þæfðist fyrir. Rann þá Jóni í skap og sagði: „Ef þú kemur ekki lýsi ég þig banamann barnsins ef það deyr, því ég ve.it þú getur hjálpað því ef þú kemur.“ Að þessu mæltu, sýnir Jón á sér ferðasnið. Það hummaði í lækni, er sagði: „bíddu". Snarar hann sér í ferða- fötin og tók það nauðsynlegasta með sér. Þegar á Melana kom, fær Jón lækni hest til reiðar, einn af þess- um góðu hestum, sem Gísli á Upp- sölum átti. Læknir steig á bak, sló í hestinn, sem þó ekki þurfti, og þaut af stað. Jón steig einnig á bak og vildi fylgja læ.bni cftir, en það tókst ekki; lækni dró und- an og keyrði kúfinn; hann var þungur, líklega um hundrað lcíló; sá Jón því, að hann mundi þreyla hestinn með þessu áfrarnhaldi. Svona gekk ferðalagið vestur Mel- ana. Þegar kom vestur undir Flat- ey, fór Jón að draga á. Við Heina- bergsvötn komst hann á hlið við lækninn, leit til hans aðvörunar- augum og tók í tauminn á hesti hans. Nú réð Jón ferðinni, en læknir vildi áfram og keyrði hest- inn, en árangurlaust; Jón hélt hóf- lega afturaf. Svona gekk ferðalagið vestur Heinabergsaura. Jón teymdi ihestinn og réð ferðinni, en læknir keyrði. Heldur gekk íerðalagið skrykkjótt, og slöguðu þeir í ýmsar átlir frá veginum. Fólk, sem var á’ engjum, og sá til ferða þeirra, hélt að þarna værii drukknir menn á ferð. Að Uppsölum komust þeir heilu og höldnu.. Læknir hóf að- gerðir sínar, sem leiddu til bata barnsins. I Þegar læknir taldi sínu starfi lokið, sagði hann: „Jæja, Jón minn, þá höldum við til baka“. „Nei og andskotinn“, svaraði Jón, „ég fylgi ekki háli-vitlausum manni“. „Jú, — þú kemur nú með mér“, endurtók íæknir, „ég nef aldrei haft þvílíkan fylgdarmann sem þig“. Þessu sagðist Jón geta vel trúað, en það væri sama, hann færi hvergi. Um þetta ókust þeir á þar til Jón lét þó að lokum til leiðast að fara með lækninn, og þá mest fyrir orð foreldra barnsins. Allt' gekk vel til baka. Læknir virti Jón mjög upp frá þessu. og tókst mcð þeim góð vinátta. ilessi atvík sýna að Jón var ekki höfðingja- hræddur, enda var öl! yfirstétt.a- mennska fjarri honum Hann var fyrst og fremst bóndi, sem vi.di ráða í sínu riki, en hugði lítt á landvinninga. Uppiir sjötugu varð Jón blindur. Þá löngu áður eða á miðjum aldri, vandi hann sig af að reykja. „Tóbakið kostaði rnikið, en þó tók sjónin yfir allt“, sagði Jón. Áður en Jón varð blindur, var hann búinn að láta búið og öll ráð í hendur sona sinna og Ingibjargar tengdadóttur sinnar. Hjá þeirn dvöldu ’gömlu hjónin í ellinni. Þó Jón ekki sæi, auðnaðist hon- um samt að heyra vélaniðinn þeg- ar hevinnuvélarnar á Uppsölum unnu á nýræktinni, sem synir hans og sonarsynir höfðu ræktað útfrá garnla lúninu á Uppsölum. Nú þurfti ekki lengur að sækja hcy- skap í Sævarhólaland. Uppsalir eru nú blómlegt býli. Fyrir nokkrum árum missti Jón konu sína. Ég var einn þeirra mörgu, sem heiðraði minningu hennar með því að fylgja henni til grafar. Jón fylgdi hinni látnu konu sinni fram á þjóðveginn, Icngra treysti hann sér ekki. Þar kvaddi ég ihann, þrýsti hönd hans og vott aði honum samúð mína, hann þakkaði mér hluttekninguna og komuna, en bætti við og hclt áfram að halda x hönd mína: „Þelta er leiðin okkar allra, sumra fyrr,' sumra seinna“. Ég þrýsti hönd hans á ný, og snaraðist svo inn í bílinn., En um leið og' ég ætlaði að loka | bílhurðinui varð mér litið til Jóns. Sá ég þó að hann mændi eftir lík- j fylgdinni og tár blikuðu í augum hans. Þá flaug mér í hug þegar ég kom að Uppsölum fyrir meir en i fimnilíu árum. Þá voru þau fyrir' stuttu gift, Jón og Guðný. Ég minnt ist hýrunnar í augum hans þegar hann renndi þeim til hinnar ungu konu sinnar, og brosinu, sem lék um varirnar. Svona er það. Menn koma, og menn fara, þeir brosa og fella líka einatt tár. Jón var jarðsettur að Kálfafells- stað að viðstöddu miklu fjölmenni níunda september síðast 'liðinn. Með honum er til grafar genginn elzti maður Suðursveitar, kominn á tíræðisaldur. Hann hafði P'trizt hinni góðu baráttu, og ellinni tek- izt lílt að setja sín mörk á hann ef sjónin hefði haldizt. Steinþór Þórðarson. Oríií er frjálst (Framhald af 5. síðu) fyrir því, að reyna að fyrirbyggja slíkt ódæði framvcgis. Ef dæma má af ræðum og skrifum Sjálf- stæðismanna, á ekki að vera hægt að mynda slík bandalög þegar til- lögur þeirra haía,öðlazt gildi, svo það verður varla skilið öðruvísi en Alþýðuflokkurinn fordæmi nú al- varlega þá breytni sína er hann þáði stuðning Framsóknarmann- anna til að öðlast selu á Alþingi, með þeim afleiðingum, að nú situr hann einn að völdum á íslandi, en studdur og sennilega stjórnað af Sjálfstæðisflokknum. Ekkert sýnir betur cn þessi vinnubrögð Sjálf- stæðisfloksins, hvað mikil nauðsyn er á endurbættri stjórnarskrá og þá um leið, en ekki fyrr, endur- bættri kjördæmaskipun. Ekki með því að afnema öll núverandi kjör- dæmi nema Reykjavíkur, heldur með því að ieysa upp allar hlut- fallskosningar til Alþingis og taka upp hreinlegt einmenningskjör- dæmafyrirkomulag og Fjórðungs- þingin. Sig. Vilhjálmssmi. Skákin (Framhald af 4. síðu) 1. Petrosjan 9 v. 2. —3. Tæmanofí og Tal 8. 4.-5. Spasský og Lútíkoff 'lVz- 6.—7. Keres og Holmoff 7. 8. Geller 6y2. 9. —12. Bronstein, Korclinoj, Júktmann og Polúgaevský 6. 13. Averbach 5Vz- 14. —16. Fúrmann, Gúfeld og Vasjúkoff 5. 17. Krogius 4 18. —19. Gúrgenidze og Nikitín 4. 20. Nechmedinoff 2y2. Á víðavangi (Framhald af 7. síðu) Hún birtist sannarlega í mörgum rnyndum, ást íhaldsins á bænd- um. Þessi 3,3% verða leiðrétt að hausti, segja stjórnarflokkarnir. Jú, verði tvennar kosningar í.ár, þá fara liinar síðari sennilega ekki fram fyrr en í okt. Vera má, að það veiti íhaldinu nokkurt að- Iiald. En einhverjir kynnu nú að minnast þess, að eitt sinn gáfu bændur cftir 9,4% af kaupi sinu í trausti þess „ . . að hér eftir fari fram hlutfallslegar kaup- lækkanir í landinu". Hvernig brást nú Sjálfstæðisfl. við þessu tilboði? Jú, það vantaði kannske ekki að hann syngi bænduin lof og dýrð fyrír þegnskapinn. En jafnhliða þvi, sem hann klapp- aði þeini mrð annari hendinni, sló hann þá með hinni. Við fyrstu hentugleika hljóp hann tií og myndaði rikisstjórn, ekki til að lækka dýrtíðina, heldur þvert á móti til að aufea hann og magna á allan hátt, að eigin sögn. Er nokkur furða, þótt bændur telji nú sinn hlut þeim mun betur borgið, sem þeir þurfa minni eftirkaup að eiga við þvílíká menn? Sunnudagsferindð (Framhald af 7. síðu) Sturla Friðriksson, magistcr Erfðafræðin. Jóhannes Askelsson mennta- skólakennari: Jarðfræði. Eins og þessi skrá sýnir, er hér um mörg fróðleg og mikilsverð efni að ræða og ýmsir fyrirlesar- anna eru menn, sem sjaldan héyr ast í úlvarpi, en eru ágætir fræði- menn á sínu sviði og má því vænta þess að þessi nýi erindaflokkur verði vinsæll ekki síður en fýrri sunnudagserindi. jerisi asKntendur ** TÍMANUM Áskríftasími '-23-7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.