Tíminn - 17.02.1959, Blaðsíða 1
Guy Mollet
— bls. 6
41 árgangur.
fmfw
Reykjavík, þriðjudaginn 17. febrúar 1959.
Óhappasæli stjórnmálam., bls. 6
Garöar og qróður, bls. 4.
Yul Brynner, bls. 3.
Heimsókn í húsmæðraskóla, bls. 7.
39. blað.
Slepptu björgunarbátunum í sjóinn,
stóðu við íshögg á þriðja sólarhring
Banaslys á
Þingeyrum
Blönduósi í gær. Hér var af-
akaveður í gær af suðvestri en
íkki hefir orðið teljandi eignatjón
vo frétzt hafi. Á Þingeyrum varð
'iias vegar dauðaslys.
Þeíta gerðist um miðjan dag.
/eðrið tók upp heývagn og varð
ungur danskur maður, sem þar hef
r unnið í vetur, fyrir honum - og
beið hann þegar bana. Um nánari
ildrög slyssins eru ekki glöggar
fréttir.
Járn t'ók af húsum á nokkrúm
stöðum en ekki til stórskaða SA.
ðSaunó-
Þessar tvær myndir voru
teknar i gær um borð í
Þorkeli mána, þar sem hann
íá við bryggju í Reykjavík-
urhöfn. Á efri myndinni
sést hvar járnsmiðir eru að
hefja viðgerð. Örin bendir á
hinar sundurskornu bátaugl-
ur. Neðri myndin sýnir hin-
ar logskornu bátauglur, og
má greinilega sjá, hve þykkt
stál er i þeim. Ljósm.: JHM.
|
I
I
Rætt vicJ Martein Jónasson, skipstjóra á
Þorkeli mána
Þýzkalandsmálin í heild verði rædd
á fundi utanríkisráðherra í vor
Svör vesturveldanna afhent í Moskvn
NTB-Washington. 16. febr. — Vesturveldin leggja til að
haldin verði fjórveldaráðstefna með vorinu um Þýzkalands-
málin og mæti þar utanríkisráðherrar viðkomandi stórveída,
en þýzku ríkin sendi áheyrnarfulltrúa. Stað og stund ráö-
stefnunnar skal ákveðin með viðræðum sendiherra. Vestur-
yeldin staðfesta þá einbeittu ákvörðun, að láta ékki hrekja
sig með valdi eða hótunum írá V-Berlín.
. Alriði þessi koma fram í svör-
um vesturveldanna þriggja, sem
afhcnt voru í Moskva í dag. Eru
þau svör við orðsendingu Rússa
um sama eíni frá 10. jah. s. I.
Fundur í apríl—maí
'Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ií'dúm í Washington er sagt, að
fyrir ýesturveldunum vaki að ráð
stefna utanríkisráðherranna verði
háldin í apríl eða snemma í maí.
Sovétrikin hafa sem kunugl or
lýst yi'ir, að þau muni afhenda
austur-þýzku stjórninni öll völd í
Berlín. þau er Sovétríkin fara þar
nú með sem hernámsveldi. ef ekki
haí'a tekizt samningar fyrir 25.
iriaí n. k.
í orðsendingum sínum taka vest
urveldin fram, að þau vilji að
rætt sé um allar hliðar Þýzkalands
málsins og hafi ekkert í’íkjanna
rétt til neitunarvalds' að því er
varðar umræðu einslakra þátta
Jiiálsins. Þá er og' upplýst, að vest
ui'veldin vilji að ráðstefnan verði
(Framhald á 2. íðu). I
Allt á f!otiu í Eyjum
Þær fregnir berast uú frá Vest-
mannaeyjum, að vertíðarfólk ger-
ist svo uppvöðslusamt, eftir
þriggja vikna landlegu, að liejma-
menn fái ekki notið svefns, vegna
hávaðiisanilegs framferðis drukk-
inna aðkomumanna og kvenna. —
Sagt er, að vín séu óspart teyguð
i verstöðinni
Togarinn Þorkell máni,
sem fékk harðá útreið í fár-
viðrinu á Nýfundnalandsmið
um, kom til hafnar í Reykja-
vík á laugardagskvöldið.
Skipverjar urðu að losa íog-
arann við báða björgunarbát
ana og standa hvíldarlaust
við íshögg á þriðja sólar-
hring. Má með nokkrum
rétti segja, að þeir hafi kom
izt til heljar og heim, aftur.
Fréttamenn ræddu í gær við
Martein Jónasson, skipstjól'a á Þor
keli mána, en hann hefur stýrt skip
inu frá því hann tók til starfa hjá
Bæjarútgerðinni í marz 1956 og
jafnan við góðan orðstír.
12 vindstig.
Sagði Marteinn að þeir hefðu
komið á Nýfundnalandsmið í all
sæmilegu veðri þann íjórða febrú
ar og stundað'veiðarnar við góðar
astæður í þrjá daga. Það slóðst
nokkurn veginn á, að búið var að
fylla lestarnar þegar veðrið skall
á mjög snögglega síðari hluta dags
þann sjöunda febrúar. Skipið var
þá statt syðst á Ritubánka 50
gráður og 20 mínútur norður og
51 gráðu vestur. Brciddargráðan
fellur um suðurströnd Englands.
Dýpi 155—185 faðmar.
Maður .gat ímyndað sér,
vegna stöðu ■ loftvogar, að óveður
færi í hönd, sagði skipstjórinn.
Veðrið skall á að norðvestan og
jókst stöðugt, þegar á kvöldið leið,
12 vindstig að minns'ta kosti með
stórsjó og frosti og bil um mið-
nætti.
Björgunarbátum sleppt.
Andæft var, og þegar kom fram
yfir miðnætti jókst frostið til
muna. Skipið yfirísaðist mjög ört
og lagðist þá á bakborðshliðina
með miklum halla. Hver ínaður var
kallaður út til að berja klaka og
í þann mund var bakborðsbátnum
sleppt í sjóinn. Róttist skipið þá
um stund, en litlu seinna virtist
það ætla að leggjast á hina hliðina
en þá var stjórnborðsbáturinn skor
inn frá. Skipshöfnin barði klak-
ann hvíldarlaust í reiða, á stjórn-
palli og hvalbak með öllum tiltæk
um áhöldum alla þá nótt og
var unnið af mikilli hörku, en
þi'átt fyrir það fékk skipið hvað
eftir annað mikinn halla á bak og
stjórn/
Logskurður.
Þá voru bátsuglurnar logskorn
ar í sundur. Verkið var fram-
kvæmt af fyrsta vélstjóra, Þórði
Guðlaugssyni, og leitaði hann
lags þegar hallinn var minnstur á
skipinu, en var ekki bundinn. Þá
kom til orða milli skipstjóra og
fyrsta vélstjóra að skera aftur-
mastrið frá skipinu, en til þess
kom þó ekki. Skipshöfnin náöi
klakanum úr Vöntunum, af stjórn
palli og hvalbak að miklu leyti, en
hver sjávarsletta fraus á skipinu
svo við ramman reip var að draga.
Til marks um klakamyndunina
sagði skipstjórinn að stag úr poka
bómunni eins og fingúr manns að
gildleika varð eins og tunnubotn
í þvermál.
Slasaðist.
Sigurður Kolbeinsson, II. stýri-
(Framhald á 2. síðu).
Marteinn Jónasson skipstjóri
Myndin er tekin á blaðamannafundi
í gær. (Ljósm.: Tíminn).
Háskálaráð vítir níðgrein í Stúdenta-
blaðinu um menntamálaráðherra
,,Gerræði við sjálf
BlaÖinu barst í gær eftir-
í'arandi bréf frá Háskólaráði:
„Hér nieð sendist yður, herra
ritstjóri, til birtingai' í blaði yðar
svofelld ályktun, gerð á fundi Ilá
skólaráðs í dag:
í 1. tölublaði Stúdentablaðs, !
sem út kom 7. þ. m. birtist greitt
með fyrirsögninni Pcreat. Grein
in er nafnlaus. Ber því ritnefnd
blaðsins og útgefandi, sem er
Stúdentaráð Háskólans, ábyrgð á
í’itsmíð þessari, en hún er ómak
Ieg persónuleg árás á mennta-'j
málaráðherra, dr. G.vlfa I>. Gísla
son, og' að ritluetti og allri gerð'
fullkomlega ósæmileg. lláskóla-
ráð telur Háskólanum og stúderit
um almennt inikla hneisu gerða j
með birtingu þvilíkrar ritsmíðar
og lýsir inegnuslu vanþóknun á
sliku athæfi.
Iláskólaráð telur, að ritnefnd
hafi gerzt sek um brot á 24. gr.
laga um Háskóla íslands nr.
60/1957, sbr. rcglugerð fyrir Há-
skóla íslands 35. gr., þar sem
kveðið er á uin það, að „háskóla
ráð getur veitt stúdent ániinn-
ingu eða vikið stúdent úr skóla
uin tiltekinn tíina eða að fullu,
ef hann hefur gerzt sekur um
brot á lögum og öðrum reglum
Háskólans eða reynzt sekur um
háttsemi, sem er ósamboðin liá
skólaborgara."
lláskólaráð vildi ekki að þessu
sinni grípa til brottvikningar, en
áminnir Stúdentaráð eindreg'ið og
alvarlega um að gæta betur sóma
lláskólans og' sjálfs sín í blað'aút
gál'u sinni.“
stæði héraðanna
99
Áskorun frá hreppsnefnd Bartiastrandarhrepps
til Alþingis vegna kiördæmamálsins
Hreppsnefnd Barðastrand-
arhrepps í V-Barðastrandar-
sýslu hefir sent Alþingi eí'tir-
íarandi áskorun vegna fyrir-
hugaðra breytinga á kjör-
dæmaskipun landsins: |
„Hreppsnefndin lýsir yfir
því, að hún telur það gerræði
við sjálfstæði héraða lands-
ins, ef Alþingi samþykkir að
lögð skuli niður öll núver-
andi kjördæmi landsins ut-
an Reykjavíkur og tekin
skuli upp stór kjördæmi
með hlutfallskosningum.
Skorar hreppsnefndin á hið
háa Alþingi að fella hverja
þá tillögu, er að þessu stefn-
ir".
Virðingarfyllst.
Hvammi. 31. jan. 1959.
í hreppsnefnd Barðastrandar-
hrepps.
Karl Sveinsson,
Gunnar Guðmundsson,
Sttíingrimur Friðlaugsson.