Tíminn - 18.02.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.02.1959, Blaðsíða 6
6 T í iVI I N N, miðvikudag'inn 18. febrúar 1959. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur 'í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Augiýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Enn krefst Oftlega heyrist því haldið fram, að miklir hamingju- menn megum við íslendingar heita, að hafa sloppið við að taka 'beinan þátt í hernaðar- átökum heimsbyggðarinnar undanfarna áratugi. Og víst er það mikil gæfa hverri þjóð að þurfa ekki að senda syni sína á blóövöll brjálæðis- kenndra bræðravíga, af mis skilinni þjónustusemi við hugsjónir, sem sjaldnast eru skóbótarvirði. Og þótt að vísu hafi ófáir íslendingar, miðað við mannfæð þjóðarinnar, fallið í vaiinn í síðustu heims styrjöld, fyrir morðtólum hinna svonefndu menningar- • þjóða, þá var hin hinzta för þeirra þrátt fyrir allt, gerð til iiðveizlu við lífið en ekki dauðann. Þannig er því einmitt far- ið með styrjaldarþátttöku okkar íslendinga. Því víst hef ur íslenzka þjóðin átt og mun eiga í striði, linnulausri bar- áttu fyrir lífsafkomu sinni í þessu harðbýla en blessaða iandi norðurhjarans. Og sú barátta er hörð og æði mann frek á stundum. Ægir kon- tingur getur verið veitull þeg ar því er að skipta en hann Rrefst þá líka gjaldsins og er þá ekki alltaf smátækur. Undanfarna sólarhringa hefur íslenzka þjóðin öll beð iö í ofvæni. Fyrir nokkru létu togarar úr höfn og héldu til fjarlægra fiskimiða. Ham- fara veður reið yfir, ýmsum hlekktist á og einn kom ekki aftur, Júlí frá Hafnarfirði: Þrátt fyrir umfangsmikla og ýtarlega leit hefur ekkert til hans spurzt og mun nú full- víst talið, að hann sé ekki lengur ofansjávar. Þrjátíu menn í blóma lífsins hafa nú gist hina votu gröf. Það er Ægir fórna ægileg blóðtaka. Og enda þótt við vitum, að það líf, sem eitt sinn hefur kvatt dyra hljóti líka að hverfa, þá standa menn gjörsamlega höggdofa gagnvart svona geigvænlegum reiðarslöðum. Sagt er að maður komi í manns stað og má með nckkr um sanni segja að svo sé, en þó verður fráfall ungs manns aldrei að fullu bætt. Það finnum við öll full vel, sem álengdar stöndum, hvað þá hinir mörgu, sem misst hafa náinn ástvin sumir kannski þann sem þeim var kærastur í mannheimi. Ef til vill kann það -að þykja lítil huggun meðan harmurinn nístir sárast en þó er þaö brátt fyrir allt ekki sama fyrir hvað lífið er látið. Sjómennirnir okkar eru í stöðugri lífshættu og engir vita það betur en þeir sjálf- ir. Allt um það hika þeir þó aldrei við að leggja á „höfin blá og breið“ til þess að draga björg í sameiginlegt bú þjóðarinnar svo hún fái betur en áður tryggt lífsaf- komu sina og framtíð. Slík- um mönnum er vissulega gott að lifa — en einnig að deyja. Enginn veit við upp- haf ferðar hvenær siðasta sigling er hafin. Og nú hafa skipverjarnir á Júlí lokið sinni hinztu för. Þeir féllu, eins og svo átakanlega marg- ir starfsbræður þeirra fyrr og siðar, 1 fri'ðsamlegu stríöi fyr ir samlanda sína og ættmold. Þjóðin öll drjúpir höfði í hljóðri sorg. Og hún kveður þessa syni sína síðustu kveðju með stolti, virðingu og þökk. Tíminn vottar aðstandend um hinna látnu dýpstu sam- úð sína. Landgræðsla Steingrímur Steinþórsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heft- ingu sandfoks og græðslu lands. Hér er um gagnmerkt niál að ræða, sem ástæða er fyrir alþjóð að gefa gaum. ísland hefur um aldaraðir verið að blása upp. „Þar sem aö áöur akrar huldu völl, ólg andi Þverá veltur yfir sanda.“ En það er víðar en í Fljótshlíðinni sem Þverárn ar í ýmsum myndum hafa sorfið að gróðurlendi íslands á umliðnum öldum. Óhemju landflæmi, sem áður voru grasi vafin eru nú örfoka með öllu, aðeins gróðurlaus, lif- vana sandauðn. Fyrir aðeins rúmum 50 ár utn var fyrst skipulega hafizt handa gegn uppblæstrinum. Var það með sandgræðslulög unum frá 1907. Þá fyrst var farið að veita fé úr ríkissjóði til sandgræðslustarfseminn- ar. fímátt var bó skammtað í fyrstu, einar 2000 kr. Mestu skipti þó, að starfið var haf-e ið. Og síðan hefur það ekki slitnað en aukizt með árun- um samhliða hækkuðum fjár veitingum. Eru nú í eign sand græðslunnar 50 girt sand- græðslusvæði víðsvegar um land, samtals rúmlega 100 þús. ha. að flatarmáli. Þess utan eru sandgræðslulönd, sem einstaklingar ráða yfir nokkuð á 5. þús. ha. Tilraun hefur verið gerð til þess að áætla stærð þess lands, sem til álita komi að græða upp. Samkvæmt þeirri áætlun eru „sandar og melar auðveldir til græðslu‘“ sam- tals 3788 ferkm. og „aðrar auðnir lægra en 400 m. yfir sjávarmál“ samt. 3554 ferkm. Þótt e. t. v. sé varlegt að taka þessar tölur alveg ná- kvæmlega þá sést þó hversu feiknanlegt verkefni er hér fyrir hendi þegar þess er gætt, að öll tún á landinu eru samt aðeins um 600 fer- km. Frumv. Steingríms Stein- þórssonar er ætlað að leggja grundvöll að nýrri og stór- felidari sókn en áður í þessari landvarnarbaráttu. Því eins og flutningsmaður sagði rétti ERLENT YFIRLIT: Veröur kona næsti forseti Kína ? Kínverskir kommúnistar hafa- ekki annaö betra forsetaefni en frú Sun Yat-Sen ALL MIKLAR getgálur eru nú •um það að Sung Ching-ling, ekkja Sun Yal-Sen, verði forseti Kína, þegar Mao Tse-Tung lætur af því starfi. Sumir geta þess jafnframt til, að hún eigi að laka við þessu ■ embætti til þcss að frekar geti komizt á samkomulag milli stjórn ar Kina og úllagastjórnarinnar á Formósu, en þær Sung Ching-ling og Mai-ling, kona Chiang Kai Sheks, eru systur. Sá orðrómur er alltaf nokkur, að kínverskir kommúnistar hugsi sér meö tíð og tíma að ná toeinum samningum við útlagana á ’Formósu. Slíkt er þó vart talið líklegt meðan Chiang Kai Sheks nýtur við. Frú Sun Yat-Sen, eins og hún er venjulega kölluð, verður sjötug á þessu ári, en heldur þó fullu starfsfjöri. Faðir hennar var prent smiðjustjóri, sem hafði tekið kristna trú og hafði það fvrir aðal starf að gefa biblíuna út á kín- versku. Hann átli þrjár dætur og einn son. T. V. Soong, sem um langt skeið var forsætisráðherra i Kína eftir að Chiang Kai Shek varð forseti. Elsta systirin, Ai- ling giftist dr. Kung, sem lengi var fjármálaráðherra í Kina. Hún hafði verið einkaritari Sun Yat- Sen, en lét af því starfi, þegar hún giftist. Ching-ling, sem var næstelst syslranna, var þá nýkom in heim eftir að hafa stundað háskólanám í Bandaríkjunum og tók hún við einkaritarastarfinu hjá Sun Yat-Sen af systur sinni. Þetta leiddi svo til þess, að þau felldu hugi saman. Sá galli var hins vegar á, að Sun Yat-Sen var giftur fyrir og þólti það þá mjög ósi'ðsamt að giftast fráskildu.n manni. Ching-ling lét það þó ekki aftra sér, þótt það kostaði ’hana ósátt vi'ð fjölskyldu liennar. MEÐ Sun Yat-Sen lifði Ching- iing bæði sætt og súrt. Hjá honum valt á ýmsu. Hann er yfirleitt tal- inn stofnandi hins nýja Kína. — Hann var byltingarmaðurinn, sem steypti keisarastjórninni, og varð eftir það fyrsti forseti Kína. Sú barátta kostaði hann miklar fórn ir og erfiðleika. Það var því ekki auðvelt hlutvcrk að vera kona háns. Ching-iimg hlaut mikið lof fyrir, hve mikla umhyggju og fórn fýsi hún sýndi manni sínum. SUN-YAT-SEN mín er fvrst og fremst sú, er haft eftir henni, að ég vil fylla svanga maga. Kommúnistum hefir hún fylgt vegna þess, að hún hefur talið þá fullnægja bezt þessu mark miði. Annars hefir hún fvrst og fremst látið alls konar mannúðar mái til sín taka. Fyrir styrjöldina vann hún að bví með miklum dugn aði að koma upp skólum og barna heimilum. Hún lét lítið á sér bera, en varð þó mikið ágengt. Henni virtist bezt falia að vinna í kyrr- þey. Hún er sögð dullynd, en blíð lynd, en þó stefnuföst vel. Hún virðist um flest ólík systrum sín- um, sem báðar eru vel gefnar eins og hún, en hafa haft gaman af að láta á sér bera. EFTIR að Japanir réðust inn í Kína, sættist frú Sun Yat-Sen við fjölskyldu sína og kom nokkuð fram opinberlega, einkum í sam- bandi við fjársafnanir til mann- úðarmáia. Þær systur komu þá oft fram saman í útvarpi og reynd- ist frú Sun Yat-Sen þeirra áhrifa mest á því sviði. Þegar kom svo til átaka milli Chiang Kai Sheks og kommúnist ana eftir heimsstyrjöldina, stóð írú Sun Yat-Sen með þeim síðar- nefndu. Hún kvað stjórn '..nágs síns svo spillta, að toetra væri fyrir KLna. að kommúnistar sigr- uðu. Fyrir bragðið hefur hún verið og er í miklum metum hjá kín- verskum kommúnistum. Hún hef- ur samt ekki notað þá aðstöðu til þess að láta á sér bera. Hins veg- ar hefur hún haldið áfram að vinna að níargháttuðum menning- ar- og manmiðarmálum. Hún seg- ist vera hinum forna spámanni Kínverja, Konfusíusi, ósammála um flest, nema eitt: Svangur magi og háleitar hugsjónir geta ekki i'arið saman. Það væri áreiðanlega mjög klókt af kínverskum kommúnist- um, ef þeir gerðu frú Sun Yat- Sen að forseta. Hún nýtur mikilla vinsælda í Kína. Út á við er hún vafalítið bezti fulitrúinn, sem þeir eiga nú völ á. Kommúnistar þurfa hins vegar ekki að óttast, að hún itefli yfirráðum þeirra í neina hættu, því að forsetaembættið er valdalítið. Þ. Þ. Fljótlega eftir fráfall Sun Yat- Sen 1925, skildu leiðir Ching-ling og fjölskyldu hennar. Hún taldi Chiang Kai Shek og fylgismenn hans svíkja þær hugsjónir, sem maður hennar hafði barizt fyrir. í staðinn fyrir að vinna fyrir al- þýðuna, ynni Chiang Kai Shek fyrst og fremst fyrir fjárbralls- menn. í skjóli hans dafnaði hvers konar fjárdráttur og mútur. — Chiang Kai Shek lókst furðu lengi að leyna þessu fyrir útlendingum og þeir fengu því alranga hug- mynd um stjórn hans. R.eynslan sýndi hins vegar bezt, að frú Sun Yat-Sen hafði haft rétt fyrir sér, því að stjórn Chiamg Kai Shek reyndist máttlaus og fylgisvana strax þegar reyndi á ihana í átök- unum innanlands. Hann hafði glat að trú þjóðar, sem eitt sinn hafði bundið miklar vonir við hann. EFTIR að leiðir frú Sun Yat- Sen og Chiang Kai Sheks skildu, hélt hún sig mest með kommúnist um og fór oft til Moskvu. Aldrei hefur hún þó viljað viðurkenna að hún væri kommúnisti. Stefna lega í framsöguræðu sinni fyrir málinu á Alþingi þá er „landgræðslan eitt .brýn asta hagsmunamál þjóðar- allrar og nú vitum við, að unnt er að koma í veg fyrir frekari uppblástur og að græða það, sem i auðn er farið. Tækni er fyrir hendi og fjármagn veröur að fást.“ HvaS verður fli búnaðarvélum í Nú eru bændur í óða önn að gera upp við sig hvaða verkfæri og dráttarvélar þeir ætla að panta og kaupa í vor. Undan- farin ár hefir tekist að útvsga gjaldeyri til kaupa á öllum þeim hjóladráttarvélum, sem bændur hafa pantað. Að vísu hefir þess verið krafist af bönk unum, sem selja gjaldeyri að bændur greiddu við pöntun á- ætlað útsöluverð þeirra drátt- arvélar, sem þeir aetla að kaupa. Um verkfæri bæði til jarð- yrkju og heyskapar hafa allt aðrar reglur gilt að undan- förnu. Jarðyrkjuverkfærin eru á svokölluðum frilista þ. e. a. s. að bankarnir ákveða hvað mik- ið fæst að kaupa aí þeim hverju sinni. Heyvinnuvélarnar ' eru aflur á mó'ti háðar innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfum og ræður því . Innflutningsskrif- stofan mestu um það, hvað mikið af þeim kemur til lands- ins hverju sinni. Sá sem þessar línur skrifar á tvær heyvinnuvélar í pöntun hjá innflutningsfyrirtæki í Reykjavík, en útilokað er að fá vitneskju um það nú, hvort þessar vélar fást afgreiddar í vor eða ekki, og er sama sag- an, að það stendur á nauðsyn- legum leyfum. att inn af land- vor? Mig og marga bændur lang ar til að fá svör við eftirtöld- um spurningum frá iandbúnað- arráðherra hið allra fyrsta. — Treysti ég að blað yðar herra ritstjóri, láti ráðherra með ánægju í té rúm í blaðinu til að svara. Spurningarnar eru: Hve verða margar hjóladrátt- arvélar ’fiuttar inn nú í vor? Hvað verður mikið flutt inn af heyvinnutækjum, jarðræktar tækjum og mjaltavélum? Hvenær verður gengið frá því, að þeir sem innflutning annast á þessum tækjum fái nauðsynlegan gjaldeyri til kaup anna? Ef erfitt er að gefa upp tölu tækjanna, sem leyfa á að kaupa í vor, þá er nægjaniegt að gefa upp krónutölu fyrir hvern flokk véla. Vænti ég þess að ráðherra svari eða láti svara þessari fyrirspurn. Bændur eiga fullan rétt á að fá vitneskju um það nú, hvort vélar þær, sem þeir hafa pantað koma til með að fást afgreiddar í vor og þá hve- nær afgreiðsla get'ur farið fram, en um það geta umboðin nokkuð sagt þegar gjaldeyrir til kaupanna hefir verið tryggð- ur. J. M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.