Tíminn - 04.03.1959, Blaðsíða 3
rÍMINN, iniðvikudaginn 4. marz 1959.
ÁL njósnarans Blec-
hingberg og fundir
hans og hins aust-
ræna útsendara í
danska sendiráðinu í
Bonn hafa undanfarið ver-
ið í frémsta flokki blaða-
efnis á Norðurlöndum.
Njósnir hafa alltaf verið
gott efni, því að þær eru
tengdar spennu og lífs-
háska, enda hafa bæði
skáldsagnahöfundar og
kvikmyndagerðarmenn
notað sér það óspart.
Venjulega eru það þó aðeins
brot af sannleikanum, sem opinber
eru gerð. en það gerir sögurnar
aðeins meira sDer.nandi. Þó hefir
senniiega engin njósnarasaga vak-
ið jafn mikla atb.ygli og sagan af |
Mata-Hari, eða stúlkunni Mar-
grietje Geertruida Zelle, sem gift-
ist hollenzkum herforingja, bjó í
Indónesíu, sneri aftur heim og
gerðist dansmær, og sem í fyrri
heimsstyrjöldinni var ákærð fyrir
njósnir fyrir Þjóðverja. Hún var
tekin aí' lífi þann 15. októþer 1917,
og hér er sagan af þeim atburði:
Það er snemma morguns’. Fall-
hyssudruhurnar glymja við frönsk
þýzkú víglínuna. Á Iokuðu umráða
svæði iiersins skatnmt frá París
stendur hávaxin, faileg kona í ein-
kennisbúningi hjúkrunarkonu.
Hendur hennar eru bundnar fyrir
aftan bak. Hvítf klæði er bundið
um svart hár liennar. Hún ber sig
vel og virðist óhnvdd.
Endaíok njósrsarans
1 nokkurra raatta fjarlægð frá
henni standa sex hermenn með
xiffla í höndum. Þeir eru fölir og
aivarlegir á svip. Dauðakyr.rð rík-
ir,á staðnum. Yfirmaður gengur
fram. Hann snýr sér að -konunni
og les ntpp dóm hennai'. Hún er
dærnd til dauða pg skal sveit skot-.
manna fullnægja dómnum. Þetta
tekur ekki nenua eina minútu.
Hann lítur snögglega á konuna.
Það fer andartaks skjálfti um
bana, en síðan réttir hún sig upp
á ný. Prestur nokkur gengur fram
og á fáeinna mínútna lágvært sam
'tal við hina dauðadæmdu, en geng
ur síðan frá. Annar yfirtnaður
gengur rösklega til hliðar. Hann
snýr sér að hermötrnunum og gef-
úr þeim bendingu með hendinni.
Allir nærstaddir yfirmenn heilsa
að hermannasið og presturinn ger
ii krossmark meðan skothvellirnir
frá rifflunum kveða við.
Njósnarinn Mata-Hari hnígur
hiður. Tveir herlæknar rannsaka
hana. I-Iún hefir látizt þegar f stað.
Aðstoðarmenn ganga fram og
leysa þöndin af höndum hennar,
leggja iíkið á börur og bera það
brotl. í fjarlægð heyrist í fallbyss-
unum á vígvöllunum, og hátt yfir
'höfðum drvnur í sprengjuflugvél.
Trúlofaðist 14 ára
Mata-Hari — malajískt nafn,
sem minnir á hina örlagaríku sögu,
sem Greta Garbo endurskapaði í
kvikmynd árið 1931. Mata-Hari var
kynblendingur, fædd í Leuwarden
í Hollandi af malajiskum uppruna.
Aðeins 14 ára gömul trúlofaðist.
hún hollenzkum herforingja, Mao-
Leod kapteini, sem gegndi herþjón
ustu í Austurlöndum. Hann aug-
lýsti eftir ungri konu, sem, vildi
ganga í hjónaband með honum.
Gjarnan vildi hann fá einhvern
heimanmund. Foreldrar Mata-
Hari lögðu inn umsókn. Á sólheit-
um sumardegi hittu foreldrarnir
hann á Indes hótelinu í Haag.
Hann kærði sig að vísu ekki um
svo unga konu, en heimanmundur-
Einars Blechingberg rifjar upp gamlar endurminningar
g njósnamál hafa vakið aihygli, en það frægasta er mál
Hari, sem íekin var af lífi fyrir njósnir gegn Frökkum
inn freistaði hans. Kapteinninn og
Máta-Hari fóru saman og gengu í
óhamingjusamt hjónaband. - Þau
eignuðust dóttur, en kapteinninn
var drykkjusjúkur og var sendur
iheim. Og dag nokkurn yfirgaf
konan hann. Ný tilvera beið henn-
ar. í Austurlöndum hafði hún lært
að dansa dansa hinna innfæddu.
Hún htjlt til Parísar, þar sem hún
fljótléga skapaði sér þekkt nafn
— og eignaðist marga elskhuga.
Hún setti sig niður í Neuilly og
b.jó heimili sitt að malajískum
hætti. Þelta var um 1910.
Asniim, sem enginn fær setið
Beit á agnið
Mata-Hari varð þekkt dansmær
og. fór í ferðalög um alla Evrópu,
■en var þó með annan fótinn í
París. í Þýzkalandi vakti hún að-
dáun svo sem annars staðar og
eignaðist háttsetta elskhuga. Einn
þeirra varð yfirmaður þýzkrar
r.jósnadeildar í heimsstyrjöldinni.
Mata-Hari notfærði sér sambönd
við háttsetta yfirmenn í franska
hernum og hitti þýzka yfirmann-
inn leynilega. Þessir fundir reynd-
usf Frakkalndi dýrir á löngum
tíma. Þar til franski kapteinninn
La Doux, yfirmaður frönsku leyni
þjónustunnar hafði samvinnu við
ensku leyniþjór.ustuna um að ná
til konunnar, sem hann hafði grun
aða. Hann gerðist lagsmaður henn-
■ar en féll ekki fyrir glæsileik
hennar. Sem vinur hennar yfir-
heyrði hann hana svo lítið bar á,
og gaf henni einnig vissar upplýs-
ingar, eins og af tilviljun, og varð
þess áskynja, að þær náðu til Þjóð
verja.
H.-21
Dag nokkurn spurði hann hana,
hvort hún gæti ekki hugsað sér að
starfa fyrir frönsku leyniþjónust-
una. Hún gekkst inn á þetta, var
send til útlanda í orði kveðnu sem
dansmær, og leysti af höndum það
verkefni, sem henni var fengið. En
um leið fékk La Doux lika full-
vissu fyrir því, að Mata-Hari vann
fyrir Þjóðverja. Eftir að hún kom
til Parísar aftur, náðist símskeyti
á leynimáli til kaupsýslumanns
nokkurs, sem falið var að greiða
stóra upphæð til H.-21.
Það var ekki erfitt að fylgja
skeytinu eftir. H.-21 var Mata-Hari.
Slrax eftir að hún var handtekin
neitaði hún sök sinni einbeitt. En
Framhald á 11. síðu.
Vísað frá með
sönnunargagn
í höndum
Fyrir skömmu héldu gagn
fræðaskólanemendur dans-
leik í einu af samkomuhús-
um bæjarins. Kennarar
fylgdust með framkomu
nemendanna, sem voru á
aldrinum 16—17 ára og var
gengið ríkt eftir, að þeir
hefðu ekki vín um hönd.
Þegar Ieið á dansinn, fundust
þó nokkrir tómir pelar undir einu
borðanna, og var þeim piltum,
sem höfðu tekið sæti við borðið,
vísað út. Þeir kváðust hins vegar
ekki hafa neytt áfengis og sögðu
að pelarnir væru ekki úr shíum
vösum. Mótmælin voru ekki tekin
til greina og fóru piltarnir þá á
Siysavarðstofuna og heimtuðu blóð
rannsókn. Slíkt mún þó hafa ver-
ið talið full umfangsmikið fyrir-
tæki og var piitunum vísað niður
ó lögreglustöð, þar sem þeir tengu
að anda í flösku og ieiddi það í
ljós, að þeir höfðu ekki neytt víns.
I cir fóru síðan með prufurnar á
dansleikinn og sýndu kennurum,
én var vísað frá með söt.nunar-
gögnin í höndunum.
Þetta er asnirtn Biacky, sem á föstudaginn er væntanlegur til Islands.
Hann hefir unniS sér það ti! frægðar, að varpa hverium þeim, sem reynt
hefir að sitja hann, umsvifalaust að baki. En nú kemur til kasta Islend-
inga — skyldu þeir reynast öðrum fremri í reiðmennskunni? Það kemur
í Ijós á kabarettinum, sem hefst í Austurbæjarbíói á föstudagskvöld, og
stendur hér við um vikutíma. Mikil aðsókn hefir þegar verið í aðgöngu-
miðasölunni, sem opin er á hverjum degi í bíóinu, en eitthvað mun ennþá
vera eftir af miðum. Óhætt er að benda fólki á að tryggja sér miðana í
tíma, fyrst og fremst af því að svo fjölbreytt skemmtun mun ekki í ann-
an tíma hafa sézt hér, og ekki siður vegna þess, að ágóðinn rennur í
söfnunina til aðstandenda þeirra sem fórust með Júlí og Hermóði, og
styrkja menn því gott málefni um ieið og þeir njóta skemmtunar.
Fríkirkjan niður að íiöfn?
Hjarta hennar var rafmagnsdrifið
Stfaumsr frá rafhlðSu
ILitla slúlkan, sem brosir á
myndinni hér, er sjö ára
gömu! og hestir Ceiia Will-
iams. Hún er ensk, og hefir
vakið mikla afhygii meSa!
lækna um a'lan heim vegna
þess aS í ellefu daga var
hjaria hennar haldið gang-
andi með rafmagnsstraum
frá rafhlöðu.
Hún var lögð inn á sjúkrahús í
London með alvarlegan hjartas.iúk
dóm. Iljarta hennar hætti að slá,
og þá var hún flutt á skurðarborð-
ið án tafar, þar sem sir Russel
Brook gerði á heimi uppskurð.
Rafmagnsdrifið hjarta
Sir Russel saumaði örfínar leiðsl
sp ára gamallar stúlku
ur frá lítilli rafhlöðu við hjarta
telpunnar og hleypti straumnum
ó með þeim afleiðingum, að hjart-
að tók að slá á nýjan leik. Eftir
fjóra daga var straumurinn tekinn
af í von um að hjarta Celiu mundi
uú vin-na af sjálfsdáðum. Fjórir
dagar liðu, en þá fékk hún aftur
hjartaslag svo að straumnum varð
að hleypa á hjartað á nýjan leik,
að þessu sinni í þrjá daga.
Á ellefta degi eftir uppskurðinn
gat sir Russel dregið andann létt-
ara og tekið stráuminn af. Hjarta
litlu stúlkunnar sló nú eðlilega,
og það er rafstraumnum fyrir að
þakka hversu vel aðgerðin tókst.
Celia er n úkomún heim af sjúkra-
húsinu og læknar segja heilbrigði
hennar vera með ágætum.
Á síðunni í gær féll ni'ður
mynd af Gittu og föður hennar,
og birtuin við hana hér ásamt
textanum, sem henni átti að
l'ylgja. Eru lesendur síðimnar
beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
„Um daginn rákumst við á þessa
mynd í danska bíaðinu Dagens'
Nyheder. Hún er frá heimsókn
Gittu og föður hennar hingað til
Reykjavíkur, og í blaðinu fylgdi
henni þessi texti:
„Gitta litla, sem er þekkt hér
ilieimá fyrir að vilja „giftes med
farmand", hefir lagt gjörvalla
Reykjavík að fótum sér í söngferða
lagi, sem hún er nú í þar, ásamt
föður sínum, Otto Hænning. Þessi
litli, töfrandi fulltrúi Danmerkur
hefir bókstaflega sungið sig inn
í hjörtu íslendinga og í Reykja-
vík setja plötur hennar svip sinn
á gluggasýningar hljóðfærahús-
anna. Hér sést Gitta og faðir henn
ar, þar sem þau nióta útsýnisins
yfir Reykjavíkurhöfn“. — Við get
um tekið undir með Dagens Ny-
heder, að Gitta hafi sungið sig
inn í hjörtu íslendinga, en á hinn
bóginn vissum við ekki til þess
að Fríkirkjan hefði verið flutt
niður að höfn!“