Tíminn - 08.03.1959, Page 3

Tíminn - 08.03.1959, Page 3
T í M IN N, sunnudaginn 8. mare 1959. að skeði í Njarðvíkum... Það hefir verið framið morð. Per- sónur harml'ei'ksins sjáum 'við á mynd- inni hér að ofan. Sá til hægri er sölu- • maður, sem áloast inn í vitl&ust hús og er að selia ryksugur. Þar hittir hann af- skaplega grunsamlega karlpersónu, sem hverfur í flýti, þegar hún sér hann. Svo kemur stúlkan inn — hún er trúlofuð útvarpsþul. Hjór.aefnin eru að innrétta þessa ;sömu íbúð cg ætla að fara að flytja inn. í millitíðinni hefir sölumaðurinn fundið blóðblett á gólfbeppinu, og nú fer ímyndunarafl hahs á stað. Hann gengur með hálfgerða Sherloeh Holmes grillur og áð'ur en hann getur talið upp að tveim er hann búinn að sviðsetja þarna hrylli- legan atburð. Hcnum tekst a'ð sannfæra stúlkuna um, að þetta hafi í rauninni skeð og meða-n þau e.u að leita að líkinu, sjá þau, að það er maður að reyna að komast Lnn uni aðaldyrnar. Þau reyna í ofboði að fela sig, en þá reynist þetta vera unnu-ti Iiennar. Honum fellur þetta að sjálfsögðu ekki sem hezt þau eru að revna að skríða upp á loft, þegar hann kemur að þeim, og verður hann hvumsa við. Kærustuparxð rýkur út sitt í hvoru lagi Þegar ^]u'n'®-?wr:ni»> p e:nn eft- ir, finnur hann líkið á mjög ólíklegum stað .. Hann flýr út í dauðans ofboði. Fer inn í næsta hús til þess að fá að hrir.gja í lögregluna, og er svo heppinn að lenda einmitt hiá morðingjanum, og biður har.n að hringja til lögreglunnar, án þess að vita hver hann er. Hinn tek- ur símann úr sambandi og hringir svo Sölumaðurinn snýr aftur til hússins, til að halda vörð yfir líkinu, en á meðan hefir líkið verið fjarlægt . Stúlkan kemur á vettvang og ekki líður á löngu þar til e.nn einn ges'tur bætist í hópinn ... líkið sjálft ... Sem betur fer er þetta ek.ki sönn saga, heldur aðeins í stórum dráttum efni brezks gamanleiks, sem heitir í íslenzkri þýðingu ,,Á elleftu stundu“, en Leik- flokkur Njarðvdkur frumsýndi hann í sam komuhúsinu þar á fimmtudagskvöldið var. Leiknum stjórnaði Helgi Skúlason og myndin að ofan er, svo sem getið er urn að framan, af helztu persónum leiks- ins. Því má bæta við, að leiknum var mjc'g vel tekið af áhorfendum og vonir standa til að fleirum gefist kostur á að sjá hann. Hjá karlinum í tunglinu I þingvetzlu, sem haldin var s.l. fimmtudagskvöld, flutti (\ Skúli Guðmundsson eftirfarandi kvæði, sem hann nefndi: ' " Hjá karlinum í tunglinu. Höfundur lét þessar skýringar fylgja því. I I tíð fyrrv. ríkisstjörnar var því haldið fram, að lán- tökur hennar í Ameríku væru hneykslanlegar, og ekki mætti heldur taka lán í Evrópulöndum, vestan ,,tjalds“ eða austan. í tilefni af þessu var sagt á s.l. hausti, að ef and- stæðingar þáverandi ríkisstjórnar kæmust til valda, og þeim yrði fjár vant, myndu þeir að líkindum leita eftir lánsfé utan við hnöttinn, sem við búum á. Snjólétt var á tunglinu og hláka eins og hér. Þar hlýjum geislum sól á bæinn stráði. Þversum upp í rúm sitt karlinn hafði hallað sér. Þar hjá var kisa og gestaferðum spáði. Ærsli voru í rakkanum og ákaft gelti hann, er einhver þéttingsfast að dyrum barði. Bóndi sendi vinnukonu fram að finna þann ferðamann, er borið hafði að garði. Hún kom að vörmu spori og mælti þannig: „ÞaS er hann, þessi, sem mig hefir verið að dreyma. Haim segist þurfa' að tala við Þig sjálfan, húsbóndann, og segist gleðjast vfir að þú ert heima. Trúað gæti ég hann væri mikið menntaður. Mun þó, held ég, ekki vera prestur. Mér lízt bara vel á hann, en þó er ’ann helzt til þur Þetta er, held ég, langt að kominn gestur.“ Húsráðandi skeggið strauk og fór svo fram í dyr, fagnaði komúmanni hýr í bragði. Enginn þangað honum líkur hafði komið fyr. Höndina rétti gesturinn og sagði: „Komdu sæll og blessaður. Bjarni heiti ég', Benediktsson. Af landi feðra minna, íslandi á jörðinni, um óralangan veg, er ég hingað kominn þig að finna.“ „Já, það mun langt“ kvað bóndi „hingað, heiman að frá þér. Hefurðu gengið þetta í einni lotu? Komdu í bæinn. Þér er orðið, mætti segja mér, mál að hvíla þig og fara úr votu.“ „Þökk“ kvað hinn. Svo gengu þeir í bæinn, báðir tveir. — Sá bær er traustur, rís á fornum grunni. — Bjarni heilsaði fólkinu, og síðan settust þeir við suðurgluggann innst í baðstofunni. Þeir byrjuðu á að tala um hvað tíðin væri góð. „Ég tók mig upp“ kvað Bjarni „er fór að hlána, til að finna þig og vita hvort þú hefðir sparisjóð, sem hefði nokkrar krónur til að lána. Þannig er að gjöld hjá okkur eru nokkuð þung, og æskilegt að ná 1 lán hið fyrsta.“ —- Þá tautaði yfir verkum sínum vinnukonan ung: „Ég vildi ’að húsmóðirin byði ’onum að gista“. „Það fengust lán“ kvað Bjarni „meðan vinstri stjórnin var, vestan hafs, sem kunnugt er af fréttum. Nú höfum við fengið aðra stjórn og annað stjórnarfar, og ekki munt þú verða fyrir prettum, því Emil minn úr Hafnarfjrði traustan telja má, og trúverðugan mar.n á allar lundir. Þar að auki skrifar minn flokkur aftan á alla stjórnarvíxla um þessar mundir.“ Tveir blaðamenn Jökull Jakobsson rit- höfundur mun vera lagður af stað í kynnis- ferð til Danmerkur og Finnlands, á vegum ut- anríkisráðuneyta þess- ara landa. Við hittum Jökul skömmu fyrir helgina, þar sem hann var að huga að öndun- um, sem synda um á Tjörninni. — Við höfum frétt að þú sért á leið til „útlands- ins“? — Það er rétt, segir V Jökull, — ég var raunar að koma frá því að ná í far- seðlana. Þið getið fengið að sjá þá, ef þið viljið. Við afþökkum gott boð, en fáum að vita, að förinni sé heitið til Kaupmanna- hafnar og Helsinki. —• Það eru danska og finnska utahríkisráðuneyt- ið, sem hjóða í þessa för, heldur Jökull áfram. — Ég verð. þaraa í tvo mánuði að minnsta kosti, og erind- ið er að kynna sér land og þjóð. Hér er um að ræða eins konar blaðamanna- styrk. Að sjálfsögðu mun ég ferðast um þessi lönd og hygg gott til fararinn- Aðspurður kveðst Jökull •engar ákvarðanir hafa tek- ið um hvað hann hyggst gera þegar heim kemur úr förinni, svo að við þökkum fyrir okkur, og skiljum hann eftir hjá öndunum. Mikið hefir verið rætt um hver sé sá sem ritar svonefndan Aldarspegil Vikunnar, en hann fjallar um ýmsa kunna menn, og sá háttur á hafður, að ekki er talað við við- komandi aðila, heldur (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.