Tíminn - 08.03.1959, Side 7
riMINN, sunnudaginn 8. marz 1959.
SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ
7
Fimm merkir vitnisburðir. - Afnám kjördæmanna er f jörráð við dreifbýlið. - Takmarkið er að
draga ór framförum út um landið. - Stórauknir fólksflutningar til Suðurnesja. - Er nauðsyn-
legt að fjölga flokkunum? - Er hollt að efla flokksstjórnarvaldið? - Hlutfallskosningar tryggja
ekki jafnrétti. - Fordæmið frá 1908. - Látum |>á enn falla á eigin bragði. f
1 átökum þeim, sem nú standa
yi'ir um kjördæmaskipunina, er
engin ágreiningur um það, að eðli
legt sé að fjölga þingmönnum, þar
sem kjósendafjölgunin hefur orðið
mcst að undanförnu. >að er því
fullkomlega rétt, er Játvarður Jök
ull .segir um þetta atriði í grein
sem birtist í Tímanum 28. f.m.:
..Enginn stjórnmálaflokkur mun
tneita því að réttmætt og sjálfsagt
sé að breyta ákvæðum um skipan
alþingis í þá átt að fullfcrúum hins
tnýja þéttbýlis fjölgi nokkuð. Þessu
til sönnunar er stefnuyfirlýsing
fyrrv. ríkisstjórnar við myndun
hennar 1958. Breytir þar engu um
þótl svo ógæfusa-mlega tækist til,
•að það stjórnarsamstarf rofnaði af
öðrum ástæðum áður en þetta
stefnumál og fleiri komust í frarn-
kvæmd. Samkvæmt eðli málsins
hlnut afgreiðsla þessa máls einmitt
að bíða til loka kjörtímabilsins.
Má slá því föstu, að stjórnarskrár
breyting til fjölgunar þingmönnum
fyrir þéttbýlið, gæti hlotið Ijúft
samþykki meginhluta þjóðarinnar,
væri .um það eitt út af fyrir sig áð
ræða.“
Hér «r hins vegar ekki um þetta
atriði fyxst og fremst að ræða. Það,
sem deilan snýst um, er kosninga-
fyrirkomulagið utan Reykjavíkur.
Stjómarflokkarnir vilja leggja öli
núv. kjördæmi niður og taka upp
fá stór kjördæmi í staðinn. Það er
i:m þetta, sem baráttan stendur,
fyrst og fremst.’
Fjörráð vift dreifbýlití
t grein Játvarðar Jökuls er það
nokkuð rakið, hvaða áhrif umrædd
breyting myndi hafa fyrir dreifbýl-
ið. Játvarður segir:
„Það er óhagganleg stað-
reynd, að velflestar sveitir
og aUar afskekktari byggðir
þessa lands standa höllum fæti í
baráttu fyrir tilveru sinni. Sam-
keppnin um vinnuaflið, fjármagn-
iö, framkvæmdirnar og lífsaðstöð-
una alla, er nú einu sinni svo hörð
sem raun ber vitni. Það er ríkis-
valdið í landinu, sem þar hefir lagt
og leggur þau lóð á vogarskálarnar
er lirslitum valda. Svo umfangs-
mikil og gagnger eru afskipti þess
og ráðstafanir allar orðnar. Hinar
dreifðu byggðir hafa borið skarðan
hlut frá borði, þrátt fyrir það, að
þær hafa átt sérstaka fulltrúa. Ef
kjördæmin verða iögð niður, þá
dreifist ábyrgð þingmannanna. Þá
glatast að miklu leyti hið gagn-
kvæma ábyrgðarsamband á milli
kjósenda og þingmanna. Afnám
kjördæmanna or fjörráð við sveit-
irnar. Afnám kjördæmanna er á-
fall, sem sveitirnar mega -undir
engum kringamstæðum við. Nú
þegar er aðstaðan siík, að ekkert
má út af bera.“
I>að, sem hér er sagt um sveit-
irnar, gildir ekki síður um sjávar-
þorpin, kauptúnin og hina minni
kaupstaði út um land.
Kjarni málsins
í hinni ágætu grein Steingríms
Baldvinsisonar í Nesi, er birtist hér
i blaðinu 24.;f. m. er rætt nánara
um þetta atriði. Steingrimur segir:
Þar er komið að kjarna málsins.
Allir sjá, að þjóðin getur ekki hald-
ið áfram öllu Iengur að eyða meiru
en hún aflar, fjárfesting hlýtur að
minnka a, m. k. á tímabili, meira
verður að spara. En hvað á helzt
að spara? Hvert á helzt að beina
því fjármagní, sem festa má í fram-
kvæmdum?
Um þetta hafa átök staðið milli
sljórnimálaflokkanna, og þau átök
Halldór Kristjánsson
harðna því meir, sem minna verð-
ur til ráðstöfunar.
Framsóknarflokkurmn mun eins
og áður halda fram rétti lands-
byggðarinnar til sanngjarns hluta
af fjármagninu.
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur-
inn telja hann standa i vegi þess
sparnaðar, sem þeir vilja 'koma á.
Þá fer að verða ijóst, hvað hclzt
á að spara. Það er fjárfestingin úti
um landið.
Framlög til hafnarbóta, fiskiðju-
vera, skólahúsa, vega, brúa, íbúða-
bygginga, ræktunar, sandgræðslu
o. fl. framkvæmda úti á Iandi á
að stöðva eða takmarka svo sem
unnt er.
Forustumenn Alþýðuflokksins og
kommúnistar, hafa ekki farið dult
með þá skoðun sína, að ofmikið
fé væri fest í framkvæmdum úti
um land, sérstakiega í sveitunum.
Sjálfstæðismcnn hafa ekkí þorað
að vera jafnberorðir af ótta við at-
kvæðatap.
Þeir vilja losna við þenua hemil
með breytingu á kjördæmaskipun.
Og takist það, samkvæmt áætlun í
þessari atrennu, mun skammt að
bíða þess, að þeir geri ia-ndið allt
að einu kjördæmi, ef þeir fá bol-l
magn til.“
Aukinn fólksflótti til
SucJurnesja
Steingrímur segir í grein sinni,
að slík breyting á kjördæmaskip-
uninni feli raunar í sér byitingu
varðandi jafnvægi í byggð lands-
ins. Hann segir:
,,Er ekki fjarstæða að tala um
þvílíka byltingu? Athugum málið
nánar. Fólkið sættir sig ekki við
kyrrstöðu, sé annað mögulegt; það
leitar þangað, sem fjármagn gerir
framkvæmdir mögulegar. Hlut-
fallslega minnkandi fjárveitingar
til framkvæmda í strjálbýlinu þýða
því fólksflutninga þaðan, þangað
sem þægindin og framfarirnar eru
meiri. Sú hefur þróunin verið og
sú mun hún verða.
Þar, sem fólki fækkar, verður
örðugra fyrir hina, er eftir sitja,
og þannig vex straumþunginn án
afláts.
Flóttinn utan af landi til Reykja
nesskagans minnkaði stóx-lega í tíð
fyrrverandi stjórnar, vegna þess að
fjárveitingar til dreifbýlisins voru
auknar — unnið var markvisst að
jafnvægi í byggð landsins. Ein-
mitt þess vegna var unnið svo
ötullega að því að fella hana. Og
þau öfl, sem að því unnu — og
tókst það — hafa nú kjördæma-
bi-eytinguna sem tengilið og æðstu
hugsjón.
Er þá vandi að sjá hvert stef-n-
ir?“
Steingrímur spyr í sambandi við
þetta:
„Auðvitað kæmust allir íslend-
Játvarður Jökull Júlíusson
Ketill Indriðason
ingar fyrir við suðausturhornið á
Faxaflóa, en — væri það heppilegt
þjóðhags- og menningarlega?"
Þaríum við fleiri
flokka?
í því, sem rakið er hér á undan,
er Iýst nokkuð áhrifum hinnar fyr-
irhuguðu kjördæmabreytingar á
jafnvægið í byggð landsins. Enn
fleiri annmarkar fylgja henni. Um
þetta segir m. a. á þessa leið í
giæin Halldórs Kristjánssonar í
Tímanum 8. þ. xn.:
„Eitt af því fyrsta, sem rnenn
verða að ráða við sig áður en þeir
taka afstöðu íil einstakra tillagna
í kjöi'dæmamálinu er það, hvort
þeir óska eftir mörgum stjórn-
málaflokkum eða fáum. Það er
nefnilega staðreynd að hlutfalls-
kosningar stuðla að fjölgun flokka
en einmenningskjördæmi hamla
þar á rnóti. Þess vegna eru Frakk-
ar að reyna að b.iarga þingræðinu
hjá sér.með því að leggja niður
hkitfallskosningar en taka upp ein
menningskjördæmi. Ýmsir búast
við að írar muni líka fara að dæmi
þeii'ra,
Mönnum hættir mjög við að
miða all-t við flokkinn sinn og það
sem virðist koma honum bezt á
líðandi stundu. Slíkt er þó oftast
lítilsvirði fyrir þjóðarheill og al-
mannahag. Alþýðuflokksmenn
segja nú, að kjördæmaskipunin sé
svo fráleit að vera megi að 15%
þjóðarinnar fái engan fulltrúa á
Alþingi. Hinar nýju tillögur eru
þó engin allsherjarlækning við
því. Flokkur, sem í dag telur 15%
þjóðarinnar getur hæglega klofnað
svo að 7k> % verði í hvcru brot-
inu. Og hver ábyrgist þá að þessi
15% fái fulltrúa á þingi?
| Það er ekki mest um vert að
„ley.sa kjósendur upp“, í sem allra
flest brot og gera þingflokkana
sem flesta. Þegar til kemur þarf
förmið að vera stjórnhæft. Smá-
um flokkum og mörgum fylgir það,
| að eftir kosningar verður samið
um stjórnarsamstarf. Bein áhrif
Jón Sigurðsson
Steingrímur Baldvinsson
kjósenda verða því minni, sem
flokkarnir eru fleiri.
Hitt er meira vert að sameina
kjósendur um: höfuðstefnur stjórn-
málanna svo að línur verði hreinni
og menn viti betur um hvað er
veríð að berjast.“
Játvarður Jökull segir um þetta
sama atriði í áminnstri grein s'inni:
„Þyki þeim mönnum, sem bera
hita og þunga dagsins i stjórn-
málafo: ustunni þungt fyrir fæti og
erfltt að starfa saman að lausn
vandamála þjóðlífsins við núver-
andi stjórnarfarsskilyrði. hvað verð
ur þá eftir svo sem tvö kjörtíma-
bil hér frá? Ætli þeim gengi bet-
ur eftir að hiutfallskosningar væru
komnar í kring og flokkarnir orðn-
ir 6—7 talsins? Ætli þcinx þætti
ekki sem þeir hefðu farið úr ösk-
unni í eldinn?“
„Deildu og drottna<Su“
Jón Sigurðsson víkur einnig að
þessu atriði í grein sinni í Tím-
anura 3. þ. m. Hann segir:
„Deildu cg drottnaðu“, sögðu
Rómvex-jar, og reyndu að vekja
innbyrðis deilur meðal þjóða, sem
þeir voru að yfirvinna. „Deiidu
og drottnaðu“, hugsaði Hákon
gamli er hann atti saman
íslenzkum höfðingjum, til þess að
auðveldara væri að leggja landið
undir sig. „Deildu og drottnaðu",
hugsar íhaldið, er það berst fyrir
hiutfallskosningum. Öllum ihalds-
mönnurn, eins og öðrum, er ljóst,
að hlutfailskosningar lyfta undir
smáflokka. En þeir treysta á eigin
samheldni, eigið skipulag og áróð-
urstækni, um það að þeirra flokk-
ur muni ekki klofna. Hins vegar
muni vinstri flokkarnir verða
fleiri og veikari með hlutfallskjöri
og léftara að ná völdum og halda
þeim, ef ekki þarf, ef til vill, að
kaupa -nerna ein smáflokk með því
t. d. að bjóða öllum aðalráðamönn-
um flokksins embætti eða vegtyll-
ur, t. d. ráðherrastól nokkra mán-
uði.
Efalaust reikna áróðursmeistar-
ar íhaidsflokksins þarna rctt, —-
Hlutfallskosningarnar . geta. eflb
þeii-ra flokkshagsmuni um stundar-.
sakir, jafnvel um árabil. Bn hitt
! ætti að vera Ijóst, að þær getá skap
; að háskalegan þjóðáfglúhdroð ',
. glundroða, svo sem mörg erlend
dæmi sanna.“
Ofurvald flokkssíjórna
Þá mun hin fyrirhugaða skipan
mjög auka vald flokkssjórnanna..
Um þetta fara Halldóri Kristjáns--
slyni svo orð:
„Þá er vert að gefa gaum að því,
að sú kjördæmaskipun, sem Sjálf-
stæðismenn beila sér nú fyrir hlýl-
ur að stuðla að því að auka flokks-;
valdið. Miðstjórnir flokkanna
myndu ráða rneiru eftir en áðux
um framboð. Þetta er mikilsvert
atriði í málinu, því að miklu skipi.
ir að stjórnmálaflokkafnir séu í
raun og veru félög kjósenda,, sem;
aðhyllast sömu lífsskoðun stjórn-
fræðilega og þjóðmálalega. Hverj-
ar líkur eru til þess að’ syo geti
orðið ef það tekur menn 2—3 daga:
að skiæppa á flokksfund innárí'kjör
dæmisins?
Óhætt mun líka að ségj'a,’ að
þeir rnenn, scm kosnir erti T éin
menningskjördæmum séu .yfirleitt
sjálfstæðari og óháðari flokksvaldi
en þeir, sern kosnir eru hlutfalls-
kosningu af röðuðum Iista.“
Játvarður Jökull segir um þettá
atriði:
„I stórum hlutfallssamsteypum
myndu þessi kostir núverandi
stjórnarfars réna mjög fljótlega
(þ. e. að kjósendur geti ráðið valí
þingmanna), og hætt er við að
þeir hyrfu með öllu fyrr en pokk
urn varir, en við tæki alræðisvald
flokksstjórnanna með tilheyrandi
ofi'íki og ofstopa og myndi þá
mörgum kotkarli þykja þröngt fyr-
ir dyrum.
Það er slíkt ofi'íki ófyrirleitinnp
flokksstjórna, sern nú þegar ætlai
að kanna mátt sinn. Þess má eng
inn ganga dulinn. Þar má exVginn
láta koma að sér óvörum."
Jón Sigurðsson segir svo um
þetta atriði í grein sinni:
„Einmenningskjöi’dæmin knýja
rnenn til þess að finna sér franx-
bjóðendur og síðan þingmenn, seir,
þeir þekkja persónulega og treysta.
Stóru kjördæmin með hlu.ifalls-
kosningum þverhöggva þetta manii
lega sjónarnxið. Þar er heimtað, pð
kosið sé aðeins um flokkaj Val
frambjóðendanna verður ekki á
valdi kjósenda. Flokksstjörmr ■ í
Reykjavík skapa listana. EnTlokk.-
stjórnir eru aðeins hópar Reykvík-
inga, sem deila um völdin; Kjós
andinn fær aðeins að ráða, Kvern
þessai’a fjarlægu óþekktu ínann-
hópa hann vill styðja“. , .;
Tryggja hlutfallskosn-
ingar jafmétti?
Það er sagt, að hlutfallskosning
ar tryggi réttlæti milli flokka'um.
það atriði segir Halldór Kris'fjáns-
son m. a.:
„Enginn þarf að halda að hlut
fallskosningar trvggi tölulegt'jafn-
vægi milli flokka, svo að jafnmarg
ir kjósendur verði bak við hven.
þingmann.
1. dæmi:
í kjördæmi, sem á að kjósa 5
þingmenn cru fjórir listar í kjöri.
A-listi fær 42,5% atkvæða: og 3
menn kjörna.
(Framhald á 8. síöu).