Tíminn - 08.03.1959, Page 8
8
T í M I N N, sunnudaginn 8 marz 1959,
SJÁV ARSÍ
(Framhald af 4. síðu)
Sigwðar Bjarnasonar og Súlunn-
ar er Leó Sigurðsson og gerir hann
bæði skipin út.
Frá Húsavík
hafa róið í jan. og febr. 5 bátar,
en 6. báturinn er að hefja róðra.
í>etta eru bátarnir Hagbarður,
Njörður, Hrönn, Gunnar, Maí og
Sæborg. Hagbarður er 50 lesta bát
Uif en hinir um 20 lestír. Afli þess
ara 'báta sem af er vertíðar er
éins' ög hér segir:
Hagbarður 115 lestir, Njörður 55
lesfir, Hrönn 53 lestir (hóf fyrst
veiðar 20. janúar) Gunnar 43 lest-
ir, Maí 25 lesíir.
Hraðfrystihúsið hefir tekið á
móti 303 lestum til vinnslu í jan.
og febrúar. Hagbarður hefir róið
nú í marz tvo róðra austur fyrir
Langanes. Hann er 36 klst. í róðri.
í isíðasta róðri fékk hann aðeins’
4 lestir, en annars er oft góður
afli á þessum slóðum. Norðaust-
an hríðarveður var á Húsávík 6.
þ.m.
Frá Raufarhöfci
hafa engir bátar róið á iinu
effir áramótin, Um miðjan marz
mttiiu nokkrar trillur hefja véiði
með netum, stutt er að fara á
,,miðin“ aðeins 15 mínútna stim,
oft hefir á þessum árstíma verið
góður afli á því svæði. 6. þ.m. var
ágætisveður á Raúfarhöfn, sólskin
og blíða.
Frá Þórshöfn
rær einn bátur v.h. Hjördís ein-
stöku sinnum þegar gefur á sjó,
afli hefir verið tregur, engin trilia
hefir róið írá Þórshöfn eftir
áramót.
Að austan
f janúarmánuði aflaðist sæmi-
lega á Austfjarðabáta, en mun
minna í febrúar. Flestir róðrar á
Austfj.bát í febr. urðu 8, var það
Sunnutindur, einstaka bátar fóru
ekkf nema tvær sjóferðir í febrú-
ar, mikiar ógæftir voru lengst af
febrúar og talar róðraf jöldinn sinu
máti. Allmargir bátar eru nú að
fara frá Seyðisfirði og Norðfirði
og ffeiri stöðum austan lands á
handfæraveiðar, flestir þessara
bátá hafa enn ekki hafið róðra
eftir áramótin, svo þátttaka í út-
gerðinni austan lands vex með til-
komu þeirra. Allmargir þessara
báía munu róa frá Hornafirði, en
aðrir bátár munu ekki hafa fasta
viðfegu heldur landa aflanum í
Hornafirði, Djúpavogi, Fáskrúðs-
firði og Stöðvarfirði, eftir því sem
bezt hentar hverju sinni.
Frá einstöku verstöðvum austan
lands er þetta heízt að frétta:
Seyðisfjörður
Þaðan var engin útgerð i janúar
því m.b. Valþór var leigður til
Gfindavíkur. Nýr bátur kom til
Seyðisfjarðar í síðasta mánuði,
m.b. Gullver. Eigandi er Ólafur
Ófáfssön, en skipstjóri er Jón
Pálssoii. Guilver verður gerður út
frá Keflavík og mun vera kominn
þamgað eða á leiðinni suður.
Norðfjörður
Fíestir Norðf jarðarbátarnir fói’u
til véiða við Faxaflóahafnir og til
Vestmannaeyja. Gerpir lagði upp
350 lestir af karfa í janúarmánuði.
Eskifjörður
ÞaSan eru gerðir út togararnir
Austfirðingur og Vöttur, hafa þeir
standað karfaveiðar, en lándað
hafa þeir janúaraflanum í Reykja-
víkr nema hvað Austfirðingur fór
eina veiðiferð í jan. fyrir Þýzka-
ilandsmarkað.
Ný bátur HóJmanes' er nýkom-
;in« til Eskifjarðar og er gerður
út þaðan og stundar útilegu, aðr-
ir Eskifjarðarbátar eru gerðir út
frá Hornafirði og Vestmannaeyj-
um.
Frá Reyðarfirði
var éngin útgerð í jan. og febr.,
en Reyðarfjarðarbátu rinn Shæfugl
er gerður út frá Vestmannaeyj-
lún.
Ð A N
Fáskrúðsfjörður
Þaðan éru gerðir út 3 stórir
bátar, Búðafell, Stefán Árnason
og Svalan. í janúar öfluðu þessir
bátar sæmilega.
Frá Breiðdalsvik
er gerður út 80 lesta bátur, er
hann nýr og heitir Hafnarey, hann
kom til Breiðdalsvíkur rétt fyrir
áramótin og hefir aflað sæmilega
þegar tillit er tekið til veðrátt-
unnar og árstímans'. ,
Frá Stöðvarfirði
róa 2 stórir bátar, Kambaröst og
fíeimir. Afli þeirrá hefir verið
sæmilegur.
Frá Djúpavogi
eru gerðir út Mánatindur og
Sunnutindur. Þeir öfluðu sæmi-
lega í janúar og einnig í febrúar,
þegar hægt var að komast á sjó.
Veiztu?
— að heildarfiskafli landsmanna á
árinu 1957 varð 436 þúsund tonn,
þar af 117 þús. tonn síld.
Heildaraflinn 1958 va'rð 505.
038.029 kg, þar af 107.318.110 kg.
síld. Þorskaflinn 1958 nam 235
þús. lestum og karfinn reyndist
109 þús. lestir.
Afli þessi kom á land í 60 sjáv-
arplássum, útgerðarstöðum, bæj-
um og sjávarþorpum. Af þessum
stöðum eru
18 á Vesturlandi
16 á Norðurlandi
12 á Austurlandi
14 á Suðurlandi.
Þýzka bókasýningin Sextngnr: Jén Kristjánsson, Eíra-Hóli
Skrifað og skrafað
(Framhald af 7. síðu)
B-listi fær 28% atkvæða og 1
mann kjörinn.
C-listi fær 15,5% atkvæða og 1
imann kjörinn.
D-listi fær 14% atkvæða og eng-
an kosinn.
2. dæmi:
í kjördæmi, sem á að kjósa 7
þingmenn eru 6 listar í kjöri:
Alisti fær 19% atkvæða og 1
mann kjörinn.
B-listi fær 14% atkvæða og 1
mann kjörinn.
C-listi fær 9% atkvæða og eng-
an mann kjörinn.
Diisti fær 4Ö% atkvæða og 4
menn kjörna.
E-listi fær 7,9% atkvæða og
engan 'kjörinn.
F-fisti fær 10,1 atkvæða og 1
mann kjörinn.
Þessi dæmí nægja en vitanlega
getur hver og einn búið sér til
fleiri dæmi.
Auðvitað má segja að líkur séu
til að sami flokkur hafi ekki heppn
ina með sér í öllum ikjördæmum.
En hitt er stærðfræðilegt lögmál,
sem hver og einn getur sannpróf-
að, að allar líkur eru til þess að
stærsti flokkurinn komi bezt úl og
græði á þessari tilhögun".
Látum þá enn falla
á eigin bragfö
Þegar þetta allt hefir verið at-
hugað, munu þeir verða margir,
sem geta tekið undir eftirfarandi
(Framhald af 6. síðu)
'bregzt, má búast við áframhald-
andi góðæri á þessu sviði á næstu
árum. Sama er að segja um bóka
útflutning frá Vestur-Þýzkalandi
og Vestur-Barlín. Sem stendur
nemur hann um það bil 150 millj
ónum þýzkra marka á ári, ef tíma
rit eru talin með. Frá þýzku sjón
armiði mun mega meta þennan ár
angur — með allri hæversku —
se:n alþjóðlega viðurkenningu á
innri sem ytri gæðum þýzkrar
bókagerðar.
Útgáfustarfsemi þýzka ríkisins,
sem var, 'hafði aðalbækistöðvar í
Leipzig, en nú er hún aftur á
móti mjög dreifð um allt Vestur
Þýzkaland. Auk hinna stóru að-
setursborga bókaútgáfunnar, s. s.
Stuttgart, Miincben, Vestur-Berlín,
Hamborgar, Frankfurt am Main,
Köln, Diisséldorf, Wiesbaden o. fl.
skipta ekki alMitlu máli fyrir heild
armyndina. Meira en 1.800 útgáfu
fyrirtæki mörg að vísu smá og
ekki stórvirk, annast útgáfu bóka
ár eftir ár í Sambandslýðveldinu
ÞýzkalanrM og Vestur-Berlín.
í ljósi þessara talna bii’tist ó-
þreytandi starf bóksala í Vestur-
! Berlín. Þeir áttu um leið sinn þátt
í að gera heildarsamtökunum, þ.
e. „Börsenverein des Deutschen
Buchhandels“ i Frankfurt am Main
, kleift að setja sér og leysa þau
' verkefni, er snerta hagsmuni allra
greina bókaverzlunar. Þar sem þau
hafa innan sinna vébanda 'bæði út
, gefendur og bóksala úr öllum
'greinum bókagerðar og bókaverzl
unar, geta þau stuðlað að þvi að
jafna hagsmuni meðlima sinna
inn á við og auka álit og gengi
bókaverzlunar og vinsældir bóka
út á við.
Bókakaupstefna.
Á alþjóðavettvangi hefur nafn
ið „Börsenverein des Deutschen
Buchhandels" í Frankfurt oft ver
ið nefnt á síðustu árum í sambandi
við bókakaupstefnu þá, „Frank-
furter Bucbmesse“, sem samtökin
hafa gengizt fyrir. íslenzkir bóka
Sextugúr varð 24. febr. s.l. Jón
Kristjánsson á Efra-Hóii í Staðar-
sveit. Hann er borinn og barn-
fæddur Staðsveitingur og hefir alið
þar allan sinn aldur.
Jón er fæddur á Efra-Hóli og
voru foreldrar hans Kristján bóndi
Sigurðsson og kona hans Þóra Jóns
dóttir, er þar bjuggu lengi. Börn
þeirra voru 7 ©r þroska náðu, 6
synir og ein dóttir, sem öll eru á
lífi nema einn af bræðrunum Guð-
mundur að nafni, er lézt í broddi
lífsins, mesti efnismaður. Hin eru:
Sigurður bóndi á Slítandastöðum,
Jón bóndi á Efra-Hóli, Júlíus bóndi
á Slítandastöðum, Jóhannes bóndi
í Efri-Tungu, Sæmundur smiður,
búsettur í Grindavík og Kristín,
sem er hjá Jóni bróður sínum á
Efra-Hóli.
Jón ólst upp á Efra-Hóli hjá for-
eldium sínum og vandist snemma
allri sveitavinnu. Þótti hann jafnan
góður verkmaðlir og laghentur í
bezta lagi. Eitthvað mun Jón hafa
stimdað sjó á fiskiskútum frá Vest-
fjörðum, en þó eigi lengi.
Eftir lát föður síns bjó hann um
hríð með móður sinni og yngstu
systkinum. Árið 1928 kvæntist Jón
Únu Kjartansdóttur frá Neðra-Hóli
í Sta'ðarsveit mestu dugnaðar og
myndarkonu og hafa þau búið á
Efra-Hóli síðan, eða í full 30 ár.
Þau eiga tvo syni, Friðjón og Krist-
mann, sftn báðir eru uppkomnir
og heimilisfastir á Efra-Hóli. Hefir
nú Friðjón reist sér nýbýli í Efra-
Ifólslandi stutt frá íbúðarhúsi íöð<
ur síns.
Þcgar Jón hóf búskap, var hann
að sjálfsögðu eigi efnaður freniur
en aðrir ungir nienn, en réðst þó í
að kaupa jörðina, sem var kirkju-
jörð, og hefir vel farnazt. Efri-Jlóll
er ekki stór jörð, en hana hefir
hann bætt á marga lund svo hún er
nú hið snotrasta býli.
Öll hús á jörðinni eru reist af
honum og ér umgengni á Efra-HóM
bæði utan bæjar og innan til fyrir-
myndar.
Jón er smiður góður, en hefir
þó aldrei numið smíðar, hagsýnn
og útsjónarsamur sem bezt má
verða. Þau hjón eru bæði gestrisin
og góð heim að sækja eins og Snæ-
fellingar eru yfirleitt. Nokkruih
trúnaðar störfum hefir Jón .gegnt
fyrir sveit sina og rækt þau af
trúmennsku. Hann er hávaða- og
yfirlætislaus maður, vandaður til
o.ðs og æðis og vinsæll af sveit-
ungum sínum. Hin síðustu ár hefir
Jón átt við nokkra vanheilsu að
búa, en mun nú vera við batnandi
heilsu, sem betur fer. Með þessum
fáu línum vil ég færa Jóni sveit-
unga mínum beztu þakkir fyrir góð
kynni og vinsemd allt frá æsku-
dögum okkar. Árna ég honum og
fjölskyldu hans allra heilla í nútíð
og framtíð.
Bragi Jónsson
frá Hoftúnum.
niðurlagsorð greinar Ketils Indriða
sonar, er birtist í Tímanum 6. þ.
m.:
Fyrir fullum 50 árum stóð hóp-
ur glapsýnna stjórnmálamanna að
samningum og réttindaafsali ís-
lendinga gagnvart Dönum, efalaust
í góðri trú, en með útlenda glýju í
augum. Þetta voru leiðtogar og
framverðir þess flokks, er þá svar
aði til Sjálfstæðisflokksins nú, að
afli cg mannfjölda, en hvernig fór?
í kosningunum 1908 féllu upp-
kastsmenn hópum saman. Þá burgu
íslenzkir bændur, hvar í flokki sem
þeir stóðu, sóma og réttindum
landsins, með aðstoð fremur fá-
mennrar mennta- og blaðamanna-
sveitar. Hvernig bregðast synir
þeirra og dætur við, — í sveit og
við sjó? Nýja réttindaafsalið er
ekki jafnaugljóst þjóðréttarafsal
og þá var, það hefir yfir sér rétt-
lætishulu, en er engu að síður
stórhættulegt, því það leysir úr
læðingi öll sundrungar- og sér-
drægnisöfl. Það er upplausnar
stefna í algleymingi. Aðstaðan er
nú óhægari en 1908. Réttur sveit-
anna rýrður með uppbótarsætun-
um 'gömlu og 'liðsmunur ærinn ef
talið er í flokkum; 3—4 um einn.
En uppkastsmennirnir 1908 voru
sigurvissir og féllu þó. Látum þá
enn falla á eigin bragði.“
menn munu minnast hinna vin-
gjarnlegu orða, sem forseti „Amer
ican Book Publishers Council“,
Mr. Curtis G. Benjamin, viðhafði
um Bókakaupstefnuna í Frankfurt
í tilefni af opnun bókasýningar
Bandaríkja Norður-Ameríku. Eftir
að hafa minnzt á vaxandi vilja
manna til samstarfs á alþjóðavett
vngi, sagði hann m. a.: „Ef til
vill er 'bezta sönnunin fyrir þess
ari býrjun hin mikla bókakaup-
stefna í Frankfurt, en ég varð
þeirrar ánægju aðnjótandi að geta
'heimsótt hana ívikunni sem leið.
Eins og margir yðar munu vita,
var þessari kaupstefnu hleypt af
stokkunum fyrir átta eða níu
árum, og var henni sérstaklega
ætlað að vera markaður fyrir kaup
og- sölu á þýzkum 'bókum. Bókafit-
gefendur annarra þjóða fengu von
bráðar áhuga fyrir þessu, og þe'ssi
áhugi erlendis frá breytti brátt
öllum svip þessarar kaupstefnu. í
ár sýndu vfir 1.400 útgefendur
frá f jölmörgum löndum heims bæk
ur sínar í Frankfurt, og miklu
fleiri voru erlendis frá en frá
er hin árlega veiting „Friðarverð
Þýzkalandi.“
Hápunktur þessarar kaupstefnu
launa þýzkra bóksala“, en þau eru
veitt manni, sem hefur með rit-
um sínum og líferni lagt sinn skerf
til eflingar friði og frelsi í heim
inum, og gildir þá einu.hverrar
þjóðar maðurinn er eða af hvaða
kynstofni. Þeir, sem íhingað til
hafa hlotlð verðlaunin, eru: Max
Tau, Albert Schweitzer, Romano
Guardini, Martin Buber, Carl J.
Burckhardt, Hermann Hesse, Rein
hold Schneider, Thornton Wilder
og Karl Jaspers.
Á alþjóðavettvangi annast þetta
bóksala- óg útgefendasamband með
aðstoð sýningar- og kaupstefnu-
deildar sinnar bókasýningar er-
lendis eins og þá, sem nú befur
verið efnt til hér í Réykjavík.
Síðan árið 1950 hcfur á þennan
hátt verið stuðlað að nánari tengsl
um bókamanna 1 mörgum löndum
heims við þýzka bókagerð með því
að efna til 72 slíkra bókasýninga
í öllum álfum heirns.
Hús til þýzkrar
bókaverzlunar.
Skipting Þjékalands í attstur-
og vesturhluta hafði í för með
sér, að setja varð á stofn sórstakt
skjalasafn þýzkra bóksala í þýzka
bókasafninu í Frankfurt am Main
og um leið landsbókasafn, Þetta
bókasafn gefur út „Deutsche Bibl
iographie“, sem er tæmandi skrá
yfir öll rit, sem gefin hafa verið
út á þýzka tungu. Hún er gefin út
'hjá „Buchandler-Vereiningung“,
sem er útgáfufyrirtæki bóksala- og
útgefendasambandsins. Af mörg
um ritum, sem þetta fyrirtæki hef
ur gefið út, er vert að minnast
sérstaklega á Frankfurt-útgáfu
tímaritsins „Börsenblatt fúr den
Deútschen 'Buchhandel“, en það er
aðalauglýsingablað útgefanda í V-
Þýzkalandi og Vestur-Berlín, auk
þess sem mikið af eigin efni þirt
ist að jafnaði i því. Þetta blað
mun einnig geta komið útlendum
lesendum að góðu haldi, er þeir
vilja afla scr nákvæmra upplýs-
inga um þýzka bókamarkaðinn.
Fyrir góðvilja og stuðning Frank
furt-borgar var bóksalasanibandinu
gert kleift að flytja starfsemi sína
í nýjar og glæsilegar bækistöðvar
rétt hjá fséðingárhúsi Goethes.
„Hús þýzkrar bókaverzlunar" er
talandi tákn hlutverks bókarinnar
á opinberum vettvangi og viður-
kenningar hennar í lífi þjóðarinn
ar. Um leið standa dyr þess opnar
öllum unnendum þýzkra bóka.
Slgfred Taubert.
Áikriftaraimmn
er 1-23-23
í SPEGLI TÍMANS
Framhald af 3. síðu.
eru upplýsingarnar
fengnar með öðru móti.
Hefir Aldarspegill þessi
verið umdeildur, og
margir til nefndir sem
höfundar.
Við vorum svo heppnir
að rekast á einn þeirra,
sem bendlaðir hafa verið
við Aldarspegilinn, Braga
Kristjónsson, niður við
Tjörn og notuðum þá að
sjálfsögðu tækifærið að
spyrja hann spjörunum úr
um þetta mál.
— Er það satt, að þú
sért höfundur Aldarspegils
ins?
— Sumir segja það, seg-
ir Bragi og fær sér í nef-
ið. — Það er annars ekk-
ert launungarmál, að ég
hefi skrifað mikið af
„Speglunum", en þó ekki
alla.
— Kemur ekki ýmislegt
spaugilegt fyrir í 'Sambandi
við þetta?
— Víst er það, segir
Bragi. — Annars er mér
mimiisstæðast þegar Krist-
ján „bílakóngur" (hér mun
vera átt við Krístján Krist-
jánsson) sendi mér fl'ösk-
una, sem Kjarval málaði.
Hann virðist hafa verið
hinn ánægðasti með það,
sem óg skrifaði um hann,
því að svo mikið er víst,
að nokkrum dögum eftir
að greinin um hann birt-
ist, 'fék'k' ég sendingu frá
honum, forkunnarfagra
brennivínsflösku, sem
Kjarval hafði myndskreytt
með kvenfígúrum af ýmsu
tagi, blómum og útflúri.
Með þessu fylgdi spjald,
sem bar áletrunina: „Frá
Kjarval og Kristjámi"! Ég
minntist víst eitthvað á
vinfengi þeirra félaganna
í greininni.
— Hvaðan færðu upp-
lýsingar um mennina, sem
þú skrifar nm?
— Ja, það cr nú eigin-
lega hingað og þangað. Ég
hefi það fyrir reglu að tala
aldrei við þá, sem ég
skrifa um, enda hafa sum-
ir þeirra firrzt við, eink-
um ef of mikið er sagt
satt um þá, en auðvitað
nefni ég engin nöfn í
þessu sambandi. Það mætti
svo til gamáns skjóta því
hér inn, segir Bragi, — að
sumxr hafa haldið að Guð-
mundxir Hagalín eða Gunn-
ar Gunnarsson rituðu Ald-
arspegilinn, og það þykir
mér vera alveg fyrirtaks
brandari.
Áður en við kvéðjum
Braga, höfum við það upp
úr honum, að meðal þeirra
sem á næstunni verða
„'teknir til meðferðar“ í
Aldarspeglinum, séu
franski sendiherrann,
Kjarval, Guðbrandur
Magnússon „í Rikinu" o. fl.