Tíminn - 11.03.1959, Blaðsíða 4
4
T f M IN N, miðvikiulagiiin 11. marz 1958!«
Glæsilegur skíðaskáli ísfirðinga í
Seljalandsdal fullbúinn til afnota
Skí'Saskólinn tekur til starfa þar um páskana
undir stjórn Hauks Sigurðssonar
Skíðaheimar, skíðaskálinn í
seljalandsdal er nú að verða full
niinn til afnota: S. L sumar var
okið við að múrhúða kjallara
skálans. Nú er verið að setja
nnréttingar í eldhús og lierbergi
Skíðaheimar er 8x50x24,50 m. og
■íjallari 8,50x8 m.
Innréttingu uppi var lokið í
*rra, en þar er stór salur, setvi-
tofa, eldhús, forstofa, 6 tveggja
í aanna herbergi og tvö sex manna.
í forstofu er niðurgangur í
jallara, og salerni, í kjallara er
niðstöðvarherbergi, skíðageymsla
iiúr og herbergi fyrir gufubað, sem
kki er búið að setja upp. Mið-
töð tii hitunar er í öllum her-
'iergjum og kjallara. Lagður var
t. km. rafmagnsjarðstrengur, frá
iráspennulínunni, sem liggur inn í
Funguskóg. Strengurimi liggur
ipp Seljalandsmúla, að Skíð-
leimum og er skiptistöðin í kjall
ra skálans.
Skíðafélag ísafjarðar hefir notið
yrirgreiðsíu margra á ísafirði um
ivyggingu skálans. Má þar nefna
Bæjarsjóð ísafjarðar, Rafvetiu
safjarðar, Neisti h. f., Kaupfélag
sfirðinga, og margir iðnaðarmenn
Itafa gefið vinnu svo sem Jón Þórð
írson múraram., Friðrik Bjarna-
on málaram. að ógleymdum með
imum Skíðafélagsins, því sem
:æst öll vinna við byggingu Skíða
lieima er sjálfboðavinna.
Þegar Skíðafélagið missti skála
■ inn i snjóflóði, var hann fullbú
nn og mikið hús. Skíðaskólinn
;ar þar, til húsa við vaxandi vin-
ældir. Það var gífurlegt tjón að
nissa þann skála t. d. var nýbúið
:ð búa hann húsgögnum. Voru þau
ryggð hjá Samvinnutryggingum
yrir 20 þús. kr. þrátt fyrir að
kálinn var ekki tryggður fj'rir
- njóflóðum. Greiddu Samvinnu-
ryggingar strax 10 þús. kr. vegna
/'úsgagnanna. En Brunabótafélag
íslandsmet í 5000
metra hlaupi
'fýlega barst stjórn FRÍ bréf frá
Frjálsíþróttasambandi Rúmeníu.
Er þar staðfest, að hinn rétti
cími Kristleifs Guðbjörnssonar,
KR (á Rúmenska meistaramótinu
Búkarest 13. sept. sl.) í 5000
m hlaupi hafi verið 14:51, 2 mín.,
mns og fyrst hafði verið tdkynnt.
Hefur stjórn FRÍ nú staðfest
ainrætt .afrek sem nýtt ísl. met.
Samla metið (14:56,2) átti Krist-
ján Jóhannsson, ÍR, frá árinu
1957. Tími Kristleifs er jafnframt
íýtt unglingamet.
Innanhússmet
kvenna:
Stjórn FRÍ hefur ákveðið að
i ..aðfesta íslandsmet kvenna í lang
:utökki án atrennu og hásíökki með
-trennu (innanhúss)*. Er hér með
■skað eftir skýrslum um beztu
mfrek kvenna frá því að fyrst var
árið að keppa í umræddum grein
; m.
Skýrslurnar ber að senda í póst
lcólf 1099, Rvík og þuría helzt að
fr.afa borizt fyrir 1. maí n.k.
Frjálsíþróttasamb. íslands.
Islands, sem skálinn var tryggður
hjá, og árum saman hefir okrað
á tryggingum í dreifbýlinu, þar
til Samvinnutryggingar komu,
neitaði að greiða nokkurn eyri,
upp í hið mikla tjón, sem Skíða-
félag ísafjarðar varð fyrir.
Skíðaskólinn tekur nú til starfa
í skálanum og verður fram yfir
páska, kennari verður Haukur Sig
urðsson hinn ágæti skíðamaður.
Auk þessa verður haldinn nám
skeið fyrir þá sem styttra vilja
vera:
Fátt mun vera eins hressandi
og skíðaferðir og er mönnum nauð
synlegí að kunna undirstöðuatriði
að renna sér á skíðum. — Því er
það tilvalið fyrir menn, sem vinna
inni að taka hluta af sumarfríi
sínu til dvalar í Skíðaskólanum á
Seljalandsdál. G.B.
Fyrir skömmu síðan varpaði Banda-
rikiamaðurinn Dalias Long kúlunni
19.30 metra á móti í Los Angeles.
Þetta er 5 sm. betri árangur en
heims Parry O'Brien, en fæst ekki
viðurkennt sem heimsmet, þar sem
völlurinn hallaði. Long er innan við
tvítugt.
Enska knattspyrnan
Óvenjumikið var skorað af
mörkum í leikjunum á.laugardag-
inn. Lið eins og Arsenal tapaði
með fimm marka mun, Nottm.
Forest heima með sex marka mun,
en liæsta markatalan 8—3 var í
leiknum í Plymouth milli heima-
liðsins og Mansfield. Úrsiit urðu
þessi:
1. deild.
Aston Villa—Leeds Utd. 2—1
Blackburn—Burnley 4—1
Blackpool—Bolton 4—0
Chelsea—Luton Town 3—3
Maneh. Utd. —-Everton 2—i
Newcastle—Preston 1—2
Nottm. Forest—Birmingham 1—7
Portsmouth—Manch. City 3—4
Tottenham—Leicester 6—0
West Ilam—West Bromwich 3—1
Wolves—Arsenal 6—1
2. deild
Barnsley—Bristol Rov.
Brighton—Scunthorpe
Eristol City—Stoke
I Cardiff—Swansea.
CharHon—Sunderland
Grimsby—Sheff. Wed.
Kuddersfield—Ipswich
Liverpool—Fulham
Middlesbro—Lincoln
Rotherham—Derby County 3—0
Sheff. Utd.—Leyton Orient 2—3
0—0
2—1
2—1
1—2
3—2
0—2
3—0
0—0
1—2
Og úrslitin, sem koma mest á
óvart eru milli Nottm. Forest og
Eirmingham. Fyrir nokkrum vik-
um sló Nottm.-liðið Birmingham
úr bikarkeppninni með 5—0 á
heimavelli, og er liðið talið hið
sigurs'tranglegasta í bikarkeppn-
inni. Að vísu stillti Nottm. ekki
upp sínu bezta liði á laugardag-
inn, en þó er talinn vafi á því,
að nokkurt lið í deildinni hefði
staðizt Birmingham snúning í því
formi, sem leikmennirnir voru í
•á laugardaginn. Nottm. skoraði
fyrsta markið í leiknum, en þá
var eins og flóðgáttir opnuðust.
Birmingham skoraði þrjú mörk á
stuttum tíma og í síðari hálfleik
bætti liðið f jórum v tð, en Nottm.
tókst ekki að skora aftur, og það
þótt liðið fengi vítaspyrnu.
, Úlfarnir léku sér að Arsenal,
sem vantaði nokkra af beztu snönn
um sínum. í hálfleik stóð 3—0,
og í síðari hálfieik voru yfirburð-
ir liðsins jafnvel enn meiri. Fram
verðirnir, Flowers og Clamp, áttu
mestan þátt í sigrinum. Þá vann
Tottenham stórsigur yfir Leieest-
er, og Manch. City sigraði Ports-
mouth eftir að Portsmouth hafði
•tvö mörk yfir í hálfleik. Leicest-
•er og Portsmouth skipa nú neðstu
sætin í deildinni.
í efsta sæti eru Úlfarnir með
43 s'tig, en Manch. Utd., sem sigr-
aði Everton 2—1, er í öðru sæti
með 42 stig, en hefir leikið ein-
um leik meira en Úlfarnir. Arsen-
al er í þriðja sæli með 41 stig.
í 2. deild er Sheff. Wed. enn í
efsta sætinu, hefir hlotið 48 stig
úr 31 leik. Fulham er í öðru sæti
með 45 stig í 32 leikjum og Liver-
pool hefir 42 sig úr 31 le'ik. Röð-
in að neðan liefir nokkuð breytzt.
(Framhald á 8. síðu)
B. Sk. skrifar Baðstofunni:
•FORSETI FORNRITAFÉLAGS-
INS, hr. Jón Ásbjömsson, hæsta-
réttardómari, hafði orð á því í
útvarpinu ekki alls fyrir löngu,
að fjárhagur félagsins væri harla
bágborinn ium þessar mundir.
Vildi hann kenna þetta daufum
undirtektum þjóðarinnar. Rit
þess hefðu ekki selzt nógu önt.
Hann ikom ekki auga á annað. —
Maður, líttu þér nær, varð mér
að orði þegar ég hlustaði á lestur
dómarans. Ég dreg ekki í efa, að
fjárhagur féiagsins sé erfiður.
Hef ekki ástæðu til þess. En rök-
semdina, sem forsetinn færði fyr-
ir fjárhagsörðugleikunum, dreg
ég imjög í efa.
FÉLAGIÐ ER 30 ÁRA um þessar
mundir. Að því stóðu í upphafi —
og standa eim — merkir menn
og áhugasamir um þjóðl'eg fræði.
Það nýtur verulegs styrks úr rík-
issjóði og h.f. Kveldúlfur hefur
kostað útgáfu ©ins bindisins, Eg-
ilssögu. Ekki er heldur alveg víst
um höfunda sagnanna enn þá,
því síður erfingjana, svo tæplega
þarf að borga þeim ritlaun! Þrátt
fyrir þessa góðu aðstöðu, hefur
félagið ekki ungað út nema 14
bindum á þessum 30 árum, þar af
einu sér að kostnaðarlausu. Það
er of litið, allt of mikið seuilæti.
Menn haía stundum haldið að fé-
lagið væri steindautt, þegar mörg
ár hafa liðið á mUli útkomu bóka,
og þá freistazt til að kaupa aðrar
ódýrari útgáfur af ritunum. Að
vísu ekki eins vandaðar, en þó vel
læsilegar. Þess vegna hefur þjóð-
in snúið baki við fornritunum í
útgáfu Fornritafélagsins — ef um
það er að ræða, að hún hafi gert
• það. Enda er það upplýst í afmæl-
isriti félagsins, sem út kom í
liaust, að fyrstu árin, meðan út
■kom eitt bindi árlega, sem teljast
verður mjög sómasamlegur gang-
ur, hafi allt gengið vel. Það liggur
þvi í augum uppi, að það er sein-
læti eða ódugnaður útgefend-
anua, sem liofur komið félaginu
ú kaldan klaka en ekki sinnúleysi
þjóðarinnar. En það er gamal-
kunnugt herbragð og hentugt, að
kenna þióðinni um eitt og annað
sem miðttr fer þó það sé í raun-
iuni sök fárra manna. —
ÞAÐ ER ÓEFAÐ RÉTT, að sein-
legt er að gefa út svo vandaða
texta af fornrilunum sem Forn-
ritafélagið liefur eert. — Stuttar
skýringar á nokkrum .orðum og
vísum í söeunum, eru öllum al-
menningi mikils virði, og ber a3
þa.kka hær. Öðru máli gegnir um
formálana. Ekki munu allir jafn
þakklátir fvrir Iþá. Þeir eru svo
langir. að í þeim hlýtur að liggja
mikil vinna og hvi ekki ótrúlegt
að beir liafi stundum tafið útgáf-
una eitthvað. Auk hess hlióta þeir
•að kosta mikið fé. Trúlegt, að
komast hefði mátt af með holm-
ingi slyttri riteerðir. Hugleiðing-
ar og vangaveltur útgefendanna
um hveriir séu höfundar sagn-
anna, hvar þær séu ritaðar og
hvað sé satt og hvað logið í þess-
ari eða hinni sögunni o. s. frv.,
liefur ekki mikið gildi fyrir al-
mennan lesanda. Hann lætur sig
það litlu varða. enda mun það
seint sannað til hlítar. Þvi eP
bezt að hver trúi því, sem honunl
þvkir trúlegt og hafni þá hinu,
eða skoði hað sem skáldskap e£
lionum bvður svo við að horfa, án
allra leiðbcminga.
BAiRDI ÞJÓÐSKJALAVÖRDUR
Guðmundsson gat komið skoðun-
um sínum um hiifund Niáiu á
framfæri með fuilum sóma, þ<5
ekki gæfi hann út Niálu né aðrai
fsleudingasöau. Sama ættu aðrir
fræðimenn á hví sviði að' geta
gert. þó ekki væru beir að þrýsta
þessum hugdeltum sínum allt of
fast upp að siálfum sögunum. —■
Það ér alger óbarfi og jaðrar viS
skömm, að tongia þessa l'öngtl
lona framan við sögurnar.
VONANDI ER, AÐ FORNPJTA-
FÉLAGINU verði lengra lífs auð-
ið. þó dauft væri hlióðið í for-
setanum. Ætti það nú að rétta
fram þó ekki væri nema annan
fótinn, og koma út á næstu árurn
fslendingabók og Landnámabók,
sérkennilegustu og mestu dýr-
gripum þessara rita, svo og Sturl-
ungu. — Ég iltef ekki trú á, að
kaunendur skorti að þessum
fögru bókum, ef útgáfan gengS
með eðlilegum hætti. — Eftir þa5
gæti félagið gefið upp öndma
með nokkrum sóma, þó það hefði
ekki að fullu staðið við þau fögrtl
fyrirheit, sem það gaf í upphafi.*'
2 herbergi og eldhús
I óskast til leigu. — Uppl. í síma 19523,
a»i}iUti;.*!?{;«aam!«{!aiB8iiaa!!:aiattii!int;iatt!!;ti;;ii;tii;nmtíímií»i
Þökkum hiartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
Elíasar Nikulássonar
Kristín Mensaldersdóttir, börn,
barnabörn og tengdabörn.
Utför mannsins míns
Olafs Eyjólfssonar
fer fram fré Saurbæjarkirkju föstudaginn 13. marz kl. 2 e. H.
Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 1 e. h. sama dag.
Guðlaug Jónsdóttir,
Öilum þeim mörgu, bæði nær og fjær, þökkum vift af alhug
fyrir hloftekningu og samúð við andlát og jarðarför
Margrétar Símonardóttur
Skúfslæk,
og biðjum þeim blessunar Guðs,
Vandamenn.