Tíminn - 13.03.1959, Side 5

Tíminn - 13.03.1959, Side 5
T í MIN N, föstudaginn 13. marz 1953, Theódór Gunnlaugsson Orðið er frjálst Rabbið nú saman refaskyttur Eg undirritaður, hef undanfarin ár, verið að kynna mér ofurlítið kjör þeirra, sem fást við grenja- vinnslu. Og þó ég hafi fengið ýms- ar upplýsingar af öllum landshorn- itm, er ég litlu nær að vita, hvað algengast mun vera að borga refa- skyttum fyrir grenjaleitir, legur og imnin dýr. Þar er ósamræmið íurulegt og hvergi mun það þekkjast neitt svipað á landi hér, við sama verk. Ástæður fyrir því, að ég skrifa þessar línur, eru aðallega þrjár: í fyrsta lagi: Margir starfsbræð- ur rnínir hafa spurf mig að því, livað ég hafi sett fyrir leitir, legur og vinninga á grenjum. Hér geta þeir séð það. í öðru lagi: Það, sem ég segi hér, held ég að megi treysta að sé eftir öruggum heimildum, það sem það inær. Hver, sem vill, getur svo velt því fyrir sér, Og lítill vafi er á þvi, að þá reka upp kollinn, í huga hans, ótal spurningar og margar sundurleitar. En það er góðs viti. í þriðja lagi: Gæti þetta orðið til þess, að flýta fyrir því, að sam- ræmd yrðu meira lcjör þessara iitarfsbræðra minna, og i-.elzt að þau gangi jafnt yfir ai.a, ja, — þá hefði ég sannarlcga nut á óska- slundina. — „Oft er það gott, sem gamlir kveða.“ Og það er áreiðanlega satt. En — hvernig litu þeir á þessi inál? Það sjáum við bráðum. Við skulum jafnframt minnast þess, að fyrir aldamótin síðustu, og auðvit- að miklu lengur, borguðu hrepps- búar sjálfir allan kostnað við grenjavinnslu, í sínum löndum. Og einmitt þess vegna er reynsla feðr- anna enn athyglisverðari. Því það er staðreynd, að flestir fylgjast bezt með því, sem borga þarf úr eigin vasa. En á þeim tíma mun það hafa verið algild regla, að skot máður hefði 3 krónur iyrir hvern sólarhring, sem fór í leitir og legur á grenjum. Þessar þrjár krónur voru þá sem næst hálfit annað dag- kaup fullvinnandi manns, því tvær krónur á dag, var algengt kaup fyrir fearlmann, um hábjargræðis- tímann. Eyrir að vinna fuMorðnu dýrin var þá ýmist borgað 4 og 6, eða 3 og 6 fcrónur, en alltaf tals- vert meira fyrir síðara dýrið. Við vitum að það er oftast refurinn og þó sórstaklega meðan yrðlingar eru ungir. Fyrir yrðlinga var þá venjulega borgað frá 50—70 aura og mest króna. Víða var þá talin skylda skotmanns, að liggja þrjár mæfcur á greni, áður en gefizt væri upp við að vinna dýrin, væri annað eða bæði sannanlega á f ótum. Einn- ig var þá oft skylda, landeiganda, að Ieggja til meðlögumann. En hvernig er svo háttað þessum mál- um hjá okkur nú? í fáum orðum nxun ég leitast við að gera grein fyrir því. Hér nefni ég aðeins fjóra taxta eða öllu heldur samningá við grenjaskyttu, til að sýna misræmið, en þeir gætu alveg eins verið átta. Slíkt yrði þó fremur til að gera málið flóknara, á, þessu stigi. Og ég vil undirstrika, sérstaklega, að hér er aðeins átt við kaup grenja- skyttunnar einnar, á síðastliðnu vori, án farartækis, en albúinn að vopnum og með sjónauka og nesti: 1. liður a. Fyrir u'ð far-a í eina leit, um allt svæðið, seai grenja- skytta er ráðin á, fær hún ákve^.ó kaup, sem miðað er við þann ti.iia, sem fer í leitina. Vcnjulega eru farnar tvær léitir með 2—3 vikna millibili. ------b. Fyrir að liggja á grenj- um fær skotmaður ekkert kaup, en krónur 350 fyrir hvert fullorðið dýr, sem næst og sömu laun fyrir yrðling, á hvaða aldri, sem hann er. 2. — a. Kaup ákveðið kr. 250 á sólarhring, sem fer í leit og legur á grenjum, ásamt ferð að heiman og heim. ------to. Krónur 350 fyrir hvert skotið dýr fullorðið og sömu laun fyrir hvern yrðling, sem næst. 3. —a. Kaup kr. 25 á klukku- efcund, frá því að farið er að heim- «n og þar til komið er aftur heim, ír gronjaleit eða legu, að frádregn- um svefntíma. -----to. Fyrir hvert fullorðið dýr, sem næst, kr. 350, og sömu laun fyrir hvern yrðling, án til-lits til aldurs. 4.------a. Vegavinnukaup, þ. e. dagkaup á klst., eins og það er á hverjum tíma, á meðan verið er á ferð eða í leit að grenjum, að við- bættu orlofsfé 6%. -----to. Hálft vegavinnukaup, þ. e. dagkaup, meðan legið er á greni. -----c. Fyrir hvert fullorðið dýr, sem vinnst krónur 380, en fyr- j ir yrðling frá kr. 75—200 mest (júlí—ágúst). Fjórði og síðasti taxtinn sýnir það kaup, sem ég hef sett fyrir grenjavinnslu, mörg undanfarin ár. Hvort tveggja, kaup og skotlaun, hefur farið stighækkandi, eða sam- Iiliða vegavinnukaupi hverju sinni og er því orðið mikið hærra en fyrst. Þeir, sem legið hafa með mér á grenjum, og alltaf hafa verið refa skyttur, hafa haft sama tímakaup, en skotlaun fyrir dýr og yrðlinga, höfum við ætíð skipt jafnt. Og það mun bezt reynast. Ég vil einnig bæta því við hér, að við höfum haft það fyrir reglu, síðustu 15— 20 árin, að sýna bæði dýr og yrðl- inga, í heilu lagi og nýskotin, til- svarandi refaveiðistjóra, eða ein- hverjum trúnaðarmanni hreppsins, sem hefur tekið við þeún. Það tel ég beztu vonina gegn illum öndum, sem undarlega margii’ hafa nautn af að senda okkur refaskyttum. Fyrir grenjavinnslu hefur stöku sinnum verið tekið gildandi taxta- kaup, eins og það er hverju sinni í eftirv., næturv., helgidagavinnu o. s. frv., en það er mjög fágætt. Ég tek það því ekki með hér. Séu nú athuguð gaumgæfilega þessi fjögur sýnishorn, sem hér eru birt, með því kaupi, sem greit't var síðastliðið vor, fyrir grenja- vinnslu, kemur margt í hugann. Hér mun ég þó ekki gera neinn samanburð, heldur láta starfsbræð- ur mína og aðra, sem um þessi mál þurfa að fjalla, prútta um það. Um tvö atriði vil ég þó fara nokkrum orðum. Ýmsir telja, að kaup þeirra, sem á grenjum þurfa að liggja, eigi að vera töluvert hærra en t. d. vega- vinnukaup. Þeir rökstyðja það með því, að þetta sé oft hið eríiðasta verk, vosbúð og vökur, og til þess þurfi líka mjög dýr 'áhöld og einnig talsverða þjálfun. Þefcta er allt rétt athugað, og verður ekki með rök- um, á móti mælt. í þriðja Iið hér að framan, var miðað við kr. 25 á klukkustund, eða rúmlega 20%' hærra kaup, en greitt var í vega- vinnu síðastliðið sumar. Þetta finnst mér sanngjörn krafa. Hver sönn refaskytta vill berjast til þrautar. Og þá er óumflýjanlegt fyrir hana að eiga góðan riffil með sjónauka. Hann kostar ekki minna nú en um sex þúsund krónur, al- búinn. Þá þarf hann ekki síður að eiga góða refabyssu, sem kostar 3—4 'þúsund, minnst. Og eklti má heldur vani'a góðan sjónauka. Hann kostar nú alltaf 3—4 þús. krónur. Þetta ætti vissulega að nægja, til þess að allir gætu séð, að það er tvennt ólíkt, að ganga til ,verks, þar sem öll áhöld eru lögð xipp í hendurnar á manni, eða þurí'a fyrst að kaupa þessu verði. Síðara atriðið er það, hvort hyggilegt sé að taka jafnt fyrir það að drepa fullorðið dýr við gren eða yrðling. Ekki mundu feður vor- ir hafa samsinnt það. Þar vísa ég til fyrri ummæta og einnig til þess, er ég hef sjálfur t:ekið, sbr. 4. lið. En — það eru ekki launin, sem ég á við, enda eru þau harla bág. Það eru hlutföllin, milii þess, sem borg- að er fyrir að drepa fullorðið dýr við gren eða yrðling, sem ég á við. Og til þess að koma í veg fyrir enn bagalegri misskilning, vil ég einnig taka fram, að ég er hér ekki að leggja á móti, t. d. 350 krónum, fyrir að drepa yrðling. Það er síður en svo. En væri það þannig, fynd- ist mór réttmætt, að borga t. d. 5 og 8 hundruð fyrir að ná fullorðnu dýrununi. Lítill vafi er á því, að margar gamlar og góoar refaskytlur reka upp stór augu og fá sér ósvikinn nefdrátt, er þær sjá þessa þulu, og (Framhald á 8. síðu). Þróunin í framleiðslu og sölu búsafurða Búvöruframleiðslan hefir stóraukizt síÖasta áratug5 en bilið milli framleiðslu og neyzlu innan lands fer minnkandi NÝTT < í blaðinu í gær var upphaf á erindi, sem Sveinn Tryggva- son, fnmikvæmdastjóri, flutíi á Búnáðarþingi fyrir nokkrum dögmn. Hér á eftir fer kafli úr erindinu eu niðurlag þess mun birtast i blaðinu á morg- un. Þá vék Sveinn Tryggvason að því, að á síðustu árum hefði verið rætt nokkuð um oííramleiðslu mjólkur, og sagðist í því sambandi vilja benda á, að á s. 1. ári hafi neyzluaukning á mjólk orðið rösk- lega 1 milljón lítrum meiri en framleiðsluaukningin og enn frem ur séu osta-'Og smjörbirgðir minni nú en þær hafi verið á sama tíma síðastliðin 2 ár. Sveinn kvað ýmsar breytingar ■hafa orðið á söiu mjólkur og mjólk urvara. Sala rjómaíss vex frá ári til árs á hagstæðu verði. Nú hafa mjólkurbúin ger.t með sér samtök um að hagnýta sem bezt þennan markað. Framleiðsla og sala á sýrðri mjólk hefir aukizt og ostafram- leiðslan hefir orðið fjölbreyttari. Þurx’mjólkurframleiðsla hefir orð- ið hagstæðai-i vegna þess, að hún gerir það kleift að geyma mjólk til skyrgerðar frá þeim árstíma, þegai- íramleiðslan er mest, þar til eftirspurnin er meiri en framleiðsl an. Einnig er þurrmjólkurdxift not að í vaxandi mæli við súkkulaði og kexframleiðslu í verksmiðjum. Osta- og smjörsalan. Ráeðxvmaður taldi stofnun hinn- ar nýju Osta- og smjörsölu .merka nýjung. Heiklsala á smjöri og ost- um hefði áður verið í mjög óœski- legu formi. Þessitm vörum hefði áður verið dreift frá 5—6 heild- sölufyrii’tækjum, senx sum Ixver hefðu haft miiður góð geymslusfcil- yrði fyrir þær. Þessi fyrirtæki hefðu hins vegar átt í innbyrðis I samkeppni um söluna og sú sam- Ikeppni hefði oft orsakað mikil af- föll á vörtmni og alls konar spá- kaupmennsku. Mjólkurbúin hefðu þá heldur ekekrt aðhald getað veitt um vörugæðin, sem gagn hefði ver ið að. Sveinn sagði, að Stéttarsamband bænda hefði vakið máls á hug-. myndinni um sölusamlag mjólkui’- búanna þegar árið 1946, en hún hafi þá ekki fengið nægan stuðn- ing. j Önnur sölusamtök á sviði bxi- vöruframleiðslu, sem hafa tekið til stai’ía síðan 1849, eru Græn- metisverzlun landbúnaðarins, Sölu- félag garðyx’kjumanna og Samband egg j af ramleiðenda. Ræðumaðxir kvað þessar stofnanir munu vafa- laust eiga eftir að eflast og verða landbúnaðinum til mikils gagns í framtíðinni. Kjötsalau. Sveinn vék að þeim breytingum, NÝJAR GERÐIR cJldruS Cj. (jCuÉuú Cýóá an SKOVERZLUN sem orðið hefðu á sölu kjöts' o=: kjötafurða undanfarin ár og sagð. m. a., að feitt kjöt seldist mjög illa og að mörframleiðslan vær nú aðeins að nokkru levti notu<' til manncldis, en meira til sápu- gerðar eða bræddur upp og fluttm j út sem tólg. Af þessum ástæðun. hefði orðið mikið verðfall á mö> síðustu ár. Þá væri erfitt að s'eljíi geldfjárkjöt, og fólk vildi nú ac: hangikjötið væri dilkakjwt, en ekki. af geldfé, eins og áður var. Ti . þess að hamla gegn þessu hefð. Framleiðsluráð tekið upp nýjíi fiokkun á geldfjárkjöti s. I. hausí lækkað verð á því, en samsvarand, hækkun hefði orðið á dilkakj öti j Bygging mjólkursamlaga og sláturhúsa. ■ Ræðumaður kvað landbúnaða: framleiðslu ekki aðeins hafa auk- izt frá því 1947, heldur hefðu einr ig orðið miklar breytingar. vjnnslu og sölumálum búvara. Á 1 þessu tímabili hefðu 25 stór slátxir hús verið endurbyggð og önnur verið löguð. Síðan 1947 hefðu tek ið til starfa 4 mjólkursamlög og væru þau nú alls 10 á landinu, er. 4 rnundu bætast við á.þessu ári, á Egilsstöðum, Norðfirði, Ólafs- fix’ði og Hvammstanga. Öll hefðu mjólkursamlögin verið endurbyggð nerna tvö, sem einnig hafa þó end ui’nýjað vélakost sinn. Sveinn sagði, að það hefði vérií nokkuð ríkjandi skoðun, að mjólfc ur.bú ætti ekld að stofna nema þar se:n mikill markaður er í nánd. Hann kvaðst álíta, að þessi skoðuii sé orðin úrelt, cins og uú er kom- ið, vegna þess, að víðast hvar :: þorpum og bæjum geri heilbrigðis nefndir, héraðslæknar og allur þorri neylenda kröfu til þess, að mjólkin sé gerilsneydd. En úr ,því nú þyrfti að gerilsneyða mjólkina, sé tiltölulega lítill aukakostnaður við það að fá tæki til að gera skyr, í’jóma og jafnvel smjör. 1947 hefðí. sú kenning þótt sjálfsögð, að reisa ekki mjólkurbú, nema í stórun: kaupstöðum. Nú só þetta viðhorf breytt. Því muni síðar á þessu ári vei’ða hér starfandi 6 mjólkursam- lög, sem þannig séu útbúin, að þau geta aöeins gerilsneytt mjólk og rjóma og búið til skyr .og lítilshátt ai’ smjör. .Þetla eru lítil bú ce einkum til komin vegna krafna um gerilsneyðingu og betri dreif- ingarskilyrði fyrir þessar við- kværnu vörur. Verðlagsgrundvöllurinn. Þá ræddi Sveinn nokkuð um verðlagsgrundvöll bxivara, og kva'o nokkrar umi’æður hafa orðið uni það, að í verðlagsmálunum væri hallað á sauðféð en gert þeim mur, betur við nautgriparæktina. Ilefð. meira að segja verið sagt við sig, (Fi-amhald á 8. síðu) Ýín rt Bridgefélag kvenna tíu ára Síðastliðinn þi’iðjudag átti Bridge Jélag kvenna í Reykjavik 10 ára afrnæli, en félagið var stofnað hinn 10. '.narz 1949. Stofnendur | voru j64 konxtr. $ Jyrstu stjórn fé- lagsins voru kosnar þessar konur: .Margrét Jensdóttir, formaður; Laufey Arnalds, gjaldkeri og Hall- dóra Rútsdóttir, ritari. Þó að tíu ár séu ekki langur tínxi I í starfssögu félags á Bridgefélag kvenna allmerkilega sögu að baki. Á þessum fáu árum hefir félagið vaxið mjög, svo nú er komið, að það er eitfc stærsta bridgefélag landsins, og í fáum félögum er starfsemin þróttmeiri og hðtur skipulögð. Félagskonxu’ tóku þátt í Evrópunxeistaramótinu í bridgs 1958 með allgóðum árangri, erj einnig spiluðu konur úr Bridge- fél. kvenna á Norðurlandamólinu fyrir þremur árum. Auk þess hefir félagið átt sveitum á að skipa í Jslandsmólinu, Reykjavikurinótin u og meistaramóti BridgefcIags'Rvík- ur, en mikið samstarf hefir vcrið milli þessai’a félaga á undanförnura árum. í tiiöfni af 10 ára afnxælinj gengst félagið fyrir afnxælishófi og verður það i Silfurlunglinu, föstu- daginn 20. marz n. k. Núveranci': sljórn félagsins skipa Rósa ívar.- formaður; Gúðrún Bergsdóttir, gjaldkei’i og Eggrún Arnórsdóttir, ritari.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.