Tíminn - 17.03.1959, Page 6
6
T í M I N N, þriðjurtaginn 17. marz 1959
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í- Edduhúsinu við Llndargðtn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 623. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13948
Stefán Kr. Vigfússon, Arnarhóli:
Allir þeir, sem unna sögulegum réíti og
frelsi munu sameinast gegn afnámi kjördæma
Gegn landeyðingarstefnunni
I LOK hinnar snjöllu
ræðu, er Hermann Jónasson
flutti við setning-u 12. flokks
þings Framsóknarflokksins,
fórust honum orð á þessa
leið:
hefi af ásettu ráði
sneitt hjá, að bera fram
margorð rök gegn hinni fyrir
huguðu kjördæmabreytingu.
Þetta hefur verið gert, ekki
sízt í aðsendum greinum til
Tímans, og svo vel, að ég
finn mig vanmáttugan til að
bæta þar um. Fyrir þessar
greinar vil ég þakka. Þær
hafa ýmsar vakið aðdáun
okkar flokksmanna og and-
stæðinga einnig. Það er
okkur kunnugt.
ÉG EFAST ekkert um,
að margir þeirra, sem standa
nú fremstir í baráttunni
fyrir hinni nýju stefnu, eru
sannfærðir um að þeir hafa
rétt fyrir sér. Trúleysi þeirra
á að veita fjármagn til fram-
fara út um land — og of-
trú þeirra á það, að allt eigi
að gerast hér á Suð-vestur-
horninu, er svo grómtekin
að furðu sætir. Sumir trúa
aöeins á bláhornið. Þetta er
i augum okkar Framsóknar-
manna þjóðarógæfa. Það er
ógæfa fyrir landsbyggðina
ógæfa fyrir þóðina í heild —
ógæfa fyrir suð-vesturhluta
landsins — aðallega Reykja
vík, sem á að taka við fólks
fjölguninni og aðstreyminu
án þess að hafa möguleika
til þess. Fátt er nauðsynlegra
velmegun stórs höfuðstaðar
i litlu landi en að landið sé
allt vel setið og velmegun
almenn um landið allt. Af
landeyðingarstefnunni, ef
framkvæmt yrði, leiddi upp-
lausn í þjóðfélaginu, atvinnu
leysí' og margháttuð vand-
ræði.
VIÐ Framsóknarmenn er
tim sannfærðir um það, að
heilbrigðasta leiðin er að
byggja upp atvinnuvegina
um landið allt. Þannig getur
þjóðin öll bezt lifað farsælu
lífi við batnandi hag. Við
bendum á, að úti um landið
eru framleidd meiri verð-
mæti, meiri útflutningsvörur
og neyzluvörur, að tiltölu við
fólksfjölda, en á öðrum svæð
um landsins. Þetta er vegna
þess, að þar vinnur miklu
fleira fólk tiltölulega við
framleiðslustörf. Við bend-
um á að þetta fólk hefir og
fram á þennan dag reynzt
þess megnugt að leggja að
minnsta kosti sinn skerf til
menningarmála þjóðarinnar.
Við bendum á, að það upp-
byggingarstarf, sem hafið er
seinni árin út um landið,
þarf að halda áfram sam-
kvæmt skipulagðri áætlun,
sem stefni markvist að því,
að landsmenn, hvar sem þeir
eru búsettir á landinu, búi
við svipuð lífsþægindi og
kjör og hafi sem jafnasta að
stöðu til bess að stunda fram
leiðslu og önnur störf.
ÞETTA er lifsskoðun okk
ar Framsóknarmanna og
stefna, og samkvæmt því höf
um við reynt að vinna með
nokkrum árangri. Þeir sem
nú beita sér fyrir landeyð-
ingarstefnunni, vita, mæta
vel, að það væri öðruvísi um
horfs út um land í dag, ef
kjördæmin þar hefðu ekki
sent marga menn á Alþing,
sem beittu sér ótrauðir fyrir
framförum úti um landið. En
þeir vita. líka, að þeir væru
færri milljónatugirnir, sem
til þessa hefir verið varið.
Við íslendingar verðum mik
ið á þriðja hundrað þúsund
eftir 50 ár — og þurfum að
bygg'ja það allt. Það er ömur
legur og kotungslegur hugs-
unarháttur, sem nú er að
ryðja sér til rúms hjá and-
stæðingum okkar, að við þurf
um ekki og getum ekki byggt
og bætt landið allt. — Það er
sýnt og sannaö, að við getum
leiðrétt efnahagsmálin, ef
við viljum gera það meö sam
stilltu átaki — og neita okk
ur um skemmdarverk.
Og á þessum grunni eig-
um við að halda áfram þeirri
framfaraöldu, sem Framsókn
arflokkurinn hefir reist síð-
ustu ár um allt landið. Það
er hin eina rétta leið.
FLOKKSÞINGIÐ er fyrst
og fremst kallað saman til
þess að sameina kraftana og
skera upp herör gegn gjör-
byltingu í kjördæmamálinu
og þeirri landeyðingarstefnu,
sem verða mundi afleiðing
þeirrar byltingar. — En það
er enn á valdi fólksins út um
landið að stöðva þetta. Til
þess að stöðva framgang þess
ara mála þarf það eitt, að
kjósendur úti um landið, í
sveit og við sjó, skilji hvað er
að gerast, opni augun, en láti
ekki starbiindu flokksagans
gera sig að' eigin böðlum.
Hlutverk okkar i þeirri
hörðu og örlagaríku baráttu,
sem nú er framundan, er að
fá nógu marga til að skilja
þetta, vilja hið rétta og snúa
vopnum sinum gegn stefnu,
sem er öllum til tjóns og þeim
sjálfum þó mest.“
ÞANNIG mæltist Hermanni
Jónassyni í lok setningar-
ræðu sinnar á flokksþinginu.
Þessi ummæli hans túlka vel
þá stefnu, sem frá upphafi
til loka mótuðu allt starf
flokksþingsins. Baráttan
gegn afnámi kjördæmanna
— baráttan gegn landeyðing
arstefnunni hefur verið
mönnum langt um ríkari í
huga en nokkuð annað. —
Flokksþipgsmönnum var
ljóst, að hér er ekki aðeins
verið að berjast fyrir rétti
héraðanna, heldur er miklu
fremur verið að berjast fyrn*
því, að landið verði allt byggt
og nytjað, en það er undir-
staða þess, að þjöðin haldi
efnahagslegu og menningar-
legu sjálfstæði sínu — að hér
búj í framtíðinni frjáls þjóð
í frjálsu landi.
J
Slefán Kr. Vigfússon bóndi á Arn-
arhóli í Núpasveit:
„Vér mótmælum allir“.
Þessi orð hafa orðið sögufræg
með íslenzku þjóðinni, þau hafa
orðið henni ímynd staðfestu og
þrautseigju, og tákn einingar og
samstöðu á örlagastund, og þeirra
sigursælu afleiðinga sem slík sam-
staða veitir. Þau eru uphaflega
sögð, er erlent riki vildi beita oss
kúgun og ranglæti í frelsisbaráttu
vorri. En það hefir oft síðan verið
til þeirra vitnað, 'er samstöðu hefir
verið sérstök þörf, til varnar dýr-
mætum réttindum, og gegn hvers
konar misrétti. Það er því ekki
með ólíkindum, að mér hafa þá
einnig komið þessi orð í hug nú, í
sambandi við breytingu þá á kjör-
dæmaskipun landsins, sem nú er
fyrirhuguð. Mér finnst að þar sé
full þörf á öflugri samstöðu, og
sameinuðum mótmælum, ekki ein-
ungis frá hinum dreifðu byggðum,
heldur allra, sem sögulegum og lýð
ræðislegum rétt'indum unna.
Auðvitað eru það fyrst og fremst
kjördæmin úti um land, sem verða
fyrir barðinu á þessari fyrirhuguðu
tilskipan, ef að lögum verður, þar
sem ætlunin er að steypa saman
fleiri kjördæmum, og rugla þannig
gjörsamlega þeim sögulega og
hefðbundna rétti, sem núverandi
kjördæmaskipan byggist á. Þó þing
mannatala dreifbýlisins verði e. t.
v. svipuð og áður, þá er það ekki
nóg. Öll viðhorf í þessum málum
gjörbreytast þannig, að áreíðan-
lega verður til stórtjóns byggðun-
um, og þjóðfélaginu í heild. Það
er áreiðanlega mikilsvirði, að sýslu*
og bæjarfélög, sem mynda raun-
verulega sérstæða heild í þjóðfé-
laginu, með a'llmikið sjálfstæði, og
fjölda sérmála, hafi sérstakan full-
trúa fyrir sig á þingi þjóðarinnar.
Þá eru það kynnin milli kjósenda
og þingmanns, sem hafa mikla þýð-
ingu, en mundu stórum réna við
hina fyrirhuguðu breytingu. Það
hefir verið venja frambjóðenda við
alþingiskosningar, að hafa fram-
boðsfundi sem víðast í kjördæmun-
um, helzt í hverjum hreppi, og veit-
ir það kjósendum tækifæri til að
hafa af þeim persónuleg kynni, og
þá um leið til að geta lálið í ijósi
sínar eigin skoðanir.
Með samsteypu fleiri kjördæma
yrði þetla óframkvæmanlegt. Ann-
að tveggja yrðu allir frambjóðend-
ur sama kjördæmis að halda hóp-
inn, og gæfist þeim þá að sjálf-
sögðu ekki tími til að hafa fundi
nema á fáum stöðum, sem aðeins
litill hluti kjósenda hefði tækifæri
til að sækja, eða þá að þeir skiptu
með sér kjördæmum til funda-
halda, og yrði þá útkoman þannig,
að kjósendur hefðu aðeins kynni af
þeim frambjóðendum, sem hefðu
fundi í þeirra umhverfi, en engin
af hinum. Þá mundi og niður falla
sú venja, sem rnargir þingmenn
Flokksþingið var öruggur
vitnisburður þess, að hvar-
vetna út um landið verður
tekin upp skelegg barátta
gegn landeyðingarste.fnunni.
Flokksþingið bar einnig svip
þess, að þessi barátta verður
ekki tekin upp með minni
þrótti í Reykjavík og á Suður
nesj um — því að fólki þar er
ljóst, að það er ekki hags-
munamál þess, að önnur
byggð landsins eyðist og þjóð
in öll verði búsett á einu
horni landsins.
Það er enn á valdi fólksins
að stöðva landeyðingarstefn
tma, er felst i ráðgerðu af-
námi kjördæmanna.
Tólfta flokksþing Fram-
sóknarmanna markaði mik-
ilvægan áfanga i þeirri þjóð
nauðsynlegu baráttu.
hafa haldið, að hafa árleg leiðar-
þing í öllum hreppum kjördæmis-
ins. Þannig mundi það að miklu
l!eyti útilokað, að náin kyimi og
samstarf' myndist milli þingmanns
og kjósenda, en það er einmitt
mjög mikilsvert atriði. Þingmaður-
inn kynnir þau nrál, sem uppi eru
á hverjum tínia, fyrir kjósendum,
og hlustar eftir röddum þeirra og
áliti. Þetta eykur skilning og víð-
sýni kjósenda á þjóðmálum, en lýð-
ræðisskipulagið byggist fyrst og
fremst á stjórnmálalegum þroska
einstaklinganna, og kunnugleika
þeirra og skilningi á þjóðmálum.
Þá getar.og margt leynzt úti um
byggðirnar, sem hinu háa Alþingi
■er gott að vita, cg það er þing-
mannsins að koma því á framfæri.
Þannig verður hin gagnkvæma
kynning til hagsbóta fyrir báða að-
iia.
En hvað svo um þeita mál frá
lýðræðislegu sjónarmiði? Ég mun
í þessum línum ekki fara langt út
í það mál, en minna má á reynslu
þá, sem fengizt hefir af hlutbundnr
um kosningum í sumuni ríkjum
Evrópu. Þá mætti og benda á for-
dæmi þeirra stórþjóða, þar sem
lýðræðisskipulagið hefir náð niest-
um þroska sem eru hinar engil-
saxnesku þjóðir. Þessar þjó<Lr eru
oss skyldar, og því eðlilegt, að við
tökum þeirra dæmi til hiiðsj'inar,
og við þær höfum við mikil menn-
ingarleg tengsi. En þessar þjóðir
hafa haldið einmenningskjördæma-
fyrirkomulaginu, og mun þó kjós-
endatala sízt jafnari í kjördæmum
þar en hér. í Bretlandi. hefir sósí-
alistaflokkur haft meirihluta <að-
stöðu, og hefði þá vafalaust getað
komið fram breyttu kosningafyrir-
komulagi, en hann hefir ekki gert
það, og hvers vegna? Vegna þess
að hann hafði það á meðvitundinni,
að með því væri verið að grafa 'iind
an lýðræðis- og þingræðisfyrir-
komulaginu, og þá um 1-eið, að
leiða yfir sig það öngþveiti, sem
í fyllingu tímans leiddi rtil einræð-
isstjórnar, með öllu 'því ófrelsi og
höli sem því yrði samíara. Ættum
við ekki að íhuga þessi dæmi vaud-
lega, áður en við ráðumst i 'oreyt-
Það er trúa min, að allir þeir al-
þingiskjósendur, til sjávar og
sveita, sem sögulegum réttindum
og lýðræðislegu frelsi unna, s.núi
saman bökum, og segi á kjördegi í
vor: Vér mótmælnm allir!
Stefán Kr. Vigfússen.
Sjötugnr: Eyjólfur Jóusson,
bóudi í Sólheimum
Jörðin Sóiheimar er fremmst í
Laxárdal i 'Dölum. Þar frammi í
Laxárdalnum er vetrarhart, einnig
afskekkt, að talið var áður, og erf-
iðar samgöngur, sem breytist þó,
og vonandi sem fyrst, þegar góður
vegur kemur yfir Laxárdalsheiði.
Ekki tjáir að nefna ókosti eina,
þessar jarðir þar framfrá hafa
líka til síns ágætis nokkuð. Þær
eru víðlendar og þar eru góðir fjár
hagar, enda koma þaðan vænir
dilkar á haustin. Laxveiði er í
ánni, sem rennur eftir miðjum
dalnum. Flestir bændur sem þar
húa nú, hafa verið þar lengi, og
eru ekki gjarnir á að flytja burtu.
Skyldi það vera tilviljun, að meðal
manna er 'hyggðu þennan harðbýla
dal, væri jafnan menn, frá því ég
man fyrst til, sem orð lék á að
væru dugiegir ferðamenn og ættu
fleiri og betri reiðhesta en aðrir
menn? Skyldi það ekki vera and-
svar við tilbreytingarleysi og fá-
sinni. .afskekktrar hyggðar, að
þeir voru félagslyndir, fóru gjarn-
an 'i kaupstaðinn margir saman,
glaðlyndir í vinahóþi og þótti þá
gott að njóta dýrra veiga? Þeir
þóttu lika fljótir til að gera öðrum
greiða ef á lá.
Húsbóndinn í Sólheimum, Eyjólf
ur Jónasson, varð sjötugur á sunnu
daginn var, er fæddur í Sólheim-
um 15. marz 1889. Foreldrar hans
voru hjónin Jónas Guðhrandsson
og Ingigerður Sigtryggsdóttir, er
þar Ibjuggu, og var Eyjólfur eldri
tveggja sona þeirra, en yngri hróð-
irinn Guðbrandur, er búsettur í
Reykjavík. Evjólfur hóf búskap á
næstu jörð við Sófheima, Sval-
höfða, þá nýléga kvæntur fyrri
'konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, ætt
aðri úr Borgarfirði. Svalhöfði
hafði þá ekki verið í byggð, svo
'inikils þurfti þar við í byrjun, en
þar bjuggu þau hjón ekki lengur
en til vors 1919, fluttu þá að
Sólheimum, er Guðbrandur flutt-
ist til Reykjavíkur. Konu sína
missti Eýjólfur árið 1925, og hafði
þeim orðið fjögurra barna auðið,
sem öll eru n lífi: Ingigerður, hús-
freyja að Kjörseyri, Ólafur Ingvi,
toýr á móti föður sínuin í Sól-
hcimum, Guðrún, gift í Reykjavík
og Una, húsfreyja að Stórudfvalsá.
iVleð siðari konu sinni, Ingiríði
Guðmundsdóttir frá Leiðólfsstöð-
um eignaðist Eyjólfur tvö börn:
Stein, sem nú er uppkominn og
Sigríði, niun vera rétt innan við
fermingu, hæði til heimilis að Sól
heimum.
Eyjólfur hefur alla tíð notið vin
sælda nágranna sinna og á auk
þess stóran kunningja- og vinahóp
víða um landið. Hann er gæddur
í ríkum mæli hæfileikum þeim,
sem hér að framan voru nefndir
í sambandi við „framdælinga“,
sem okkur var tamt að kalla þá,
íbúanna fremst í Laxárdalnúm.
Hann hef ég ætið 'heyrt nefndan
fyrstan, þegar rætt er um 'heáta-
mennsku, hvort sem um er að
ræða tamningu thesta eða ferðalög,
'livort heldur á sumri eða vetri. —
Sem góður hestamaður á hann það
til að bregða fyrir sig stöku: ef
svo ber undir, og thefir mör.gum
reynzt samfylgd hans minnisstæð
vegna dugnaðar hans, þióttaa* og
kyngimagnaðs gáska og léttleika.
Svo fór hinum danska vini hans,
Martin Larsen, sem er mörgum
kunnur. Hann var í Dölum er hesta
menn undirbjuggu ferð sína ýfir
Langavatnsdal á hestamannámót í
Borgarfirði. Ekki íhafði hann þá
kynnzt Eyjólfi, en sótti fast • að
komast í ferð þessa, og sagði meðal
annars í því tilefni: „Þó svo ég
verði að stela hestum, skal ég
komast í þessa ferð.“ Honum gekk
greiðlega að fá hestana, en ckki
gleymi ég því er Martin Larseu
kom síðla kvölds heim fu* ferða-
lagi þeirra Byjólfs, örþreyttur, en
(Framhald á 8 síðui.