Tíminn - 18.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, mivikutiaginn 18. marz 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndargðtn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 3M. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda bf. Siml eftir kl. 18: 13S48 | Fré starfsemi Sameinuðu þjóðanna: Sameinuðu þjóðiruar halda ráðstefnu sérfræðinga í gerð og smíði fiskibáía Frá upplýsingaskrifstofu S. Þ. í Kaupmannahöfn. Er hægt að sameina alla kosti í einum bát? Ekki flokksmál heldur „þjóða-mál Flokksþingi Framsóknar- manna, hinu 12. í röðinni, er nú lokið. Er það á allan hátt eitt hið glæsilegasta þing, sem flokkurinn hefir haldið. Fjölmenni var þar meira samankomið en á nokkru öðru þingi flokksins. Algjör einhugur ríkti á þing inu um afstöðuna til þeirra höfuðviðfangsefna, er þar voru til meðferðar. Þátttaka í umræðum var óvenjual- menn. En það sem fyrst og fremst einkenndi þingið var, hversu ungir menn voru þar fjölmennir. og létu til sín tak,a. Nokkuð á annað hundr að fulltrúar voru þar mætt ir frá stjórnmálasamtökum ungra Framsóknarmanna. Roskinn maður, sem sat fyrsta flokksþing Framsókn armanna, sem háð var á Þingvöllum 25.—27. jan. 1919 og hefir síðan setið því nær öll þing flokksins, lét svo ummælt, að ekki hefði hann síöan, fyrr en nú séð svo fjölskipaöa og álitlega sveit sókndjarfra æsku- manna á neinu þingi flokks ins. Væri það mikið ánægju- ei'ni þeirra, er fylgzt hefðu með þróun flokksins frá upp hafi og væri hann nú sann- færðari en nokkru sinni fyrr um glæsilega framtíð Fram sóknarflokksins í íslenzkum stjórnmálum. EDLILEGA eyddi flokks- þingið lengstum tíma í að ræða og afgreiða stjórnmála yfirlýsingu flokksins, en hún var, ásamt sérstökum álykt unum um stjórnarskrá og kjördæmamálið, landhelgis- og utanríkismál, samþ. sam hljóða á þinginu s. 1. mánu- dag. í stjórnmálayfirlýsingu þingsins segir m. a. svo: „Framsóknarflokkurinn vill vinna að jafnrétti einstakl- inga til athafna og lífsaf- komu. Hann byggir fyrst og fremst á hugsjón félags- byggju- og samvinnu en styður jafnframt heilbrigt einkaframtak. Flokkurinn telur eðlilega samkeppni æskilega, en beitir sér ein- dregið gegn myndun auð hringa og einokun, sem miða að því, að draga sér fé á kostnað almennings. Flokk- urinn vill, aö sem allra flest ir geti átt þess kost, að vera beinir þátttakendur í at- vinnurekstri, annað hvort í íélagsskap eða einkalega, og telur það iíklegast til þess að auka framleiðsluna og afköst in, hækka þjóðartekiurnar og bæta þar með lífskjörin og mynda traustan grund- völl framfara og velmegun- ar. Flokksþingið heitir á alla þá, sem unna frelsi og fram- förum og stuðla vilia að öfl- ugu atvinnulífi, byggðu jöfn um höndum á samtökum í anda samvinnunnar og siálf stæöu starfi einstaklinga, alla þá sem vilja vinna gegn ofbeldi auðs og sérréttinda, þar með ofurvaldi ríkis, aö sameinast til sóknar undir merki Framsóknarflokksins.“ í ÞESSUM orðum, er þj app að saman þeim kjarna, sem meginstefna og málefnabar átta Framsóknarmanna hef ir byggzt á frá uphafi og til þessa dags. Þaö skal ját- að, að yfirlýsing þessi lætur minna yfir sér en skrúðyrða boðskapur sá, 'um „frelsi og framtak“ sem nýafstaðinn landsfundur Sjálfstæðis- manna lét frá sér fara. Glam ur er auðvelt. Athafnir stund um erfiðari. Þegar talað er um að ein staklingarnir eigi að fá að njóta sín, frjáls og fjötra- laus,“ eins og það er orðað, þá eru það innantómar upp hrópanir, sem hvergi snerta veruleikann og Sjálfstæðis- mönnum dettur ekki í hug, fremur en öðrum, að unnt sé að framkvæma í neinu þjóð- félagi siðaðra manna. Allt skipulag, öll löggjöf, miðar að þvi að leggja höft á ein- staklinginn, hindra, að ein- hverju leyti frjálsræði hans til athafna. Og engum ábyrg um manni dettur í alvöru i hug að annað sé unnt að gera eigi ekki að gera þjóð félagið að hreinum stiga- mannafélagsskap. Slík „írjálsræöis“-stefna leiðir í framkvæmdinni aðeins til .ofbeldisanda og sérréttinda* tiltölulega fárra einstaklinga meðan allur almenningur býr við sífellt skertari hlut. Engin þjóð hefur raunveru- lega af öðru að lifa á hverj um tíma, en framleiðsla hennar gefur af sér. Skipt- ing þess afraksturs hefir löngum verið eitt viðkvæm- asta vandamál allra tíma. Stefna, sem boðar, að hver einstaklingur skuli grípa úr þessu sameiginlega sviði allt það, sem hann fær hönd á fest, án tillits til afkomu ann arra, er helstefna. Það er hið óheilbrigða einkaframtak. Lífsskoðun Framsóknar- manna er ekki byggð á slík- um gripdeildarboðskap. Hún er byggð á „hugsjón félags- hyggju og samvinnu“ en flokkurinn vill jafnframt, að framtak einstaklinganna fái að njóta sín innan framan- greindra takmarka. Þessi hef ur stefna Framsóknarfl. ver ið frá upphafi og mun svo á- fram verða. Og öil sagan sann ar, að á þennan hátt einan er unnt að tryggja hvort tveggja i senn: almennar framfarir og almenna vel- megun, enda verður ekki um deilt, að þessu hefur jafnan skilað lengst á leið, þegar á hrifa Framsóknarmanaa á löggjöf og stjórnar hefur mest gætt. EINS og að líkum lætur kom hin fyrirhugaða kjördæma- breyting stjórnarflokkanna mjög við sögu á flokksþingi Framsóknarmanna. í því sambandi lýsir flokksþingið Menn hafa lengi verið sammála um, .hve æskilegt það væri, ef hægt væri að smíða fiskibát, sem sam'einaði alia kosti slíkra fai'kosta, en væri laus við galiana. Það eru einkum eftirfarandi kostir, sem menn sækjast eftir að góður fiskL bátur hafi: traust og öruggt skip, sem fer vel í sjó, er ekki óhóflega dýrt í rekstri o.g er þægilegt og hentugt vinnupláss. Nú hefir Matvæla- og landbún. aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna — FAO — ákveðið að efna til al- þjóðaráðstefnu bátasmiða og ann. arra sérfræðiniga í fiskibátagerð. Ráðstefnan verður haldin í Róma- borg dagana 5.—10 apríl. Sænskur bátasmiður, Jan.Olaf Traung, sem er starfsmaður FAO, verður fram. kvæmdastjóri ráðstefnunnar. i viðtali við blaðamenn hefir Traung látið hafa þetta eftir sér um ráð- stefnuna, tilgang hennar og vænt. anlegan árangur: „Við væntum þess, að fiskibáta. ráðstefnan muni marka þýðingar- mikið spor í viðleitni FAO til að alþjóðleg samvinna takist um fiski_ bátasmíði. Við væntum þess og, að árangurinn af því, að margir kunn. ustu fiskibátasérfræðingar heims bera saman bækur sínar og skipt- ast á upplýsingum og reynslu verði sá, að í framtíðinni verði byggðir öruggari, betri og í alla staði hent_ ugri fiskibátar en hingað til. Það væri óneitanlega mikils virði, ef hægt væri að sameina í einum báti allt, sem reynslan hefir sýnt að er heppilegast og hagkvæmast. Það er rétt, að málið er flókið og virðist stundum all mótsagnakennt. T. d. má nefna, að bátur, sem tekur langar og hægar veltur í sjó. gangi er þægilegri til vinnu, en i hinn, sem skoppar í kröppum velt- I um í öldugangi. En sá báturinn, j sem tekur langar dýfur er ekki taL i inn eins öruggur og hinn, og er : hættara að hvolfi. Ef skipasmiðir j þekktu aðferð til að ákveða sjó. hæfni skips þegar skipið er teikn- að, væri mikið unnið. Því miður er engin viðurkennd aðferð til, sem nota má með fullri vissu. Þó sé ég á erindum, er mér 'hafa borizt í hendur og lögð verða fyrir ráð. stefnuna, að það er von til þess, að j reynsla bátasmiða víðsvegar að í j heiminum leiði til þess, að finna yfir þeirri skoðun sinni . . . „að einmenningskjördæmi sem aðalregla sé öruggastur grundvöllur að traustu stjórn arfari.“ Stjórnarflokkarnir stefna nú að því, sem kunn- ugt er, að leysa landsbyggð ina upp í nokkur stór kjör- dæmi og viðhafa hlutfalls- kosningar. Fyrir utan það augljósa réttindarán, sem í þeim aðförum er fólgið og er beinlinis boðiö með þeim heim glundroða, upplausn og hverskyns stjórnarfarslegri óáran. Við íslendingar þurf um ekki á fleiri flokkum að halda heldur færri. Ekki á sundrungu heldur sam- vinnu. Einmenningskjör- dæmi miða að því að sam- eina þjóðina, hlutfallskosn- ingar að því að tæta hana sundur. Flokksþingið sýndi, að Framsóknarmenn standa í órofaheiid gegn hinum gjörræðisfullu og þjóðháska legu byltingartilraunum stj órnarflokkanna og það sannast, ef til kosninga kemur, að fleiri en Fram- sóknarmenn líta ekki á kjör dæmabyltinguna sem flokks mál, heldur sem þjóðmál og greiða atkv. samkvæmt því. VíSir 2. úr Garði hafir reynzf einn farsælasti fiskibátur íslenzkur. IHann var smiðaður hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn i Hafnarfirði, og sést hér á myndinni, er hann heldur nýsmíðaður úr höfn i Hafnarfirði. megi aðferð til þess að segja fyrir með fullri vissu um sjóhæfni skipa áður en þau eru sett á sjó.“ Mikilvæg reynsla Japana „Við höfum í höndunum", held. ur Traung áf.am frásögn sinni, „upplýsingar frá japönskum báta- smiðum, þar sem skýrt er frá mikil. vægri reynslu. Uppiýsingar, sém munu vekja mikla athygli sérfræð. inga. Sannleikurinn er sá, að Jap- anir hafa lagt fram bækur sínar í bátasmíði og leyft birtingu á upp. lýsingum, sem flestar aðrar þjóðir myndu halda leyndum, ef þær réðu yfir slikri reynslu og kunnáttu. i „Erindi Japana eru mjög ítarleg. Það er t. d. ítarlegar frásagnir og .skýrslur um þungahlutföll í byrð. ingi þeirra japanskra fiskiskipa, er gefizt hafa bezt, sagt er frá gang- hraða þessaar báta, vinnuskilyrð. um um borð, sjóhæfni o. s. frv. Þýzka hugmyndin „Þýzkur skipstjóri, W. Moeckel að nafni, fullyrðir í erindi, sem hann leggur fyrir ráðstefnuna, að hann treysti sór til að segja fyrir, eða reikna út á mjög -einfaldan hátt eftir teikningu skips hvernig sjóhæfni þess verði. Hann leggur til, að aðferð hans verði sannpróf.' uð á sjó.“ Hleðsla og þungamiðja Traung telur að búast megi við, að skoðanir manna verði mjög skiptar á ráðstefnunni um það hvernig hlaða beri skip og hvar þungamiðja bátsins skuli liggja. Sumir bátasmiðir halda því fram, að þungamiðjan eigi að vera mið- skips, en aðrir að bezt sé að jafna þunganum niður sem jafnast á byrðinginn. Þá eru menn ekki .sam. mála um lestarfyrirkomulagið í fiskiskipum og hvernig þau skulu hlaðin. Var rétta aðferðin fundin fyrir 20 árum? | „Það er annars einkennilegt", heldur Traung áfram, „að sérfræð. ingar í Bandaríkjunum, í Bret- landi, Japan og í mörgum öðrum löndum heims skuli vera að glíma ! við vandamálið um, hvernig finna : megi aðferð til þess að segja i'yrir 1 um sjóhæí'ni skipa á teiknistiginu, ; ef það er rétt, að örugg aðferð til þess var fundin upp fyrir 20 árum síðan. Finnskur prófessor, A. Ra. , hala, heldur því fram, að hann hafi árið 1939 fundið aðferð, sem með fullkomnu öryggi segir til um hvernig skip fer í sjó, um leið og teikningin liggur fyrir.1 j En einnig þessi aðferð mun nú verða sett undir smásjá sérfræð. inganna á ráðstefnunni. Úreltar öryggiskröfur Bandar. skipasmiður, Dwight S. Simpson frá Boston, er þeirrar skoðunar að ákvæði skipaefliriits og ireglugerðir í mörgum löndum um þykkt styrktarbita í tréskipum séu úrelt og óþörf. Ákvæði rnn þetta séu viðasthvar æfagömul og frá þeim tímum er menn þekktu ekki vísindalegar aðferðir til þess að ákveða styrkleika og þe.nsluþol bitanna. Simpson teiur að lækka mætti byggingarkostnað tréskípa um allt að 10%, ef þessi úróltu ákvæði yrðu aínumin. Traung telur, að líklegt sé, að skoðanir Simpson muni vekj-a deil- ur á ráðstefnunni, því það sé langt frá, að allir bátasmiðir séu hanum sammála. Meðal annarra dagskrárliða á fiskibátaráðstefminni í Róm eru utanborðsmótorar og brimbátar. Hingað til hafa utanborðsmótor. ar aðallega verið notaðir í skemjnti siglingarbátum, en upp á síðkastið er farið að nota utanborðsmðtora í fiskibáta í aliríkum ínæli. Ulan. borðsmótorar hafa einkum rutt sór til rúms í hinum svonefndu van- yrktu löndum, það er í þeim lönd. um þar sem. iðnaður og tækni er enn á frumstigi. Gott dæmi jim þetta er Uganda í Afríku, þar s'ein fiskimenn hafa keypt 1200 utan. borðsmótora s. 1. sex ár í fisfkibáta á vatnasvæði landsins. Árangurinn hefir orðið sá. að fiskveiðar Ugandabúa hafa tvöfald- azt á þessu tímahili, úr 24.000 smá. lestum í 48.000 smálestir árlega. Einnig í öðrum Afríkulöndum, Asíu og SuðurAmeríku eru titan- borðsmótorar oft fyrsta vélin, sem menn útvega sér í báta sína. í erindi vélfræðings, sem hann hei'ir sent ráðstefnunni, segir frá utanborðsmótor, sem komið 'er fyr. ir „innanborðs, það er að segja, að vélinni er komið fyrir innanborðs i stað þess að bengja á borðstokk. inn utanfrá. Á ráðstefnunni mun einn af bátasérfræðingum FAO, Petcr Gurtner, skýra frá reynslu og til- raunum FAO með brimbáta. Stofn. unin hefir tvnnið að því s.l. 7 ár, að smíða hentuga gerð báta til þess að 1‘enda í brimi. Hefir fyrirmynd verið fullgerð, sem hefir gefizt vel í raun. En sami eru sérfræðingar FAO ekki fuilkomlega ánægðir með þenna bát og eru að brjóta heilann um. aðra gerð, sem yrði ódýrari. Leitazt er við að smíða hentuga báta, sem geta lent örugg- lega á, óvarðri. brimóttri strönd. Bátaráðstefna FAO í Róni í næsta mánuði verður önntir i’áð- stefnan um þetta efni, sem FAO gengst fyrir. Sú fyrsta var haldin 1953. Talið er að góður árangur hafi náðst af fyrstu ráðstcfnunni og menn gera sér ekki síður von um þessa. í blaðaviðtali sínu gat Traung þess að lokum, að hann geri ráð fyrir, að nýjungar á sviði togar*.. bygginga, hvalveiðiskipa og móður. skipa framtíðarinnar með kjarn* orkuvél, verði til umræðu á ráð- stefnunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.