Tíminn - 22.03.1959, Síða 5

Tíminn - 22.03.1959, Síða 5
T í MI N N, sunnndaginn 22. marz 1959. 5 Glefsur úr gamalíi dýrafræði ALLIR íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa heyrt getið um skáldið og rit höfundinn Benedikt Gröndal, höfund Heljarslóðarorrustu. Hann var 19. aldar maður, fædd ur 1826 og dáin 1907. Benedikt var fluggáfaður en að ýmsu leyti einkennilegur maður, bæði í rithætti sínum og háttum. Hann las náttúrufræði við há- skólann í Kaupmannahöfn, en lauk ekki prófi í henni; en eigi að síður var hann ágætur nátt- úrufræðingur og mikill stuðn. ingsmaður íslenzkra náttúruvís- inda. Hann var einn af stofnend. um Hins íslenzka náttúrufræði- félags og var lengi umsjónar- maður náttúrugripasafnsins. Ár- ið 1878 kom út eftir hann dýra fræði ásamt ágripi af mann. fræði. Bókin er að vísu stutt, en í henni er mikið samanþjappað efni, NÚTÍMA dýrafræðingum þyk ir máske frásögn Gröndals dá. lítið skringileg á köflum og jafn vel hæpnar, en bókin gerði samt sitt gagn og var le'ðandi stjarna í dýrafræði um tugi ára og er að sumu leyti í gildi enn í dag. Þar sem bók Gröndals mun nú orðið fágæt meðal. almenn- ings, en margan mundi fýsa að heyra, hvaða tökum höfundur- inn hefir tekið efnið, þá ætla ég að gefa lesendum kost á að kynn ast fáeinum sýnishornum úr bókinni. í formála segir höfundurinn: „Bókin held óg muni skiljast hæglega, sé hún lesin með eftir. ■tekt, sé það ekki gert, þá er allt ónýtt, þá er ekki til neins að rita eða lesa.“ Þegar höfundur lýsir hreifa dýrunum eða selunum, segir hann meðal annars: „Brimill og urt er karl og kona af selakyni öllu. — Rostungur, romshvalur er og í nyrztu höfum 20’, 2000 pd með 2 skögultönnum, sem fyrrum voru konungsgersemi, húðin er afarþykk og höfð í svarðreipi. í suðurhöfum eru sæbirnir og sæljón 20’, með eymasneplum. ÞAU HÓFDÝR sem ekki jórtra, kallar höfundurinn þykk skinnunga, meðal þein*a eru svínin, um þau segir hann: „Svínin hafa tvær framtær og tvær aukatær, vígtennur í báð- um skoltum og rana, sem þau róta í moldinni með. Svín eru heimsk og hænast ei að mönn- um. Gröndal minnist á fjölmörg jórturdýr. Þar segir hann meðal annars: „Zebú í Afríku og á Indlandi hafa hnúð á bakinu. Yak-naut er í Tibet og hefir tagl eins og hestur. Búbalus (Böff. el) er villtur á Indlandi, en tam- inn í Suður-Evxópu, hornamik. 01. Vísundur (Bison) hefir fjarska mikinn herðakamb og er stutthærður og hrokkinhærður; nú varla annars staðar en í skógi einum í Pólen, önnur teg. und í Norður-Ameríku“. Yfirlit yfir fuglana er all-ýt arlegt hjá höfundinum og jafn. framt til fyrirmyndar. Þar seg- ir hann: „Skipting fuglanna er helzt byggð á nefinu og fótun- um. Nefið er ýmist kengbogið til að rífá og bíta (hræfuglar, páfagáukar); eða breitt og flatt (á svölum, til að gleypa flugur á fluginu); eða stórt og létt (á pipurfuglum, til að brjóta á- vexti); eða lint og flatt og tent (á öndum, til að ná grasi og sæjurtum og sía orma og smákvikindi úr sjó og vatni; eða mjótt og hvasst (á söngfuglum og ýmsum sundfuglum, til að tína kvikindi úr holum og rif. um) o. s. frv. í INNGANGINM „frosk- ■ dýr og pöddur" stendur þetta: „Þau anda í gegnum húðina og kafna því, ef á þau er borinn fernis eða olía. Flest kvaka eða smágelta. Þau eru ákaflega líf- seig og lifna aftur, þátt þau gaddfrjós'i. Pöddm* hafa fund- izt innan í steinum, sem mynd. azt hafa utan um þær, og hafa dýrin þá verið þar loftlaus og næringarlaus, líklega íleiri þús undir ára, og hafa lifnað við og farið að stökkva, en dáið eftir svo sem hálfa klukkustund.“ Um fótalausar pöddur, hinar svonefndu Apoda segir hann: „Þær eru eins og slöngur að skapnaði, húiðn er mjúk og slepjuð og hylur augu og eyxu. Þær eiga heima í heitum lönd- um undir jörðirini“. Um rafmagnaða fiska farast Gröndal svo orð: „Einkennilegt fiskum og hvergi annars sfaðar í dýraríkinu er rafmagn það, sem sumir hafa, sneð því þeir geta veitt öðrum dýrum, miklu stærri en þ'eir eru sjálfir, svo sterk slög að þau falla niður sem þrumu lostin.“ UM SKOTUR segir hann: — „Skötur hafa svo stóra brjóst- iigga, að þær eru allar á breidd- ina og eftir því þunnvaxnar; halinn er á mörgum sporðlaus, augun ofan á höfðinu, en tálknopin að neðan. Húðin er hreisturlaus, á sumum göddótt; tennurnar flatar. Öll skctukyn eiga lifandi unga, nema hinar eiginlegu skötur, þær verpa fer hyrndum eggjum (Pélursbudd. ur, Pétursskip) með þráðum út úr hornunum, og hanga þau á þéim við þang og steina.“ í yfirliti sínu yfir skordýrin segist höfundinum þannig frá: „Mörg (þ. e. skordýrin) eru þumlungslöng, en mörg varla sýnileg berum augum; mörg eru litfögur og allflest fjörug dag dýr og sólskinsdýr;. mörg eru skaðleg jurtum óg ávöxtum og gera skaða á munum manna, svo stnudum verða stór vandræði af. Sum leggjasf og á menn og dýr, sjúga blóð og gera óþrif; en aftur eru sum nytsöm og eyða bæði öðrum skaðlegum skordýrum eða hræjum og rotn andi hlutum, sem annars mundu spilla loftinu. Af sumum fást nytsöm efni: hunang og vax af býflugunum; gallepli af gall- vespunum eru höfð til bleks og litunar; silki af púpu silkifiug- unnar; læknismeðal af spansk. flugum; skarlatslúsin gefur hinn dýrmæta skarlatslit; allt þetta eru mikilvægar verzlunar. vörur, sem nema ógrynni fjár.“ Hér er mikil fræðsla í stuttu máli. Að lokum er hér lýsirig á dýra flokki, sem Gröndal nefnir vængfætinga. Þetta er lindýr, sem er algengl í svifi sjávarins. „Það eru smávaxin sjódýr,“ seg ir Gröndal, „með vængmynduð- um sundfærum, sum hafa skel, sum ekki; sum gru litíögur, en sum litlaus og skelir oft hálf gagnsæ, þau eru næturdýr eða rökkurdýr, og korna þá þúsund- um saman uþp úr djúpinu, en sökkva sér aftur, þegar dagar. Vegná fjöldans eru þau aðal. fæða skíðishvalanna og úir af þeira í norðurhöfum." í bók sinni reyndi Gröndal að gefa sem flestum dýrum og dýra flokkum íslenzk heiti. væru þau ekki til áður, og eru ýmis þess arra nafná notuð enn í dag. Mál og Menning Ingimar Óskarsson. eftfr dr. Halldór Halldórsson 7. þátíur 1959 Frú Helga Jónsdóltir, Oddeyr- argötu 6, Akureyri, skrifaði mér. nokkru fyrir jól og bað mig að skýra hér orðið margýgur. Hafðil hún rekizt á þetta orð í bók, sem hiin var að lesa, og langaði til þess að vita uppruna þess og merkingu. Orðið margýgur er heiti á sjó-! skrímsli, sem hefir ýmis önnur heiti. Hefi ég tínt saman nokk- urn fróðleik um það, Helgu og öðrum til skemmtunar. Áður en ég, vík að fornum heimildum, skal ég vitna til þess, semi um ínargýgi er sagt í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar segir svo: Tvenns konar sæbúar eru það, sem næst ganga álfum, og er sagt, að þeir séu í mannslíki. Er annað þeirra hafgýgur, haf- frú, margýgur eða meyfisluir, er allt mun vera eitt, en hitt er mannennill, sem nú er al- mennt nefndur marbendill. Margýgi hefir verið svo lýst, að hún hafi gulleitt hár og sé í mannslíki niður að beltisstað, en þar fyrir neðan sé hún fisk- ur og hafi þar með sporð. Stundum þykjast sjómenn sjá liana, en oftast er sagt, að það hafi að borið norður við Gríms- ey. Hún þykir helzt gefa ungurn mömnun auga og sækir þá upp á skipin, ef þeim verður það að dotta, en Credo í Grallai'an- um gamla er góð vörn við sjíku. J.Á. Þj.I, 131. í fornmáli kemur orð þetta fyr ir og skal helztu heimilda getið. í Ólafssögu helga i Flateyjai’bók segir frá því, er sá helgi kóngiu* herjaði á heiðna illgerðamenn, sem „blótuðu kappa tvá til full- tingis sér“. Annar þessara kappa var margýgur. Orðrétt scgir í sögunni. Þat var annat margýgr, ok lá hon stundum í Karlsám, en stundum var hon í sjó. Hon söng svá fagrt, at hon svæfði skipshafnir. Ok er hon kenndi fyrir sina náttúru, at menn all- ir váru sofnaðir, hvelfdi hon skipunum ok drekkti svá mönn- um, en stundum æpti hon svá hátt upp, at margir urðu at gjalti ok hurfu fyrir þat aptr. Flat. II, 25. Gcrst er þó frá skepnu þcssari sagt í Konungsskuggsjá, þar scm lýst cr skrímslum í Grænlands- hai'i. Mun óg því birta þá lýsingu hér: !! HVAÐ KOSTAR INNBU YÐAR I DAG? Samkvæmt íauslegri áætlurt, sem gen5 heíir veriðuýlega, mun meíal innbú hafa kostað 50.900 krónur 1950, en sama innbú mimdi kosta 1ÖÖ.Ö0Ö krónur í dag. Vií viljum því bema þeim tilmækm til allra heirt.’h og. emstaklinga' aS kaupa þegar tryggingu j! á innbúum sínum og hækka eldri tryggingar mitía. . mwérándi vertílag. W •X * « S-AiIMIVn.RTIGIUTII8,Y(K(KniT(I3-i^m I :! Sa- r.’. .“.ndshú.'sinu, Reykjavík, sími 17080. jj UmbcS í næsfa kaupfélagi. jj *4 B«nHnnnnnnnnnn«nnjnnnnn:nunnnjnn:nn:nnnnH«:nnn:n«n:nn;':L-;:!*:-::::::::::n::::;::::{:::::::jj:;;jn«K;:;j;j;:;:;;;;;;;;::::::;:;::;;;;;an;;;ni. Þal hefir ok enn sét verit þar eitt skríms(l), er menn kalla margýgi. Þess vöxtr hefir svá sýnzt sem þat hafi kvenmanni líkt verit upp í frá linda stað, því at þat skrímsl hefir haft á 'brjósti sér stóra spena, svá sem. kona, langar hendr ok sítt hár ok vaxit svá at öllupa hlutun*. um háls ok um höfuð sem ma'ðr Hendr hafa mönnum sýnzt. myklar á því skrímsli ok eig með sundr slitnum fingrum, heldr með þvílíkri fit sem tær tengjast saman á fitfuglum. Niðr í frá linda stað hefir þav skrimsl sýnzt líkt fiski bæð.. með hreistri ok með sporði ok sundfjöðrum. Þetta skrims. hefir svá verit sem Iiit lyrra (þ. e. hafstrambr, sem lýsing er á rétt áður í bókinni), at sjald- an hefir þat sýnzt nema firi stórum stormum. Þetta hcfir verit athæfi þess'a skrimsl(s), .at þat hefir opt kafzt (ritað kafz, þ. e. kafazt. í öðrum hdr kafat, kafs leitat) ok jamnan. svá upp komit, at þat hefir 'haft fiska í höndum sér, ok ef þat hefir horft at skipi ok leikit: sér við fiska eða kastat fiskum at skipinu, þá hafa menn verit hræddir um þat, at þeir mundo. fá stór manntjón. Þat skrimsl hefir ok sýnzt mikit ok hræði- legt í andliti með hvössu enni ok breiðum augum, mjök mynnt ok með hrokknum kinn- um. En ef skrims(l) þat etr sjálft fiska eða kastar á haf frá skipi, þá hafa menn verit í góðri ván um, at þeir mundi halda mönnum, þó at þeir fcngi slóra storma. Kgs. 85—66 (Kaupmannahafnarútgáfan frá 1920). Þá ber þess að geta, að fyrir kemur orðmyndin margýgja að fornu í samsetta orðinu margýgju son. Frá því segir í Grettlu, að Gx*ettir var sladdur hjá Ólafi konungi lielga og skyldi járn bera. En áður en skírslan mátti fram fara, „hljóp fram piltr einn frumvaxta, heldr svipligr“ og róðst að Gretti með ókvæðisorð- um „rótti honum fingr ok skar honurn höfuð ok kallaði hann margýgjuson ok mörgum öðrum illum nöfnum“. Bæði orðin margýgur og mar- gýgja hafa lifað fram eftir öld- umý og orðið margýgur lifir enn. Dærni þess hefi ég þegar nefnt úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, og mörg önnur mætti til tíná, en þess gerist hér ekki þörf. Orð- myndin margýgja virðist hafa verið sjaldgæfari, en þó finnast 'hennar nokkur dæmi á bókum. Til gamans mætti til dæmis gela þess, að Snorri á Húsáfelli notaði hafskenninguna frón margýgju (Sn.Bj.Sig. 125). Unx uppruna orðsins margýgui' er það að segja, að fyrri liluti oi'ðsins er mar (í fornu máli marr), sem merkir „sjör“ og fyi*- ir kemur í samscttu orðunum marbakki og mararbotn. Síðari hlutinn gýgur er kvenkennt orð, sem merkir „skessa, tröllkona“ og beygist svo: nf. gýgui', þf. gýgi, þgf. gýgi, ef. gýgjar. Mér er .ókunnugt .um, að fleirlala orðs- ins komi fyrir, en myndi hafa verið gýgjar. Ég hefi rakið þetta nokkru nánara en elia vegna þess, að ég veit, að margir hai'a nvikinn áhuga á þjóðtrú, enda er þjóðtrú- in bæði merkilegt og s'kemm!:- legt efni, sem rannsaka þyrfti múklu meir og betur en gert hef- ir verið. Þcim, sem áhuga hafa á að kynna sér ger þjóðtrú um sjóskrímsl og sæverur ýmiss kon- ar, get ég bent á ritgerðina Sjó- vííi og ojóskrímsl eftir Benedikt Gröridal. Ilún birlist í Tímariti Jíins íslenzka bókmenntafélags XIV árið 189,3. Og um norskar sjóverur er fróðleik að fá í grein- (Framhald á 8. sLa).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.