Tíminn - 07.04.1959, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, þrigjndaginn 7. april 1959.
Úfgefandl : FRAMSÖKNARFLOKKURIMN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu vid Llndargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaBamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 1232S
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 1394S
Grein Gunnars Dal
GREIN GUNNARS DAL um
kjördæmamálið', er birtist í
seinasta blaði Tímans, hefur
að sjálfsögðu vakió mikla at
hygli. Hún er rituð af manni,
sem er kunnur fyrir að hafa
sjálfstæðar skoðanir og fara
sínar eigin götur, svo að eigi
verður honum borið á brýn,
að flokksleg sjónarmiö marki
afstöðu hans. Afsta'ða hans í
kjördæmamáhnu er jafn-
framt svo glögg og ákveðin,
að ekki veröur komizt hjá
því, að eftir henni sé tekið.
í upphafi greinar hans
sagði svo:
,X nafni réttlætis og lýð-
ræðis hyggjast nú hrír stjórn
málaflokkar landsins breyta
stjórnarskrá íslands, og
leggja niöur öll hin forn-
helgu kjördæmi utan Reykja
víkur. Einmenningskjördæm
in, .sem eðli sínu samkvæmt
hljóta að vera ílokksvaldinu
helztur Þrándur í Götu, og
tryggj a þvi ilýðræðið bezt,
eiga að leggjast niður, en í
þeirra stað að koma fá og
stór kjördæmi með hlutfalls
kosningum.
Eg fæ því ekki skilið á
hvern hátt slíkar breytingar
yrðh til styrktar lýðræðinu.
Lýðræði í hinu fyrsta lýð-
ræðisríki álfunnar, íslandi,
jafnt og í hinum helztu lýð-
ræðisríkjum nútímans, Eng-
landi og Bandaríkjunum, hef
ur alltaf byggzt á valdi hér
aða, ákveðinna hagsmuna-
hópa, sem markast af land-
fræðilegum og sögulegum
rétti, — til að veija sér
fulltrúa."
Qunnar segir, að með þessu
sé ekki sagt, að núv. kjör-
dæmaskipun þurfi ekki end
urskoðunar með. Nauðsynleg
ar leiðréttingar sé hins vegar
hægt að gera, 4n þess að
fremja það glapræði að
leggja niður hin fornhelgu
kjördæmi landsins og brjóta
þannig niður sjálfan grund-
völl þess lýðræðis, sem bezt
hefur reynzt með vestrænum
þjóðum.
GUNNAR DAL lýsir síðan
þeim hættum fyrir lýðræðið
sem hljótast myndu af hinni
fyrirhuguðu kjördæmabreyt
ingu. í )ok greinarinnar vík-
ur hann svo að þeirri hættu
sem henni myndi fylgja fýr
ir landsbyggðina. Hann seg-
ir:
„Ef flokksbiindan fær í-
búa þessa lands og þá ekki
sízt þá, sem búa utan Reykja
nesskagans — til að koma á
kjördæmabyltingunni með
atkvæði sínu, verður afleið-
inganna skammt að bíöa. —
Áhrif allra byggða utan
Reykjanesskagans fara að
sjálfrögðu stórlega minnk-
andi, og landsbyggðín afsal-
ar sér völdum, sem hún get-
ur aldrei encíurheimt. Hags-
munir Reykjavíkur o.g Suður
nesja mundu þá mestu ráða,
og dregið verður úr öllum
framkvæmdum út um land
Þetta mun aftur vaida nýjum
og auknum fólksflutningum
til Reykjanesskagans og
raska enn jafnvæginu í
byggð landsins.
í þessu felst mikil og aug-
ljós hætta ekki aöeins fyrir
héruð landsins, heldur einn
ig fyrir Reykjavík. Þeir tím
ar hljóta að koma, að íslend
ingar geta ekki lengur Iifað
á hermangi og erlendum lán
um, heldur verða að byggja
líf sitt á sinni eigin fram-
leiðslu. Hætt er þá við, að
dansinn kringum gullkálfinn
í Reykjavík og á Suðurnesj-
um verði að lokum hruna-
dans, þar sem þúsundir
manna verða atvinnulausar
og bíða efnahagslegt skip-
brot. Að stuðla aö þessari þró
un, er þvi vafasamur greiði
við höfuðborgina. — Með því
að reka þjóðina í einn hnapp
á Suðurnesjum, er ekki að-
eins menningu okkar stefnt
í voða, heldur felst einnig í
því framtíðarhætta fyrir
efnahagslegt sjálfstæði lands
ins.
Við erum vaxandi þjóð og
verðum því fyrst og fremst
að rækta landið og nytja auð
lindir þess. Því má ekki binda
starfsorku íslendinga við
dauð og ónýt störf, hvorki á
Keflavíkurflugvelli né i skrif
stofubáknum Reykjavíkur.“
GREIN sinni lýkur Gunn
ar Dal með þessum orðum:
„Þannig yrði hin fyrirhug-
aða bylting á kjördæmaskip-
uninni sízt til að leysa vanda
atvinnuveganna, þar sem
þær mundu enn auka á mis-
ræmið i byggð landsins og
draga enn fleiri hendur frá
framleiöslunni að dauðum
störfum.
Þá ætti það atvinnuleysi,
sem sívaxandi fólksflutning-
ar til höfuöborgarinnar
hljóta fyrr eða síðar að
skapa, a'ð vera Reykvíkingum
lítið tilhlökkunarefni,
Hin geigvænlegasta hætta
í sambandi við afnám kjör-
dæmanna er þó sú eins og
fyrr segir, að hún felur í sér
dauðadóm hins íslenzka lýð-
ræðis og gerir að engu áhrif
dreifbýlisins á stjórn lands-
ins.
Því verður þess vegna ekki
trúað, fyrr en í lengstu lög,
að íslenzkir bændur og íbúar
sjávarþorpanna dragi nú
svefnhött fiokksblindninnar
yfir höfuð sér og fylgi böðl-
um sínum eins og þæg og
hlýðin fórnardýr.
Ef héruð landsins afsala
sér lífsrétti sínum, tákna þær
kosningar, sem nú fara í
hönd, fall og endalok hinnar
íslenzku bændamenningar,
þeirrar menningar, sem ein
hefur réttlætt sjá'fstæða til-
veru þessarar þjóðar.“
HÉR er vissulega mörk-
uð ákveðin og einbeitt af-
staða. En hverjir eru þeir
glöggir menn og óháðir, sem
íhuga kjördæmamálið, er
ekki komast að sömu niður-
siöðu?
ERLENT YFIRLIT:
Stefna Vesturvetdanna
VerSur
SameinutJu þ.ió'ðunum falin gæzla og
eftirlit í Berlín?
EFTIR rúman mánuð munu ut-
anríkisráðherrar Bandai'íkjanna,
Bretlands, Frakklands og Sovétríkj
anna hittast í Cenf til að undirbúa
fund æ'ðstu manna. Af hálf u vestur
veldanna er nú unni'ð kappsamlega
að því, >að þau samræmi stefnu
sína fyrir utanríkisráðherrafund-
inn. Alveg sórstakiega hefur verið
unnið að þessu í sambandi við ut-
anríkisráðherrafund Atlantshafs-
bandalagsins, er var haldi.nn í,
Washington um síðustu helgi.
Líklegt þykir inú, að vesturveldin
séu húin að samræma stefnu sína
í aðalatriðum o.g úr þessu verði
ekki nema um smávægilegar breyt
Ingar að ræða á henni. Þótt enn
hafi að sjálfsögðu ‘ekki verið gefn
ar út neinar sérstákar yfirlý.singar
um það, hver afsta'ða vesturveld
anna á utanríkisráðherrafundi.n-
um verði, telja 'bTaðamenn, sem
vel fylgjast með, isig geta gizkað á
það í aðalatriðum, hvernig þau
mun leggja málin fyrir.
Á utanríkisráðherrafundi vestur
veldanna og Sovétríkjanna, sem
kemur saman í Genf 11. maí, verð
ur í fyrsta lagi rætt -um hvenær og
hvar fundur æðstu tmamn verði hald
in.n og hverjir skuli taka þátt í
honuin. í öðru lagi verður svo rætt
um, hver dagskrá fundarins skuli
vera og hvaða möguleikar eru til j
samkomulags um hin >einstöku dag '
skrármál. Sennilega mun utanrík
isráðherrafundurinn snúast fyrst
og fremst um þetta, þar sem bæði
Eisenhower og de •GauTle hafa sett
það sem skilyrði fyrh- þátttöku
sinni í fundi æðstu manna, að iík-
ur verði fjmir því, að fund-
urinn beri nokkui'n árangur,
því að ella verði hetur heima setið
en á stað farið.
BLAÐAMENN þeir, sem áður
eru nefndir, telja liklegt, að vest-
urveldin muni Teggja meginá-
herzlu á tvö dagskrármál. Annað er
Þýzkalandsmálið o-g verði BeiTínar
deilan rædd í sambandi við það.
Hitt er bann við kjannorkusprengj
um í tilraunaskyái, jen sérstök ráð-
s-tefna vesturveldamna og Sovétríkj
anna hefur fjallað um það mál
síðan í desember, án þess að telj
andi árangur hafi náðzt.
Fullvist er talið, að vesturyeldin
séu sammála um að gera engar til-
slakanir í þessum málum, nema
Rússar geri hliðstæðar tilslakanir,
svo að hið hernaðarlega og póli-;
tíska jafnvægi, sem nú er, raskist!
ekki við þær breytmgar, >er samið
verði um. Þess vegna sé t. d. tómt
mál að tala um, að vesturveldin
flytji herlið sitt frá Vestur-Berlín
eða breyti stöðu Vestiu--Ber]inar,
nema Rússar geri ‘einhverjar til-
svarandi tilslakainir á móti og frelsi
Vestur-Berlínai'húa verði örugg-
lega tryggt. Hingað 'til hafa Rússar
ekki boðið upp á meinar slíkar til
slakanir, en krafizt þess, að her-
lið vesturveldauna yrði flutt frá
Vestur-Berlín og hún gerð að
óháðu borgríki. Vesturveldin ótt-
ast, að eftir það yrrði hún fljóllega
inhlimuð með valdi í Austur-Þýzka
land. Þess vegna 4negi ekki rétta
kommúnistum litla fmgur nú með
tilslökun, sem þeir endurgjalda
ekki jafnharðan.
AF hálfu vesturveldanna verð-'
ur lögð áherzla á, að Berlínarmáiið '
verði ekki rætt sórstaklega, held-
ur í 'sambandl við Þýzkalandsmál
ð, er verði aðalmál ráðstefnunnar.
Þar munu vesturveldiin leggja á-
fram megináherzlu á, að Þýzkaland
yerði sameinað sem fyr.st á grund
vielli frjálsra kosniinga og' síðan
gerðir við það fri0arsamningar.
Tan>gi Rússar hins vegar ekki að
bessu, munu þau sennilega bjóða
upp á sameiningu Þýzkalands í á-
föngum, t. d. þamniig, að Vestur-
Þýzkaland og Austur-Þýzkaland
byrji að semja um ýmis sameigin
leg mál sin á miffi með sameiningu
fyrir augum síðar meir. Vestur-
veldin munu þó vilja liaga
HERTER,
settur utsnríkisráðherra Bandaríkj-:
anna, hefur getið sér mjög gott orð
í viðræðum vesturveldanna að und-
anförnu.
þessu þannig, að ekki felist í því
viðurkenning á Austur-Þýzkalandi
isem sjálfstæðu líki.
YFIRLEITT eru menn ekki
bjartsýnjr á, að samkomulag náist
um sameiningu Þýzkalands að !
sinni. Mjög ólíklegt er, að Rússar ]
vllji missa þá afstöðu, er þeir ■
hafa í Austur-Þýzkalandi, bæði af
ihernaðarlegum og efnahegslegum |
ástæðum. Itússum, Pólverjum og
Tékkum stendur stuggur af samein
uðu Þýzkalandi og það alveg eins,
þótt það verði að nafninu til hlut
laust. Svipað gildir um Frakka.
Áður en sameining Þýzkalands
getur orðið, þarf að draga- úr tor
'trýggn; sem nú er í garð Þjóðverja,
og úlfúð milli austurs og
vesturs. í því sambandi hefur mjög
verlð rætt um einskonar meira og
minna afvopnuð belti i Evrópu.
Allar tillcgur un það hafa hins
vegar verið mjög á reiki. Pól-
verjar hafa verið með tillögur, sem
vesturveldin telja. óhagkvæmari
sér em Rússum, og enskir jafr.aðar
menn hafa verið með tillögur, sem
Rússar telja óheppilegri s§r >en
ves'turveldumun. Vesturveldin
munu vafalítið fallast á, að þetta
mál verði rætt á fundi æðstu
manna, en óvíst er, hvort þau
bera fram ákveðnar t.llögur um
það.
í þessu sambandi hafa tiliögur,
sem Mendes-France bar fraim ný-
lega, vakið taiverða athygli, -en þær
eru á þessa leið: Við íandam'ærin
milli austurs og vesturs 'kpmi
mjótt alveg afvopnað helti. Síðán
komi breiðara belti, þar sem istað
setning kjarnorkuvopna verði ekki
'leyft, og loks briðja beltið, sem
engar hömlur nái til. Mandes-
France gerir ráð fyrir, ,að hiin af-
vopnuðu belti verði ekki breiðari
e.u svo, að þau úíiloki ekkL 'örlenda
hersetu í Vestur-Þýzkalandi og
Austur-Þýzkaiandi. Mendes-France
■telur málin énn ekki komin <á J;að
stig, að stórv'eldin vilji draga theri
sina frá Þý-zkaiandi og þvi sé rétt
að byrja á því að hafa hin afvopn
uðu belti litil; Lítil ibyrjun sé
betri en engin byrjun,
Margt bendir til, að Mendes-
Fra’ice bafi hér rétt fyrir sér,
og eigi eitthvert .samkomukg' að
geta náðst um þetta efni, geti það
því aðeins orðið, að byrjáð sé
nógu lítið. Hlns vegar gæti velfar-
ið svo, að mjór reyndist hér mTkils
vísir.
ÞAR ,sem almemnt er 'ekki itrúað
á sameiningu Þýzkalands í náínni
framtíð, verður óhjákvæmiiegt >að
iná einhverju samkomúlagi um
Vestur-Berlin, ef hótanir Rússa
eiga ekki að ieiða til hættulegustu
átaka. Berlínarmálið verður því
raunvérulega aðalmál ráðsteiinunn
ar. Vesturveidbi eru staðráðim í
þVí að kjósa heldur hörðustu átök
við Rússa en að slaka þanmig 'til,
að þau gefi meira eftir en Rússar
eða að freisi. íbúa Vestur-BerMnar'
verði stefnt tt hættu. Sú afstaöa er
vafalaust rétt. Hims vegar er jafn
rétt og sjálfsagt að halda hér samn
ingaleiðinni opinni og bjóða upp á
einhverja já'kvæða lausn. í því
samhandi hefur nokkuð verið rætt
um þá lausn málsims, að Sameimuðu
(Framhaid á 8. síðuL
g
ÁfbrýSissemi veldur ómak-
legri árás
í Reykjavíkurbréfi Morg-
unbiaðsins á sunnudaginn er
ráðist mjög ósmekklega á
sendilierra íslands í London,
dr. Kristinn Guðmundsson,
og fai'ið niðrandi orðum unx
starf hans. M.a. er sagt, að
liann geri lítið gagn, en ein-
hvers staðar verði maðurinn
þó að vera.
í greininni eru ekki færð
nein rök fyrir þessum dylgj-
um, enda hefur dr. Kristinn
leyst af höndum vandasamt
starf í London mt j miklum
ágætum. Umrædd ummæli í
hans garð eru því í fyllsta
máta tilefnislaus.
Hitt er annað mái, að höf-
undur þessara ummæia hef-
ur um alllangt skeið verið
mýög afbrýðisamur í garð dr.
Kristins. Þegar dr. Kristinn
Guðmundsson tók við stjórn
utanrfkis- og varnarmálanna
sumari'5 1953, voru varnar-
málin í hinni herfilegustu
niðurníðslu. V arnarliðsvinna
var þá mörgum sinnum
meiri en nú og virtist á góð
um vegi að soga allt vinnu-
afl þjóðarfnnar til Suður-
nesja. Auk þess vann
við liana margt er-
lendra verkamanna, er
ekki vorxx aiíir af betri
endanum, en höfíðu þó fullt
ferðafrelsi. Enigar hömlur
voru heldur á ferðunx varnar
liðsmanna sjálfa. Erlendir •
verktakar sáir um ixelztu
framkvæmdir og fóru mjög
að eigin geðþótta. Með slíku
áframhaldi hefðu íslending-
ar orðið undiirþjóð í sínu eig
in landi á skömmum tíina
og helztu atvinnuveigir
þeirra lagst. í rústir.
Undir forustu dr. Kristins
var gerbreytt um stefnu í
þessum efnimx og komið á
allt annari o-g betri skipan,
sem síðan hefur haldist. Dr.
Kristin vann hér mikið og
merkilegt starf, sem síðar
mun þakkað í sögunni að
yerðleikuni.
Af liálfu þess manns, sem
bar meginábyrgið á því ó-
fremdarástamli vamarmál-
anna, sem ríkjandi var, er
dr. Kristinn tók við stjórn
þeirra, hefur jafnan síðan
ríkt afbrýðisemi í gaið hans.
Ekki vex þó hlxxtur þessa
manns við slik asnaspörk og
hina ósmekklegu og tilefnis-
lausu árás hans á dr. Krist-
inn í Reykjavíkurbréfinu.
ISI