Tíminn - 22.04.1959, Side 3
^ÍUÍI-NN, miSvikudaginn 22. apríl 1959.
SCHiRRA
GLENN
CARPENTER
Einn af sjö mönnum valinn
til að fara fyrstu geimferðina
Amerískur negra-kvintett skemmtir
hér á vegum Blindrafél. á næstunni
Five Keys eru einn vinsæiasii söRgkvintettinn
í Bandaríkjunum
Blindrafélagið hvggst fá
hingað til lands amerískan
söngkvintett og efna til
hljómleikahalds til ágóða fyr
ir byggingu Blindraheimilis.
Blindraheimili félagsins er
komið undir þak, en enn
skortir mikið fé svo Ijúka
•i N y.r ■rK'íy X'&S /í 1 ,
Nýlega hafa veriS valdir
sjö menn úr hópi þeirra
umsækjenda, sem vildu
verða fyrstu mennirnir, er
könnuðu hið óþekkta rúm
geimsins.
í síðustu vriku gengu hinir sjö
útvötdu fram fyri-r skjöldu til að
takast þetta hœttulega hiutverk á
Margs kotsar filraunir geröar fiS þess að rann-
saka líkamlegt atgervi fseirra
SHEPARD
|g|
COOPER
hendur. Þessir menn eru höggnir
úr sama steini cg Columbus.
Magellan, Daniel Boone og Orville
og Wilbur Wright, en þó með
nokkrum öðrum hætti. Tæplega
ihafa ,,landkönnuðir“ sögunnar
nokkru sinni verið svo algjörir leik
soppar örlaganna sem þessir sjö
menn eru nú. Áður en um það
bil 2 ár hafa liðið mun einn þess-
ara sjö verða valinn — ef til vill
með hlutkesti — -til að prófa.
hvort unnt sé að skióta mannlegri
veru út úr gufuhvolfinu, og láta |
hana snúast umhverfis iörðu á
hraut, sem væri í 125 milna f.jar-
lægð frá miðju jarðar, og snúa
síðan ,,heim“ aftur og vera
„nægjanlega lifandi ‘ til þess -að
geta sagt ferðasöguna.
Kannski lil tunglsins
Ef hinn fyrsti lifir þetta af,
munu hinir sex halda tilrauninni
áfram. Ef h3nn deyr, munu þeir
samt sem áður verða sendir út
í geiminn í þeirri von að einhver
þeirra væri ,,í standi" til að segja
ferðasöguna er heim kæmi. Ef
árangur verður -góður af tilraun-
unum er vel hugsanlegt, ,að ein-
hver hinna sjö verði sendur í
heimsókn til tunglsins. j
Hinir sjö útvöldu hafa það sarn
eiginlegt, að þeir eru allir meðal
menn að hæð o -geru allir á svip-
uðurn aldri (32—37 ára). Þeir eru
allir fyrrverandi tilraunaflug-
menn og þrautþjálfaðir í meðferð
hvers konar flu-gtækja. Allir voru
þeir fæddir í smábæjum og allir
giftir og feður (einn þeirra á
fjögur börn). Þeir eru allir mót-
mælendur. Allir elska þeir loftin
og hafa óbilandi trú á himninum.
Kvaiafull próf
Enginn verður óbarinn biskup,
og hinir siö útvöldu urðu rð ganga
undir meira og minna kvalafullar
tilraunir, rannsóknir og próf, áður
j en þeir voru útnefndir. 1 tvær
vikur var þeim snúið og hringlað,
látnir þola ægiþungan þrýsting,
steiktir í hitasvækju og látnir
ganga undir hin hræðilegustu
GS'^OM
.'TON
kvala-próf, sem áttu að fyrirstilla
svipaða líðan hiá fórnardýrunum
og þá, sem þeir yrðu að lí-ða, er
þeim yrði skotið út í g-eiminn. Og
hinir sjö útvöldu eiga ekkert sæld-
arlíf fyrir höndum, því þeir munu
verða þjáífaðir stöðugt og mark-
visst til þess að vera sem bezt
undir það -búnir að mæta hinum
óþekktu örlögum sínum.
Hinir sjö útvöldu eru:
John Herschel GLenn Jr. 37 ára,
86 kg., 5 fet og 10 þumlungar, græn
eygður, rauðhærður. Gekk í herinn
1942. Er mjög reyndur tilrauna-
flugmaður, einkum í þotum. Glenn
er mjög gamansamur og lætur
glensyrði gjarna fjúka: Ég er ef til
vill að þessu vegna þess að ég mun
aldrei komast nær himnum á ann-
an hátt!
Macohn Scott Carpenter, 33 ára,
77 kg., 5 fet og 10 þuml., græn-
eygður, dökkhærður. Margreyndur
þotuflutmaður úr Kóreustríðinu.
Þegar auglýst var eftir umsækjend-
um til þessa sérstæða starfa var
Carpenter úti á sjó og það var
konan hans, sem sótti um starfið
fyrir ,hann!
VValter Marty Schirra, 37 ára,
90 kg., 5 fet og 10 þuml., brún-
eygður, dökkhærður. Orrustuflug-
maður úr Kóreustríðinu. Marg
reyndur tilraunaflugmaður.
Alan Eirtlett Shepard, 35 ára, 76
kg., 5 fet og 11 þuml., bláeygður,
dökkhærður. Var orrustuflugmaður
í seinni heimsstyrjöld, og hefur
síðan starfað við flug og verið
lengi tilraunaflugmaður. Konan
hans lét svo ummælt: Hann er einn
af þessum hamingjusömu mönnum.
Starfið er hans lif og yndi.
Leroy Gordon Cooper, 32 ára, 73
kg., 5 fet og 9 þuml., bláeygur,
dökkhærður. Tilraunaflugmaður á
þotum flughersins.
V'irgil Ivan Grissom, 32 ára, 74
kg., 5 fet og 7 þuml., ‘brúneygur,
dökkhærður. Vbt þotuflugmaður í
Kóreustríðinti og hefur siðan verið
tilraunaflugmaður.
Donald Kent Slayton, 35 ára, for-
megi byggingu þess. Eru
væntanlegir hljómleikar einn
liðurinn í tekjuöflun félags-
ins svo byggingu blindra-
heimilis megi ljúka sem
fyrst.
Söngkvintett sá. er hér um. ræð-
ir, ber nafnið Five Kevs og er
skipaður fimm ungum negrum,
sem sugnið hafa saman í nokkur
ár. Five Keys eru um þessar mund
ir einn allra vinsælasti og þekkt-
asti söngkvintett Ameríku. Hafa
þeir sungið inn á margar hljóm-
plötur, sem náð hafa metsölu.
Syngja þeir jöfnum höndum sí-
gild dægurlög og lög í rokistíi,
svo að segja má, að á efnisskrá
þeirra sé eitthvað fyrir alla, unga
sem aldna.
Þeir eru mjög eftirsóttir í
Ameríku og hafa gert samninga
út þetta ár um að skemmta víðs
vegar en það var fyrir tilviljun að
þeir fengust hingað, því að sam-
konnihús það, er þeir höfðu verið
ráðnir til að skemmta í fyrstu vik-
una í maí, brann og fyrir bragðið
gátu þeir komið hingað í eina
viku.
Hljómleikar Five Keys hefjast í
Austurbæjarbíói föstudaginn 1.
maí og verða kl. 7 og 11,15 á
hverju kvöldi. Forsala aðgöngu-
miða hefst í bíóinu nokkrum dög-
um áður.
Það er orðið nokkuð langt siðan að
við höfum birf tizkumyndir hér á
síðunni. Hér er mynd af kjól frá Díor
teiknaður af St. Laurenf. Á meðan
allir kjólaframleiðendur senda frá
sér knéstutta kjóla, heldur St. Laur-
ent fast við, að faldurinn skuli ekki
vera meira en 36 cm frá gólfi.
ingi í flughernum, 78 kg., 5 fet og
10 þuml., bláeygur, dökkhærður.
Orrustuflugmaður í heimsstyrjöld-
inni. Þrautreyndur tilraunaflug-
maður. Hann segir: Við erum
komnir eins langt og við getum
komizt á þessum hnetti. Við verð-
um að fara eitthvað annað, og það
er ekki annað að venda en út í
igeiminn, og hann bætir við: Ég
mundi vilja gefa vinstri handlegg
minn til þess að verða fyrsti mað-
u-' -’t í geiminn.
Dýrir aðgöngu-
miðar
Það mun ekki kosta neina smá-
peninga að sjá leikinn um
heimsmeistaratitilinn i þunga-
vigt í hnefaleikum milli hvert-
ingjans Floyd Patterson oq
Svians fngemar Johannsson,
en leikurinn fer fram i New
York hinn 25. júní naestkom-
andi. — Aðgöngumiðar í saln-
um kringum hnefaleikapailinn
munu kosta 100 dollara stykh-
ið, og aðeins einu sinni áður í
sögu hnefaleikanna hafa mlð-
ar kostað jafn mrkið. Það var
einnig í New York 1946 hinn
19. júni, þegar Joe Louis barð-
ist við og sigraði Ðilly Conn.
Kjarnorkukafbáturinn Skate
yndir norðurpólinn aftur
Báturinn skemmdist nokkuð, en þó ekki alvarlega
— 7. apríl síðast liðinn
kom kjarnorku-kafbáturinn
„Skate" úr annarri ferð
sinni undir Norðurheims-
skautið. Heppnaðist ferðin
mjög vel.
Kafbáturinn bar mörg merki i
eftir baráttuna við heimsskauts !
ísinn. Hliðar hans voru risp- \
aðar eftir ísinn og ryð hafði
setzt í sárin. Þó urðu skemmd-
ir á kafbátnum minni en bú-
izt hafði verið við.
10 sinnum upp
á yfirborðið
í viðtali við blaðamenn sagði
skipstjórinn, Jam.es F. Calvert,
að ferðin hefði sannað, að
íheimsskautin gætu haft mikil-
væga þýðingu fyrir sjóherinn,
hvort heldur væri á sumri eða
vetri. Ferðin undir ísinn tók
12 daga og kaf'báturinn kom
10 sinnum upp á yfirborðið og
í eitt skiptið beint undir heims
skautinu. Notuð voru sjónvarps
tæki til þess að finna, hvar
ísinn væri þynnstur, og kaf-
báturin nvar útbúin hsérstök-
um tækjum til þess að brjóta
ísinn fyrir ofan. Calvert skip-
stjóri sagði, að kjarnorku-kaf-
bátar væru mikilvæg tæki til
eftirlits með Rússum á vissum
svæðum.